Þjóðólfur - 31.07.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.07.1908, Blaðsíða 3
Þ JOÐOLFUR. 129 komið þessu af stað með slíkri fyrirhöfn og láta íslendinga kasta því svo í mann aptur í fússi. Það stendur á sama, hvernig maður veltir þessu fyrir sér, klastur er það, klandur verður það, hreinustu ógöngur og sjálfhelda! Það er víst langt síð- an vér höfum lent í slíkum fjárans vandræðum, eins og þessari íslenzku þvælu. í vorum augum var sá mikli galli á frv., að það var langt of rlflegt í garð íslend- inga, en við þetta sætti maður sig í þeirri von, að sá mikli kostur fylgdi, að það yrði samþykkt af báðum þjóðunum og ein- hver endir yrði bundinn á málið. En nú er ekki einu sinni þessu að fagna. Og hvað er það þá, sem segja má frv. til málsbóta r Hvar er sá steinn, er vér get- um hallað höfðinu að ? Vér sjáum hann hvergi! En þó frv. falli, þá fer því fjarri, að íslenzka málið sé dottið úr sögunni. Þáð er engin hætta á því. Þvert á móti, þá fyrst er allt komið í bobba og stökustu vandræði. Dr. Valtýr segir, að þá muni taka við skilnaðarstefna á Islandi, og öll- um árum verði róið að því, að losa landið úr öllum tengslum við Danmörku. Þetta er ekki ósennilegt. Islendingur eru vísir til þessa. En það sem mest gengur yfir oss er það, hve varnarlaus og berskjölduð Danmörk er gegn slíku skilnaðarfargani. Oss þykir leitt að láta fslendinga þjóta þannig út úr höndunum á oss; en hvað skal segja ? Enginn er svo vitlaus að halda, að vér getum neytt þá til að sam- þykkja það, sem þeir ekki vilja fallast á, og ekki getum vér sent her á hendur þeim og neytt þá til þess að gera sér það að góðu, sem vér viljum vera láta. Ó- göngur, ógöngur, eintómar ógöngur og vandræði! Aldrei á minni lífsfæddri æfi hef eg vitað slfkt klandur og vandkvæði hafast af jafnmörgum veizlum, skálaræð- um og glasaglaumi«. (Lausl. þýtt). Frá Sveinsstadafundinum 26. þ. m. hafa borizt þessar fregnir eptir símtali frá Blönduósi; Fundinn sóttu um 100 kjósendur, en mundi hafa orðið miklu fjölsóttari, ef kunnugt hefði verið, að ráðherrann yrði þar staddur, en nú vissu fáir um það, eða ekki fyr en um seinan, Fundarstjóri var Gísli Isleifsson sýslumaður, en fund- arskrifarar séra Bjarni Pálsson í Steinnesi og Magnús Pétursson frá Gunnsteinsstöð- um. Fundurinn stóð fullar 8 klukku- stundir (frá 3—r 1 x/4 e. h.). Ræður marg- ar. Með frumvarpinu töluðu auk ráð- herra : Þórarinn á Hjaltabakka, Jón lækn- ir Jónsson Jón Hannesson bóndi á Und- irfelli og Brynjólfur Bjarnason í Þver- árdal, en á móti Arni umboðsmaður f Höfðahólum, Björn Sigfússon á Kornsá, séra Hafsteinn Pétursson, séra Hálfdan Guðjónsson o. fl., auk Bjarna frá Vogi, er þar var staddur á suðurleið frá Akur- eyri. Alyktun var engin tekin, með því að komið var fram á nótt, er fundi var slitið, og ýmsir farnir burtu, en enginn efi var á því, að Uppkastsmenn voru þar í afarmiklum minni hluta, enda er það kunnugra manna sögn, að ekki muni fleiri en 10—20 kjósendur í allri sýsl- unni, er ganga vilja að frumvarpinu ó- breyttu. Á fundinum lýsti Hafsteinn yfir því, að hann byði sig fram til þing- mennsku. og sömuleiðis Þórarinn á Hjalta- bakka. Ennfremur er sagt, að þar í sýslu bjóði sig fram Ární f Höfðahólum, Björn Sigfússon og séra Hálfdan. Allir eru þeir andstæðingar frumvarpsins, Ární og séra Hálfdán mjög eindregnir, en Björn linastur. Bæði þingsætin í þeirri sýslu eru því tal- in viss andstæðingaflokknum. Gömlu þingmönnunum Hermanni og Jóni Jakobs- syni hefði því lftt stoðað að leita þar kosningar, ekki sízt Jóni, enda mun fæst- um finnast mikill sjónarsviptir að honum af þingi. — Ráðgert er, að halda annan fund á Hvammstanga sunnudaginn 9. á- gúst fyrir vesturhluta Húnavatnssýslu. Til kjósenda í Húnavatnssýslu. Heiðruðu kjósendur! 24. f. m. fékk eg tilmæli frá nokkrum mönnum hér í sýslu um að koma heim til íslands og bjóða mig fram til þings við alþingiskosningar þær, sem nú fara í hönd. Eg fór þvf með fyrstu skipsferð frá Kaupmannahöfn til Islands og er ný- kominn hingað í sýslu. Eg er Húnvetningur, borinn og barn- fæddur hér í sýslu. Ef eg næ kosningu til alþingis, þá tek eg mér bústað á Islandi. I alþjóðlegri pólitík er eg lýðveldis- maður, og hef verið það í mörg ár. Eg er því auðvitað eindregið bæði með orðabreytingum og efnisbreytingum á upp- kasti millilandanefndarinnar. Frá því get eg eigi vikið, þótt allir aðrir vildu sam- þykkja uppkastið óbreytt eða með lítil- vægum breytingum. Eg get fært fram fjölmargar ástæður fyrir breytingunum: 1. Danski og íslenzki textinn eru ósam- hljóða í mörgum atriðum. 2. Uppkastið er óskýrt og tvírætt. 3. Á uppkastinu þarf að gera fjölmargar efnisbreytingar. Sem dæmi upp á þær má nefna breytingartillögur Skúla Thoroddsens, sem allar ganga í rétta stefnu. Eg get öðrum fremur stuðlað að því, að breytingar fáist á frumvarpinu Islandi í hag, ef eg verð kosinn alþingismaður. Eg ætti þá kost á að tala máli Islend- inga á pólitiskum fundum í Danmörku, áður en uppkastið kemur fyrir ríkisþing Dana. Þetta atriði er næsta þýðingar- mikið og þess vert, að kjósendur íhugi það vel, er til kosninga kemur. Þekking mín í pólitík er af enskum rótum runnin. Hún getur komið að gagni í þessu sambandsmáli. Eg er fus á, ef eg næ kosningu, að leggja niður þingmennsku, hvenær sem kjósendur æskja þess. Virðingarfyllst Hafsteinn Pétursson. p. t. Gunnsteinsstöðum 15./7. 1908. Árétting’. Mér þykir leitt, að gamall vinur minn, Lárus H. Bjarnason, vænir mig um að fara með ósatt mál í næst-síðasta (31.) tbl. »Reykjavíkur«. Eg þóttist hafa tek- ið það nægilega skýrt fram 1 Þjóðólfi 10. þ. m. — og ekkert atriði í þeirri grein minni er hrakið — að eg átti alls ekki kost á, að komastísam- bandslaganefndina, nema Land- varnarmenn samþykktu það, en það gerðu þeir ekki, því að þeir vildu engan annan hafa í nefndinaen JónJensson. Þetta verður ekki hrakið, því að það er rétt hermt, og hr. L. H. B. getur ekki hnekkt því. Hafi eg orðið »heitur« á Stokkseyrarfundinum, eins og L. H. B. segir, þá hefur það verið því að kenna, að mér komu árásir hans á mig mjög ó- vænt. Átti eg ekki þess von úr þeirri átt að ástæðulausu, enda veit eg að L. H. B. hefur farið þar lengra en hann vildi eða ætlaði sér í fyrstu, og séð það eptir á. Er því óþarft að rekja það mál lengra. Hannes Porsteinsson. Glímumennirnir íslenzku.er til Lundúna fóru, glímdu þar opinberlega 11. þ. m. og var látið almennt vel yfir list þessari og glímunnar getið 1 mörgum Lundúnablöðum, og sum þeirra fluttu myndir af glímumönnunum. Áður höfðu þeir æft sig á vellinum, þar sem ólympsku leikarnir eru haldnir. Er mælt, að þeim hafi verið boðið að sýna íþrótt þessa í ýmsum borgum (Edinborg, Glas- gow og Newcastle) og verða þeir á því ferðalagi allan ágústmánuð. Jóhannes Jósepsson tók þátt í grísk-róm- verskri glímu 20. þ. m., og kvað hafa staðið sig þar svo vel, að hann hafi orðið einn af fjórum, er glíma áttu úrslitagllmuna fyrir verðlaunum. En símfrétt hefur komið um, að hann hafi hætt við þá glfmu og ekki fengið verðlaun. Hefur anr.aðhvort séð sitt óvænna og viljað þvl heldur gefa sig frá ósigraður, eða fatlazt frá á einhvern hátt vegna veikinda eða annars. Frá Vestur íslendingum fékk Blaðamannafélagið hér nýtt sím- skeyti ds. í Selkirk í Manitoba í fyrra dag svo látandi: »ísland krefjist fullra rétt- inda. Vestur-íslendingar styrkja*. Fjallgöngur. Með »Sterling« er hingað kom 14. þ. m. komu til Vestmannaeyja fjórir þýzkir ferðamenn. Foringi þeirra var Wunder yfirkennari við þýzkan landbúnaðarskóla í Bieberstein. Fór hann með félögum sínum á vélarbáti úr Vestmannaeyjum upp að Landeyjasandi, fékk sér hesta þar í sveitinni og reið upp að Eyjafjallajökli. Gengu þeir félagar á jökulinn kl. 10. f. h. 16. þ. m. og komust alla leið upp. Voru þeir 14 klukkustundir á því ferða- lagi og höfðu engar vistir með sér. Þeir gengu og upp á Tindfjallajökul og því næst upp á Heklu suðaustanverða, og er þar miklu erfiðara uppgöngu en annar- staðar. Þessir ferðalangar komu hingað ríðandi á gæruskinnum einum, ístaðslaust og við bandbeizli og þóttust ferðazt hafa á háíslenzka vísu með þeim hætti. Veðurskýrsluágrip frá 25. til 30. júli 1908. Júlí Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 25- + 12,4 + 9,9 + 10,0 + 9,2 + 8,4 +11,2 26. +ii,o + 7,4 + 9,o + ó,9 + 12,3 +11,4 27. + 10,9 + 8,6 + 11,0 + 10,6 +10,9 + 10,7 28. + 10,7 + 13,0 + 12,4 + 9,9 +10,2 +10,8 29. + 10,4 + ii,9 + n,4 + 10,0 + 11,8 +n,7 30- + 10,0 + 7,2 + 10,1 + 7,o + 11,2 -)-i 1,3 Við finnum okkur skylt og ljúft, að þakka I innilega öllum þeim mörgu nær og fjær, sem studdu að því, að gleðja okkur á 50 j ára hjónabandsdegi okkar, bæði með veizlu- j fagnaði, kvæði, er okkur var flutt, og sfð- J ast en ekki sízt hinum ljómandi fallegu j munum, er okkur voru afhentir sem gjöf i til minningar um þennan dag. Dufþaksholti, í júlí 1908. Ingibjörg Einarsdóttir. Jón Jónsson. Bleikálótt hryssa 8 v. (keypt frá Hlíð í Ytrihrepp) vetrarafrökuð, með síðutaki á vinstri hlið, klippt V á vinstri bóg, vökur j og sæmilega viljug, tapaðist frá Arnarnesi f J Garðahreppi 14. júlí s.l. — Sáer finna kynni hryssuna, er beðinn að skila henni sem fyrst j gegn ómakslaunum. Reykjavík 30. júlí 1908. D. Bernhöft. Þakkarávarp. í tilefni af hinu j mikla tjóni, er eg varð fyrir á síðastl. hausti, þar sem bæjarhús mín, ásamt allmiklu af innanstokksmunum brann til kaldra kola, vil eg hér með þakka alla þá hluttekningu og velvild, er mér var auðsýnd í slfkum kringumstæðum. Fyrst vil eg þakka þeim hinum allmörgu samsveitungum mínum, sem ekki að eins veittu mér drengilega hjálp og aðstoð í svip, þegar slysið bar að, heldur einnig efndu til samskota og færðu mér að gjöf mjög álitlegan sjóð, þrátt fyrir allítar- legar bendingar frá mér um, að slíkt væri ekki nauðsynlegt kringumstæðna minna vegna. — Þá ber mér að minnast með inni- legu þakklæti hinnar drengilegu framkomu Grafningshreppsmanna; þar gekk maður á mannshönd að leggja sitt fram til þess að bæta mér skaðann. T. d. gaf e i n n mað- ur — Jón hreppstjóri Sveinbjarnarson — 50 krónur, og aðrir líkt því eptir efnum og á- stæðum. — Síðast en ekki sízt ber að minn- ast hins alkunna mannvinar, Sigurðar sýslu- manns Olafssonar í Kaldaðarnesi, sem að vanda lagði drjúgan skerf til þessa rnann- úðarverks. — Jafnframt því, sem mér í efna- legu tilliti er þetta til mikils stuðnings ept- ir hinn mikia skaða, vil eg geta þess, að það þó veitir mér enn meiri gleði f andleg- um skilningi. Það fullvissar mig um, að fsl. þjóðin á auð fólginn í sínum innstu fylgsnum, sem ekki brennur upp á einni nóttu, auð, sem von mín er, að verði lands- lýð til farsældar og blessunar á komandi tfmum. Sogni í Ölfusi 24. júlí 1908. Ögm. Ögmundsson. Cgcjort Qlaessan yflrréttarmálaflutningsiaöur. Pósthússtræti 17. Venjulega heima Id. 10—11 og 4—5. Tals. 16. að fá sér góð og ódýr föt i jjankastræti 12. 15°/o afslíittnr' er geíinn á öllum fataefnum nú fyrst um sinn (NB. ekkert lánað). Mikið úrval af ýmsum efn- um í sumarfrakka, spariföt, hversdagsklæðnaði. — Einstök vestisefni og buxnaefni o. fl. Allt alullar nýtízkuefni. Pantanir afgreiddar íljótt og vönduð vinna. PPa KlæðaverÉnin Jnplur'. Guðm. Sigurðsson. Talsími 77. Di 1M er ómótmælanlega bezta og langódýrasta i\. líftryggingarfélagið. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. Allir ættu að vera líftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. 1). 0STLUND. Rvik. m Værelsers Lej- lighed, hvoraf de 3—4 ligger i Flugt, söges. Lejligheden skal helst være i nyt Hus og beliggende i Byens Cen- truni. Billet mrkt ÍOO med Op- lysninger angaaende Pris og hvor- naar Lejligheden er disponibel bedes indlagt paa dette Blads Kon- tor snarest. tekur á móti gjöldum til bæjarsjóðs á £angavegi nr. 11 frá I. ágúst þ. á., kl. 12—3 og 5—7. Vinsamlega biður hann alla þá, sem eiga óborgað gjald eða gjöld til bæjarsjóðs, að borga sem iillra fyrst, svo lögtaksgjald þurfi ekki að bætast við.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.