Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.05.1908, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 22.05.1908, Qupperneq 1
ÓLFUR. 60. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. maí 19 08. Jts 24. e|n ðarf r umvar)) ið og undirtektirnar undir það. Blaðskeytabandalaginu hér barst svo látandi símskeyti, ds. Kaupm.höfn 18. maí: »Flest dönsk blöð með nefndarfrum- varpinu. Þó segir »VortLand« [lítt merkt, stækt hægrimannablað]. »í nefndinni hefur náðst samkomulag um þessar tvær skoð- anir (Dana og íslendinga), á þann ein- falda hátt, að skoðun Islendinganna hefur 1 öllum atriðum haft yfirhöndina. Þetta er heigulskapur, uppgjöf, svívirðing. Eina vonin er, að íslendingar verði svo dramb- samir yfir því, hversu vel þeir hafi komið ár sinni fyrir borð í nefndinni, að alþingi dirfist að setja ný skilyrði, því að þá fellur trumvarpið niður og allt situr í sama horfinu, eins og nú er«. — Útlend blöð, ensk og þýzk, líta svo á, að ísland sé (með frumvarpinu) viðurkennt fullveðja ríki. — Lundborg [ritstjóri í Uppsölum] segir fsland viðurkennt konungsríki með fullveldi, og sambandið verði nálega eins og sambandið var milli Noregs og Svf- þjóðar. Óuppsegjanlegu málin sameigin- legu séu hin sömu sem milli Austurrfkis og Ungverjalands. Þessu muni Þjóðræðis- raenn óefað taka, og Landvarnarmenn ættu að gera það líka. — Hagerup sendi- herra Norðmanna (í Kaupm.höfn) hefur 'eyft að hafa eptir sér, að ísland sé með fiumvarpinu viðurkennt »suveræn Stat« (fullveðja, sjálfstætt rfki). :fí * * Það leynir sér ekki í skeyti þessu, er »Reykjavfk« og »Lögrétta« prentuðu undir ems í sérstökum fregnmiða, að sendandi þess (dr. Valtýr) símar þetta til að efla gengi frumvarpsins hér heima og fá menn til taka því tveim höndum. Er því auðséð, að h a n n hefur tekið öldungis ákveðna afstöðu m e ð frumvarpinu ó- breyttu, hversu mikill vinningur, sem það ''erður fyrir framgang málsins. Um það skal engu spáð að sinni. En enginrt skyldi láta blekkjast af því, þött einhver lítt merk ofstækisfull hægri manna blöð fari ómjúk- uni orðum um eptirlátssemi Dana í nefnd- ínm, þvf að vitanlega er sú alda allsterk rrieð Dönum, sérstaklegaundirniðri, að sinna kröfum vorum að engu.ogslaka ekkert á klónni, ekki einu sinni á pappfrnum. Það sannar því ekkert um ágæti frumvarpsins í sjálfu sér oss til handa, þótt slíkum Stór-Dönum finni.t að oss sé gert of- hátt undir höfði. Þá vantar nfl. öll skil- yrði til að skilja stjórnmálabaráttu vora og höfuðatriði hennar, eru því máii sv0 ókunnugir, að dómar þeirra verða ekki og geta ekki annað orðið en sleggju- dómar. Þeir geta ekki skilið, hversvegna ísland getur ekki látið sér lynda, að vera að eins amt úr Danmörku, eins og Fær- eyjar. Þetta á auðvitað við þann flokk danskra manna, er Stór-Danir kallast réttu nafm, en ekki Um þáj er unna vjjja oss sjálfstæðis að meiru eða minna leyti, og rangt vseri að vanþakka. Ummæli þeirra Lundborgs 0g Hage- rups, þótt rétt hermd væru, geta ogheld- ur ekki verið óyggjandi mælisnúra fyrir oss til að fara eptir, því að þótt báðir mennirnir séu skýrir og skilgóðir, þá er ekki víst, að þeir hafi átt kost á að kynna sér mál þetta ítarlega, og miklu líklegra, að svo hafi ekki verið. Auk þess virðast ummæli Hagerups hermd eptir munnlegu samtali (við dr. Valtý?), og er því var- legra að leggja ekki mikið upp úr slíku að svo stöddu. Annað símskeyti fékk blaðskeytabanda- lagið frá fregnrita sfnum í K.höfn (dr. V. G.) í fyrra dag svo látandi: »Stúdentafélag samþykkt þökk fylgi nefndargerðum ig gegn 15. Barist á tveim fundum«. Þetta er eflaust svo að skilja, að ísl. stúdentafélagið í Höfn (f sameiningu við »Kára«?) hafi eptir harðar rimrnur átveim fundum vottað nefndarmönnum þökk og heitið fiumvarpinu fylgi, með 19 atkv. gegn 15. Félagið hefur þá klofnað svo að segja í tvo jafna hluti, með og móti frumvarpinu, ef ekki er tekið tillit til þess, er frétzt hefur úr annari átt, að 14 hafi ekki greitt atkvæði, ekki þótt málið nógu skýrt til að taka ákveðna afstöðu í þvf, og verður þá auðvitað annað uppi á ten- ingnum. Um undirtektirnar hér á landi má segja það nú þegar með nokkurn veginn vissu, að þær verða ekki á einn veg. En hvort meginþorri þjóðarinnar snýst gegn frum- varpinu eða með því, verður ekki fullyrt, fyr en allar málsástæður eru kunnar og menn geta gert sér ljósa grein fyrir hverju einstöku atriði. Við þá athugun getur ýmislegt breytzt. En fyrirsjáanlegt er ekki annað nú sem stendur, en að meiri hluti þjóðarinnar verði andstæður frumvarpinu, að minnsta kosti óbreyttu. En hitt j er alls ekki víst, að andstæðingar þess verði almennt hlynntir skilnaði, þótt hann sé nú ofarlega eða efst á baugi í álykt- unum þeim, sem einstök félög hafa þegar tekið í málinu og frétzt hefur um. En vitanlega hafa slíkar ályktanir alltakmark- aða þýðingu, samþykktar, eins og opt vill verða, að lítt hugsuðu máli og í fijót- ræðisúkafa. Það getur orðið annað uppi á teningnum, þá er kólnar í kolunum. — Stjórnmálafélag Seyðisfjarðar kvað fyrst upp úr með allsvæsnum ummælum um frumvarpið, og taldi skilnað sjálfsagðan, er konungssamband eitt væri ófáanlegt. Hér í Reykjavík hefur félag Landvarnar- manna »Landvörn« og »Stúdentafélagið« samþykkt ályktanir í þá átt, að þeim þætti frumvarpið slæmt, og réttast væri að taka skilnaði, ef hann væri í boði. En hins vegar hefur oss verið skýrt frá, að flokksstjórnir Landvarnar- og Þjóð- ræðismanna hafi ákveðið að taka enga fasta afstöðu í málinu, fyr en það væri nægilega gagnrýnt og öll málsskjölin komin oss í hendur. Annars skiptist mót- spyrnan gegn frumv. og fylgi við það alls ekki eptir hinum gömlu stjórnmálaflokkum. Austfirðingar virðast vera einna ákveðn- astir nú þegar að hafna frumvarpinu. Segir svo í Talskeyti ýra Seydisfirði /<?. waí. Allur Austfirðingafjórðungur móti milli- landanefndarfrumvarpinu, það er til hefur spurzt. »Austri« eindreginn. Ókunn- ugt enn um Eskifjarðarblaðið. Sunnmýlingar hafa skorað á Jón Bergs- son á Egilsstöðum og Jón frá Múla, að gefa kost á sér. Þeir taldir líklegir að ná kosningu. — Jón frá Múla eindreginn á móti gerðum nefndarinnar. Talskeyti frá Akureyri s. d. segir svo: Samþykkt í einu hljóði á fjölmennum fundi í félaginu »Skjaldborg« 17. maí: »Félagið »Skjaldborg« á Akureyri telur frumvarp millilandanefndarinnar byggt á allt öðrum grundvelli, en kröfur Þing- vallafundarins. Fáist þeim ekki fram- gengt, telur það ekki annað fyrir hönd- um, en skilnað«. Af Reykjavíkurblöðunum virðast »Lög- rétta« og »Re}'kjav(k« harðánægð yfir úr- slitunum og þakka, »Lögrétta« fyrir munn Jóns Ólafssonar, sem nú er risinn þ a r upp, og »Reykjavík« fyrir munn einhvers stjórnmálaspekings, sem er að ónotast við Blaðamannaávarpið og Þingvallafundinn, sem hvorutveggja má þó eflaust þakka að miklu leyti, að frumvarpið er þó ekki lakara en það er, og að desemberyfirlýs- ingin nafnkunna var ekki gerð að hyrn- ingarsteini þess. Úr því að farið var að rifja þetta upp nú, sem óþarft var og annað nær fyrir hendi, var sæmra að segja söguna alla og segja satt. Skattanefndin, sem setið hefur hér á ráðstefnu síðan í marzmánuði, lauk fundahöldum um miðj- an þ. m. Ekki hefur hún þó algerlega lokið störfum sínum enn, og er ráðgert, að hún komi saman aptur á Akureyri 1 byrjun ágústmánaðar. Eptir því, sem ein- stakir nefndarmenn hafa látið uppi, er nefndin samt þegar komin að nokkurn veginn ákveðinni niðurstöðu, og því lítið annað eptir, en að leggja smiðshöggið á tillögurnar og ganga frá nefndarálitinu. Þessar eru helztu breytingarnar, sem nefndin hefur þegar orðið ásátt um: Nefndin vill afnema ábúðar- og lausa- fjárskattinn, húsaskattinn og tekjuskattinn, | en setja í þeirra stað 3 nýja skatta, fast- eignarskatt, eignarskatt og tekjuskatt. Fasteignaskattur greiðist af öllum fasteignum, jafnt 1 sveitum sem kaupstöð- um og jafnt af lóðum sem húsum, og auk þess af skipum. Er hann 3%° (3 af þús- undi) af virðingarverði eignanna (eða helmingi hærri en húsaskatturinn er nú). Ennfremur eru þinglesnar veðskuldir ekki dregnar frá áður en skatturinn er lagður á, svo sem nú á sér stað um húsaskatt- inn. Skatturinn hvílir á eiganda fasteign- irinnar, en af leiguliðum, sem nú greiða ábúðarskatt, geta eigendurnir krafizt end- urgjalds fyrir þann gjaldalétti, er afnám ábúðarskattsins hefur f för með sér. 10. hvert ár verða allar fasteignir á landinu 1 virtar upp til peningaverðs af nefndum, sem til þess eru skipaðar, og við þær virðingar verður skatturinn miðaður. Fell- ur þar með í burtu gamla jarðamatið og hundraðatalið. Eignarskattur er i°/oo (1 af þús.) af allri skuldlausri eign. Aptur á móti á tekjuskattur af eign ekki að vera hærri en tekjuskattur af atvinnu. T e k j u s k a 11 u r er lfkur því sem tekjuskattur af atvinnu er nú. Þó er lág- mark skattskyldra tekna fært niður úr 1000 kr. 1 300 kr., og greiðist V20/0 af þeim tekjum, sem þar eru í milli, en aptur á móti er ekki einungis dreginn frá allur reksturskostnaðúr, áður tekjurnar eru taldar til skatts, heldur einnig framfærslu- eyrir handa börnum skattgreiðanda, sem eru yngri en 14 ára, 50—100 kr. fyrir hvert. Af öðru þúsundinu (1000—2000 kr.) greiðist 1% eins og nú, og eins hækkar um V*0/0 það sem greiðist af hverju þús- undi, sem við bætist, unz skatturinn er orðinn 6% (nú verður hann ekki hærri en 4°/o). Framtalsskýlda á að hvíla á öllum gjald- endum eignar- og tekjuskatts. Ætlazt er til, að bæði fasteignaskattur- inn og eignar- og tekjuskatturinn séu hreyfanlegir, þannig að hækka megi hundraðsgjaldið (%) eða lækka eptir at- vikum á hverju fjárhagstímabili. Verðlagsskráin fellur í burtu með lausa- fjárskattinum, en þau gjöld, sem enn eru ákveðin eptir landaurum, reiknast eptir meðalverði sfðustu 10 ára. Stimpilgjald er nýr skattur, sem nefndin leggur til að leggja á öll skjöl, er verðmæti hafa, og fer hann hækkandi eptir verðhæð skjalsins, nema af ýmsum smærri skjölum, svo sem umsóknum og leyfisbréfum, er gjaldið fast. Erfðafjárskattinn vill nefndin hækka. Skattur af arfi, sem fellur til eptirlifandi hjóna eða afkomenda, hækkar úr %% UPP f 1%, af arfi til foreldra og niðja þeirra úr %°/o upp f 6%, og af arfi til annara fjarskyldari úr 4%% upp í 12%. Aðflutningsgjald vill nefndin hækka nokkuð frá því sem nú er (með tollaukanum), nema á sykri; tollinn á honum vill nefndin lækka. Við útflutn- ingsgjaldinu á aptur á móti ekki að hreyfa neitt. Með þessum breytingum gerir nefndin ráð fyrir, að tekjur landsjóðs muni auk- ast um 240 þús. kr. á ári. Þessi tekju- auki fram yfir það, sem nú er, er ætlazt til að skiptist þannig niður á hina ein- stöku skatta: Beinu skattarnir . . . .121 þús. kr. Aðflutningsgjald .... 86 — — Stimpilgjald................30 — — Erfðafjárskattur .... 3 — — 240 — — Auk landsjóðsskattanna hefur nefndin einnig athugað sveitargjöldin og sóknargjöldin. Leggur hún til, að greiða skuli til sveitar fasteignarskatt, tekjuskatt og eignarskatt, eptir sömu reglum sem til landsjóðs, og verða þá aukaútsvörin lægri eða hverfa sumstaðar jafnvel alveg. Á sóknargjöldunum vill nefndin gera gagngerða breytingu, afnema öll nú- verandi gjöld til prests og kirkju, en setja í þeirra stað nefskatt, 1 kr. 50 au. á hvern fermdan safnaðarmann til prests, en 75 au. til kirkju. En þessi gjöld eiga að vera hreyfanleg, svo að sóknarnefndir geti fært þau upp eða niður fyrir hvern söfn- uð eptir atvikum.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.