Þjóðólfur - 31.07.1908, Blaðsíða 2
hann nú á tímum, þá er þar þó gætt allr-
ar varkárni í því, að selja sér ekki af
höndum neitt, nema það m i n n s t a, er
hægt var, úr því að landið gekk undir
konung á annað borð. Skjal þetta er
auk þess ekki ónákvæmara um orðalag,
en slík skjöl voru á þeim tímum á Norð-
urlöndum, svo sem voru rikisskuldbind-
ingar konunga eða annað þvi um líkt.
Allt það vald og stjórn allra þeirra mála,
sem ekki eru með beinum orðum
lögð i konungs hönd með þessum sátt-
mála, voru því eptir sem áður í höndum
landsmanna sjálfra; og því síður gat þessi
sáttmáli, nema það væri tekið fram i
honum sjálfum með berum orðum,
gert nokkra breytingu á fullveðja sjálfstæði
landsins sem ríkis, frá því sem áður var.
Landið var frá upphafi sinna vega full-
veðja ríki (lýðríki), og ef nokkur breyt-
ing hefði átt að verða á því með Gamla
sáttmála, þá þurfti beint að taka það
fram í honum sjálfum, að landið væri ekki
lengur fullveðjaríki, heldur væri það orðið
skattland eða hjálenda frá Noregi. En
þetta var ekki tekið fram i sáttmálanum,
og hefur aldrei verið tekið fram í nein-
um endurnýjunum hans, og landið er því
ríki að lögum þann dag í dag. Hitt
hefur enga þýðingu, hvað konungur, út-
lend stjórnarvöld eða ýmsir og ýmsir
hafa kallað landið, hvort þeir hafa kallað
það hjálendu eða skattland eða hvað
annað, því það er á engum réttum lög-
um byggt. Það er og jafn þýðingarlaust,
þó að Islendingar sjálfir við ýms tæki-
færi hafi sökum kúgunar og ofríkis, bælds
og afvegaleidds hugsunarháttar ef til vill
nefnt landið einhverjum slíkum nöfnum.
Það var jafnólögmætt og útlendingar gerðu
það.
Það er því alveg ástæðulaust og af
undarlegu hugsunarleysi gert, að prófess-
orinn er hálfgert að furða sig á því, að
Island skuli 1 Gamla sáttmála ekki hafa
verið nefnt sfrjálst og sjálfstætt land« eða
ssérstakt ríki«. Það efaðist þá eng-
inn maður um, að Island væri
sjálfstætt ríki, af því að allir
vissu að það var það.
Það er gersamlega rangt, þar
sem prófessorinn segir, að það hafi »alls
ekki verið borið undir Islendinga, þeg-
ar Island komst ásamt Noregi í kon-
ungssamband við Svíþjóð árið 1319«.—
Það var þá einmitt sendur sérstakur mað-
ur af hendi ríkisstjórnar Norðmanna (Gunn-
ar rásveinn) til þess að fara þess á leit
Við íslendinga, hvort þeir vildu taka Magn-
ús smek Eiríksson til konungs yfir sig,
en Magnús var þá barn að aldri ogríkis-
erfingi bæði í Noregi og Svíþjóð. Og
árið eptir (1320) svara Islendingar þessari
málaleitun.
Og hverju svara þeir þá ?
Þeir svara því, að þeir neita konungi
um alla hlýðni og hollustu, nema allt það
sé við þá haldið, er þeim var heitið í
»því fornasta bréfi, sem vort foreldri sór
Hákoni konungi gamla« (Ríkisréttindi bls.
14—15)' Að íslands erekki getið í samn-
ingi þeim frá 26.—28. júní 1319, er gerður
var milli Noregs og Svíþjóðar um kon-
ungdóm Magnúsar smeks yfir báðum þeim
löndum, er því ofur eðlilegt. Svör ís-
lendinga voru þ á ekki komin til Noregs,
og komu ekki fyr en árið eptir, svo að
samningsaðilar þeir, er þá sömdu milli
Noregs og Svíþjóðar, gátu ekkert um það
vitað, hvort Islendingar vildu vera með
í sambandinu eða ekki. Af sömu ástæð-
um leggur það sig sjálft, að engir menn
af Islands hendi tóku þátt í þeim samn-
ingi.
Að bréfi Islendinga muni hafa verið
svarað vel af hendi ríkisstjórnar Norð-
manna, má ráða af því, að 1321 ganga
Islendingar inn í konungssambandið og
vinna Magnúsi smek hollustueið.
Að niðurlagi farast prófessornum svo
orð: »Vér eigum ekki að byggja sjálf-
stæðiskröfur vorar á myglúðum(!) og vafa-
sömum skjalaskræðum, heldur á hinum
náttúrlega lifandi rétti, sem vér höfum til
að eiga með okkur sjálfir, þar sem vér
erum og höfum frá ómunatíð verið sér-
stök þjóð með sérstöku máli, sérstökum
bókmenntum og sérstakri menningu. Og
sízt ætti að beita þessum sáttmála, sem
fyrst varð til að reyra að okkur böndin,
sem vopni gegn þeim mönnum, sem nú
berjast fyrir því að losa bönd þau, sem
enn eru á sjálfstæði Islendinga*.
Þessi orð bera meiri keim af því, að
þau hefði sagt einhver gleiðgosaglamrari,
heldur en maður eins og prófessor dr. Björn
Magnússon Ólsen. Á hverju byggjum vér
allar voru fornu bókmenntir — sem pró-
fessor Ólsen manna mest hefur sýnt að
hann setur hinn hæsta metnað í — öðru
heldur en samskonar »mygluðum skræð-
um«, sem geymt hafa Gamla sáttmála ?
Er það alvara hans, að við eigum að út-
skúfa fornu bókmenntunum fyrir þá sök,
að þær hafa geymzt til vorra daga á
»mygluðum« og illa verkuðum skinnum
og skrifuðum druslum ? Vilji hann það
ekki, þá mundi Gamli sáttmáli vera jafn
rétthár og þær, þó að hann sé til vor kom-
inn á sarna hátt, og sé nú orðinn nokk-
uð fullorðinn. Það er og algerður mis-
skilningur, að það sé ekki alltaf mikils
virði, að geta sýnt það, að maður hafi
fyrir hinum »náttúrlega lifandi rétti« einnig
lagalegan rétt; og í því tilliti er
»Gamli sáttmáli fyrir okkur stórmerki-
legt skjal, því eptir honum eiga Is-
lendingar m e i r i sjálfstæðisrétt að lögum,
en felst í Uppkasti því, sem nú er í boði,
og því er eðlilegt og réttmætt, að honum
sé beitt á móti því, sem v e r r a er. Á
þeim, sem vilja aðhyllast það, sem lak-
ara er en Gamli sáttmáli, situr ekki að
nefna hann ófrelsisskjal. Þeir einir,
sem vilja fullnað skilnað Islands og Dan-
merkur, hefðu rétt til að gera það. Vill
prófessor Ólsen láta kalla sig skilnaðar-
mann?
Að eudingii skal það vera tekið frani,
að hraklegra verk og guðrækara vinna
engir en þeir, sem nn ern að breiða út
hér á landi — vitanlega að ástæðnlausu
og gott ef ekki vísvitandi — að íslend-
ingar sén nú gersamlega réttlans þjóð.
Prófessor Björn M. Ólsen er góður þar
sem hann skrifar í kyrrð sem óhlutdræg-
ur fræðimaður, og þar er honum til margs
góðs trúandi, en þegar hann kemst út í það
að skrifa sem flokksmaður 1 landsmálum,
þá er ekki mikið meira að byggja á hon-
um en hverjum öðrum.
V e r a x.
€rlenð símskeyti
til Pjóðólfs.
Kaupm.höfn 24. júlí.
Alberti dómsmálarádherra
fallinn.
Falliéres
forseti Frakka er nú í Höfn.
Um sambandslagafrumvarpið
ritar Voss málafærslumaður í „Dagblaðið"
(í Kristjaníu) og kallar það sjálfstæðis-af-
sal. „Jysk Morgenblad" tekurí sama streng-
inn.
Khöfn 25. júlí.
Ráðanegtisbreyling í Danmörku.
Högsbro er orðinn dómsmáiaráðherra,
Anders Nielsen landbúnaðarráðherra,
Jensen-Sönderup samgöngumálaráðherra,
Neergaard fjármálaráðherra.
Khöfn 29. júlí.
Frá Tgrklandi.
Tyrkland (á að fá) stjórnarskrá, þing-
kosningar (fyrirskipaðar).
% , í
Ráðaney tisbrey tingin í Dan-
mörku. Það sést á skeytum þessum, að
loks hefur þá Alberti vikið úr ráðherra-
sessi. Mun hann þó hafa setið meðan sætt
var, en honum mun vart háfa verið við
vært lengur, því að í allan vetur hafa and-
stæðingar hans ekki látið hann hafa nokk-
urn frið, og borið honum á brýn hverja
sakargiptina á fætur annari. Mátti heita,
að mestöll baráttan gegn ráðaneytinu sner-
ist um hann, enda var hann sá af ráðherr-
unum, sem einna mest kvað að og einna
harðastur var í horn að taka gegn and-
stæðingum sínum. Með honum hefur farið
frá völdum Ole Hansen landbúnaðar-
ráðherra, sá er hingað kom í fyrra sumar
með konungi og dönsku þingmönnunum.
Var hann samrýmdastur Alberti af ráð-
herrunum og þótti fara mjög að hans ráðum.
Eru þá ekki eptir nema tveir af ráðherrum
þeim, sem sæti áttu í vinstrimannaráða-
neytinu, sem kom til valda 1901. Það eru
þeir J. C. Christensen landvarnaráðherra
og Enevold Sörensen kirkju- og kennslu-
málaráðherra.
Eptirmaður Albertis, Svend Högs-
bro, hefur 3 ár verið samgöngumálaráð-
herra og hefur ekki þótt sérlega mikið að
honum sópa í þeirri stöðu. Það má því
kynlegt virðast, að hann skuli nú skipaður
í það ráðherraembætti, sem talið er eitt af
hinum veglegustu. En orsökin er likiega
einkum sú, að sjálfsagt þykir, að dóms-
málaráðherrann sé lögfræðingur, en á lög-
fræðingum er mesti hörgull í stjórnar-
flokknum danska, því að hann er mest-
megnis skipaður bændum. I ráðaneytinu
er Svend Högsbro eini lögfræðingurinn,
eptir að Alberti er farinn, og á þingi hefur
stjórnarflokkurinn undanfarið ekki haft
nema einn lögfræðing, Svejstrup sýslu-
mann, og er hann nú sagður á förum
(ætlar ekki að bjóða sig fram optar). An-
ders Nielsen, sem orðinn er landbún-
aðarráðherra eptir Ole Hansen, er einn af
helztu mönnum stjórnarflokksins á þingi.
Hann hóf göngu sína sem bóndi á kotbæ
einum á Jótlandsheiði, er hann tók við af
föður sínum, en brátt tók hann að láta á
sér bera, fást við pólitík og rita í blöð, og
var ekki fullra 28 ára, þegar hann komst
á þing. Þar gerðist hann brátt atkvæða-
maður og foringi flokksins hefur hann
verið síðan 1901 og jafnframt endurskoð-
andi ríkisreikninganna. Hann er nú 46 ára
að aldri (f.% 1862). Jens Jensen-Sön-
derup, sem orðinn er samgöngumálaráð-
herra i stað Högsbros, er bóndi á Jótlandi
og jafngamall Anders Nielsen (f. l6/» 1862).
Hann hefur setið nokkur ár á þingi og
töluvert á honum borið. Loks er Niels
Neergaard orðinn fjármálaráðherra og
kemur hann f stað Vilhelm Lassens, er dó
í vor. Hann hefur ekki verið í sjálfum
stjórnarflokknum, heldur í flokki miðlunar-
manna og foringi þess flokks, en sá flokkur
hefur upp á síðkastið veitt stjórninni ein-
dregið fylgi sitt. Neergaard er einn af
helztu stjórnmálamönnum Dana og hefur
hann mikla þekkingu á allskonar fjár-
málum. Einnig hetur hann fengizt allmikið
við ritstörf og vísindastörf, einkum í sagn-
fræði og þjóðmegunarfræði; í báðum þeim
greinum hefur hann tekið háskólapróf.
Hann stofnaði tímaritið „Tilskueren" og
var ritstjóri þess 8 ár. Síðan 1897 hefur
hann verið forstöðumaður tveggja vátrygg-
ingarfélaga, sem hann setti á laggirnar.
Hann er nær hálfsextugur að aldri (f. %
1854)-
FrumvarpsYandræðin.
Danir í ógöngum.
Það er eins og nefndarfrv. ætli að verða
landplága í »báðum ríkjunum«, því Danir
kvarta nú sáran og þykjast ekki sjá nokk-
urn veg út úr þeim ógöngum, sem nefndin
hefur komið öllum í.
»Extrablaðið« 13. júlí flytur grein um
málið. Hefur höf. hennar heimsótt dr.
Valtý og haft af honum sannar sögur um
undirtektir Islendinga og frumvarpsrimm-
una alla.
Dr. Valtýr sagði sem von var farirfrum-
varpsins ekki sléttar. íslendingar væru
hvorki hrifnir né himinglaðir yfir tilslökun-
um Dana í því. Nei, frv. mætti hér hvar-
vetna tortryggni og stælti alla 1 því, að
slaka hvergi á kröfum sínum. Það kæmi
víðast af stað æsingum, truflun og sundr-
ung. Það væri eitthvað annað, en að
nefndinni hefði tekizt að fylkja íslending-
um um frv., því það hefði einmitt sundr-
að öllum flokkum og þyrlað upp slíkri
óvild og mótspyrnu, að ekki eingöngu
frumvarpinu væri fall búið, heldur líka
H. Hafstein og öllu hans liði. Það væri
blátt áfram engar líkur til þess, að frv.
yrði samþykkt óbreytt, en fremur litlar
til þess, að því yrði ekki gerbreytt, og
engan veginn óhugsandi, að það yrði um-
svifalaust fellt við lítinn orðstír.
»Eptir þessu er þá málið strandaðs,
segir greinarhöf., »þótt sorglegt sé til þess
að vita. Það vantaði þó ekki að byrjun-
in var nógu glæsileg. Þeir heimsóttu oss
ísl. þingmennirnir, fóru um landið úr einni
veizlunni í aðra með óteljandi skálaræð-
um og fyrirlestrum. Svo fór konungurinn
og hálft danska þingið til Islands, og þar
tóku við nýjar veizlur, nýjar ræður, mörg
fögur orð voru töluð og mörgum kross-
um útbýtt! Eptir þetta allt kom nefndin,
vann að starfinu með dæmalausu kappi,
og kom svo dæmalaust vel saman að lok-
um um alla hluti. Og hana nú! Svo
dettur botninn úr öllu saman, og allt
dvergasmíðið í skarnið. Og út úr þessu
verður svo æsing ein og mikil reiði á
eyjunni, sem átti að fá slík sældarkjör og
kostaboð með frv.! Maður skyldi ætla,
að ísl. nefndarmennirnir hefðu fengið
móttöku eins og frægar hetjur eptir mik-
inn sigur, en þeir mega líklega þakkai
fyrir, ef þeir sleppa lifandi út úr öllum
ósköpunum ! Það var naumast að þeir
áttu erindið.
Það má með sanni segja, að öll þessi
frumvarpssneypa sé einsdæmi, og hreinasta
minnkun er hún fyrir hið danska lög-
gjafarvald. Svo er sagt, að alþingið eigii
fyrst að taka frv. til meðferðar. Nú er,
viðbúið að því verði breytt, máske ger-
breytt. Oghvaðtekurþá við? Áþádanska
þingið að samþykkja alltsaman »eins og.
það leggur sig af skepnunni«, eða fella
það blátt áfram ? Það er varla hugsan-
legt, að vér getum samþykkt allar breyt-
ingar Islendinga; en hvað ætli þeir segi,
ef vér neitum því öllu ? Þá held eg þeir
reiðist nú fyrst, svo gjarnt sem þeim er
að sinnast við oss Dani! En fari danska
þingið að breyta frv. á ný, á það þá að
fara svo til íslands aptur og verða fyrir
nýjum árásum, breytingum og byltingum ?
Það verður þá út úr þessu slík flækja, að
hvergi sér fyrir endann á, hreint óhafandi
ástand, sem þetta ólukkans frumvarp
fæðir af sér.
Reyna mætti að fara aðra leið, sem
væri samboðnari virðingu vorri: að láta
danska þingið samþykkja frv. óbreytt.
það yrði þá tilboð frá vorri hálfu, er Isl.
gætu hafnað eða þegið, eptir þvf sem
þeim góðu herrum þóknaðist. Ef þeir
neituðu, héldist allt í sömu skorðum og
fyr, þótt ekki væri það eiginlega til sæmd-
ar fyrir danskt löggjafarvald, að hafa