Þjóðólfur - 19.06.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.06.1908, Blaðsíða 3
ÞTOÐOLFUR. 105 ins sDrengurinn minn«. sem hér á landi hefur leikinn verið, Redvers Buller nafnkunnur enskur hershöfðingi, ogyfirmað- ur alls Bretahers í upphafi ófriðarins við Búa, en settur frá herstjórn vegna mis- taka og ófara, ennfremur dr. M. V. F a u s b ö 11, fyrrum kennari í indversk- um málum við Kaupm.hafnarháskóla, vls- indamaður allfrægur (f. 1821). Jón Kristjánsson, laeknisnemi, hefur dvalið í Kaupmanna- höfu í vetur og tekið fullnaðarpróf með beztu (1.) eink. í nuddlækningum (massage) og sjúkraleikfimi hjá dr. Clod-Hansen yfir- lækni við nuddlækningadeildina á Friðriks- spítala. Hann mun taka bráðlega til starfa hér í bænum. Verzlunarblaó eru þeir Grímúlfur H. Olafsson og Ólafur Ólafrson verzlunarmenn hér í bænum farnir að gefa út. Blaðið kemur út 1 sinni á mán- uði og kostar 3 kr. árg. Það er í sama broti og „Óðinn" og fyrsta blaðið er 20 bls. Heiðurssamsæti héldu Reykdælir fyrverandi sóknarpresti sínum, Guðmundi próf. Helgasyni, að Deild- artungu sunnud. 31. f. m., að viðstöddum nær 100 manns. Veður var hið blfðasta. Sól skein í heiði og íslenzka náttúrufegurðin blasti fyrir augum aðkomenda með öllum sínum töfraljóma. Mátti með sanni segja, að Fjallkonan gamla, jökulkrýnda, breiddi fagnandi faðminn móti gestunum, og biði þá velkomna, og að hún væri þeim sam- taka í því, að gera þeim daginn ánægju- legan. — Að líðandi hádegi var gengið til sætis í hinum stóra samsætissal, sem skip- aður var margsettum bekkjaröðum. Voru þá veitingar bornar fram, og er gestirnir höfðu gert þeim góð skil, þá stóð upp úr sæti sínu Ingólfur hreppstjóri Guðmundsson á Breiðabólstað, og hélt tölu fyrir minni heiðursgestsins. Lýsti hann með vingjarn- legum orðum veru hans og starfsemi í þessu bygðarlagi. Þar næst lýsti hann því yfir, að innan fárra daga yrði flutt inn á heimili hans vandað skrifborð, gjöf frá Reykdælum, sem lítil þakklætisviðurkenning fyrir alla starfsemi hans og góða framkomu í þessu byggðarlagi. Þar næst var sungið kvæði, sem Kristleifur bóndi Þorsteinsson á Stóra- Kroppi hafði ort fyrir minni heiðursgestsins. Að því búnu talaði heiðursgesturinn sjálfur; fór hann mjög hlýjum þakkarorðum um vel- vild þá, er sér væri sýnd við þetta tækifæri. Jafnframt þakkaði hann fyrir alla góða sam- vinnu, árnaði sveitinni og héraðinu allra heilla. Bað gestina að bera kveðju sína öllum þeim af sveitarmönnum, sem ekki væru þar viðstaddir. — Því næst talaði Árni Þorsteinsson bóndi á Brennistöðum fyrir minni Reykdæla. Minntist hann á hina fornu höfðingja og landsnámsmenn þessarar sveitar o. s. frv. Þá var sungið kvæði, sem Kr. Þ. hafði ort fyrir minni Reykdæla. — Eptir það drógu menn að sér nýtt lopt undir berum himni litla. stund. Þá var aptur gengið til sætis og drukkið kaffi. Þá talaði fyrir minni íslands Sveinn Árnason á Stóra- Kroppi. Minntist á náttúrufegurð landsins, og að hve miklu leyti íbúarnir hefðu lagt fram sína krapta, til að bæta og prýða landið, sem til skamms tíma hefði verið næsta lítið. Jafnframt minntist hann á, hversu mikil betrandi áhrif ættjarðarkvæði J. H. hefðu haft á (slenzka þjóðlífið. Sungið á eptir hið alkunna kvæði „Eldgamla ísafold". Síðar um daginn talaði Árni Sveinbjarn- arson frá Manitoba ( Canada, sem hér var á kynnisferð meðal frændfólks síns, og var þar staddur. Talaði hann um þær fram- farir, er hér hefðu orðið hina síðustu ára- tugi. Jafnframt lét hann ánægju sína í ljósi yfir íslandsferð sinni og hinum góðu við- tökum, er hann hefði haft heima. Hafði hann orð á að flytja hingað alkominn síðar, þótt hann gæti ekki sagt neitt ákveðið um það að svo stöddu. Þá hélt heiðursgestur- inn enn á ný tölu og kvaddi alla samsætis • gestina með innilegu þakklæti. — S(ðast talaði Jón Hannesson ( Deildartungu. Meðal annars bað hann velvirðingar á því, sem ábótavant hefði verið með útbúnað og við- tökurnar í heild sinni. Var þv( mótmælt, að í nokkru væri ábótavant, enda létu veit- endur sér annt um það, að allt væri sem fullkomnast, og var ekkert til þess sparað. Á milli ræðuhalda söng sön ;flokkur undir forustu organleikara Bjarna Bjarnasonar frá Hurðarbaki ýms kvæði, svo sem „Hvað er svo glatt", „Ó, fögur er vor fósturjörð" m. m. Áður en samsætinu var slitið, var sungið kvæðið „Kveðja til séra Guðm. Helgasonar", eptir ,Kr. Þ. Nokkrir utansveitarmenn tóku þátt í sam- sætinu ásamt konum sínum, og voiu þeir þessir: Hjörtur Snorrason skólastj. á Skelja- brekku, héraðsl. Jón Blöndal í Stafholtsey, Björn bóndi Þorsteinsson í Bæ, Jakob bóndi Jónsson á Varmalæk, Guðm. bóndi Auð- unsson á Skálpastöðum. — Samsætið stóð til kl. 8 e. m. Er það óefað, að Ijúfar sakn- aðarendurminningar hafa hreyft sér í brjóst- um margra sveitarmanna, sem áttu nú á bak að sjá sínum nýtasta manni, þeim manni, sem veitt hafði mörgum hollum straumum inn ( félagslíf Reykdæla og sem sjálfur var fyrirmynd og frömuður margra nytsemdar- fyrirtækja og framfara. Til dæmis þess hve hann lét sér annt um hag og framgang þessarar sveitar til síðustu stundar, sem hann dvaldi þar, á vel við að geta þess, að á málfundi að afloknu manntalsþingi á Sturlureykjum 1. þ. m. hreyfði liann því, að sett væri á fót kornforðabúr í sveitinni, svo að bjarga mætti fénaði manna, ef harð- indi bæru að höndum. Bauð hann að leggja fram frá sjálfum sér 200 kr. að gjöf til styrktar þessu fyrirtæki. Mun ekki ólíklega til getið, að einhverjir Reykdælir feti í spor hans og styðji að fyrirtækinu með fjárframlögum og góðum ráðum. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að Hálssveitungar héldu séra Guðm. samsæti næstliðið haust. Var það haldið í Stóra- Ási. í því tóku þátt öll hjón í Hálsahreppi. Færðu þeir honum fingurgull að gjöf. Sýnir það bezt hinar almennu vinsældir, sem hann hefur notið í sóknum sínum. 8/6 ’o8. S. Á. Minni séra Guðm. Helgasonar í samsæti ! Deildartungu 31. maí ’o8. Vér komum hér að kveðja vorn kæra sóknarprest. Það gekk oss enn að óskum, að eiga hann nú að gest, svo honum mættum helga vorn hinnsta þakkarvott, sem merki þess vér myndum, hve margt hann sýndi’ oss gott. í lífsins beztum blóma hann bústað valdi sér, sem fornan frægðarljóma hins fróða Snorra ber. En árin tvisvar tíu og talin þrjú við bætt, í hafið tímans horfna nú hafa síðan flætt. Og frá þeim fyrstu árum og frarn á þennan dag Hann var með oss á verði, að vernda okkar hag; Með sannleik fyrir sjónum að samningsmálum gekk, og átti á öllum mótum ( öndveginu bekk. Hann kenndi fögur kvæði og flutti heilagt mál, með ást og trú í anda og eld og krapt í sál, svo hver og einn varð hrifinn og hreyfing kom á blóð, og til var ekkert eyra, sem opið þá ei stóð. Svo geymum vel og virðum hans viturlegu orð, sem miklu fleiri muna, en mætast hér við borð. Hann er sá heiðursgestur, sem hjörtu okkar vann. Og náði sæmd með sigri, því syngjum: Lifi hann ! K. Þ. Minni Reykdæla. Sungið í samsæti í Deildartungu 31. maí ’o8. I þessum hreppi’ vér hlutum skjól og hér varð okkar saga. Þar vermdumst fyrst af vonarsól um vora beztu daga. En nú þótt skúrir skyggi á og skinið sé að baki, er nokkuð minni þörfin þá, að þjóðin starfi, vaki ? Að vaka, er okkar vilji einn, að vinna, hugur mestur. en þar í götu er þungur steinn, oss þekking næga brestur, að breyta þýfi í græna grund, svo grasið vélar sníði. að klæða holtin laufgum lund með litarskrúði og prýði. Öll jörð er hér af frjósemd full, um fargið þarf að losa, því hver ein þúfa geymir gull, þótt gráum klæðist mosa. Með brýndan plóg að brjóta reit hver bóndasonur læri, eg veit að okkar varma sveit þeim verkalaunin bæri. Og ef þeir láta hug og hönd að heillaverkum starfa. Þá grárra feðra gleddist önd, er gagnið sæju að arfa. En mest er vert að bræðraband þá byndi einum huga, því til að frelsa fósturland má félagsandinn duga. Dánarfregn. Blaðið „Heimskringla" 1 Winnipeg hefur óskað, að Þjóðólfur birti eptirfarandi dánar- minningu: Guðrún Grímsdóttir, háöldruð ekkja og þrotin að heilsu, andaðist að heimili sínu hjá Grími syni sínum, hinn 21. febr. síðastl., ( Gardar bygð, N. Dak. Hún var vel greind dugnaðar- og ráðdeildarkona í bezta lagi. Fædd ( Sfðumúla í Mýrasýslu og ólst upp hjá foreldrum sínum og flutti með þeim að Grímsst. í Reykholtsdal. Foreldrar hennar voru Grímur Steinólfsson bóndi á Svíra og Klett Jónssonar á Hvanneyri og kona Gríms Guðrún Þórðardóttir prests að Lundi í Borg- arfjarðarsýslu Jónssonar að Möðruvöllum í Kjós og Flekkudal Jónssonar prests á Reynivöllum. Áttu þau hjón alls 15 börn, og komust 11 af þeim til fullorðins ára og var elzt þeirra Magnús prestur Gríms- son á Mosfelli, dáinn 1860. Öll þau systkin vel greind og mannvænleg. Guðrún sál. giptist frá jforeldrum sínum um tvítugsaldur yngismanni Þórði Árnasyni á Bjarnastöðum í Hvítársíðu, velgáfuðum þjóðhagasmið. Byrjuðu þau þar búskap með næg efni, og fluttu þaðan að Stað við Hrúta- fjörð og svo þaðan að Dalgeirsstöðum í Mið- firði. En til Ameríku fluttu þaú 1873, og Ientu þá í Milwaukee. Missti hún þar mann sinn eptir mánaðar veru, —- þoldi ekki vinn- una og loptslagið, var bilaður fyrir brjósti. Þá um haustið flutti hún með börn sín út í norska bygð, 80 mílur út á land, og var þar til 1877. Þá flutti hún til Shewano, íslenzka nýlendu í Wisconsin, og svo 1880 til Gardar í N. Dakota, hvar hún tók land ásamt Grími syni sínum, og hafa þau búið þar síðan fyrst við lítil efni, en þó lengst af við all- góð efni. Var hún nú fyrir nokkrum árum hætt við búskap, en hann giptur og búnað- ist ágætlega. Kona hans er Ingibjörg Snæ- björnsdóttir. Börn hennar eru þessi, sem uppkomust öll í Ameríku: 1. Grímur, velmegandi bóndi í Gardar bygð (áður nefndur). 2. Þórður læknir, fyr ritstjóri „Vínlands" í Minneota, Minn., hálærður gáfumaður. 3. Hjörtur, rafmagnsfræðingur (einn hinn mesti í Ameríku), í Chicago, stóreigna- og rafmagnsverkstjóri þar. Giptur íslenzkri konu. 4. Árni, bóndi í Californíu, giftur. 5. Guðrún, ógpft, og var hjá móður sinni. 6. Ingibjörg, ekkja í Gardarbygð. Öll mannvænleg og vel gefin. Kappglima grísk-rómversk fer fram í Bárubúð á mánudaginn, milli Jóhannesar Jósepssonar og Svía nokkurs, Gottfrids Thoren frá Stokkhólmi, er boðið hefur Jóhannesi út, og þykist hafa glímt í Svíþjóð, Bandaríkj- unum og á Englandi. Fimdaboð. Með því að við undirritaðir höf- um ákveðið að gefa kost á okkur til þingmennsku fyrir Árnessýslu við kosningarnar 10. sept. næstk., boðum við hér með kjósendur í kjördæminu til viðtalsfunda, sér- staklega um sambandsmálið, á þess- um stöðum: Við Ölfusárbrú (fyrir Flóa og Ölfus) laugard. 27. júni kl. 9 árd. Á Stokkseyri (eða Eyrarbakka) sunnud. 28. kl. 4 siðd. Á Húsatóptum á Skeiðum mánu- dag 29. kl. 12 á hád. Á Yatnsleysu í Biskupstungum þriðjud. 30. kl. 12 á hád. Á Stóruborg í Grímsnesi mið- vikud. 1. júlí kl. 1 síðd. Reykjavík í júní 1908. Hannes Porsteinsson. Sigurður Sigurðsson. Bjöm Árnason gullsmiður (frá ísafirði) smíðar á Laugavegi £» allskonar nýja íi’llll‘V’VÍpÍ. Cggzrt @laassen jlrréttariálaflutningsiaJiir. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Tals, 16. úr nýsilfri og járni, beizliskeðjur, peniugabuddur, hárgreiður, kamb- ar o. m. 11. nýkomið, selt m j ö g ó d ý r t í Austurstræti 1. ÁSG. G. GVNNLAUGSSON,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.