Þjóðólfur - 01.05.1908, Blaðsíða 2
74
ÞJOÐOLFUR.
að hér í bænum við þá atvinnu, er smátt
og smátt jókst drjúgum. Kvæntist hann
Önnu Kristtnu Bjarnadóttur ekkju, og eiga
þau 2 syni uppkomna á lífi, Bjarna og
Kristinn. Pétur heit. var gervilegur mað-
ur sýnum og góðlátlegur, skynsemdar-
maður og skemmtinn í viðræðum og mjög
vel látinn, enda drengur hinn bezti og
yfirleitt meðal hinna merkustu borgara
þessa bæjarfélags í iðnaðarstétt.
Skrúðganga
sú, er frestað var á sumardaginn fyrsta
(sbr. síðasta blað) var haldin hér í bæn-
um á sunnudaginn var (26. f. m.). Tóku
þátt í henni bæði karlar og konur, sem
félagar eru í »Ungmennafélagi Reykja-
vfkur« og hinu nýstofnaða ungkvennafé-
lagi »Iðunni«, alls um 100 manns, og
hófst förin úr Bárubúð kl. 6 e. h. Var
röðin þrísett, piltar og stúlkur á víxl, en
fslenzkir fánar 24 að tölu bornir í fylk-
ingunni bæði af piltum og stúikum, og
lúðrar þeyttir á göngunni af lúðrafélagi
Reykjavíkur. Var numið staðar við
»Hótel Reykjavík« andspænis Austur-
velli, og þaðan af svölunum hélt Indriði
Einarsson ræðu fyrir Islandi, en á eptir
honum Guðmundur Hannesson héraðs-
læknir aðra fyrir íslenzka fánanum, er
hann sagði að verða mundi »sigurfáni«
og væri enda þegar orðinn það. Því
næst gekk fylkingin með fánana víðsvegar
um götur bæjarins. Var mikin mannfjöldi
saman kominn til að horfa á þessa at-
höfn, er að öllu leyti fór snyrtilega fram
og myndarlega. Veður var allsæmilegt
um kveldið, en svalt nokkuð.
„Vesta"
fór héðan áleiðis til útlanda vestur og
norður um land í fyjra kveld með fjölda
farþega. Með henni fóru til Stykkishólms
kaupmennirnir Sæmundur Halldórsson og
Jón A. Egilsson, er komu með »Vestu«
frá útlöndum á sumardaginn fyrsta. Með
»Vestu« þá komu og frá útlöndum auk
þeirra, sem taldir eru í síðasta blaði:
frú Margrét Zoéga, Gunnar Gunnarsson
kaupm., Jón Jónatansson bústjóri í Braut-
arholti, frk. Kamilla Jensen o. fl. — Meðal
Vestanmanna þeirra, er þá komu alfluttir
hingað frá Ameríku, voru Sigurður Sölva-
son aktygjasmiður, húnvetnskur að upp-
runa, tengdasonur Péturs gamla Einars-
sonar (Jónassen) frá Felli í Biskupstung-
um, er hingað kom að vestan fyrir 2 ár-
um. Sigurður kom með konu sína og
7 börn. Hann hefur verið 25 ár í Ame-
ríku.
Samsöngur
hr. Sigfúsar Einarssonar í dómkirkj-
unni á sunnudaginn var (26. f. m.) tókst
sérlega vel, og er eflaust að öllu saman-
töldu einhver hinn bezti samsöngur, er
hér hefur haldinn verið. Svo sögðu
margir þeirra, er á hann hlýddu og bezta
þekkingu hafa á slíku, Smágallar þeir,
er sjaldan verður alveg komizt hjá í ein-
stökum lögum, voru svo lítilsháttar, að
þeirra gætti ekki í samanburði við kost-
ina. Hitt má furðu gegna, að gallarnir
eru ekki meiri í söngflokk, sem skipaður
er mjög misjafnlega hæfu söngfólki, og
flestu, sem lítt eða ekki hefur lært söng,
eptir því sem kröfur eru gerðar annars-
staðar. En hér er alls ekki völ á sllkum
söngflokk með þaulæfðum söngvurum.
Það er þvf allrar viðurkenningnr vert,
hve langt Sigfús hefur þó komizt áleiðis
með þá söngkrapta, sem fyrir hendi eru,
og hversu vel honum hefur tekizt að sam-
æfa söngsveit sína.
A samsöng þessum söng Sigfús einnig
lag úr »Messías« eptir Hándel, og fórst
það einkarvel, jafn erfitt sem lagið er.
Frú Valborg Einarsson söng nokkra ein-
söngva, þar á meðal lag eptir Gounod
og T.ange-Miiller og tókst það hvorttvegga
mæta vel, ekki sízt hið síðarnefnda. Um
hin einstöku lög, er söngsveitin söng, er
óþarft að fjölyrða. Bezt þóttu takast lögin
eptir Claude Goudimel (»Dýrð sé guði í
hæstum hæðum«), Hánuel (»Sjá, hann
kemur«), Reissiger (»EnSangers Bön«) og
Gounod(»Bænarhvöt«). Þetta síðasta tókst
afbragðsvei. Nefna mætti og garnla lagið
»Krossferli að fylgja þínum« raddsett að
nýju af Sigfúsi. — Samsöngur þessi var
allvel sóttur, en þó miklu síður en skyldi,
því að það er ekki svo opt, sem almenn-
ingi hér gefst færi á að heyra jafn góðan
söng. En samsöngurinn verður endur-
tekinn í kveld.
Verzlunarskólanum
hér í bænum var sagt upp f fyrra dag.
Samkvæmt skýrslu skólastjórans hr. Ólafs
Eyjólfssonar hefur skóli þessi tekið mikl-
um framförum, síðan hann var stofnaður
fyrir 3 árum. Deildirnar voru í fyrstu
ekki nema tvær, og að eins 2 kennslu-
stundir á dag. En nú er komin sérstök
undirbúningsdeild að auki og kennslu-
stundir 5—6 í hverri deild. Ráðgert að
reisa skólanum gott og vandað hús innan
skamms. Um 70 nemendur sóttu skól-
ann í vetur. Nokkrir lærisveinar fengu
sérstök verðlaun fyrir iðni og ástundun.
Meðal annars hafði Philipsen olíukaup-
maður gefið einum pilti (Sófusi Blöndal
frá Hvammstanga) 50 kr. í verðlaunaskyni.
Sá er nú útskrifaðist með hæstri einkunn
af skólanum, Þorbjörn Þorvaldsson (frá
Þorvaldseyri) fékk 20 kr. verðlaun frá for-
manni stjórnarnefndar skólans B. H. Bjarna-
son kaupmanni.
Faxaflóatoáturinn
nýi, »Ingólfur«, leggur af stað frá
Noregi í dag, og á að byrja ferðir sínar
hér um flóann um miðjan þ. m.
Kolalag
6 feta þykkt hefur fundizt í landi jarð-
arinnar Níps á Skarðströnd, við rannsókn,
er Vestur-íslendingur einn, Sigurður Jósúa
Björnsson, ættaður úr Dölum, hefttr gert.
Kom hann heim hingað í fyrra vor eptir
34 ára dvöl í Vesturheimi, aðallega í
þeim tilgangi, að leita hér að kolttm,
enda hefur hann fengizt við þesskonar
námuvinnu vestra ásamt annari málm-
vinnu. Kolalag þetta er rétt niður við
flæðarmál, en óvíst enn hversu umfangs-
mikið það er, eða hvort kostnaði svarar
námugröptur þar. Það mun eiga að
rannsaka til hlítar í sumar undir forstöðu
Sigurðar, er fór vestur þangað nú með
»Vestu« í fyrra dag.
Sjálfsmorfl
tvö hafa framin verið í f. m. hér syðra,
hvorttveggja með hengingu. Hinn 10.
fyrirfór sér á þann hátt Guðrún Nikulás-
dóttir kona Kristjáns Ó. Þorgrímssonar
konsúls, og 26. s. m. Benedikt Benedikts-
son í Vestra-íragerði í Stokkseyrarhreppi,
um sextugt, merkur maður og vel lát-
inn, ötull formaður og heppinn. Hann
fannst hengdur. í hesthúskofa þar. Ekki
hafði borið á geðveiki hjá honum.
Um Holt i Önundarfirði
sækja séra Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi,
séra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri og
séra Páll Stephensen á Melgraseyri.
Veitt prestakall.
Kvíabekkur í Ólafsfirði veittur 21. f. m.
séra Helga Árnasyni í Ólafsvík samkvæmt
kosningu safnaðarins.
Prófastur settur
í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi 29. f. m.
séra Páll Jónsson á Svalbarði í stað séra
Jóns Halldórssonar á Sauðanesi, er fengið
hefur lausn frá prófastsembættinu sakir
heilsulasleika.
Ólympsku leikarnir
í Lundúnum í sumar ættu að verða
sóttir af íslenzkum glímumönnum, er
fengið hafa leyfi forstöðunefndarinnar
í Lundúnum til að sýna þar íslenzka
glfmu í sambandi við leikina, þótt ekki
taki þeir á annan hátt þátt í þeim, sem
aldrei var tilætlunin og naumast gat átt
sér stað, því að Islendingar hafa engar
alþjóðafþróttir að sýna, eða hafa ekki nægi-
lega æft sig í þeim, til þess að til nokkurra
mála geti komið fyrir þá, að keppa um
verðlaun við heimskappa á þessu alls-
herjar íþróttamóti. Um þannig lagaða
hluttöku gat því ekki verið að ræða frá
Islendinga hálfu, eins og vér höfum áður
tekið fram í Þjóðólfi. £n það var um þann-
ig lagaða hluttöku, er stjórnarráðið hafði
spurt sig fyrir um í Lundúnum, og fengið
neitandi svar, nema hluttakan væri í sam-
bandi við Dani. Af þessu mun það hafa
verið dregið, að Islendingum væri neitað
að sýna þar íslenzka glfmu. En það
kvað vera misskilningur einn, samkvæmt
fyrirspurn sem formaður sambandsstjórnar
»Ungmennatélags Islands« (Jóhannes Jós-
epsson á Akureyri) gerði í símskeyti til
forstöðunefndarinnar í Lundúnum nú ný-
lega. Eptir því fá giímumenn vorir að
taka þátt í mótinu algerlega út af íyrir
sig sem íslendingar, án sambands við
Dani. Undirbúningnum undir þessa för
verður því haldið áfram svo sem frekast
verða föng á, og skorar undirbúnings-
nefndin hér í bænum (Árni Jóhannsson,
Matth. Einarsson og Tr. Gunnarsson) á
einstaka menn og félög, er styðja vilja
för þessa, að greiða fjárframlög sín til
efnhvers af nefndarmönnunum sem allra
fyrst, helzt fyrir miðjan maf 1 síðasta lagi,
því að þá verður að ákveða, hve marga
menn sé hægt að senda á mótið. Væri
æskilegt, að unnt væri að senda sem
flesta af hinum vöskustu glímumönnum
vorum, því að vafalaust yrði það þjóð-
flokki vorum til sóma og vekti eptirtekt
erlendra fþróttamanna á þessari ævagömlu
list — íslenzku glímunni —, svo að ekki
er ósennilegt, að henni yrði eptir það
skipað til sætis meðal verðlaunaðra al-
þjóðaíþrótta. Og þá mundu íslending-
ar geta keppt við stærri þjóðirnar í þeirri
íþróttinni.
Maður drekkti sér
í gær í Blöndu rétt við kaupstaðinn á
Blönduósi, Ingvar Hjartarson frá
Bakka í Vatnsdal. [Eptir símskeyti frá
Blönduósi í gærj.
Skaptafellssýsla
er veitt Sigurði Eggerz cand. jur.
Um borgarstjóraembsettiO
í Reykjavík sækja að eins tveir: Páll
Einarsson sýslumaður og Knud Zimsen
verkfræðingur.
€rlenð símskeyti
til Pjóðólfs.
Kaupm.höfn 29. apríl, kl. 9 /. /1.
Frá þingi Dana.
Toll-lögunum er borgið.
Milliríkjasamningar.
Samningar undirritaðir um Eystrasalt og
Englandshaf [aðallega um siglingar á þvl
svæði á ófriðartímum].
Frá Englandi.
Churchill verzlunarráðgjafi [< hinu nýja
ráðaneyti Asquith’s] féll við auka-kosn-
ingu í Manchester.
Tóbaksbindindi.
Herra ritstjóri!
Viljið þér veita þessum línum rúm í heiðr-
uðu blaði yðar?
f skýrslu þeirri um málfundi búnaðar-
námssveina við Þjórsárbrú í vetur, sem
Þjóðólfur flutti 21. febr. síðastl. (8. tbl.), hef-
ur gleymzt að geta um eitt mál, sem rætt
, var á fundinum, nfl. tóbaksbindmdi. Um
mál þetta voru allmiklar umræður, og að
þeim loknum var, með samhljóða atkvæð-
um, samþykkt svohljóðandi ályktun :
„Fundurinn óskar þess, að ungmennafé-
lög þau, sem stofnuð eru og stofnuð verða
framvegis hér á landi, gangist fyrir tóbaks-
bindindi, einkum meðal yngri manna.
i8/4 1908. Sigurður Vigfússon.
Laus prestaköll. Desjarmýri
(nú Bakkagerðis) og Njarðvíkursóknir og
Húsavíkursókn í Norður-Múlaprófastsdæmi,
sem auglýst var 19. október f. á., auglýst af
nýju til umsóknar, með því að hinum fram-
komna umsækjanda hefur verið hafnað. —-
Veitist frá fardögum 1909, með launakjör-
um eptir nýju prestalaunalögunum. — Um-
sóknarfrestur til 12. júní 1908.
N e s þ i n g : Olafsvíkur-, Ingjaldshóls- og
Hellnasóknir í Snæfellsnessprófastsdæmi. —
Veitist frá fardögum 1909, með launakjör-
um eptir nýju prestalaunalögunum, — Um-
sóknarfrestur til 16. júní 1908.
Veð ursfe ýrsluágrip
frá 25. apríl til 1. maí 1908.
Apríl Maf Rv. BI. Alc. Gr. Sf. Þh.
25- -i- 0,5 _L- 3,o ~~ 3,o + 4,9 -f- 3,i + 1,2
26. 4- 3,9 + 0,8 -T- 0, S + 1,2 -f- o,5 + 5,0
27. + 3,3 + 0,8 + 0,8 + 2,3 + 1,2 + 5,5
28. + 7,2 + i,3 -f- 0,4 + 0,3 -T 0,2 + 6,4
29. + ts + 2,0 + 4,3 + 1,2 + 1,8 + 7,3
3°- + 6,7 + o,9 + 4,0 + 3,5 + M + 5,5
I. + 5.5 + 1,2 0,0 + i,4 + 2,3 + 5,2
^íerzlunarsiörf.
Vön afgreiðslustúlka getur fengið
atvinnu við J. P. T. Brydes verzlun
í Vestmanneyjum ; gott kaup!
Uinsóknir sendist til J. P. T. Brydes
verzlunar í Reykjavík fyrir 14. maí
næstk.
í dianfíastroeti 12,
Talsími 77,
saumar allskonar karlmanns-
fatnaði, fljótt og vel. Hvergi ó-
dýrara. Mikil aðsókn. Kom-
ið því í tíma. Mikið af ný-
tískuefnum komu með
síðustu skipum, o. fl.
pe-Klæöaverzlunin Jngólfr.
Guðm. Sigurðsson.
Aldrei meira en nú
úr að velja af allskonar skófatnaði í Aðalstræti 10.
Aldrei betra en nú
hefur verið verð á skófatnaði í Aðalstræti 10,