Þjóðólfur - 10.07.1908, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 10.07.1908, Qupperneq 2
120 ÞJÓÐÓLFUR. í vil. Heppil., að búa svo um hnútana, að Danir geti ekki beitt oss gerræði. Fáum ekki frið með því að samþykkja frumv. ó- breytt. Óskar, að samn. nái fram að ganga í breyttri og bættri mynd. Vill stuðla að því að fá frumv. breytt. Ráðherra: Svo framarl. sem ekki verður meira en helmingur þjóðkj. þm. með frumv. verður frumv. ekki lagt fram, því að Dani verða því þá mótfallnir. Danir lausir allra mála, sé frumv. ekki samþ. án allra breyt- inga. Þýðingarlaust að fara fram á samn. síðar. Getur verið hætta að biðinni vegna þess. hvernig nú er háttað flokkaskipun í stjórninni dönsku og þinginu. sem ekki er að vita, hvað lengi stendur. Virðing Dana fyrir þjóðerninu ræður en ekki löngun þeirra til að hafa oss að féþúfu. — Þyki mönnum nokkurs um vert það, sem nú er í boði, þá ber að taka því strax. Óverulegar breytingar þýðingarlausar. Hér ekki að ræða um venjul. lagafrumv., heldur samning. Getur ekki séð að breytingarnar, sem fram hafa komið, séu til bóta. B. J. vill ekki frið. Á að berjast, meðan þörf er á, en ekki lengur. Þyki mönn- um nokkuð unnið með frumv., þá kjósi menn þá eina, er málinu fylgja. Bjarni Jónsson: Vill sigurinn. Játar sig skilnaðarmann. Þó vér nú sem stendur viljum hafa þann konung sem er, þá vilja þó allir í raunninni skilnað. Skilur ekki f því, að ekki megi koma me< orðabreytingar. Þörf að orða svo ljóst, að ekki verði misskiln. úr. Er viss um, að danskir kjós. hafa ekkert á móti rýmri ákv. oss til handa. Norsk blöð telja oss ekki stórláta, ef vér göngum að þessu. Danir viðurk.. að fullv. væri til. með því að ganga að samn. Þörf á ákveðnum „heitum"; eptiráskýringar varasamar. Fundarstjóri las upp tillögu svohljóðandi: Fundurinn telur sambandsmálinu ekki ráðið til lykta á viðunanlegan hátl með frumv. samb.l.n. og skorar á alpingi að gera sitt ýtrasta til að fá pví breglt til böta. Samþ. með 26 atkv. gegn 13. Önnur tillaga kom fram svohljóðandi: Fundurinn mótmælir því, að farið verði með sambandslagafrumv. sem einföld lög á einu alþingi, en krefst þess, að það verði lagt fyrir sérstaka þjóðarsamkomu, sem skipuð sé fulltrúum, er sérstaklega séu til þess kosnir, að ráða þessu máli til lykta, en engu öðru. Fyrir tillögunni mælti enginn og var hún þessvegna ekki borin undir atkvæði. Þótt ræðuágrip þau, sem hér hafa verið hafa verið birt, séu vitanlega mjög ófull- komin, þá gefa þau þó ofurlitla hugmynd um umræðurnar. En-sérstaklega hefur verið gert sér far um að láta allt það, er ráð- herrann taldi frumvarpinu til gildis, koma fram, svo að tæplega mun sagt verða. að á þann málstað sé hallað í ágripi þessi. En hins vegar er ekki nándanætri eins nákvæmt skýrt frá mótmælendahliðinni, því að þess er síður þörf f blöðum þeim, er þeirri stefnu fylgjá og ávallt hafa tækifæri til að halda henni fram. Er þá og sanngjarnt og sjálf- sagt, að hinn málstaðurinn sjáist greinilega, enda þora andstæðingar frumvarpsins mjög vel að láta hann koma fram, sé hann fluttur með sæmilegri kurteisi og ofsalaust, eins og hjá ráðherra á Selfossfundinum, enda urðu þar engar orðahnippingar að telja mátti, og ráðherra sýnd full kurteisi af öllum and- stæðingum hans þremur. En vitanlega var hann ekki ánægður yfir úrslitunum, mun hafa ætlað, að þau yrðu á annan veg, enda vanari við sigur en ósigur á málfundum, þar sem hann hefur lagt sig allan fram. Jafnvel þótt hann sé skæðasti meðmælandi frumvarpsins, bæði vegna stöðu sinnar og annara hæfileika, þá hefur hann komizt að raun um þarna á Selfossi og mun víðar komast að raun um það, að alda sú, sem nú hefur risið um land allt gegn frumv. óbreyttu, er ofsterk til þess, að hann geti staðizt hana eða spornað gegn henni, þótt hann hefði marga Jóna Jenssyni og marga Jóna sagnfræðinga til aðstoðar, þvi að þeir „adjútantar" munu léttir reynast fyrir þeim boðaföllum. Frá Galtarholtsfundinum kom í fyrra dag með talskeyti (frá Sveina- tungu) svolátandi frétt: Stjórnmálafundur haldinn í gær (7. júlf) í Galtarholti á Mýrum. 100 kjósendur á fundi, og fjöldi manna að auki. Fundar- stjóri Sigurður Þórðarson sýslumaður. Fjörug ræðuhöld. Ræðumenn: Jón Jensson, Einar Hjörleifsson, Jóhann í Sveinatungu, Hannes Hafstein, Ari Jóns- son, Jón Sigurðsson frá Haukagili, Böð- var Jónsson í Einarsnesi, Sigurður Hjör- leifsson ritstjóri og Þorsteinn Erlingsson skáld. Fundurinn stóð yfir á 6. tíma. Tillaga kom fram (frá J. S. á Hauka- Fundurtnn krefstpess, að gerðar verði hinar ítrustu tilraunir til að fá pær breyt- ingar á Uppkastinu, að ísland sé og verði fullveðja ríki, jafnrétlhátt Danmörku. Fundarstjóri neitaði að bera til- löguna u p p, hótaði að segja af sér fundarstjórninni, ef það y r ð i g e r t. Neitaði enn fremur að bera það undir atkvæði, h v o r t tillöguna skyldi bera upp. Og sleit fundinum sam- stundis. Þetta atferli þykir ekki bæta málstað þeirra Uppkastsmanna. Eru sýnilega hræddir. Jón Jensson hélt langa tölu um þrjá menn : Skúla Thoroddsen, Björn Jónsson, og ekki sízt Kristján Jónsson. Menn á- líta, að hann hafi ekki bætt fyrir sérmeð ræðunni. Margir töluðu ágæta-vel, ekki sízt Jón frá Haukagili, væntanlegt þingmannsefni sjálfstæðismanna í því kjördæmi. Þing- mannsefni stjórnarliða eru þeir Jón Jens- son og Jóhann í Sveinatungu. Tíðindamaður vor átti tal við 3 kjós- endur eftir fundinn, sem höfðu verið í vafa um Uppkastið áður, en töldu sig nú vera ákveðna móti því, eptir þennan fund. Árásir Jóns Jenssonar á fyrnefnda 3 andstæðinga sína, mælast ákaflega illa fyrir, Skemmtiferðasklp frakkneskt kom hingað 1 gærmorgun. Með því er eigandinn, madame Heriot, frakknesk hefðarkona, ásamt dóttur sinni og vinkonu miss B. Wilson frá Belfast; ennfremur allfrægur málari (Jharles Cottet. Þorgr. Guðmundsson kennari er leiðbein- andi þessa fólk.s hér. Það ætlar að ferð- ast til Geysis og Guilfoss. Þýzkt skemmtiskip, * »Grosser Kurfíirst«, kom hingað að morgni 4. þ. m., og fór aptur um mið- nætti aðfaranótt h. 6. Það er stærsta skip, sem hingað hefur komið, rúm 13,000 tons, með 9000 hestöfium, og meðalhraði þess er að minnsta kosti 15 mílur á á vöku. Það er eign gufuskipafélagsins »Norddeutscher Lloyd« í Bremen. Skipið hafði á leið hingað frá Bremen komið við í Southampton á Englandi, Cherbourg á Frakklandi og Greenock á Skotlandi. Héðan fór það til ísafjarðar, en þaðan var ferðinni heitið til Spitsbergen, Nord- kap, Hammerfest og Tromsö, og þaðan suður með Noregsströnd til Þrándheims, Molde, Bergen og víðar. Allri ferðinni lokið á mánaðartíma. Fargjald og fæði ódýrast 600 mörk fyrir hvern mann, en dýrast 2000 mörk. Voru farþegar rúm 300 frá ýmsum löndum, þó flestir þýzkir. Þeir skoðuðu sig um hér í bænum og nágrenninu, og tveir (enskir) fóru til Þing- valla. Veður var mjög gott og hiti mik- ill, meðan ferðamenn þessir stóðu hér við, og hafði þeim litizt einkar vel á sig hér. Hornleikaraflokkur frá skipinu skemmti mönnum með lúðraþyt hér á Austurvellli á laugardagskveldið, og á sunnudaginn var bæjarbúum leyft að skoða skipið, og nýttu sér það margir. íslenzkur söng- flokkur 'fór út á skipið um kveldið til að skemmta ferðafólkinu, og hafði konsúllinn þýzki (D. Thomsen) gengizt fyrir því. — Annað þýzkt ferðamannaskip kvað vera væntanlegt hingað á morgun. Það er »Oceana«, er hér hefur komið áður. sLauraii kom hingað frá útlöndum 5. þ. m. Far- þegar með henni : Eggert Claessen yfir- réttarmálafærslumaður og frú hans, David Östlund prentsmiðjueigandi, Emanuei Cortes yfirprentari í »Gutenberg«, frú E. Lund (lyfsala) með dóttur sinni, læknisfrú Chr. Bjarnhéðinsson, H. Btyde stórkaupm,, Ó. Olavsen konsúll, Þorkell Þorkelsson cand. mag., Ólafur Þorsteinsson stúdent o. m. fl. auðsjáanlega í öngum slnum út af ásta; - inu þar. En nú kvað hafa verið símað í ofboði til Boga Th. Melsted í Kaupm,- höfn, og hann beðinn um að koma fljótt til að bjarga landinu í þessari lífsnauðsyn. I.ætur hann væntanléga ekki segja sér það tvisvar, enda hafði hann fyrir löngu farið á fjörurnar við Árnesinga, að hann mundi náðarsamlegast vera fáanlegur til að taka að sér þingmennsku hjá þeim, en sagt að treglega hafi gengið að fá meðmælendur. Mun hann ekki hafa ætlað að sýna sig þar eystra, ekki þótzt þurfa þess. En nú hefur honum llklega verið sagt, að Árnesingar mundu trauðla taka hann óséðan og óheyrðan. Bara að það bæti þá fyrir. Skemtiferð „Hólar" komu hingað frá Höfn 7. þ. m., og fóru nú aptur í strandferð austur í gær- dag í stað »Esbjærg«. Með »Hólum« kom Magnús Th. Blöndahl verksmiðju- stjóri. Séra Hafsteinn Pétursson kom og frá Kaupm.höfn með »Hól- um«, og hélt samdægurs af stað aptur með »Kong Helge« norður á Sauðárkrók. Er séra Hafsteinn hingað kominn í þeim erindum, að bjóða sig til þingmennsku í Húnavatnssýslu, samkvæmt ósk frændliðs hans og annara manna þar í héraði. Hann er eindregið mótfallinn sambands- lagafrumvarpinu óbreyttu. Akurnesingarnir sex, sem eru að barma sér yfir því í »Lögréttu«, að þeir geti ekki þolað, að meiri hluti Borgfirðinga sé talinn and- vígur frumvarpinu, hefðu þurft að vera nokkru fleiri til þess, að yfirlýsing þeirra hefði ekki orðið hlægileg. Hvers vegna voru mennirnir að hleypa annari eins lokleysu af stokkunum ? Það er hreint og beint óskiljanlegt um skynsama menn, því að einn þessara sexmenninga þekkjum vér þó að minnsta kosti sem vel viti borinn. H a n n hefði ekki átt að ljá nafn sitt undir þennan hégóma. fer »Lúðrafélag Reykjavíkur« upp að á sunnudaginn kemur, kl. 9 árd., águfu- bátnum Ingólfi. Farseðlar á kr. 1,50, verða seldir í bókaverzlun ísafoldar til kl, 7 á laugardagskvöldið. — Gleymið ekki að kaupa ykkur farseðla í tíma. c7én sXrisfjánsson nuddlæknir. Aöalstræti I§. Telef. 11*4. Heiina til viðtals kl. 2—3 og 5—6 daglega. asir Urval af bezfu Saumavélum hjá jtiagtmsi jjgnjamínssyni, Veltusundi 3. Nýlátnir merkismenn erlendir eru J ó n a s L i e, skáldmær- ingurinn norski, hálfáttræður að aldri (f. 1:833), °g Grover Cleveland, fyrr- um tvisvar forseti Bandaríkjanna (1885— 89 og 1893—1897) rúmlega sjötugur (f. i837)- Embættispróf í lögum við háskólann hefnr tekið Lárus (And- résson) Féldsted með 2. einkunn hinni lakari. Mikið áhyggjuefni virðist það vera fyrir »Lögréttu«, hvernig takast muni að fá frambjóðendur í Árnes- sýslu gegn ritstjóra þessa blaðs. Hún er Góð eign. Jörðin Sauðagerði í Reykjavík, 4.50 hndr. nýtt mat, fæst til ábúðar nú þegar, og kaups, ef um semur. Henni fylgir stórt erfðafestuland, túnið og erfðafestulandið slétt og vel ræktað, allt afgirt. Nýtt íbúðar- hús, geymsluhús, fjós og heyhús stendur á jörðinni. Góðir borgunarskilmálar. Gísli Porbjarnarson, Reykjavík. Reynsla er sannleikur. Það er einróma álit hinna mörgu notenda Kitsons-lampanna, að þeir séu hið fullkomnasta og Iang-óeyðslufrekasta ljósáhald, sem til er. Ljósframleiðsla Kitsoris-lampanna er svo afar ódýr, að Ifitsons- ljósið er t. d. meira en hálfu kostnaðarminna en Lux-ljósið og þrisvar sinnum kostnaðarminna en Acetylen-Ijósið. Sjá að öðru leyti hina ljósu skýrslu hr. landlæknisins um notkun Kitsons-lampans í 23. tbl. Þjóðólfs, 15. maí síðastl. Ititsons-lampinn er svo vel útbúinn, en þó svo einfaldur, að maður getnr jafnvel flutt lampana logandi stað úr stað, sem venjulega stein- olíulampa, og pössun lrinna nýrri lampa (nálarlausu lampanna) svo auð- vekl og fyrirhafnarlítil, að hvert barn getur með farið. Kitsons-lampinn er hið eina Ijósáhald, sem uppfyllt hefur allar hinar ítrustu kröfur notendanna, og er þar af leiðandi hið eina Ijósáhald, sem hér á landi hefur hlotið einróma meðmæli allra íslenzkra notenda, og ættu því þeir • landar minir, sem þurfa að halda á miklu og góðu ljósi, ekki lengur að þurfa að vera í vafa um, að Kitsons-lainpinn er sá, er bezt uppfyllir allar þær kröfur, sem gerðar verða til vandaðra og óeyðslufrekra ljósáhalda. Þeir sem hafa í hyggju að afla sér nýrra laijipa til næsta veturs, ættu sem fyrst að senda pantanir sinar rakleitt til undirritaðs aðal- umboðsmanns Kitsons-félagsins á íslandi: 15. H. Bjarnason, Reykjavik. Eigandi og ábyrgðarmaöur: Ilnnnes E^orsteinsson. Prentsmiðjan Guteuberg.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.