Þjóðólfur - 19.06.1908, Blaðsíða 2
104
ÞJÓÐOLFUR.
um hér á landi, en einmitt eptir þann
tíma. — Þessi aðferð alþingis er því ó-
samboðin þvl réttlætistrausti, sem það
sem löggjafarvald ætti að hafa.
Alþingi er heldur ekki sjálfu sér sam-
kvæmt í þessu efni. Á síðasta þingi var
og gerð breyting á héruðum og launum
héraðslækna; þau lög komu strax í gildi
i. janúar þ. á., þ. e. sem nýársgjöf þeim
læknura, er að eins höfðu 1300 kr. laun,
þvl þeir allir fá nú 1500 kr. Áður var
helming þeirra héraðslækna, er höfðu
1500 kr. eigi ætluð eptirlaun, en nú fá
þeir þau allir, og sömuleiðis ekkjur þeirra,
því öll læknahéruðin á konungur eptir-
leiðis að veita. Hér á sér réttilega engin
útskúfun eða ranglátur skóggangur stað.
Þeir þurfa ekki að vera bundnir við viss
skilyrði, sem ekki standa í þeirra valdi,
eru frjálsir og eiga hægra með að skipta
um embætti o. s. frv. Mér er nær að
halda, að einmitt þessi bót á kjörum hér-
aðslækna geri aðsóknina að þeim em-
bættum enn meiri, en hún hefur verið á
seinni árum, og hefur hún þó farið mjög
vaxandi hin síðari ár; þó má heita, að
þar sé að bera í bakkafullan lækinn.
Hér við bætist og, að læknaskólinn hefur
nú fengið 3amvalda ágæta menn sem
kennara, er hugsa rækilega um uppgang
og velmegun stéttar sinnar.
Að vísu mua alþingið hafa ætlað, að
þær 5000 kr., sem ætlaðar eru til fátækra
prestakalla hvert ár á fjárhagstímabilinu,
bæti upp hann ranglætisblett, sem á þess-
um launalögum presta hvílir, svo að þeir
sem lægst sitja t launatröppunni, verði
einir látnir sitja fyrir uppbótum þessum,
en samt munu þær lítt hrökkva. Það
virðist því vera skylda útbýtingarvaldsins,
að veita uppbætur af fé þessu í hlutfalli
við þann missi á öðrum launum, sem
hver prestur bíður við að vera f tölu hinna
ranglættu eða útskúfuðu frá náð laganna.
Vonandi er að ekki þurfi lengur að
bíða þess, en til næsta alþingis, að bót
verði ráðin á þessu misrétti, og að 26.
gr. launalaga sóknarpresta frá ió. nóv.
1907 verði þannig breytt, að hinar nýju
launaupphæðir verði látnar ná til allra
sóknarpresta, er óska þess, eins og 12.gr.
frumvarps til Iaga um laun sóknarpresta
samþykkt 1 efrideild réttilega fór fram á.
Prestur.
Á atmæli
Jón.s Siffurössonar
17. jöní 10OS.
Vér munum hann einatt, en ekki þó sízt,
þegar ógæfu’ að höndum oss ber,
er tvlstraðir berjumst vér, einn og einn,
gegn erlendra valdsmanna her.
í framtíðar byggingu fósturlands síns
hafði’ ’ann fegursta grunnsteininn sett. —
Sú þjóð, sem gat alið jafn ágætan mann,
hún á sér þó tilveru rétt!
Á baráttu okkar um æfiskeið sitt
hafði’ ’ann einkennið landvarnar sett.
Hvað myndi’ ’ann nú segja, ef sæi hann það,
að vér seldurn vorn íslendings rétt?
Hvort haldið, að Jón mundi leggja sitt'lið
til að lögfesta’ oss klafann uni háls?
Nei, vér skulum mótmæla með honum enn,
því að móðirin skal vera frjáls!
Nú hvílir ’ann hjá oss í heilagri mold —
því að helg er sú jörð, sem hann ól,
en innst inn f huga hvers óglapins manns
hann enn skipár forseta stól.
Einar P. Jónsson.
€rlenð símskeyti
til Pjóðólfs.
Kaupm.höfn 12. júní, kl. 12.22.
Þjóðafriðurinn.
Revalfundurinn tryggir vináttu með
Rússum og Bretum. Þjóðverjar gramir.
Makedonía.
Horfur á að hagur Makedoníu batni.
*
% *
Með Revalfundinum í sfmskeytinu er
átt við samfundi þeirra Játvarðar Breta-
konungs og Nikulásar Rússakeisara. Þeir
hittust í Eystrasalti úti fyrir Reval 9.
þ. m., og eptir því sem skeytið hermir,
er svo að sjá, sem þar hafi verið tryggt
vináttusamband Englands og Rússlands,
en Þjóðverjar einangraðir, og líkar þeim
það illa að vonum. Síðustu árin hafa
viðsjár nokkrar verið með Bretum og Þjóð-
verjum, og hafa hinir fyrnefndu litið við-
búnað Þjóðverja, einkum aukningu her-
skipaflotans þýzka, óhýru auga, enda er
auðsæ viðleitni Þjóðverja, að reyna að
hamla uppi á móti Bretum í yfirráðum á
sjónum, þótt árangurslítil muni sú við-
keppm reynast. En þaðan stafar þó Bret-
um helzt uggur nokkur og leitast því við,
að firra Þjóðverja bandamönnum.
Ávarp.
Herra sýslumaður Páll Einarsson!
Á síðasta hreppaskilaþingi í Sel-
tjarnarnesshreppi varð mönnum tilrœtt
um, að vel þœtli hlýða, að hrepps-
búar sendu yður kveðjuávarp nokkurt
við brottfór yðar úr sýslunni, og var
oss undirrituðum á hendur jalið, að
bera kveðjuóskir hreppsbúa fram fyrir
yður. Samkvœmt pessu umboði leyý-
uni vér oss pví í nafni hreppsnejndar
og hreppsbúa i Seltjárnarnesshreppi
að senda yður kveðju vora með alúðar
pakklæli ýyrir skyldurœkni yðar og
árvekni í embœttisstórfum, fyrir rétt-
láta og röggsamlega stjórn mála vorra
og fyrir prúðmannlega framkomu yðar
í hvívetna. Er pað einlæg ósk vor,
að bœjarýélag Reykjavíkur ýái sem
lengst notið góðs af stjórn yðar, og
að yður sjálfum megi vegna sem bezt
í hinum nýja verkahring yðar í bráð
og lengd.
Með einlœgri vinsemd og virðingu.
Seltjarnarnesi 15. júní 1908.
Ingrjaldur Signrðsson, Jón Jónsson,
Gnnnsteinn Einarsson, Jón Gnðmnndsson,
Björn Ólnfsson, Þórarinn Arnórsson.
Kennaraskólinn.
Skólastjóri við hann er nú skipaður (frá
1. okt.) séra Magnús Helgason, en kenn-
arar dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði og
mag. Ólafur Dan Daníelsson. Dr. Björn
var áður settur fyrri aðstoðarmaður við
landsbókasafnið, en nú hefur Jón sagn-
fræðingur fengið veitingu fyrir því em-
bætti, og hækkað í tigninni, því að áður
var hann settur til að gegna lægra að-
stoðarmannsstarfinu þar, og þá (um ný-
árið) gengið út frá því, að sú bráðabirgða-
skipan við safnið væri sama sem fullnað-
arveiting.
Glímumennirnir,
er héðan fara 28. þ. m. til Lundúna,
eru: Guðmundur Sigurjónsson verzlunarm.
í Rvfk, Hallgrímur Benediktsson verzl.m.
í Rvík, Jóhannes Jósepsson og Jón Páls-
son frájAkureyri, Páll Guttormsson frá Seyð-
isfirði, Pétur Sigfússon Þingeyingur (frá
Halldórsstöðum) og Sigurjón Pétursson
verzlm. í Rvík. Þeir sýna glímur 1 Iðnó
á sunnudaginn kemur kl. 6 síðdegis, og
ættu bæjarbúar að fjölmenna þangað.
Með því fá þeir góða skemmtun og styðja
jafnframt för þeirra.
Skýringar
hr. Magnúsar Arnbjarnarsonar mála-
flutningsmanns á sambandsmálinu í sfð-
asta blaði Þjóðólfs hafa vakið mikla
eptirtekt hér í bænum, og hafa margir
látið í ljósi, að þar væri frumvarpið gagn-
rýnt svo sem bezt mætti verða, og mundi
hinum erfitt veita, að hnekkja rökum
Magnúsar. Nú hefur þó *Lögrétta« með
veikum burðum viljað sýna einhvern lit
á að andæfa honum í síðasta blaði, er
ekki komst þó út fyr en í gær. Er sú vörn
harla veik og veigalítil, meira að segja
undarlega sljó, en blaðið lofar framhaldi
sfðar, er það hefur hugsað sig betur um,
enda mun ekki af því veita, þvf að varn-
argögnin eru svo nauða léleg. Blaðið
hefði samt átt að herða sig betur, og koma
þessu öllu saman af í einu. Vonandi, að
framhaldið gleymist ekki alveg(!) Svarað
verður við fyrsta tækifæri því, er svara-
vert kann að þykja í þessari varnartilraun
blaðsins, og munu þá skilgóðir menn og
skýrir geta um það dæmt, hvorir hafi þar
betri ástæður fyrir sínu máli, Magnús
Arnbjarnarson eða andmælandi hans í
»Lögréttu«.
Sterling
kom frá útlöndum 16. þ. m. Meðal
farþega voru biskupinn Hallgr. Sveins-
son og frú hans, dr. Valtýr Guðmunds-
son, frú Ágústa Thomsen, Jón Kristjáns-
son stud. med., ungfrú Sigríður Björns-
dóttir (Jenssonar), Garðar Gíslason frá
Leith með konu og 2 börnum, Finnur
Ólafsson verzlunarerindreki, Lefolii kaupm.
)Eyrarbakka), Georg Berthelsen dansari
(frá Khöfn) o. fl.
Afmælisdags
Jóns Sigurðssonar átti að minn-
ast hér í fyrra kveld með ræðuhöldum
o. fl., að tilhlutun Stúdentafélagsins, á
líkan hátt sem í fyrra. En sakir rign-
ingar allmikillar fyrri hluta dagsins, var
hátíðahaldinu aflýst í það sinn, en svo
varð veður hið bezta um kveldið, og þótti
fólki snubbótt, að verða af skemmtuninni.
Safnaðist margroenni saman við Bárubúð,
og varð það þá loks úr eptir langa bið,
að Ungmennafélagið (karlar og konur)
gekk undir íslenzka fánanum með lúður-
þeytara í broddi fylkingar, upp í kirkju-
garð og lagði blómsveig á leiði JónsSig-
urðssonar, en Indriði Einarsson hélt ræðu.
Var leikið á horn fyrir og eptir.
I gærkveldi fóru svo ræðuhöldin fram í
barnaskólagarðinum. Þar töluðu Bened.
Sveinsson ritstj. um Jón Sigurðsson, Björn
Jónsson ritstj. fyrir minni íslands, Indriði
Einarsson fyrir Reykjavík og Þorst. Er-
lingsson fyrir fánanum. Skemmtunin var
afarfjölsótt, og að sfðustu var gengið upp
í kirkjugarð, og lagði Ungmennafélagið
Einar Þveræingur blómsveig á leiði Jóns
Sigurpssonar.
Áttaskipti.
Dr. Valtýr kvað nú vera snúinn á átt-
inni og læzt vilja fylgja fram breytingum
á sambandslagafrumvarpinu. Hann hefur
því séð sig um hönd, og ætlað það heppi-
legra til kosningafylgis, að koma ekki
fram sem stækur meðhaldsmaður frum-
varpsins. En þessi sinnaskipti munu nú
um seirian, þvi að kjósendur í Gullbringu-
og Kjósarsýslu munu naumast taka þau
til greina, og ættu ekki að gera það. Það
er því hætt við, að þingmennsku hans
sé nú lokið 1 því kjördæmi fyrir fullt og
allt, enda alls óvíst, hvort hann leggur
þar út á djúpið aptur. Fundur sá, er
halda á í Hafnarfirði á morgun, tekur
væntanlega alveg af skarið í þeim efnum.
Og annarsstaðar verður þá tæplega auð-
fengið þingmannssæti fyrir doktorinn að
þessu sinni.
„Uranus",
skip Björgvinar-gufuskipafélagsins, kom
hingað fyrstu ferð sína fyrir nokkrum
dögum, og fór aptur áleiðis til Björgvinar
vestur og norður um land 16. þ. m. Með
skipinu var einn af stjórnendum félags-
ins, Sigurd A. Brækhus, til þess að
skoða sig hér um og kynnast fólki. Hann
sagði að félagið hefði hafið ferðir þessar
hingað til lands, sem eiga að #era alls
fimm þetta árið, til þess að koma á bein-
um verzlunarviðskiptum milli Noregs og
íslands, er bæði löndin ættu að geta haft
gott af, því að Norðmenn hefðu ýmsan
varning, er Islendingar gætu ekki fengið
ódýrari annarstaðar. Skipin, er félagið
hefði i förum til íslands þetta árið, væru
því ætluð aðallega fyrir vöruflutninga, en
ekki fólksflutninga, og óskaði, að almenn-
ingi hér yrði bent á það. Kvaðst hann
ekki að svo stöddu getá sagt um, hvort
þannig löguðum ferðum yrði haldið uppi
eptirleiðis, það færi eptir því, hve mikinn
flutning skipin fengju, en hann kvaðst
vona, að viðskiptin ykjust, svo að ferðir
þessar féllu ekki niður. En hann kvað
félagið reiðubúið til að hafa fólksflutninga-
skip í förum milli Noregs og íslands og
umhverfis landið næsta ár, eins og sumir
hér hefðu óskað eptir, og ef útlit væri
fyrir, að það svaraði kostnaði. Vér ís-
lendingar ættum að stuðla að því af
fremsta megni, að þessar Noregsferðir
gætu haldizt framvegis, og væri illt, að
þær féllu aptur niður vegna viðskipta-
leysis. Afgreiðslumaður félagsins hér í
bænum er hr. Nicolai Bjarnason kaup-
maður, og gefur hann mönnum allarnauð-
synlegar upplýsingar.
Ummæll Norðmanna
um sambandslagafrumvarpið ganga, að
því er séð verður af norskum blöðum,
eindregið f þá átt, að Islendingar eigi
ekki að samþykkja frumvarpið, allra s(zt
óbreytt. Skáldið séra Anders Hovden og
ToTlev Hannaas, er hér var fyrir nokkr-
um árum, rita greinar um þetta í »Gula
Tidend«, mjög velviljaðar í vorn garð, og
leggja eindregið á móti samþykkt frum-
varpsins. Fyrir þeim vakir auðsjáanlega
lýðveldishugmyndin, sem eina heppilega
lausnin, ef Islendingar vilja ekki láta
binda sig á klafa hjá Dönum um langan
aldur. Er auðheyrt á orðum þeirra, að
þeim fellur það illa, að Noregur varð
ekki lýðveldi við sambandsslitin, og vilja
þeir gjarnan, að íslendingar geti orðið
giptudrýgri. Segja þeir, að Norðmenn
hafi reynsluna fyrir sér í því, hversu sam-
band við annað rlki sé óheppilegt til
frambúðar. Og mun það að visu satt,
en vitanlega eru þeim ekki kunnir þeir
miklu erfiðleikar, sem á fullum skilnaði
eru hjá oss, að svo stöddu.
Veitt prestakall.
Holt í Önundarfirði er veitt af ráð-
herra 13. þ. m. séra Páli Stephensen á
Melgraseyri.
Um Ólafsvikurprestakall
sækja séra Jóhannes L. L. Jóhannsson
á Kvennabrekku, séra Sigurður Guðmunds-
son aðstoðarprestur í Ólafsvík, séra Vil-
hjálmur Briem á Staðastað og Guðmundur
Einarsson cand. theol. f Rvík.
Nýlátnir merkismenn
eru: Francois Coppée, frakkneskt
ljóðskáld og leikritahöfundur, höf. hins
nafnkennda kvæðis: »Smiðurinn og skrúf-
an« (þýtt af Matth. Joch.), Adolphe 1’
A r r o n g e þýzkt leikritaskáld, höf. leiks-