Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.07.1908, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 17.07.1908, Qupperneq 2
120 ÞJOÐÖLFUR. J><5, »að hér sé um samning, samnings- frumvarp að ræða«. Það sanna er, að sú hlið á frumvarpsuppkastinu er ekki sérstaklega gerð að umtalsefni 1 umsögn minni, og svo er því varið með ýmislegt fleira, sem uppkastinu hefur verið fundið til foráttu, að eg hefi leitt hjá mér að tala um það, sérstaklega að því er þau atriði snertir, er eg vissi um að þegar höfðu vakið athygli og eptirtekt manna, eða mér þóttu gallarnir smávægilegir 1 samanburði við megingalla frumvarps- uppkastsins. Yfir höfuð vil eg biðja menn að hafa það hugfast, að því er snertir umsögn mína, að þar eru ekki útlistaðir allir gall- arnir á frumvarpsuppkastinu — eins og að líkindum ræður í ekki lengri grein — þótt þar sé drepið á, að því er eg ætla, helztu gallana; en sumir þeirra eru svo yfirgripsmiklir, að það við nánari útlistun kemur í ljós, að þeir rúma fjölda af göll- um og agnúum. Þótt »Lögr.-svarið« sé svo nauða ómerki- legt og andlega volað, sem það er, þá hefur það samt gefið mér tilefni til að gera nákvæmari grein fyrir ýmsum atrið- um í umsögn minni, og mun sú reynd á verða, að svo fjarri mun því fara, að þetta »Lögr.-svar« komi að tilætluðum notum, að það mun einmitt verða til þess, að staðfesta réttmæti umsagnar minnar, ef það ekki verður þýðingarlaust með öllu. Gr.höf. hefði verið nær að vera örari á röksemdum og sparari á ónotum og illindum 1 minn garð, ef hann eptir mála- vöxtum hefði verið því vaxinn, að rök- styðja sitt mál. Hvernig stendur annars á því, að gr.höf. hefur getað fengið af sér að koma opinberlega fram með slíkar lokleysur, sem hann hefur borið á borð (ónotin er fyrir sig með) þegar um svo alvarlegt mál er að ræða, sem sjálfstæðis- mál landsins ? Eða hvf lætur maðurinn ekki nafns síns við getið, svo að menn fái að vita, hver hann er? Eg vona, að þeir lesendur »Þjóðólfs«, sem rækilega vilja íhuga mál það, sem hér er um að ræða, beri saman með at- hygli umsögn mína í »Þjóðólfi« frá 12. f. m., »Lögr.svarið« og þessa giein mína frá tipphafi til enda. Verði frumvarpsuppkast millilandanefnd- arinnar að lögum, án gagngerðra umbóta, þá væru það slík firn, sem ekki eru dæmi til. Ef íslendingar, sem þykjast nú, eptir eðlilegum, sögulegum og lagalegum rétti, vera alfrjálsir og óháðir nokkurri annari þjóð, og þykjast stöðugt hafa reynt að varðveita þennan rétt sinn, og hafa síð- ustu áratugina verið að berjast fyrir að fá hann viðurkenndan, færu nú ótilknúðir og ókúgaðir af erlendu valdi, að ganga að nokkrum samningi eða sáttmála við Dani, á öðrum grundvelli en þeim, að þeir (íslendingar) fái fullkomlega viður- kenndan þennan rétt sinn, það væri óskilj- anleg blindni! Það væri ekki einu sinni hægt að segja, að íslendingar hefðu selt sjálfstæðisrétt sinn — enda væri það lítið betra — því hvar er andvirðið ? Þetta tal manna um fullkomið sjálf- stæði og sjálfræði hefði þá ekki verið annað en eintómt glamur! Því að hvaða nauðsyn knýr íslendinga til þess nú, að hrapa að því að ganga að þessum samningi við Dani, án þess að honum verði breytt þannig, að sæmd Islendinga og rétti sé borgið? Það nær þá ekki lengra, en að samn- ingarnir stranda, og hafa íslendingar þá óbundnar hendur (óglataðan rétt sinn). Það er gleðilegur vottur um þroska al- mennings, hvernig frumvarpsuppkastinu til þessa hefur verið tekið, og um það, að alþýða hefur ekki blinda trú á hinum svo kölluðu »betri mönnum«, sem veita uppkastinu fylgi sitt. Um síðustu mánaðamót flutti eða las Jón Jónsson sagnfræðingur og aðstoðar- bókavörður upp á fundi á Selfossi erindi um Gamla sáttmála og bar hann saman við það, sem nú væri í boði með Uppkasti sambandslaganefndarinnar. Erindi þetta var því næst prentað sem sérstakt rit (,,Nýi(!) sáttmáli. — Gamli sáttmáli. Afsal eða ekki?"), og því útbýtt að sögn ótæpt í kyrþey, einkum í Kjósar- og Gullbringu- sýslu, og var það þá kallað sérprent úr „Reykjavík", en kom þó ekki fyr út í því blaði en 14. þ. m. Skýringar höfundarins á Gamlasáttmála1) í ritsmíð hans eru í heild sinni afar var- hugaverðar, og um sumt verður ekki ann- að séð en að það sé alveg heimildarlaust. Réttarstaða Islands segir höfundurinn, að sé 1 stuttu máli þessi, eptir Gamla sáttmála: „Island er frjálst sambandsland Noregs, og Islendingum er áskilið fullveldi í öllum sérmálum sínum, en konungi2) í utanríkismálum". Ennfremur segir hann: „Eptir Gamla sáttmála er konungur sameig- inlegur með Islendingum og Norðmönn- um, en konungi sjálfum fglgja utanríkis- málin .... peim er skipað á vald kon- ungs'). Og á hverju byggir höfundurinn svo þessa staðhæfingu, „að utanríkismálin (verzlunarmálin) hafi verið falin konungi til meðferðar á þann hátt, er honum þókn- aðist, og að hann hafi ráðstafað þeim einn eða í samvinnu við hið norska ríkisráð2), án nokkurrar íhlutunar af hálfu Islend- inga?" Hann byggir það fyrst og fremst á einni af þeim greinum Gamla sáttmála, þar sem landsmenn eru að skuldbinda konung og binda honum skyldur á herðar í gegn skattinum, en það er um skipa- kvöðina, »ad sex hafskip gangi á hverju ári til tandsins forfaltalausl«. Svo mörg eru orð sáttmálans, hvorki fleiri né færri. Og pað er enginn fótur fgrir pví, að konungi sé áskilið hér nokk- nrt vald til neins. Ilonum eru ekki frem- ur falin með pessum orðum utanríkismál landsins, heldur en Sameinaða gufuskipa- félaginu danska eru falin pau mál nú með samningum peim, sem alpingi hefur nú um langa hríð gert við pað félag um skipagang hingað til lands. Landsmenn eru með þessu ákvæði í Gamla sáttmála að gera konungi, sem jafnan rak mikinn kaupskap, að skyldu aö verzla við sig, svo að landið standi aldrei uppi kaupsiglingar- laust, og svo hafa íslendingar jafnan á- greiningslaust skilið þessa grein ofan úr öldum. Ut úr þessu fær höfundurinn svo það, að íslendingar séu að fela konungi á vald utanríkismál landsins, í staðinn fyrir það, að þeir eru að gera við kon- ung einskonar verzlunarsamning, sem gaf honum ekkerr vald, heldur skuldbatthann. Hitt er annað mál, að konungur hefur fljótt hugsað sér að nota þessi ákvæði tll þess að einoka verzlun landsins við 1) Höfundurinn fer eptir sáttmálanum, sem heimfærður hefir verið til 1263—1264, sem rétt er í sjálfu sér, því að það er aðalsátt- málaskjalið, sem jafnan hefur verið endur- nýjað og einmitt verið í margar aldir kaliað „Gamli sáttmáli", og er þess utan (fyrir seinna samþykktar viðbætur?) víðtækara en samþykkt Sunnlendinga og Norðlendinga frá 1262. Um þá samþykkt hefur nú pró- fessor Björn Ólsen ritað langt og Ijóst mál í riti sínu: „Um upphaf konungsvalds á íslandi". Samþykktin frá 12Ó2 er nauðsyn- leg til hliðsjónar við sáttmálann frá 1263 — 64. 2) Leturbreyting höfundarins. sjálfan sig. En landsmenn hafa strax risið öndverðir móti slíku gerræði, svo að kon- ungur varð að játa Islendingum því 1273, að þeir mættu eiga verzlunarskip í förum í samlögum við hann, eða jafnvel í félagi hver við annann (Höyers annáll; B. M. Ólsen: Um upphaf konungsvalds á íslandi, Rv. 1908, bls. 40). Höfundurinn er heldur ekki að öllu heppinn, þar sem hann ætlar að fara að sanna það, að konungar hafi einir „eða í samvinnu við hið norska rfk- isráð", allt ofan frá síðara hluta 13. aldar „skipað til um verzlun Islands að Islend- ingum fornspurðum, án nokkurrar Ihlutun- ar eða afskipta af hálfu alþingis Islend- inga". Fyrsta sönnunargagnið er leyfis- bréf Eiríks konungs Magnússonar frá 1296 —„1269", stendur ranglega bæði í sér- prentun og „Reykjavík", en þá var Ei- ríkur konungur nýfæddur, — þar sem hann leyfir Hamborgurum verzlun og vetrarsetu í „ríki sínu", og getur höfundurinn þess, að bréf þetta hafi ekki verið lagt fyrir al- þingi íslendinga, af því að það hafi verið á latínu(l). En það hefur víst aldrei staðið til, að þetta bréf væri birt á alþingi, því að Island er ekki nefnt í því á nafn. En það er auðsjáanlega þess vegna tekið upp í Fornbréfasafnið íslenzka, að það lýsir því yfirleitt, í hvert horf verzlunin þá var að komast, bæði hvað ísland snerti, og önnur norðlæg lönd. Þá tekst höfundin- um og óaðfinnanlega að misskilja bréf eitt ártalslaust, en sem menn hafa heim- tært til Hákonar konungs háleggs og ár- fært til 1302. Bréf þetta, sem er um bann gegn verzlun útlendinga í norðurhluta Noregs og á Islandi, lýsir að vísu því, að konungur hafi gefið það út með ráði sjö góðra manna — þeir eru ekki nefndir „rfkisráð", eins og höfundurinn segir, enda var ríkisráðsnafnið þá tæplega til — og einn af þeim var einmitt Islendingur, Haukur Erlendsson. Er höfundurinn að gleiðprenta það til sönnunar sínu máli, að þessu bréfi hafi ekki verið mótmælt á al- þingi. Hvernig bréf þetta er gefið út, sannar ekkert annað en gerræði konungs- valdsins, hvernig það blandaði heimildar- laust og hirðulaust saman norskum og íslenzkum málum, þegar svo bar undir. Og mótmæla gegn þessu bréfi frá alþingi var ekki að vænta, því að í því eru ein- mitt ákvæði, sem líkindi eru til að Islend- ingar hafi beðið um eða þótt góð, en það er bann gegn því, að útlendingar geri út verzlunarskip í félagi til íslands (geri „fælagh till Jslandz"). Það hefði beint verið samkeppni við landsmenn sjálfa, að leyfa slíkt, því að þeir höfðu forgangsrétt til félagsverzlunar með konungi. Þeir höfðu og á þessum yfirgangsárum kon- ungsvaldsins allt annað að gera, en að fara að mótmæla því litla, sem þeim var heldur gert til hægðar. Og þó er aðferð- inni við útgáfu bréfsins beint mótmœlt á alpingi almennt í samþykt nefndarmanna einmitt ánð 1302. Það var alveg óþarfi fyrir höfundinn að fara að grípa til þeirra miklu og ger- samlega tilhœfulausu ósanninda, að utan- ríkismálin hafi með Gamla sáttmála verið falin konungi til meðferðar „á þann hátt, er honum þóknaðist", af þeirri ástæðu, að það liggur í hlutarins eðli, að konungur landsins hlaut á margan hátt út á við að vera í fyrirsvari þess. Það er einmitt margt — auk sáttmálans sjálfs — sem sýnir, að um meðferð peirra mála, sem nú eru kölluð utanríkismál, var ekki á- kveðið neilt með Gamla sállmála, eða með öðrum orðum, að íslendingar afsöl- uðu sér peim ekki í hendur konungs eins né annarar þjóðar. Mál þessi — sem á þeim tímum voru ekki einungis verzlunar- málefni, eins og sagnfræðingurinn segir, heldur og fiskiveiðamál — hnigu pví, ef ekki var framið réttarrán, framvegis undir íslendinga sjálfa og peirra eigin konung, konung Islands. Af því að ekk- ert var um þessi málefni ákveðið í önd- verðu, kemur það, að meðferð þeirra er nokkuð á reiki allt fram undir siðaskiptin, áður en konungsvaldið útlenda lagðist með yfirgangi eins og farg yfir landið'. Bréf Arnfinns hirðstjóra frá 1419, er sagn- fræðingurinn vitnar til, þar sem hirðstjór- inn leyfir í umboði konungs utanríkis- mönnum kaupskap og útróðra á Islandi, sýnir ekki það, er hann ætlar að sanna, heldur vottar Ijóslega það, að þá voru ut- anríkismálin í höndum konungs og ís- lendinga. Píningardómur háður á alþingi 1490, sem skipar fyrir um verzlan útlend- inga, vetrarlegu o. fl. vottar og um hið sama. Hefur hann aldrei verið staðfest- ur af konungi, en þóallajafnan ómótmælt af öllum verið haldinn fyrir lög, og er hann löggjafarverk Islendinga einna. Hið sama vottar alþingisdómur um sekkja- gjöld trá árinu 1500, og slíkt hið sama skipan Key van Alefeldts hirðstjóra (frá 1501) umsamaefni. En áþreifanlegast vitni þess, að íslendingar sjálfir á alþingi réðu utanríkismálum sínum alveg jafnhliða kon- ungi, er verzlunarsamningur sá, er al- þingi gerir 2. júlí 1537 við lýðríkið í Hamhorg án nokkurs meðverknaðar kon- ungs (Ríkisréttindi Islands bls. 124). Fram hjá þessu afarmerkilega atriði lætur Jón sagnfræðingur sér sæma að ganga þegj- andi, og fyrirverður sig ekki að hnykkja á í tilbót með þessum orðum: „Og það er hins vegar ekki kunnugt, að alpingi Islendinga hafi á pessum tímum nokkru sinni skipað til um utanríkismál að sínu legti". Orðatiltækið á „þessum tímum" er að vísu gleitt og rúmgott hjá sagnfræð- ingnum, og auðsjáanlega ekki valið óvart sem útgangsdyr. En hann getur ekki sloppið út um þær samt, því að hver maður, sem nokkuð þekkir til sögu þessa lands, veit, að telja verður, ef menn vilja vera óvfttir fyrir vanþekkingu eða vísvit- andi ósannindi, allt tímabilið frá 1262 og fram að siðaskiptum, sem eina heild, að því er réttarstöðu landsins snertir. Og dæmi nú góðir menn, hvað mikils virði þessi sagnameistari sé fyrir sannsöglina. Sagnameistarinn telur enn, og ímyndar sér sjálfsagt, að það muni vera sínum mál- stað til stuðnings, að samningur þeirra Eiríks konungs af Pommern og Henriks VI. Englakonungs frá 1432, er meðal ann- ars snertir verzlun Islands, hafi ekki verið lagður fyrir Alþingi, af því að hann er á latínu. En um þetta getur hann öldungis ekkert vitað, og ekkert haft fyrir sér nema sína eigin ímyndun. Eða dettur honum 1 hug, að þingið hafi nokkurn tíma verið svo skipað, að þar hafi ekki jafnan verið latínulærðir menn? Þar áttu báðir biskup- ar landsíns sæti og þar komu árlega ýmsir af ábótunum og margt af klerkum. En nú vill þar að auki svo til, að menn vita með vissu, að samningar um utanríkismál, er snertu ísland og konungur gerði við aðra pjóðhöfðingja, voru einmitt lagðir fgrir alpingi — þó að Jón sagnfræðingur viti það ekki eða vilji ekki kannast við það, — og er samningurinn á milli Friðriks konungs annars og Henriks VIII. Engla- konungs frá 1532 ólygnastur vottur þar um. Öll fyrirhöfn og erfiði sagnafræðingsins fyrir því að sanna það — sem ekki þurfti reyndar að sanna —, að utanríkismál lands- ins hafi til forna legið undir konung, miðar að því að telja mönnum trú um það, að það hafi ekki verið undir konung íslandsr heldur undir konung Norðmanna, og rík- isráð þeirra. Þá stóð allt heima. Þá var fengið samræmi milli Gamla sáttmála —- þegar búið var að skrökva því upp, að þetta stæði eða fælist í honum — og upp- kasts sambandslaganefndarinnar, þar sem konungur Dana og ríkisþing á að fara með utanríkismál Islands. Þá var svo sem búið að ganga frá því, að engum réttindum væri

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.