Þjóðólfur - 26.06.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.06.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. júní 1908. M 29. Stjórti Sana á Grxnlanðl. Uppástungur grænleuzku neíndarinnar. Á síðari árum eru ýmsar raddir farnar að heyrast um það í Danmörku, að stjórn Dana á Grænlandi og meðferð þeirra á Grænlendingum yfirleitt, sé í ýmsu óbóta- vant. Einkum hafa raddir þessar verið háværar eptir heimkomu þeirta Mylius- Erichsens og Knud Rasmussens úr fyrstu Grænlandsför þeirra. Mest hafa menn fundið að því, hve óheppilegt það fyrirkomulag væri, að land- stjórnin væri öll í höndum grænlenzku verzlunarstjórnarinnar, og hlyti hún að verða verri en ella fyrir þá sök. En verzl- unin þykir vera mjög óhagstæð fyrir Græn- lendinga, og jafnvel standa þeim fyrir þrifum í ýmsum greinum. Ekki stafar þetta samt af því, að danska stjórnin noti einokunarverzlunina sem féþúfu, því að ú síðustu 20 árum hafa Danir því nær á hverju ári beðið töluverðan fjárhalla af rekstri hennar. Miklu fremur virðist verzl- unin vera svo ill, vegna þess hve fyrir- komulag hennar er illt og á eptir tíman- um i ýmsum atriðum. Þessar aðfinnslur hafa nú komið því leiðar, að danska stjórnin hefur áform- að að greina landsstjórnina frá verzlun- inni. I fyrra sumar tók Sigurd Berg innanríkisráðherra (sem hefur á hendi stjórn Grænlandsmálefna) sér ferð á hend- ur til Grænlands, til þess að kynnast af eigin sjón og reynd ástandinu þar, og fyrir hálfu öðru ári síðan var skipuð 8 roanna nefnd til þess að íhnga, hverjar umbætur bæri að gera á grænlenzku verzl- uninni. {>ó var það jafnframt tekið fram, að verzlunin skyldi jafnt hér eptir sem hingað til rekin sem einokunarverzlun á ifkisins kostnað. Telja Danir einokunar- yerzlunina nauðsynlega til þess að varð- veita Grænlendinga (eskimóa) sem sér- stakan þjóðflokk, því að þeir séu enn svo htt þroskaðir og barnalegir, að þeir mundu verða féflettir gífurlega, ef öllum væri heimilað að verzla við þá, og þeir mundu hrátt hga un(jir ]0k af drykkjuskap og annari eymd, ef ekki væri séð um að Stía s*tku frá þeim. 1 nefnd þeirri, sem skipuð var til þess að fialla um þetta mál, voru 5 verzlunar- °g S1glingafróðir menn (þar á meðal ^hor E. Tulinius stórkaupmaður), en auk þeirra C. Ryberg forstjórigræn- lenzku verzlunarinnar og 2 aðrir embætt- ismenn. Nefnd þessi hefur nú nýlega ábt sitt. Hefur hún mikið að f rekstur verzlunarinnar hingað til r upp á, að gerðar séu á miklar breytingar. Stendur forst unarmnar víðasthvar uppi einr að beraíbætiflákafyrirverzlun sem verið hefur. Að því er siglingUna tjl Grænlands snertir, telur nefndin hana hafa verið öþarflega kostnaðarsama og býst við, að htm geti orðið því nær helmingi kostn- aoarminm, ef verzlunin ætti tvö gufuskip, sem færu 4—s ferðir milli Danmerkur og Grænlands á ári, í stað þess að nota mestmegnis seglskip, eins og áður hefur átt sér stað. Mjög óheppilegt hefur það verið, að verzlunin hefur hingað til talið það aðal- skyldu sína, að styðja af öllum mætti selaveiðar Grænlendinga og viðhalda þeim sem aðalatvinnuvegi þeirra. Þetta hefur orðið til þess, að Grænlendingar hafa ekki snúið sér að neinu ráði að öðrum atvinnuvegum, er gætu orðið langtum arðvænlegri, t. d. fiskiveiðum, en eigi að síður hefur selaveiðunum hnignað tölu- vert. Aðalannmarkann á verzluninni hingað til telur nefndin það, hvernig verðlaginu hefur verið háttað. Það hefur nefnilega verið leitazt við, að hafa verðið á útlenda varningnum sem allra lægst, svo að ýms- ar vörur hafa verið engu dýrari eðajafn- vel ódýrari eptir flutninginn til Grænlands, heldur en þær voru í Danmörku. A þessu hefur leitt það, að verzlunin hefur ekki getað gefið nema afarlágt verð fyrir grænlenzku vöruna. Með þessu móti er öllum flutningskostnaðinum, bæði útlendu og innlendu vörunnar, dembt á framleið- endurna, og þeim eru þannig lagðar þung- ar byrðar á herðar, til þess að allir íbú- ar Grænlands geti fengið neyzluföng sín fyrir lægra verð, en eðlilegt er. Það sjá allir, hve þveröfug þessi aðferð er, sem miðar að því að draga úr vexti framleiðsl- unnar, en auka eyðsluna, meðal ann- ars af ýmsum munaðarvörum. Ef farið væri eptir réttu verðlagi, hyggur nefndin, að hækka beri verðið á útlendu vörunum um 25% að meðaltali, en aptur ættu Grænlendingar að fá fyrir sínar afurðir 70% meira en þeir fá nú. Að græn- lenzku afurðirnar ættu að hækka tiltölu- lega miklu meira í verði en útlendu vör- urnar, stafar af því, að sölu afurðanna í Kaupmannahöfn hefur ekki verið hagað svo vel sem skyldi, svo að minna hefur fengizt fyrir þær, en mátt hefði fá á ann- an hátt, og ýmislegur kostnaður, sem áður hefur orðið að hvíla á grænlenzku vörunni að mestu eða öllu leyti, ætti að minnka, ef meiri hagsýni væri beitt. Skilyrðið fýrir því, að breytingar þær, sem nauðsynlegar eru á verzluninni, kom- ist á og verði að gagni, telur nefndin það, að hún verði rekin sem hvert annað verzl- unarfyrirtæki af verzlunarfróðum mönnum, en ekki af stjórnarskrifstofu, eins og nú á sér stað. Verzlunin á að vera sjálfs- eignarstofnun, sem vinnur eingöngu í Grænlands þarfir, Ríkissjóður Dana á hvorki að hafa af henni neinn skaða né heldur nokkurn hagnað, annan en vexti af því, sem hann á innistandandi í verzl- uninni, og er það um 22/3 milj. kr. Einn nefndarmanna hefur jafnvel lagt til, að ríkissjóður sleppti Ifka tilkallinu til þessara vaxta, vegna þess, að síðan um miðja síðastliðna öld hafa tekjur rfkissjóðs af grænlenzku verzluninni (að frádregnum tekjuhallanum síðustu árin) numið alls yfir 3V* milj- kr., og má því heita, að ríkissjóður skuldi Grænlandi þá upphæð. Hér eptir á þá verzlunin að bera sig sjálf, en allur arður, sem af henni kann að verða, á að renna til Grænlendinga sjálfra. Rödd úr sveítinni um sambandsmálið. Einn meðal hinna merkustu bænda austanfjalls, er töluvert hefur við stjórn- mál fengizt, ritar 21. þ. m. um sambands- málið á þessa leið: »Nú eru menn hér nýlega farnir að kynna sér frumvarp sambandslaganefndar- innar eptir skýringum blaðanna á því, og þótt almenningi veiti erfitt að átta sig fyllilega á jafnmiklu vandamáli, þykist eg mega fullyrða, að allur þorri manna er eindregið hlynntur þeirri stefnu, er Þjóð- ólfur heldur fram svo stillilega og rólega, en þó alvarlega. Mönnum getur nfl. ekki skilizt, að frumvarpið sé svo ágætt í alla staði, að það þurfi ekki verulegra breyt- inga við. Það er alveg rétt, sem hr. Magnús Arnbjarnarson hefur tekið svo heppilega fram, að vér eigum einmitt að vera tortryggnir við þessa samninga, og og láta ekki fleka okkur til að samþykkja ákvæði, er síðar má beita okkur til hnekkis. Vér verðum að eiga sem allra minnst undir náð Dana, því það er sannkallað neyðarbrauð, að þurfa á henni að halda. Vér lækkum f augum sjálfra vor og ann- ara við þá afstöðu. Og ef vér gerum nú stór glappaskot í þessum samningi, þá verður það aldrei aptur tekið, aldrei, aldrei. Er því engin furða, þótt margir séu smeikir við, hvernig máli þessu reiðir af og sárhræddir við óheppileg úrslit, sem eg kalla að verði á málinu, efþað verður barið fram með odd og egg, án nokkurra breytinga. Eg er hræddur við þá tíma, sem þá færu í hönd, og áhyggjufullur um hag þjóðar minnar, því að eg þykist viss um, að þá mundu Danir fyrst fara að færa sig alvarlega upp á skaptið, er þeir hefðu samning þennan í höndum, löglega samþykktan af okkur. Þá gætum vér ekki lengur haldið því fram, að vér hefðum aldrei afsalað oss nokkrum yfirráðum yfir málum vorum í hendur Dönum, eða skír- skotað lengur til gamla sáttmála, því að úr gildi yrði hann numinn með þessum samningi. Það er því ekkert undarlegt, þótt við sveitákarlarnir séum dálítið vara- samir og hikandi við samning þennan, eins og hann er, þótt nefndarmennirnir sjálfir og fylgifiskar þeirra gylli hann ákaf- lega, og er það skiljanlegt um nefndar- mennina, því að hverjum þykir sinn fugl fagur. En eg hefði kunnað betur við, eins og Þjóðólfur hefur lfka bent á, að nefndarmennirnir færu stillt og gætilega í því, að halda þessum samningi afarfast að þjóðinni. Þeir hafa sjálfsagt gert það sem þeir hafa getað, til að gera hann sem viðunanlegastan fyrir Islendinga, en þeir mega ekki varna þjóðinni að krefjast nauðsynlegra umbóta á þessum handa- verkum þeirra. Svo ágæt og fullkomin finnst mér þau ekki vera, að þar megi ekki eitthvað um bæta. Eg hef ekki séð danska frumvarpstextann, og er heldur ekki svo vel að mér í því máli, að eg geti af eigin ramleik dæmt um ósam- ræmið millum textanna, sem svo mikið er talað um. En það dylst mér ekki, af því sem eg hef um það lesið, að ósam- ræmi er þar, og það mikið, og get eg ekki skoðað það öðruvísi en blekking við okkur íslendinga, ef það á að lokka okk- ur til að samþykkja íslenzkan texta, sem í þýðingarmiklum atriðum alls ekki sam- svarar hinum danska. Þetta þyrfti endi- lega að laga. Að öðru leyti finnst mér, að vér eigum að halda fast við kröfur Þingvallafundarins, og ekki ljá Dönum tangarhald á nokkru máli um aldur og æfi, þá er frá er skilið konungssambandið eitt. En eg sé ekki, að vér séum að svo stöddu færir um að skilja til fulls við Danmörku, þótt vitanlega væri það ákjós- anlegast. En það mál er svo lítt undir- búið enn, að naumast er til þess að hugsa, að vér getum hleypt okkur út í það svona fyrirvaralaust, bara, að samningur þessi, ef hann verður samþykktur lítið eða ekk- ert breyttur, bindi oss ekki svo á klafa við Dani, að okkur verði alger skilnaður síðar torsóttur eða ómögulegur. En það er eg einmitt hræddur um að verði, og er þá ver farið en heima setið. Lakast er, hve mál þetta er knúð áfram með mikium flýti. Mesti annatími ársins, slátturinn, í hönd, og svo kosningarnar snemma í september. Þetta er allt of lítill undirbúningstími til að ráða fram úr jafnmiklu vandamáli, En á því mun engin bót fást ráðin. Þetta er afar ó- heppilegt. Og afleitt þykir mér það, að hinir konungkjörnu þingmenn, sem vitan- lega eru allir á einu bandi, skuli eiga at- kvæði um þetta mál. Þeir hafa alls ekk- ert umboð til þess frá þjóðinni, en geta þó alveg ráðið úrslitunum, ef nógu mikill meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna er ekki á móti. Eg geri nfl. ráð fyrir, að málið verði lagt fyrir sameinað þing, en ekki hvora deild fyrir sig; en yrði það lagt fyrir deildirnar sína í hvoru lagi, þá væri það enn fráleitara, því að þá gæti málið hafst fram, þótt mikill meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna væri á móti því. Nú ríður okkur mest af öllu á því, að velja sjálfstæða, drenglynda menn á þing, menn, sem treysta má til þess, að víkja ekki hársbreidd frá sönnu og réttu máli, án tillits til nokkurrar ákveðinnar þing- klíku eða sérstaks stjórnmálaflokks. Það er afar athugavert, ef það skyldi takast, að gera mál þetta að blindu flokksmáli, því að ef gamla flokkaofstækið hleðst utan um það, þá missa roenn algerlega sjónar á aðalkjarna málsins, og hugsa alls ekki um annað en það eitt, að knýja það áfram með flokksmagni, láta kné fylgja kviði og sigra. í þessu liggur aðalhættan, sem vofir yfir þessu máli, þegar á þing er komið, að mínu áliti* Glímumennlrnir, sem fara til Lundúna og getið var um í síðasta blaði, glímdu hér 1 »Iðnó« 21. þ. m. fyrir fullu húsi; var þar glímt eink- ar liðlega, og auðsjáanlega lögð meiri áherzla á að sýna fimleik og lipurð, held- ur en beinlínis verjast falli, og átti það auðvitað svo að vera, úr því að þetta var ekki kappglíma.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.