Þjóðólfur - 22.05.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.05.1908, Blaðsíða 2
88 ÞJOÐ OLFUR Rannsókn á hajnarstxði. í 22. tölubl. Þjóðólfs hefur einn hátt- virtur bréfritari kvartað yfir því, að rann- sókn mín á hafnarstæði við Dyrhólaey í fyrra vor muni lfklega hafa verið harla ófullkomin, með því að eg dvaldi ekki nema hálfan dag á staðnum. I tilefni af þessu leyfi eg mér að biðja um rúm í blaðinu fyrir nokkrar athugasemdir. Hinum háttvirta bréfritara virðist ekki vera ljóst, hvað það er, sem athuga þarf við rannsókn á hafnarstæði. Það sem menn fyrst af öllu verða að ganga úr skugga um, er það, hvort staðurinn frá náttúrunnar hendi er vel lagaður fyrir hafn- argerð, það er að segja, hvort þar er hlé fyrir flestum verstu áttunum eða að minnsta kosti unnt að fá hlé fyrir þeim; líka verður að athuga sjávarströndina, lögun hennar og eðli, hvort hún er mynduð af björgum, sandi, leir eða öðrum jarðteg- undum. Þegar menn hafa gert sér þetta ljóst, er byrjað á djúpmælingum, rann- sóknum á sjávarbotninum og öðru, sem þörf er á til þess að ákveða um hafnar- gerð. Fyrstu rannsóknina gera menn samt opt heima á skrifstofunni hjá sér, með því að athuga nákvæmlega kortin og gera sér þannig fyrir fram nokkra hug- mynd um, hvernig ástatt er. Hér erum vér nú líka svo vel staddir, að búið er að gera mjög nákvæm kort yfir suður- strönd landsins frá Hornafirði að Jökulsá á Sólheimasandi, auk sjókortanna. Eg verð að játa það, að þegar eg fór héðan í fyrra vor til Dyrhólaeyjar, til þess að rannsaka hvernig þar væri ástatt (— eg hafði ekki fengið nein tilmæli um að fara líka til Víkur —), þá hafði eg fyrir fram mjög litla von um, að nokkur árang- ur mundi verða af ferðinni, og byggði þá skoðun á athugun kortanna og frásögn kunnugra manna. Eg held nú líka, að flestir, sem dvalið hafa á þeim slóðum, muni verða mér sammála um það, að þar séu frá náttúrunnar hendi afarmikil vandkvæði á allri hafnargerð, þar sem opin ströndin blasir við Atlantshafinu, sem miskunarlaust brýtur allt með heljar- afli sínu, er menn reyna að skáka fram gegn því. Og svo er sandurinn! Hinn heiðraði bréfritari veit auðsjáanlega ekki, hverju það skiptir, þegar að ræða er um hafnargerð, að þurfa að berjast við sand- inn. Ef hann vissi það, mundi hann ó- efað segja: »Guð forði oss frá að fáhöfn, ef vér eigum að kosta viðhaldið!« Strönd- inni er þannig háttað frá náttúrunnar hendi, að það eitt er nægilegt til að gera öll mannvirki út í sjóinn ókleif. En þeg- ar menn eru gengnir úr skugga um það, og mér finnst ekki þurfa sérfræðing til þess að sjá það, þá hljóta menn að játa, að það hefði verið með öllu óhæfilegt, et eg hefði dvalið þar viku eða hálfan mán- uð á kostnað sýslunnar við djúpmælingar og aðrar rannsóknir, þar sem eg á eptir hefði hlotið að lýsa því yfir, að hafnar- gerð væri ókleif, þegar af þeirri ástæðu, að staðhættirnir sjálfir væru því til fyrir- stöðu, þó að dýpið væri þar í bezta lagi, sem nú reyndar er fjarri sanni, samkvæmt þeitn skýrslum, sem eg fékk um það efni. Hinn heiðraði bréfritari gerir sig ann- ars ánægðan með, að bætt verði lend- ingin. Eg veit ekki, á hvern hátt hann hefur hugsað sér að það yrði gert; eg get ekki hugsað mér, að það yrði gert á annan hátt, en með því, að byggja garð út í sjóinn, en þar rekumst vér strax á óviðráðanlega erfiðleika. Eg hygg ekki, að unnt sé að byggja með þeim tækjum, sem vér höfum nú á dögum, nokkurn varanlegan garð út í sjóinn, hvort heldur er við Dyrhólaey eða í Vík. Og ef það skyldi takast, þá mundi fyrsti sunnan- stormurinn fylla allt upp með sandi á bak við garðinn, og gera hann þannig gagnslausan. Við Hanstholm á Vestur- Jótlandi, þar sem nokkuð llkt er ástatt, en þó í miklu smærri stíl, er nú verið að bæta lendingu fiskibátanna (hafnar- gerð þora menn ekki að ráðast 1). Þessi endurbót er fólgin í því, að garður er byggður beint út í sjó, og eiga bátarnir að geta lent í hlé við hann öðru hvoru meginn; það getur varla talizt annað en tilraun, sem kostar hér um bil 1,200,000 kr. að gera. Það mætti rita miklu meira umjjiafnar- gerðir á suðurströndinni, en eg vonast til þess, að hafa sýnt fram á það með línum þessum, að jafnvel þótt rannsókn mín við Dyrhólaey virtist nokkuð lausleg, þá er samt álit það, er eg lét uppi, byggt á bjargi, sem betur stenzt storma, heldur en sjógarður við Vík mundi gera. Reykjavlk 12. maí 1908. Th. Krabbe. Hinn danski texti nefndarfrumvarpsins er nú hingað kominn í dönskum blöðum frá 14. þ. m., s. d. og ísl. þýðingin var símuð hingað. Af honum sést, að 1. gr. frumvarpsins, eins og hún fyrst var símuð hingað, er rétt, og að »veldi Danakon- ungs« í ísl. textanum á að vera þýðing á orðunum »det samlede danske Rige«, sem eiginlega ætti að þýðast: »hin danska ríkis- heild«. Þótt hin þýðingin sé tekin eptir skipunarbréfi nefndarinnar næstl. sumar, þá réttlætir það ekki þessa skökku þýð- ingu. Þar sem nefndur er »sáttmáli« í ísl. textanum, stendur að eíns »Overens- komst« í dönskunni, og er það heldur ekki rétt þýðing. — í blaði því — »Ber- lingske Tidende« — er vér höfum séð, fylgir löng ritstjórnargrein frumvarpinu og kennir þar margra grasa. Meðal annars eru þar ekki dregnar nokkrar dulur á, að frumvarp þetta sé grundvöllur undir áfram- haldandi, öruggri sameiningu hins afar- fjarlæga hluta hins danska ríkis við Dan- mörku, og það er beinlínis tekið fram, að dönsku nefndarmennirnir hafi skýrt og skorinort lýst því yfir, að í frumvarpi þessu væri ekki fólgin viðurkenning frá Dana hálfu á sögulegum rétti og kröfum Islendinga, heldur væri það sprottið af góðvild einni, Islendingar hefðu t. d. ekki nokkurn snefil af réttarkröfum til nokkurs fjárframlags frá Dönum o. s. frv. Ennfremur er blaðið mjög ánægt yfir því, og prentar það með gleiðletri, að aldrei verði um aldur og æfi sagt upp samfé- laginu um konung, utanríkismál, hervarn- ir og herfána (»Dog kan Fællesskabet med Hensyn til Konge, Udenrigsanligg- ender og Forsvarsvæsen samt Orlogsflag aldrig nogensinde opsiges«). Svo mörg eru þau orð. Skordýr og yeikindi. Eins og kunnugt er, stafa flest næm veikindi af örsmáum verum (gerlum, bakteríum), sem ekki sjást með berum augum, heldur að eins í sterkum sjón- aukum. Gerlarnir geta komizt á ýmsan hátt inn í líkami manna og dýra, og þró- azt þar og margfaldazt með ótrúlegri frjó- semi. Valda þeir þá optast veikindum í líkama manns þess eða dýrs, sem þeir þróast í. A líkan hátt og ætíum jurtanna er skipt niður í sérstakar tegundir, er gerlunum einnig skipt niður í tegundir. Því er nú optast svo varið, að hver veiki fyrir sig á rót sfna að rekja til ákveðinnar geriltegundar; þannig veldur berklagerill- inn berklaveiki, taugaveikisgerillinn tauga- veiki, holdsveikisgerillinn holdsveiki o. s. frv. Útbreiðsla þessara veikinda og annara, er stafa af ákveðnum gerilteg- undum, er því sama og útbreiðsla geril- t e g u n d a þeirra, er veikindunum valda. I öllum löndum er, eins og menn vita, gert afarmikið til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu næmra sjúkdóma, það er að segja til þess að koma í veg fyrir að gerlar þeir, er veikindum valda, nái að breiðast út. Það er einnig kunnugt, að sóttkveikjugerlarnir geta borizt mann frá manni á ýmsa vegu, svo sem í og utan á matvælum (t. d. taugaveikisgerlar stund- um í mjólk o. s. frv.) í vatni (kólera, taugaveiki o. fl.); utan á og innan í ýms- um áhöldum, með vindum, í ryki utan húss og innan (t. d. berklagerlarnir o. fl.), og á ýmsa fleiri vegu. Á síðari árum hafa rannsóknir lækna og náttúrufróðra manna leitt í ljós ein- kennilegar leiðir fyrir útbreiðslu sóttkveikju- smáveranna, leiðir, sem áður fyr voru lftt eða ekki kunnar og lítill eða enginn gaumur gefinn. Er hér átt við það, að fræðimenn hafa smátt og smátt komizt að því með rannsóknum sínum, að ýms skordýr eiga töluverðan þátt í útbreiðslu sumra sjúkdóma. Skal hér lítilsháttar minnst á eitthvað af því helzta, er menn vita um þetta efni. Flestum mun það kunnugt, að frjódupt margra jurta berst af einni jurt á aðra með skordýrum (flugum og fiðrildum), á þann hátt, að frjóduptið loðir við dýrin, er þau setjast á blómin til að leita sér næringar af hunangssafa blómanna. Flytzt duptið svo með dýrunum, er þau flytja sig á önnur blóm. Frjófgun sumra jurta- tegunda gengur jafnvel eingöngu fyrir sig á þennan hátt. En að sínu leyti eins og sóttnærnisgerlarnir geta loðað við föt og aðra muni og borist stað úr stað með þeim, geta þeir einnig stundum loðað við skordýr og borizt með þeim úr einum stað 1 annan. Er lítill vafi á, að næmir sjúkdómar geti einstöku sinnum borizt með skordýrum og breiðst nokkuð út á þennan hátt. En þó er slík viðloðun sóttnæmis við skordýrin ekki aðalatriðið, þegar ræða er um hvern þátt þau eigi í útbreiðslu næmra sjúkdóma. Því að rann- sóknir vísindamanna hafa leitt 1 Ijós, að ýms skordýr, er stinga menn og skepnur og sjúga blóð úr þeim, geta opt og ein- att um leið sogið í sig sóttnæmisgerla ásamt blóði og vessum, þegar þau stinga sjúka menn eða sjúkar skepnur. Geta svo sóttnæmisgerlarnir lifað lengri eða skemmri tíma (stundum margar vikur) í líkömum slíkra skordýra, án þess að þau veikist svo neinu nemi. Skordýr þau (flær, mý o. s. frv.), er stinga menn og skepnur, spýta optast, um leið og þau stinga, nokkru af sínum eigin vessum inn í hold þess, er þau stinga. Þegar svo sóttnæmisverur eru í vessum skordýrsins, geta þær komist inn í hold þess, sem skordýrið stingur; og fáeinir gerlar geta nægt til að sýkja mann eða skepnu, ef veiki sú, sem um er að ræða, er mjög næm. I heitum löndum eru miklum mun fleiri og margbreytilegri skordýrategundir en í norðlægari löndum, enda ber þar meir á útbreiðslu sjúkdóma á þann hátt, sem hér er átt við, en í löndum, er norð- ar liggja á hnettinum. Af veikindum þeim, sem eingöngu, eða að nokkru leyti, berast mann frá manni eða frá einu dýri til annars með skor- dýrum, skal hér minnst á nokkur. Mýrakalda (malaria) er algeng sumstað- ar í suðrænum löndum, þar sem mýrlent er og votlent. Getur sú veiki bæði komist í menn og sumar skepnur (t. d. fugla). Er það slæm veiki, með hitasótt og blóð- skorti o. s. frv. Veldur stundum dauða að lokum. Veiki þessi berst mann frá manni með mýflugum, er stinga sjúka menn og fá þannig í sig sóttnæmið, en sýkja svo þá sem frískir eru, þegar þær stinga þá. Ennfremur má nefna svefnsýkina. Á hún heima í miklum hluta afMið-Afriku, og er fólgin í því, að á menn þá, er hana fá, sækir svefn svo mikill, að fádæmum sætir. Sofa þeir dag og nótt samfleytt, svo varla er mögulegt að vekja þá til máltíða. Geta menn sofið þannig vikum saman, og að lokum dáið úr þeim svefni. Veiki þessi stafar af smáverum, sem ber- ast mann frá manni 1 mýflugum. Stinga þær menn og sýkja um leið. Geta má enn 1 þessu sambandi um sýkina hina ægilegu, svarta dauða. Veld- ur henni sérstök geriltegund, er lifir og þróást í þeim, er sýkina fá. Er sýki þessi enn í dag fremur algeng víða í Austurálfu, einkum á Indlandi. Gerlar þeir, er sýkinni valda, geta haldizt lifandi og með fullu fjöri nokkuð langan tíma í flugum, flóm og öðrum skordýrum. Er lítill vafi á, að sýki þessi breiðist stund- um út með þessum skordýrum mann frá manni eða frá dýrum til manna, því bæði rottur, svín og fleiri dýr geta fengið þessa veiki. Rottur drepast stundum hrönnum saman úr henni. Menn vita með vissu um marga fleiri sjúkdóma í heitu löndunum, bæði í mönn- um og skepnum, er áreiðanlega breiðast út með skordýrum, einkum mýflugum, er stinga menn og skepnur, og spýta um leið inn í hold þeirra sóttkveikjusmáver- um og valda veikindum á þann hátt. Það yrði of langt mál, að skýra frá því öllu, er menn vita um þetta, í blaða- grein; en það er þó mjög líklegt, að skor- dýr eigi töluvert meiri þátt í útbreiðslu næmra sjúkdóma, en ennþá er kunnugt, og að margt nýtt í þeim efnum leiðist smámsaman 1 Ijós. T. d. þykist læknir nokkur í Suður-Ameríku hafa fundið holds- veikisgerla í innyflum hinnar algengu flóa- tegundar, sem lifir á mönnum, þar sem óþrifnaður er. Af því leiðir, að flær (og máske önnur skordýr líka) geti ef til vill átt þátt í útbreiðslu holdsveikinnar. Höf- undi greinar þessarar hefur enn ekki tek- izt að fá upplýsingar um, hve mikið má byggja á rannsóknum þessa ameríska læknis um holdsveikisgerlana, en það er því miður mjög svo líklegt, að flær og lýs, flugur og önnur skordýr, geti átt meiri þátt í útbreiðslu ýmsra sjúkdóma mann frá manni, en margan kynni að gruna; ættu menn því ávallt af fremsta megni að varast að láta flugur eða önnur skordýr komast í matvæli, eins og því miður allt of opt hefur átt sér stað, bæði á Islandi og í öðrum löndum. 5. y. „Reykjavíkin“ sokkin. „Reykjavíkin", eign Frederiksen & Co. í Mandal, er leigð hafði verið til að halda uppi ferðum á Breiðafirði í sumar, rakst á blindsker að vestanverðu í Faxaflóa, kl. 5 að morgni 13. þ. m. á Ieið héðan að Syðra-Skógarnesi, þar sem hún átti að koma við. Þetta var um 2 mílur undan landi, í bezta veðri, sem betur fór, því að ella hefði skipshöfninni líti) lífsvon verið, með því að svo stórt gat kom þegat á skipið, að vélarrúmið fylltist á fám mínút- um og tók skipið óðum að sökkva. Far- þegar voru um 20 að tölu og komust þeir ásamt skipshöfninni í skipsbátana 4 að tölu og náðu landi í Skógarnesi eptir 2 stunda róður. Þá er síðasti báturinn lagði frá skipinu, hálfri stundu eptir árekstur- inn, var skipið sokkið svo, að að eins sá á efstu siglutoppana. Lftið sem ekkert var vátryggt af vörum þeim, er í skipinu voru, og biðu einstakir menn mikið tjón við það. Skipshöfnin var öll norsk (skipstj. S. Gundersen) og hélt hún héðan heimleiðis

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.