Þjóðólfur - 11.09.1908, Síða 1
60. árg.
Reykjavík, föstudaginn 11. september 1908.
Jfi 43.
i
V erkf æravólar
og smíðatól.
. & A.
Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D.
Grundvallarlög Dana
Og
Sföðulögin.
Eitt af aðalvopnum frumvarpsmanna er
það, að vér Islendingar séum innlimaðir
Danmörku með stöðulögunum og þvl á-
rangurslaust fyrir oss, að berjast tyrir
frekuri umbótum á ríkisréttarafstöðu vorri
en Danir vilja vera láta, en þar sem það
hefur ekki verið ranusakað, hvort stöðu-
lögin geti skoðazt sem lög gefin af réttu
löggjafarvaldi skal eg leyfa mér að fara
nokkrum orðum um atriði þetta.
Árið 1849 var einveldið afnumið í
Danmörku og komst þá löggjafarvaldið
úr höndum konungs í hendur ríkisdags
og konungs í sameiningu, samkvæmt
grundvallarlögum Dana. En jafnframt
þvi að stofnsetja þetta löggjafarvald, hafa
grundvallarlögin bundið hendur þess á
ýmsan hátt. Þannig má ekki breyta
þeim, nema eptir ákveðnum reglum, og
eigi að gera það á annan hátt, t. d. með
vanalegum lögum, er sllkt ónýtt og að
engu haft.
Ef grundvallarlög Dana giltu á Islandi
hefði löggjafarvald Dana haft vald til að
gefa stöðulögin, en tii þess hefði þá þurft
grundvallarlagabreytingu, þar sem stöðu-
lögin heimila íslendingum að fá löggjaf-
arvald í nokkrum málum, sem annars
hefðu, samkvæmt grundvallarlögunum, átt
að heyra undir löggjafarvald Danmerkur.
Það er því bersýnilegt, að stöðulögin eru
grundvallarlagabrot, ef grundvallarlögin
gilda hér, og því ógild sem lög gefin af
réttu löggjafarvaldi.
Ef grundvallarlögin gilda ekki á ís-
landi, er það ljóst, að löggjafarvald Dana
gat ekki haft neitt vald til að taka á-
kvörðun um ríkisréttarafstöðu vora, þar
sem vald þess er að öllu leyti háð á-
kvæðum grundvallarlaganna og nær að
eins yfir það landsvæði, sem grundvallar-
lögin gilda fyrir.
Stöðulögin eru því ógild sem lög gefin
af réttu löggjafarvaldi, hvort sem grund-
vallarlög Dana gilda hér eða ekki, og
verða ' því ekki skoðuð öðruvfsi, en sem
einhliða yfirlýsing danska löggjafarvalds-
ins um það, að það skuli ekki reyna að
hafa áhrif á meðferð þessara vorra mála,
sem talin eru í stöðulögunum; auðvitað
þurftum vér alls ekki þessa yfirlýsingu
Dana, því það leiðir af sjálfu sér, að þéir
gátu ekkert ákvæðisvald haft um vor mál,
sem voru öll í höndum vors einvalda kon-
ungs, enda er það margviðurkennt, að svo
hafi verið á árunum 1849—1874, og síð-
ast með því, að konungur gaf oss sérmála-
stjórnarskrá vora af fullveldi sínu.
Að tvennu leyti hafa þó stöðulögin þýð-
ingu fyrir oss; í fyrsta lagi sökum þess,
að þegar konungur gaf oss stjórnarskrána
1874, takmarkaði hann mál þau, er hann
afsalaði sér einveldinu í, á sama hátt og
gert er í stöðulögunum, en til þess hafði
hann auðvitað fullt vald sem einvalds-
konungur, og var sjálfráður að því, hvaða
mál hann fékk oss til urnráða aptur; að
öðru leyti hafa stöðulögin þá þýðingu
fyrir oss, að þau fe!a í sér loforð frá hendi
danska löggjafarvaldsins um að greiða oss
fé, er vér eigam hjá Dönum.
*7/8 —’o8.
G.
€r Uppkastið skýrt?
Er það eins Ijóst og æskilegt væri,
og þjóðin á heimting á?
Sönnuu fyrir því, að þessum spurning-
um verði ekki, ef rétt skal svara, svarað
með öðru en »nei«, virðist mér nú fengin
fyrir löngu; og sú sönnun verður daglega
kröptugri. Sönnunin er: hin mikla fyrir-
höfn og ósleitilega viðleitni meðhalds-
manna trumvarpsins til þess að ú 11 i s t a
það, skýra og gera mönnum það
skiljanlegt. Eitthvert myrkur, ein-
hver hula, einhver gríma hlýtur því að
vera yfir ásjónu þess, úr því svona mikið
þarf fyrir að hafa, til þess að gera al-
menningi hina sönnu mynd þess sjáan-
lega. Eitthvert skarn hlýtur bö vera utan
á því, úr því alltaf þarf að vera að þvo
það, til þess að skinnið, sem undir er,
sjáist. Eru þetta fjarmæli, eru þetta öfgar?
Eg vildi sízt verða til þess, að mæla
öfgar eða ýkjur, eða fara með ofstopa,
brigzl eða getsakir; með því vinnst minna
en ekki neitt, og eg vil engan nefndar-
manna væna um fláttskap, undirferli og
svik við fósturjörðina; eg er meira að
segja sannfærður um, að þeir vilja allir
vel. En það er rneinalaust að segja um
þá, að þeir séu m e n n , að eins m e n n,
sem getur yfirsézt, og að betur sjái augu
en auga, hefur að þessu verið skoðuð
góð og gild regla. Að segja, að allir
hinir mörgu, sent eru veilir f trúnni a
ágæti Uppkastsins, séu heimskingjar, ill-
gjarnir, blindir, ofstopafullir o. s. frv.,
eru öfgar, sem engu fremur ættu að heyr-
ast en öfgar um meðmælendurna. I
hvortveggja flokknum geta verið og eru
eflaust slíkir menn til, en fjöldinn beggja
megin er sanngjarn, á því er enginn efi,
og sá fjöldi á að stinga upp í eyrun við
orðum glamraranna og ofstopanna, hvoru
tnegin sem þeir eru. Eg vil því ganga
fram hjá þeim, eða læt orð þeirra inn
um annað eyrað en út um hitt. Eg hef
reynt að hugsa þetta mál á þessum grund-
velli. Undir eins og eg hafði lesið Upp-
kastið, fannst mér eitthvað í svipnum á
því, sem mér kom óþægilega og undar-
lega fyrir. Svipurinn eitthvað seyrður,
einhver glýja yfir andlitinu; eg lagð
blaðið, sem það var málað á, frá mér
óánægður; eg vissi ekki vel við hvern. Eg
sá reyndar, að Skúli hafði ekki skrifað
ttndir og eg las breytingatillögur lans,
felldi þær inn í, hverja á sinn stað, og
skoðaði það svo vandlega fyrir mér, og
þá fannst mér eg hafa ánægjuafað horfa 1
framan í það; þá bauð það svo góðan
þokka af sér, að eg óskaði að eg gæti
hengt það í umgerð upp á vegginn á
milli myndanna af Páli Briem og Jóni
Sigurðssyni. Eg skildi það svo vel. En
breytingalaust með glýjusvipnum langaði
mig ekki til að eiga það í »ramma«. Þá
kom aptur yfir mig efunarveila: Já, hann
Skúli, og hann er þá svona góður málari?
Jú, hann vill nú vel, það vissi eg, og
duglegur er hann og einarður. Þetta var
mér kunnugt um, en eg þekki ekki
m a n n i n n , eg hafði aldrei kynnzt hon-
um persónulega. Eg vissi, að enginn guð
var á milli þeilra ráðherra og hans. Gat
það verið af stríði við H. H., að Skúli
var ekki með? Nei, því fleygði eg langt
frá mér, á grundvellinum sama vildi eg
standa, óhlutdrægur f allra garð. Mig
langaði til að geta verið frumvarpinu
hlynntur; eg reyndi að hirða því til inn-
tekta allt það, sem eg hafði heyrt bæði
ráðherrann og aðra meðhaldsmenn mæla
því til bóta; já, eg tók það með í reikn-
inginn, að einn af þeim 6 var dýr vinur
minn, sem eg vissi að var og er bezti
drengur, en þrátt fyrir allt þetta hélzt
fyrir mínum augum sami ógerðarsvipur-
inn yfir því, þó er mér sárt um það. En
er það þá ekki undarlegt, að vera að
bera það undir þjóðina, ef hún má engu
breyta. Þetta er nú í annað sinn (ríkis-
ráðsfleygurinn var á undan), sem sagt er
við þjóð og þing: »annaðhvort þetta eða
ekkert«. I fyrra skiptið urðu menn svo
hræddir, að þeir þorðu ekki annað en að
samþikkja; nú er sama hræðslan að her-
taka menn. Hvað á þetta Iengi að ganga?
Er ekki einnig hættulegt að koma
d ö n s k u stjórninni upp á þetta bragð.
Framtíðin, þessi 37 ár, sem eiga að bíða
þar til verulegar efndir verða á miklum
hluta hinna heitnu gæða. Hvað geta þau
ekki falið 1 skauti sínu ? Má ekki eða
er óhugsandi, að þá verði sagt við okkur:
»Þetta eða ekkert ?« Eptir undanfarinni
reynslu finnst mér þetta geta komið fyrir.
Já, en þið segið, heiðruðu frumvarps-
menn: »Það þarf engu að breyta, það er
ágætt frv. eins og það er. Islenzki text-
inn gildir, um annað varðar okkur ekki.
Já, en Danir segja sama: danski textinn
gildir o. s. frv. Hver sker úr þessari
deilu ? Þar er enginn gerðardómari ann-
ar til en hnefinn, og sá danski er sterk-
ari, jafnvel eptir 37 ár. Erum við ekki
brennd börn ? Hvernig hefur okkur gengið
að koma Dönum í skilning um vorn sögu-
lega rétt? Hvernig hefur okkur gengið
að innræta þeim vorn skilning á Gamla
sáttmála. Má'J ekki, jafnvel eptir 37 ár,
búast við sama skilningsleysinu á ýmsum
ákvæðum frumvarpsins.
Þið segið, frumvarpsmenn, að 1 a n d
og ríki sé alveg sama. Nú, jæja; en úr
því að við ísl. viljum heldur hafa orðið
r f k i af því þið segið að sú hafi verið
og sé hugsun a 11 r a nefndarmanna, að
land vort yrði ríki með frumv. en ekki
nefndarálitinu, er þá ekki mein-
laust að láta þetta eptir okkur? Getur
nokkur hætta verið í því fólgin, að breyta
þessu, úr því það er að eins orðamunur,
en bæði orðin merkja það sama? Kallið
þið þetta keipa, ef þið viljið, þeir eru þó
meinlausir, en fyrirbyggja ef til vill fram-
tíðardeilu. Eg tek þ e 11 a eina dæmi af
mörgum, sem vér hinir viljum fá breytt,
af því frumvarpsmenn segja, að þetta sé
að eins orðabreyting, en ekki efnis; eg
þrátta ekki við þá um það, en sé það
orðabreyting ein, er það þá nema eins
og sjálfsögð tillátssemi af Dönum, að
gera hana. Felist í orðinu 1 a n d ekkert
r í k i s hugtak, þá er ekki mót von, þó
við viljum ekki samþykkja frumvarpið
svona orðað, þá er verið að blekkja okk-
ur. En meðan mér er unnt, læt eg ekki
slíka hugsun ná valdi yfir mér. En það
sem er hreint, er aldrei of hreint. Til
þess að tákna, að eitt land sé ríki (með
ríkisréttindum) fæst þó ekkert betra orð,
en orðið r í k i sjálft, það tekur þó af öll
tvímæli, það fyrirbyggir allt »juridiskt
Haarklöveri« í framtfð.
I sambandi við þetta stendur fáninn út
á við. Hann eigum við, ef til vill, að fá
eptir 37 ár. Eptir 37 ár megum við, ef
við siglum út úr landsteínunum, sýna um-
heiminum það, að vér séum sérstakt ríki.
En ef við erum nú, eins og þið frum-
varpsmenn segið, orðnir ríki 1909, þó að
við verðum 1 37 ár að segjast vera þegn-
ar dansks ríkis, þegar við komum í útl.
hafnir, þá flýtur af breytingunni á orðinu
1 a n d í r f k i, að við verðum að fá fána
líka 1909. En við eigum svo sem engin
skip, satt er það, að þauerufá; en löngu
fyr en 37 ár eru liðin, eigum við skip,
og þó við eigum ekkert skip og eignumst
ekkert skip, þá er skaðlaust fyrir Dani að
láta þetta eptir okkur strax, úr því við
erum orðnir ríki.
Og þá er 3. atriði í nánu sambandi
við hin 2. Það er orðatiltækið í danska
textanum: »det samlede danske Rige«.
Að láta sömu orðatiltæki, o: í konungs-
útnefningarbréfinu 30. júlí 1907 íRvík, þeg-
ar vér e r u m taldir óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis, tákna allt annað ástand o:
sjálfstætt ríkisástand 1909 o. s. frv.,
er mínum tilfinningum óþægilegt. Eg
kann betur við, það er ljósara og alveg
tvímæialaust, hver breyting á ástandi lands
vors er orðin 1909 frá árinu 1907, ef í
stað orðanna 1907 »d. s. d. R.« kæmi
1909 : »det samlede dansk-islandske Rige«.
Að breyta þessu, ætti Dönum að vera
jafn útlátalaust og hinar 2 aðrar breyt-
ingar, úr því við verðum hvort sem er fs-
lenzkt ríki samhliða danska ríkinu.
Af því eg er ótortrygginn í garð nefnd-
armannnanna, og af því þessar breyting-
ar, þó á kæmust, eru ekkert annað en
ótvíræð orð yfir þeirra e i g i n s k i 1 n -
i n g á frumv. að því er þeir útlista það,
og af því að mér er ögn sárt um frum-
varpið, þá vil eg að þessar breytingar séu
að minnsta kosti gerðar á því. Ef út-
skýring frumv.manna er rétt, er óhugsandi,
að það sé hættulegt fyrir væntanleg lög
þessi, að þau séu orðuð svo skýrt, að þau
þurfi engrar útskýringar. Það hlýtur að