Þjóðólfur - 08.05.1908, Page 1

Þjóðólfur - 08.05.1908, Page 1
60. árg. Frá sambandslaganBfndinni. Frumvarpið samþykkt, 1 fyrra dag birti Þjóðólfur með sérstök- um fregnmiða eptirfarandi einkasímskeyti trá einum nefndarmanninum (L. H. Bjarna- son sýslum.): Khöfn 6. maí, kl. 1 e. h. Lagafrumvarpið er nú samþykkt. Góður árangur. Verður hirt eptir 8 daga. Nokkru síðar (kl. 6 e. h.) s. d. kom sim- skeyti frá sameiginlegum tiðindamanni Reykjavíkurblaðanna, sent frá Kaupmanna- höfn kl. 5. Það var svolátandi: Nefndarfrv. samþgkkt, allt viku- fresti, niðurstaða Pingvalla. Þetta virðist hljóta að merkja það, þótt það sé nokkuð óljóst orðað, að frumvarp- ið og niðurstaða þess verði gert heyrum kunnugt að vikufresti, eins og sagt er í hinu skeytinu, en það umfram í þessu, að sú niðurstaða sé i samræmi við Þingvalla- 'fundarályktunina 29. júní f. á., eða að rcinnsta kosti höfuðatriði hennar. En að svo stöddu eru allar frekari bollaleggingar um þetta óþarfar, þangað til séð verður til fulls, hvernig samningarnir eru úr garði gerðir, því að fyr verður ekki um þetta dæmt með fullum rétti. Allir Islendingar bíða þess með óþreyju, að nefndarfrum- varpið verði gert heyrum kunnugt i heild sinni, og vænta þess, að vel og giptusam- lega hafi tekizt í samningum þessum, svo að íslenzka þjóðin hafi enga ástæðu til að hrinda því, er um hefur samizt. Samkvæmt skeytum þessum, sem hér eru nú birt, er fyllsta ástæða til að gera sér hinar beztu vonir utn árangurinn og verður nú skammt að bíða fullrar vissu í því efni. Erlend tíðindi eru fá markverð vikuna 18.—25. f. m., ,er nýjustu blöð ná yfir. Hið helzta er iráfall Campbell-Bannermans (sbr. sím- skeyti í næst síðasta blaði). Hann and- aðist í Lundúnum að morgni 22. f. m. úr hjartasjúkdómi, eptir langa legu. Hann fær ágæt eptirmæli 1 enskum blöðum af öllum flokkum. Er þess sérstaklega getið, að persónulega óvini hafi hann enga átt, og hvarvetna verið mikils metinn sakir ■drenglyndis, mannúðar og mannkosta. 1-Iann varð rúmlega sjötugur að aldri. Þá þótti það og tfðindum sæta a Eng- landi og víðar, að ínston Churchill nýi verzlunarmálaráögjafinn f ráðanevti Asquith’s, féll við aukakosningu í Man- chester. Hann var þingmaður þar áður, ,en varð að leita kosningar að nýju, er hann tók við ráðgjafaembætti, því að þau eru lög þar í landi, að taki einhver þing maður utan ráðaneytisins við ráðgjafa- embætti, verður hann að leita endurkosn- ingar. Er það gert til þess, að stjórnin geti ekki skipað þingmann t ráðherrasæti, án þess að kjósendur hans fái að skera iúr, hvort þeir vilji fela honum þing- Reykjavík, föstudaginn 8. maí 19 08. Jfo 22. mennskuumboð eptir sem áður. Auk þess verða ensku ráðgjafarnir að vera þingmenn, til þess að geta setið í ráða- neytinu. Nú féll Churchill í Manchester, og verður hann því að komast að einhvets- staðar annarstaðar, er líklega verður á þann hátt, að einhver flokksbróðir hans þokar úr þingsæti fyrir honum, þar sem telja má víst, að Churchill nái kosningu. En þessi ósigur hans í Manchester var eigi að síður tilfinnanlegur. Æsingarnar og kappið við kosninguna þar keyrði fram úr hófi, svo að snarpari kosningabardagi hefur naumast háður verið á Englandi. Churchill fékk meðal annars tvo ráðgjafa sér til hjálpar í leiðangrinum, en það hrökk ekki til. Mótstöðumaður hans, Joynson Hicks (úr flokki sambandsmanna) fékk 5,417 atkv., Churchill 4,988, og þriðja þingmennsefnið (úr flokki jafnaðar- rnanna) að eins 276 atkv. Svo vel var smalað, að 90% atkvæðisbærra kjósenda greiddu atkvæði. Látinn er Linievitch, herforinginn rússneski, er tók við yfirstjórn alls rúss- neska landhersins í japanska stríðinu eptir Kuropatlcin, og þótti vel veynast. Hann var sjötugur að aldri. Eins og getið hefur verið um áður í símskeyti frá Kaupm.höfn, varð eitt höfuð- skip »hins sameinaða«, sUnited States«, fyrir skemmdum miklum við árekstur á útsiglingu frá New-York. Enskt gufuskip, »Monterey«, renndi á »United States« og reií burtu byrðinginn á stjórnborða á 100 feta svæði, svo að féll inn sjór kolblár, og sá skipstjóri ekki annað vænna, en snúa sem hraðast að landi, þangað sem skemmst var, og tókst honum að hleypa skipinu á grynningar, og björguðust rnenn allir. En svo rnikill ótti greip íarþegana við áreksturinn, að nærri lá, að sumir steyptu sér í sjóinn. Voru 500 farþegar á »United States«, en færri miklu á »Mon- terey«, er hlaðið var dýnamiti, og þótti hrein furða, að sá farmur skyldi ekki springa í lopt upp við árekturinn, er var svo harður, að allir farþegar á »Monterey« slengdust niður á þilfarið. Það skip varð og ósjófært með 30 feta langri rifu á kinnungnum. Um furðulega vísindalega uppfundningu, er sé í aðsigi, geta nýjustu ensk blöð frá 25. f. m. Frakkneskur verkfræðingur og vísindamaður, Armengaud að nafni, hefur allmörg ár fengizt við tilbúning vélar þeirrar, er hann nefnir »telespektroskop« eða »telefót«, og kalla mætti á íslenzku »fjarsjá«. Er það einskonar undraskugg- sjá, er sýnir það sem gerist í afarmiklum fjarska. Armengaud segir, að hann hafi fullkomnað þessa skuggsjá svo, að hann geti sagt það fyrir, að þess verði ekki langt að blða, að maður staddur í París eða Lundúnum geti séð fað sem fram fer í New-York, eða þvert yfir Atlantshaf. Þessi fjarsjá Armengauds kvað vera svipuð vél þeirri, er Korn prófessor notar við sfmrit- un Ijósmynda. Hver veit nema kynslóð sú, sem nú er uppi, fái handa á milli töfraskugg- sjárnar úr sÞúsund og einni nótt«, gangi með þær eins og menn ganga nú með úr í vasanum. Hver veit? En vitanlega er ekki mikið á þessu að byggja enn, og getur verið eitthvað skylt frásögninni um skotvopnið nýja, er Englendingur nokkur á að hafa fundið upp og allan hernað geri ómögulegan, með því að skotið verði með því á svo afarlöngu færi, t. d. rnilli Lundúna og ParísarDorgar, eða lengra. Jrá sambanðslaganefnð inni. Hia isl. bókmenntafélag. Latigardaginn xr. apríl var haldinn fundur í Hafnardeild hins ísl. Bókmennta- félags. 24 félagsmenn voru á fundi. Fórseti lagði fram endurskoðaðan reikn- ing deildarinnar. Samkvæmt honum höfðu tekjur hennar á umliðnu ári verið 5850 kr. 60 a,, en útgjöld 5135 kr. 31 e. I sjóði við árslok 23519 kr. 86 a. Reikn- ingurinn var samþ. í einu hljóði. Forseti skýrði þá frá starfsemi félagsins á umliðna árinu. Reykjavíkurdeildin hefði gefið út: Skírni 81. árg., ísl. fornbréfasafn VIL bd. 4. h. og VIII. bd. 2. h., og Sýslumannaæfir 3. bd. 3 h. Hafnardeildin hefði gefið út: Willard Fiske eptir B. Th. Melsted (Alþýðurit Bókm.fél. 2. bók), síð- ara heptið af Bygging og líf plantna, eptir Helga Jónsson, Islendingasögu B. Th. Melsteds II. bd. 2. h., Lýsing Islands eptir Þorv. Thoroddsen, I. bd. I. hepti, og Satn til sögu Islands IV. bd. 1. h. — I ár mundi Hafnardeildin gefa út: Lýs- ing Islands, eptir Þvrv. Thoroddsen, I. bd. 2. h., íslendingasögu B. Th. Melsteds II. bd. 3. h., Safn til sögu íslands IV. bd. 2. h., og Sögu Jóns Olafssonar Indía- Elitir ad blaðiA var setl, kom 1111 í «las» Kl. 1 svolát* andi síinskeyti, sent frá Kaiiimiannaliöfii Kl. 12: Bæjarstjóri Reykjavikur til næstu 6 ára (frá 1. júlí 1908) var kosinn af bæjarstjórninni í gærkveldi Páll Einarsson sýslumaður í Hafnarfirði með 10 atkv. Knud Zimsen fékk 3 atkv. Þrír bæjarfulltrúar voru fjarverandi (Lárus H. Bjarnason, Magnús Th. Blöndahl og Sighv. Bjarnason). fara I. h. Þá fór fram stjórnarkosning, og hlutu þessir kosningu: Forseti: próf. Þorv. Thoroddsen, féhirðir: Gfsli læknir Bryn- jólfsson, skrifari: Sigfús Bíöndal undir- bókavörður við konunglega bókasafnið, og bókavörður: Pétur Bogason stud. med., allir endurkosnir. í varastjórn voru end- urkosnir: varaforseti B. Th. Melsted mag. art., varaféhirðir Þ. Tulinius stórkaup- maður og varaskrifari Stefán Stefánsson cand. jur.; varabókavörður var kosinn stud. mag. Jónas Einarsson. — Ettdur- skoðunarmenn voru endurkosnir þeir cand. mag. Þorkelí Þorkelsson og læknir Sig- urður Jónsson. Forseti minntist látinna félaga, Guðna Guðmundssonar læknis, Jóns Magnússonar kaupmanns og dr. Salone Ambrosoli’s; létu félagsrnenn hluttekningu slna í Ijósi rneð því að standa upp. — Heiðursfélagi var kjörinn í einu hljóðí prófessor við háskólann í Lundúntim W. P. Ker. — 40 reglulegir félagar voru teknir inn. Utan dagskrár vakti exarn. juris. Gísli Sveinsson máls á heimflutningsmálinu, og urðit utn það allmiklar ttmræður. Að þeim loknttnt var fundi slitið. Ungmennafélagið „Iðunn" heldur skemmtun í Iðnaðarmannahúsinu annað kveld (9. þ. m.) og verður margt þar til skemmtunar: glímttr sýndar og skratttsýningar; söngflokkttr undir stjórn Sigfúsar Einarssonar syngur, María Jó- hannsdóttir skáldkona les þar upp og Har- aldttr guðfr. Níelsson flytur ræðu. Glimur sýndi glímufélagið »Armann« í Iðnó í gærkveldi, og var sú skemmtun dável sótt, en ágóðinn á að ganga til fararstyrks gtímumanna héðan til Lundúnamótsins mikla. Er í ráði, ef hægt er, að senda héðan 4 hina fræknustu, en fé skortir enn til þess og verður því leitað samskota hér tttn bæinn í því skyni. Akureyringar og Seyðfirðingar og líkl. ísfirðingar senda og glímumenn. Munu þeir koma hingað ttm 8. júní og æfa sig við félaga stna, er héðan fara, til 28. s. m., er allir leggja af stað til Englands. Heiðursgjöf var D. Thomsen konsúl afhent 16. f. m. af útgerðarmönnum fiskiskipa í Hull fyrir hjálpsemi hans og liðsinni við enskar skip- hafnir, er lent hafa í skipreika hér. Gjöfin var silfttrskrín vandað með langri áletrun. Rannsókn á hafnarstæði. Úr Mýrdal er ritað 15. f. m.: Hafnleysið hér er rnikill þröskuldiir í vegi fyrir velferð þessarar sveitar, enda allrar sýslttnnar, en um það niun ei frekar þýða að tala, eða svo hefur víst hr. Þorv. Krabbe til ætlazt, nteð ályktun þeirri, er hann hefttr gefið út um hafnarstæði hér í Mýrdal; en á hvað sterkum grundvelli sú ályktun hans er byggð, skal eg ekki segja um, en það mun óhætt að fullyrða, að ítarlega rannsókn gerði hann ekki hér; fvrst og fremst kom hann ekki í sjálft kauptúnið, nfl. Vík, þar sem manni þó sýnist

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.