Þjóðólfur - 19.08.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.08.1908, Blaðsíða 2
140 ÞJOÐÖLFUR sjálfir kannast rið, að það yæri réttar- afsai, að fá Dönnm ntanríkismálin í hend- nr nm aldur og æfi". En um hermálin er það að segja að fornu, »að á þau er ekki minnst einu orði íhin- um qömlu sáttmalum né í lögbókunum og það kemur hvergi fram, að nein ís- jenzk hermál séu í rauninni til, og því síður, að konungur sé að neinu leyti gfir- herforingi hvað ísland snertir. Varnir landsins eru hvergi nefndar. Landsmönn- um er auðsfáanlega œtlað sjálfum að verja landið, og konungur hafði auðsfáanlega engan rétt og engar skyldur til þess, að hafa þar neitt hervald, öðruvísi en þá tíl þess að halda lögregtu í landinu, og allir vita, að engan rétt hafði hann til að fá neinn slyrk tit hernaðar erlendis af ís- tandi" (sbr. Einar Arnórsson: Rfkisréttindi bls. 178—79 og 202). Og ekkert orð finnst um það, hvorki í sáttmálunum né íslenzkum lögum, að neitt varnarsamband sé með íslendingum og Norðmönnum, né að Norðmönnum sé nein skylda á höndum til að verja ísland, éða íslendingar eigi nokkurn rétt á, að þeir geri það. Um löggjafarvaldið er það að segja eptir Jónsbók, að lögrettumenn gátu sam- kvœmt fyrirmœlum sjátfrar tögbókarinn- ar »gefið út hver þau lög,sem þeimsýnd- ist, í samþykktar formi, ef þeir voru allir samtaka, án þess að konungssamþykki þyrfti til að koma, og án þess að hann gæti spornað fnð því á nokkurn hátt«. Konungssamþykkis þurfti því að eins við löggjöfina, að lögréttumenn yrðu ekki á eitt sáttir og skytu málinu undir kon- ung. Nú mundum vér vilja gefa mikið til að hafa slíkt löggjafarvald. Nú er ekki svo mikið um, að konungur sé einu sinni skorðaður með frestandi neit- unarvaldi, og nú á að ofurselja Dönum utanríkismál og hermál um aldur og æfi; og hvort er svo betra: forn réttur — eða nýtt tilboð —. „Hraklegra [ verk og guðrækara vinna engir en þeir, sem nú ern að breiða nt hér á landi — vitanlega að ástæðnlansn 0g gott ef ekki vísvitandi — að íslend- ingar séu nú gersamlega réttlans þjóð". Eg veit að fylgismenn frumvarpsins muni verða þrálátir á sínu máli, og eru þeir ekki öfundarverðir af þvf, þegar frá líður, hugsa eg, því að svo er jafnan um þann, er lakari hetur málstaðinn. En ekki mun eg nenna að eiga aptur við þetta mál í blöðunum, enda er það svo vaxið, að illt er að koma að í svo stuttu máli, sem blöðin leyfa, þeim röksemdum sem í sjálfu sér þyrfti, — þó að hér sé reyndar nóg talið til þess að sýna fram á tilhæfuleysi háskalegustu staðhæfinga Upp- kastsmanna —, og mun eg því láta það biða annars tækifæris, að rita frekar um þetta mál, Jón Þorkelsson. Breytingatillögur við sambandslaga-uppkastið. Hér koma fáeinar tillögur um breyting- ar á Uppkastínu, hinar sömu, sem eg stakk upp á á fundi um málið í Búðardal 15. julí síðastl. Þær líkjast breytingum Skúla, en fara þó talsvert lengra. Fáist engar breytingar fram, álít eg ógerning að sarn- þykkja Uppkastið, svo mikla galla hefur það. Að vfsu höfum vér Landvarnarmenn ávallt haldið því fram (og eflaust með réttu, af því að andstæðingar vorir hafa aldrei getað hrakið það), að íslendingar hafi stórskemmt Iandsréttindi sín og hálf- innlimað sig, með innsetningu ráðherrans 1903 í danska ríkisráðið, og því halda sumir gamlir flokksmenn vorir nú, að Uppkastið, þótt það óbreytt yrði að lög- um, sé talsvert skárra en réttleysi það, er nú gildir. En þótt svo væri, þá er það engin afsökun fyrir oss til að samþykkja frumvarpið óbreytt. Það er afleitt að vera óánægður með það, en reyna þó ekkert til að fá umbætur á því. Eptir öllum líkum verður enn óhægra að fá þessum væntanlegu lögum breytt, heldur en nokkr- um lögum, er nú gilda fyrir Island. í svona máli má einskis góðs láta ófreistað. Þetta sem Danir bjóða nú, má líklega ávallt fá síðar, ef menn endilega vilja það. Mér getur fieldur eigi sýnzt, að hægt sé að segja um oss Islendinga, að vér kunn- um oss ekkert hóf í kröfum vorum, þótt vér æskjum breytinga á Uppkastinu, eins og það nú liggur fyrir. Tillögur mínar eru þessar: Við fyrstu gr. Fyrir „land“ komi: „ríki", og ennfremur: I staðinn fyrir: ísland og Danmörk eru því í rikjasambandi, er nefnist veldi Danakonungse komi: xlsland og Danmörk eru því i ríkjasameining (union), er nefnist veldi Danakonungs (det danske monarki]«. Við 2. gr. Aptan við greinina bætist: y>Svv lengi sem núgildandi fyrirmœli um þessi efni standa óbreytl«. Við 3. gr. Þar orðist 2. töluliður svo: »Utanrikismál. Pau mál fela ístendingar fyrst um sinn Dönum einum til meðferðar í umboði sínu, en síðar isamvinnu við sjálfa sig um óákveðinn tíma,eptir þeim reglum, sem löggjafaþing beggja rikjanna kunna að setja um það og konungur staðfestir. Enginn þjóðarsamningur, er snertir ís- land á einhvern hátt, getur þó fengið gildi fyrir ístand, nema rétt íslenzk stjórn- arvöld hafi veilt honum samþykki sitt (samtykke«J. 3. töluliður (um hervarnirnar) falli burt, og sömuleiðis 8. töluliður (um kaupfánsmn). Við 5. gr. Fyrir orðin: »Danir og ís- lendingav á Islandi og Islendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis«, komi: Danir og íslendingar heimilisfastir á íslandi annars vegar og íslendingar og Danir heimilisfastir í Danmörku, hins vegar njóta hvorir um sig fulls jafnréttis í heimilislandi sínu«. Og ennfremur: I staðinn fyrir: »Um fiskiveiðar í tandhelgi við Danmörk og ísland skulu Danir og íslendingar jafn- réttháir á meðan 4. atr. 3. gr. er í gitdi« komi: »Um fiskiveiðar í landhelgi Islands skulu menn búsettir í Danmörku vera jafnréttháir sem menn búsettir á íslandi, á meðan ríkissjóður Dana kostar vörn veiðiréttarins við strendur íslands«. Við 8. gr. Fyrir orðin: »er dómsforseti hœstaréttar sjálfkjörinn oddamaður« komi: »skat hlutkesti ráða, hvort œzti dómari í Danmörku eða æzti dómari á íslandi skuli vera oddamaður«. Gerðardómur- inn má einnig skera úr þeim málum öðrum, er íslenzk og dörisk stjórnarvöld hafa eigi getað komið sér saman um«. Við 9. gr. Fyrir »25 ár« komi: »20 ár«, og í staðinn fyrir: „er rœðir um í 4., 5., 6., og 8. tölulið 3. greinar, skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti« komi: »er rœbir um í lögum þessum, að undan- skildu konungssambandi og utanríkismál- um, skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyli«. Svo sem allir geta séð, þá er hér með breytingunum á 3. gr. miklu betur gætt réttar íslendinga í samningsmálum, held- ur en gert er í Uppkastinu. Þó er og hitt eigi minna vert, aö hervarnaliðurinn er alveg felldur úr tölu sameiginlegra mála. Þá gera breytingarnar við fyrsta máls- lið í 5. gr. lögmálið allt ákveðnara, því þar er allt orðalagið á huldu í Uppkast- inu, og getur meinað oss að semja búsetu- lög. í síðasta málslið þessarar greínaraf- sala eg með breytingunum oss íslending- um öllum veiðirétti í landhelginni við Danmörk, því eg álít þann veiðirétt einskis virði fyrir oss. En aptur heimila eg Dön- um veiðiréttinn við ísland móti því einu, að þeir annist veiðivörnina á meðan báð- um kemur saman um það. Með þessit sést það svo glöggt, að landhelgin vor er íslenzkt sérmál, og að ísland og gæði þess eigi að vera fyrir Islendinga eina. Loks sést það á breytingum þessum við 9. gr., að auk konungssambandsins ætlast eg til að utanríkismálin séu um óákveðið tímaskeið óuppsegjanlega sameiginleg. — Þetta tvennt yrði þá fastbundið með samn- ingnum, og eflaust þykir það mjög slæmt, enda geng eg á þessum eina stað skemmra en Skúli gerir. En af því að Dönum er svo einkar hughaldið þetta með utanrfkis- málin, þá vil eg gera þeim það til eptir- lætis, að láta þau vera óuppsegjanleg, og er það gert í von um, að þeir verði þá viljugri að slaka til með allt hitt. Það gengur jafnan svo í samningsmálum, að eigi dugir eingöngu að spyrja: »Hvað vil eg«, heldur líka: »Hvað vill hinn ganga lengst?« Eg fyrir mitt leyti álít eigi utanrfkismál vor svo mikils verð, að eg vegna þeirra einna vilji missa af öllu hinu. Og fyrst konungssambandið má eigi vera laust líka (og þar með opin gata til aðskilnaðar og þjóðveldis á Islandi), þá er engin fjarstæða, að utanríkismálin'séu líkum lögum háð og málefnasamband þannig myndað ásamt persónusamband- inu. Helzt hefði eg þó viljað, að þetta tvennt hefði mátt vera uppsegjanlegt með hinu öllu. Það er talið alveg víst, af mjög mörgum, að Danir fáist, því miður, eigi til að gera samninginn við oss, ef vér gerum þetta atriði, um utanríkismálin, að deiluefni. En eptir því sem 2. liður 3. gr. er orðaður hjá mér, verður augljóst, að vér felum þeim þar að fara með þessi mál fyrir oss, svo þjóðmetnaður vor fær þá engan hnekki við þetta, og einnig get- um vér hindrað alla samninga, skaðlega fyrir Island. Um hitt má aptur lengi deila, hvort Islendingar með sameign þessara mála við Dani nái jafnt góðum samning- um við önnur ríki, sem með því að hafa þau út af fyrir sig ein; það þori eg eklci að segja um. Kvennabrekku 26. júlí 1908. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Erlend tíðindi. Stjórnarbyltingin í Tyrklandi. Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu, sá Tyrkjasoldán sitt óvænna að hamla lengur upp á móti kröfum Ung- tyrkja um stjórnfreisi, þar sem þeir voru búnir að ná tökum á sjálfum hernum, einu stoðinni, sem soldán hafði til þess að tryggja með einveldi sitt. Var við- búið að uppreisn mundi verða, og hon- um velt úr tigninni. Hann tók því það ráð, að verða fyrri til og tryggja sér völd sín áfram með því að verða við kröfum Ungtyrkja. Hann tók sér fyrir yfirráð- gjafa (stór-vesfr) Said pasja, frjálslynd- an mann, og 24. f. m. gaf hann út til- skipun, að þingkosningar skyldu látnar fram fara samkvæmt stjórnarskránni frá 1876, sem Abdul Hamid gaf ríki sínu rétt eptir að hann var kominn til valda, en nam óðar úr gildi aptur. Auðvitað segir soldán, að það hafi ávallt verið einlæg ósk sín, að gera þegna sína hlut- takandi í stjórn ríkisins, en það hafi ein- ungis verið ýmisleg atvik, sem því hafi valdið, að það hafi ekki getað orðið fyr en nú. Mælt er, að á ríkisráðsfundi þeim, er ákveðið var að endurreisa stjórnar- skrána, hafi orðið Iangar og heitar um- ræður, en enginn af ráðgjöfunum hafi þorað að nefna stjórnarskrá á nafn, þang- að til loks að stjörnuþýðandi soldáns, arabiskur öldungur, sem borinn var sjúknr í rúmi sínu á samkomuna, hefði dirfzt að kveða upp úr með, að hásæti soldáns yrði ekki bjargað með öðru móti, en að gefa ríkinu stjórnarskrá. Þegar nú búið var að brjóta ísinn, nefna það orð, sem bannlýst hefur verið úr höll keisara um langan aldur, urðu líka hinir ráðgjafarnir til þess að styðja þetta mál. Daginn eptir að stjórnarskráin var end- urreist, var gefin út önnur tilskipun um uppgjöf saka, og fáum dögum síðar lagði soldán hönd á helga bók (kóraninn) og sór að halda stjórnarskrána. I löndum soldáns varð mikill fögnuður við þessi tíðindi, jafnt meðal kristinna manna sem Múhameðstrúarmanna, og er mælt, að grísku og búlgversku óaldar- flokkarnir í Makedoníu séu að leysast í sundur. Af gömlu ráðgjöfunum, sem mest börðust gegn stjórnarskránni, hafa tveir verið settir í fangelsi, einn er flúinn úr landi, en annar náðist á flóttanum og var drepinn af lýðnum. Annars hefur stjórnarbylting þessi orðið án nokkurrar blóðsúthellingar. Síðustu fregnir segja, að Said pasja og allt ráðaneyti hans hafi þegar fengið lausn vegna þess að Ungtyrkjum þótti það vera heldur hægfara og aðgerðarlítið, og var búizt við, að Kiamil pasja, einn af foringjum Ungtyrkja, mundi verða stór- vesír og mynda nýtt ráðaneyti. Loptfarir. Loptfar Z e p p e 1 i n s g r e i f a. Á sfðustu tímum hafa loptsiglingarnar tekið miklum framförum. Hver stórþjóðin keppist við aðra að gera sem fullkomnust loptför, og gera tilraunir með þeim. Á hverjum mánuði, og jafnvel hverri viku, heyrist um nýjar tilraunir, sem taka hin- um fyrri fram. Sú þrautin, sem þyngst hefur reynzt, að fá loptförin til að láta að stjórn og stýra þeim eptir vild, má nú heita alveg unnin. Sá sem lengst hef- ur komizt enn sem komið er, í loptsigl- ingum, er Zeppelin greifi, þýzkur að- alsmaður, sem hniginn er nú á efra aldur og um langa hríð hefur fengizt við lopt- siglingar. Loptfar hans var talið svo ör- uggt, að konungurinn og drottningin í Wúrtemberg tóku sér far með því, enda varð þeim það ekki að meini. Zeppelin hefur gert margar tilraunir undanfarna mánuði, sem heppnazt hafa mjög vel, og loks lagði hann í langferðalag 4. þ. m. sunnan frá Sviss norður til Mainz á Þýzka- landi og sömu leið aptur jafnharðan. Gerði hann ráð fyrir að verða 24 klukku- stundir samfleytt á öllu þessu ferðalagi. Ferðin gekk vel norður eptir, en er hann var skammt kominn áleiðis aptur, varð hann að nema staðar og halda niður til jarðar (við Stuttgart), vegna einhverra smáskemmda á loptfarinu og að hann var orðinn uppi- skroppa með súrefni. En meðan hann var að útvega sér það, kom þrumuveður og elding laust loptfarið, svo að vélin í því sprakk og allt loptfarið brann upp. Nokkrir hermenn, sem héldu loptfarinu niðri við jörð, meiddust stórlega. Þannig var öll fyrirhöfn Zeppelins greifa orðin að engu á einni svipstundu. En landar hans létu ekki á sér standa, að sýna honum hluttekningu sína og bæta honum skaðann, og þýzka stjornin hefut þegar í stað veitt honum nærri hálfa miljón króna 1 viðurkenningarskyni fyrir þá miklu fyrir- höfn og fé, sem hann hefur eytt í lopt siglingatilraunir sínar. Á einum degi söfnuðust í samskotum á Þýzkalandi handa Zeppelin 1,800,000 kr. Mylins-Erichsen. Frá æfilokum hans á Grænlandi er skýrt á þann hátt, að hann hafi ásamt öðrurn dönskum manni og einum Eskimóa, verið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.