Þjóðólfur - 26.06.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.06.1908, Blaðsíða 2
io8 Einbúinn. A Islands nyrzta ögri úti við norðurpól, hrímfjalla-höfðinginn situr á hamranna veldisstól. Einmana eins og landið, alvarlegur og grár, með aðalssvipinn á enni og ískórónu um hár. Haföldur hrímfextar rísa og hníga við hans fót, en þussinn hlustar hljóður og horfir norðri mót. En suðræna sólin i fjarlægð sá hvar hann einmana stóð. Hún kann ei sinn kærleik að dylja, en kyssir ’ann rauð eins og blóð. H ú n vakir um vorlangar nætur af viðkvæmri ástarþrá. En hann situr kaldur og hljóður og horfir norður um sjá. Hann dreymir um kraptsins kyngi hjá köldum norðurpól, en ekki um angandi rósir né eldlega miðjarðarsól. Yölvurnar vitrar því spáðu, hann veit eptir þúsund ár: Kongsdóttir kemur að norðan og kyssir hans silfurhár. Jónas Guðlaugsson. GuIIfélagið „Málmur". Fundarskýrsla. Ár 1908 hinn 20. júní var fundur hald- inn í Bárubúð í hlutafélaginu „Málmi“. Sighvatur Bjarnason bankastjóri var kos- inn fundarstjóri, og tók hann Sigurð Briem fyrír skrifara. 1. Formaður félagsins, Sturla Jónsson, skýrði frá hag félagsins og framkvæmdum. Hann skýrði frá, að búið væri að verja til véiakaupa og rannsókna rúmum 24000 kr., og væri félagið komið í 4500 kr. skuld, en 2000 kr. af þessari skuld þyrfti félagið ekki að borga fyr en hægt væri að gera það af gróðafé þess. Fyrst eptir að búið var að útvega hluta- féð, fór stjómin að leita fyrir sér f útlöndum með prófboranir. Meðal annars naut stjórnin ráða og með- hjálpar forstöðumanns við fjöllistaskólann f Glasgow, Sir William R. Coplands, sem opt hefur gert samninga um prótboranir fyrir málma. Kom hann stjórninni í sam- band við ensk borunarfélög og reyndi til þess að fá þau til að taka að sér prófbor- anir hér fyrir ákveðið verð, en tilboð þeirra voru svo óaðgengileg, að þeim var hafnað. Réðst stjórnin þá f að^kaupa vél þá, sem boðizt hafði frá Þýzkalandi, og bora á þann hátt, sem gert hefur verið, en fyrst varð mikill dráttur á að fá vél þessa, og þegar vélin loks kom, i ar maður sá, Rost- gaard vélfræðingur, sem ráðinn hafði verið til þess að standa fyrir prófboraninni, hættulega veikur. Læknir sá, sem stund- aði hann, réð stjórninni til að bíða og sjá, hverju fram vindi með heilsu hans, en þegar læknirinn þóttist sjá fram á, að hann gæti eigi leyst verk þetta af hendi nógu fljótt, var verkfræðingur fenginn frá Danmörku til að takast verkið á hendur. Með vélinni hefur verið borað niður 225 fet. Efnafræðingur landsins, Ásgeir Torfa- son, sem hefur rannsakað mikið af því, sem hefur komið upp úrjholunni, hefur fundið gull í öllum sýnishornum frá 13372 til 135V2 feta dýpi, silfur í mörgum sýnis- hornum, bæði fyrir ofan og neðan, og zink í tveimur allþykkum lögum, eins og ÞJOÐOLFUR. skýrt hefur verið frá í blöðunum. Kemur þetta fram við rannsóknir þeirra Björns Kristjánssonar kaupmanns, Erlendar Magn- ússonar gullsmiðs og efnafræðings Arnórs Árnasonar. Stjórnin hefur eigi álitið ástæðu til að svo stöddu að heimta meira af hlutafénu til frekari rannsókna, enda óvíst, hvernig það gengi með peningavandræðum þeim, sem hér eru nú, enda hefur hún fengið upplýsingar um það frá erlendum félögum, að hlutaféð myndi hrökkva skammt til að rannsaka námu þessa til hlítar. Stjórnin áleit réttara að reyna að fá útlend námu- félög til þess að framkvæma rannsókn þessa 1 félagsskap eða á annan hátt. Trygg- ing meiri fyrir, að það yrði að gagni, ef rannsóknir væru frámkvæmdar af vönum námumönnum, sem ættu hagsvon, ef vel gengi, heldur en af mönnum, sem ekkert kynnu til slíks. Stjórnin var komin í samninga við sænskt félag, sem taldi nauðsynlegt til rannsókn- anna um 250000 kr., en sökum hinna miklu peningavandræða 1 Svíþjóð slitnaði upp úr því. Nú væri stjórnin í samningum við fé- lag f Lundúnum, þar sem það væri haft að skilyrði, að félag þetta greiði útlagðan kostnað, en fái 10 dagsláttur til málmnáms. Fyrir ómök sín, kostnað og áhættu á fé- lagið að fá 10% af gróða þeim, sem kynni að verða við málmnámið og helming af ágóðanum úr því. Sömuleiðis væri þýzkt félag að semja við stjórnina, en hvað úr þessu yrði, væri ekki hægt að segja um nú. Þá tók konsúll D. Thomsen til máls og fann að aðgerðaleysi stjórnarinnar. Vildl, að stjórnin hefði látið grafa göng niður í staðinn fyrir að kaupa þessa borunarvél, sem hún léti nú skemmast og drafna niður inni 1 Vatnsmýri. Svo vantaði frá henni allar skýrslur um rannsóknirnar, og reikn- inginn fengi maður eigi að sjá. I sama streng tóku þeir Þorvarður prentsmiðju- stjóri Þorvarðarson, Sveinn snikkari Jóns- son o. fl. Formaður svaraði aðfinningum þessum á þá leið, að námufræðingar þeir, sem hann hefði ráðfært sig við, hefðu talið aðferð þá, sem hér hefði verið viðhöfð, hina einu til- tækilegu fyrir vort félag. Vélin væri vel geymd, hefði verið skrúfuð sundur, borið á hana og reifuð. Reikn- ingar félagsins hefði legið frammi lögskip- aðan tíma, eins og auglýst hefði verið í Lögbirtingablaðinu. Þá las hann og upp kafla af skýrslu efnafræðingsins um rann- sókn á sýnishomum úr Vatnsmýrinni. 2. Því næst voru reikningarnir úrskurð- aðir og samþykktir í einu hljóði. 3. Þeir Ásgeir kaupm. Sigurðsson og Sturla kaupm. Jónsson gengu úr stjórninni eptir hlutkesti, en voru endurkosnir með miklum meiri hluta. Varamenn í stjórnina voru kosnir þeir konsúll D. Thomsen og Bjöm kaupm. Kristjánsson. 4. Endurskoðunarmenn voru kosnir þeir Halldór bankagjaldkeri Jónsson og Sig- hvatur bankastjóri Bjarnason. Unðirtektirnar. Smátt og smátt berast hingað áreiðan- legar fregnir víðsvegar að af landinú um undirtektir almennings undir sambands- nefndarfrumvarpið, og ganga þær allar í þá átt, að andmæla frumvarpinu, víðast hvar mjög eindregið. Um fylgi við frum- varpið, eins og það nú liggur fyrir, er hins vegar lítið talað, en ekki skortir þó fullyrðingar um, að þessi og þessi háruð séu með humvarpinu, en það hefur hvergi komið fram í nokkurri fundarályktun, heldur einmitt hið gagnstæða. Bjarni Jónsson frá^Vogi, er býður sig fram til þingmennsku í Dalasýslu, er ný- kominn þaðan að vestan. Hann hélt 8 fundi þar í sýslu, og alstaðar var frum- varpinu mótmælt óbreyttu. Voru álykt- anir teknar á öllum fundunum, nema tveimur, og féllu alstaðar samhljóða at- kvæði með því að krefjast breytinga á frumvarpinu í svipaða átt og Skúli Thor- oddsen fór fram á, en frv. talið óaðgengi- legt ella. Ekki eitt einasta at- kvæði var greitt með frumvarp- i n u eða móti þessum ályktunum. Á fulltrúafundi í Hafnarfirði 20. þ. m. var frumvarpið mikið rætt. Þar töluðu allir eindregið gegn frumvarpinu, nema dr. Valtýr og Halldór Jónsson banka- gjaldkeri, er þó voru báðir sammála um, að frumvarpið þarfnaðist að minnsta kosti orðabreytinga, og er það vottur þess, að frumvarpsmennirnir muni nú heldur vera farnir að linast í þeirri trú sinni, að að þeim takist að knýja frumvarpið inn á þjóðina, án þess að leitað verði breyt- inga á því. En vitanlega er ekki takandi mikið mark á orðum dr. Valtýs eða ann- ara frumvarpsmanna, um lagfæringar á frumvarpinu. Það er vitanlega ekkert annað en kosningaagn, svona rétt í bili. En dr. Valtý hjálpar það ekkert. Gull- bringu- og Kjósarsýslubúar bíta ekki leng- ur á krókinn, hversu fimlega sem doktor- inn dorgar við þá. Þeir þekkja nú loks- ins »fiugurnar« hans. Auk þess hafði það komið svo berlega í ljós í ræðu hans, að þessar breytingauppástungur hans við frumvarpið voru ekkert annað en hégómi einn, að eins til málamynda, því að hann lýsti því yfir, að í raun og væru orða- breytingar óþarfar, því að frv. væri nógu ljóst eins og það væri. Fulltrúarnir á fundinum urðu ekki hrifnari en það af þessu öllu saman, að doktorinn fékk að eins 1 atkv., enda lýsti hann því ekki yfir, að hann gæfi kost á sér til þingmennsku þar, og Halldór Jónsson heldur ekki. At- kvæði allra fulltrúanna nema eins féllu á þá Björn Kristjánsson 1. þm. kjördæmis- ins og séra Jens Pálsson í Görðum, það er að segja, að fulltrúafundur þessi skor- aði á þá að gefa kost á sér, og lýstu þeir báðir yfir, að þeir gerðu það. Á Seyðisfirði var enn á ný haldinn al- mennur fundur um sambandsmálið 21. þ. m„ og þar samþykkt með 43 atkv. gegn 6 svo látandi tillaga [eptir símskeyti til Þjóðólfsj: »Fundurinn telur sambandsmáli ís- lands og Danmerkur ekki vera ráðið viðunanlega til lykta með frumvarpi millirikjanefndarinnar, og er mótfall- inn því, að það nái lögýullu samþykki Islendinga«. Jóhannes sýslumaður kvað vera hættur að hugsa um þingmennsku fyrir Seyðis- íjarðarkaupstað, en kvað ætla að bjóða sig fram í sýslunni (Norður-Múlasýslu). Séra Björn Þorláksson á Dvergasteini og Jón Stefánsson pöntunarstjóri nefndir sem þingmannaefni Seyðfirðinga, annarhvor eða báðir. Á Sauðárkróki var haldinn kjósenda- fundur 21. þ. m. Þar var Stefán kennari, og talaði vitanlega ákaft fyrir frumvarp- inu, en eptir því sem símað var að norð- an 22. þ. m., var megn mótspyrna gegn frumvarpinu á fundi þessum, og Ólafur Briem einbeittur gegn því. Sumir segja, að hann hafi enn enga skoðun á því uppi látið, og er það trúlegra um hann. Símað er nýlega úr Húnavatnssýslu, að þar séu flestir eða allir mjög andvígir frumvarpinu. €rlenD símskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 19. júní. Forsetaefni Bandaríkjanna. Samveldismenn hafa tilnefnt Taft til forsetaefnis af sinni hálfu, Haraldur prinz, son Friðriks Danakonungs, er trúlofaður Helenu prinsessu af Gliicksborg. Fœreyingar kvarta um það í »Nationaltidende«, ad þeir missi rétt til fiskiveiða við ísland eptir 25 ár og heimta breyting á sam- bandslagafrumvarpinu. Vilhjálmur keisari hefur haldið ræðu og hvatt til aukins her- búnaðar út af Revalfundinum [sbr. sím- skeyti í síðasta blaði]. 2i. júní kl. 1. Persaland. Persakonungur tekur þinghús Persa. Stórskotaorusta. Manndráp. Ránskapur. * * & Það hafði frétzt áður, að Persakonung- ur væri flúinn, jafnvel úr landi. En svo var ekki, því að hann flúði að eins burt úr höfuðborginni 1 eheran í aðra borg þar í landi, til þess að geta betur undirbúið sig undir herhlaup það, er hann nú hefur gert. Að líkindum dregur til frekari tíð- inda þar 1 landi, og sennilegt, að þjóð- inni takist að reka harðstjóra þennan af höndum sér. Dálnn er hér í hænum í fyrrakveld séra L á r- us Halldór Halldórsson fyrrum fríkirkjuprestur á 58. aldursári, fæddur á Hofi í Vopnafirði 10. janúar 1851, sonur Halldórs prófasts Jónssonar (J- 1881) og f. k. hans Gunnþórunnar Gunnlaugsdótt- ur dómkirkjuprests Oddssonar. Séra Lár- us útskrifaðist úr lærða skólanum 1870 með 1. einkunn, en tók emhættispróf á prestaskólanum 1873, einnig rneð i.eink- unn, var svo skrifari hjá Pétri biskupi og kvæntist 1876 fósturdóttur hans, Kirstínu, dóttur Péturs Gudjohnsens orgauleikara, fékk Valþjófsstað 1877 og prestvígður þangað s. á„ varð prófastur í Norður- múlasýslu 1879, en leystur frá embætti 1883, vegna þess, að hann vildi ekki fylgja sumum ytri helgisiðum þjóðkirkj- unnar, svo sem að klæðast prestsskrúða fyrir altari eða við embættisverk o. s. frv. 1886 varð hann prestur utanþjóðkirkju- manna í Reyðarfirði og bjó þá á Kolla- leiru, en 1899 varð hann prestur fríkirkju- manna í Reykjavík, sleppti því starfi 1901, og hafði eptir það ekki prestsstöðu á hendi. Hann sat á þingi árin 1886, 87, 89 og 91, sem 2. þingmaður Sunnmýl- inga. Börn hans og konu hans: Hall- dór hraðritari (dáinn fyrir nokkrum ár- um), Guðrún, kona Sigurbjarnar Á. Gísla- sonar guðfræðings, Pétur nótnasetjari og Valgerður. Séra Lárus var mikill gáfu- maður, en nokkuð einrænn í skoðunum og undarlegur, og varð honum það til hnekkis í lífinu, svo að hann gat ekki neytt hæfileika sinna, sem ella mundi. »Sterling« fór héðan til útlanda 23. þ. m. Meðal farþega héðan voru: Sveinn Sigfússon kaupm., Sigurður Jónsson (f. fangavörður) og frú hans, Jón Guðbrandsson verzl.m., frú Flóra Zimsen, frú Anna Breiðtjörð, frú Petrea Jörgensen, alls um 20 farþegar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.