Þjóðólfur - 11.09.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.09.1908, Blaðsíða 2
154 Þ JOÐOLFUR. vera öllum bezt. Það er sigur fyrir mál- stað frumvarpsmanna. Fáist þessar breyt- ingar, sem eg sem miðlunarmaður sting upp á að séu einungis gerðar, verð eg að sætta mig við að kyngja frumvarpinu og reyna lögin með þeirri hugsun, að þá sé fenginn allgóður samningsgrund- völlur undir það ástand, sem hver maður hlýtur að stefna að, svo fljótt sem fært er, það er fullkomið, óháð sjálf- s t æ ð i m e ð eða á n sameiginlegs kon- ungs. Fáist ekki þessar breytingar, fer eg að missa trúna á, að útskýring nefndar- mannanna á frumv. sé rétt og sönn, eða halda að einhver hræðilegur misskilningur ríki milli hinna ísl. og dönsku nefndar- manna. Suma grunar það. Breytingatil- lögur þessar ættu að skera úr, hvort svo sé; að fá úrlausn á þvf er nauðsynlegt. Neiti Danir þessum breytingum, finnst mér fullsannað, að þeir hafi alls ekki meint það, sem ísl. nefndarmennirnir segja að sé meiningin í frv., og þá megum vér þakka guði fyrir, að hann varnaði oss því, að samþykkja frv. óbreytt og binda hendur vorar, þá höfum vér grætt á var- færninni. Þetta ætti að vera hættu- 1 a u s t og um leið a u ð s ó 11 mál, ef allt er eins og nefndarmenn okkar segja. Við þessar einar breytingar vilda væri eg þingmaður 1 sumar, sætta mig m e ð það fyrir augum, sem áður er s a g t, þótt margt finni eg fleira, er breyt- inga þyrfti. En þessi atriði finnast mér svo þýðingarmikil fyrir nútíð og framtíð sérstaklega, að án þeirra sé frumvarpið óhafandi. Vill enginn hugleiða þetta í ró og hitalaust? 5. StÉeyks! í Diiíé. Alberti orðinn uppvís að stórkost- legum fjársvikum. J. C. Christensen hætt staddur. Að kveldi 8. þ. m. barst Blaðskeyta- bandalaginu svolátandi símskeyti, sent frá Kaupmannahöfn kl. 6 e. h.: Alberti (fyrrum íslands ráðgjafi) hefur geflð sig upp í dag við lögregluna fyrir fjársvik og fals (»Bedrageri og Falsk«). Fregn þessi vakti þegar afarmikla eptir- tekt hér í bænum, er hún birtist f sér- stökum fregnmiða frá blöðunum Ingólfi, ísafold og Þjóðólfi. Varð skammt frekari frétta að bíða, því að morguninn eptir (í fyrra dag) birtist fregnmiði frá sömu blöðum með svolátandi símskeyti sent frá Kaupm.höfn kl. io: Fjársvik Albertis 9,000,000 — níu mil- jónir. — Byrjuðu 1894. Bændnr tapa stórfé. Fjármálahorfur illar í Danmörku. »Politiken<( heimtar Christensen frá völdum. Þann dag var ekki um annað talað hér í bænum samhliða kosningunni, en þetta »fall Albertis«, er varð þyngra og dýpra, en nokkur dæmi eru til áður á Norðurlöndum, um jafnmikinn burgeis, dómsmálaráðgjafa f ráðaneyti konungs full 7 ár með nýfengna stórvirðulega-geheime- konferensráðsnafnbót, þá er hann loks fór frá völdum fyrir rúmum mánuði. Eins og kunnugt er, var Alberti íslands- ráðgjafi, þangað til stjórnarskrárbreytingin komst á hér 1904. Og afskipti hans af því máli eru fullkunn. Hann var mjög illa þokkaður í Danmörku fyrir afskap- legt gerræði í embættisfærslu sinni sam- hliða ískyggilegum fjárglæfrabrellum og ýmsu misindishátterni. Voru gerðar snarpar atrennur á ríkisþinginu síðastlið- inn vetur til að koma honum frá völdum og fá atferli hans rannsakað, en forsætis- ráðherrann J. C. Cristensen og allur stjórn- arflokkurinn hélt hlífiskildi yfir honum og eyddi öllum ákærum gegn honum. Svo var honum leyft að segja af sér (23. júlí) og barið við heilsubresti, en um leið sæmdur þeirri nafnbót, er veglegust þykir með Dönum. Hann var og alveg nýlega kominn inn í stjórn »Mikla norræna frétta- þráðarfélagsins«. Og þá, allt í einu, er fjársvikanetið orðið svo margflækt og fast vafið utan um hann, að undanfæri er ekkert lengur, og hann sér engin önnur fangaráð, en að gefa sig á vald lögregl- unnar og játa sig sekan um fjársvik og fals, líklega f von um náðun fremur á þann hátt, þótt ósennilegt sé, að slíkt geti komið til greina, jafnstórkostleg sem fjársvikin eru. Þau munu sérstaklega koma niður á sparisjóði sjálenskra bænda, er faðir Albertis hafði stofnað og sonurinn veitt svona laglega forstöðu. Haldið að »Privatbankinn« muni fá mikinn skell, hafði lánað Alberti stórfé (um 3 miljónir). Og yfirleitt hlýtur þetta Alberti-hneyksli að hafa mjög ill áhrif á fjármálahorfurnar 1 Danmörku og þá um leið hér, með því að bankarnir báðir eru mjög dönsku fé háðir. Lánstraust Dana út á við eykst og naumast við svona stórkostleg fjársvik hinna allra hæstu valdsmanna í landinu. Það er mjög eðlileg krafa, að J. C. Christensen verði að víkja úr völdum, sakir fylgis hans við Albenti, enda þótt honum hafi eflaust verið ókunnugt um háttemi þessa félaga síns. Það kemur engum til hugar, að Christensen hafi nokk- uð um það vitað. En það er einmitt ófyr- irgefanlegt þekkingarleysi af forsætisráð- herranum, að þekkja ekki betur sitt heima- fólk en svo, að annað eins stórhneyksli og þetta geti átt sér stað í stjórn hans, í sjálfu ráðaneytinu, að þar sitji árum sam- an annar eins glæframaður og Alberti. €rleni símskeyti til Pjóðólfs. Krisljaníu 3. sept. Gjelsvik lweður Uppkaslið inn- limun íslands og Morgenstjerne of- stœkisfullan hœgrimann með engri lillrú. Kaupm.höfn í. sept. Morgenstjerne játar í »A/tenpos- ten«, að eptir Uppkastinu verði ís- land ófullvalda (usuverœn) og sam- bandið ekki einu sinni real-union. * ^ * * Hinn 7. þ. m. barst ennfremur frá Kaup- m.höfn símskeyti um grein Gjelsviks í „Aftenposten" lfks efnis og skeyti það um sama efni, er birt var í síðasta blaði, þó ákveðnara um margt. T. d. er þar haft eptir Gjelsvik, að ísland sé ríki samkvœmt Gamla sáttmdla, pað sjdist Ijóslega d upp- sagnardkvœðinu, ef sdttmdlinn er rofinn, ennfremur, að það sé að níðast d sjdlfstæð- ishugmyndinni að kalla ísiand sjdlfstœtt j land í sömu andrdnni og pað er dkveðið, að pað skuli vera partur úr hinni dönsku ríkisheild. Skeyti þessi voru „reiðarslag" fyrir Upp- kastsmenn rétt fyrir kosningarnar og reyndu þeir á allan hátt að hnekkja gildi þeirra, en tókst vitanlega ekki. Einna sár- ast þótti þeim að heyra, að átrúnaðargoð þeirra, Bredo Morgenstjerneprófessor, væri genginn af trúnni á ágæti frumvarpsins, eða að minnsta kosti orðinn blendinn í henni, úr því að hann játaði, að ísland væri 6- fullveðja eptir Uppkastinu. Er svo að sjá, sem deila um sambandsmálið íslenzka hafi orðið í „Aftenposten" milli þeirra Gjels- viks og Morgenstjerne, og hinn síðarnefndi borið þar lægri hlut. Erlend tíðindi. Frá Marokkó. Þess var getið í símskeyti í næst-sfð- asta blaði, að Marokkósoldáni hefði ver- ið steypt úr völdum af bróður sínum. Soldán sá, sem hér er átt við, er Abdul Aziz, sem hingað til hefur að nafninu til verið Marokkósoldán, en í rauninni hafa völdin síðan í fyrrahaust verið í höndum Muley Hafids bróður hans, því að mestur hluti landsins hefur verið á hans valdi, þar á meðal höfuðborgin Marrakes, en Abdul Aziz einungis haldizt við í skjóli Frakka, sem hafa herlið fram með ströndinni. En fyrir skömmu bjóst Abdul Aziz í leiðangur, hélt hann með her manns suður í land og hugðist nú að vinna höfuðborgina Marrakes úr hönd- um bróður síns. Var jafnvel haldið, að Frakkar mundu veita honum lið til þessa. Ur því varð nú samt ekki, en ýmsir mik- ilsmegandi höfðingjar innlendir hétu hon- um liðveizlu sinni og á leið hans gengu ýmsir ættstofnar honum á hönd. Samt fóru svo leikar, að Abdul Aziz náði ekki suður tll Marrakes, þvf að áður hann kæmist svo langt, beið hann algerð- an ósigur fyrir bróður sfnum og lið hans allt rekið á flótta. Ætla menn, að or- usta þessi hafi algerlega gert enda á sol- dánstign Abdul Aziz, því að jafnvel norð- ur í hafnarbæjunum (t. d. í Tanger) var MuleyHafid nú viðurkendur soldán landsins. Hann á nú einungis eptir að fá viðurkenningu stórveldanna og er talið líklegast, að hann muni einnig fá hana, þó að Frökkum muni ekki vera það sem geðfeldast, því að þeir hafa altaf haldið hlífisskildi fyrir Abdul Aziz. Norskt strandferðaskip- rakst á sker í nánd við Skaanevik 23. í. m. og s ö k k gersamlega á þrem mín- útum, eptir því, sem »Daily Mail« frá 24. f. m. skýrir frá. A skipinu voru 85 far- þegar og af þeim var talið að um 40 hafi drukknað. Skipið hét »Folgefonden« og var eign útgerðarfélags í Björgvin. 2—3 þús. hús brunnu til kaldra kola í Konstantínópel 23. f. m. Var það 1 Stambul, þeim hluta bæjarins, er Evrópumenn búa ekki í. Eru þar mörg gömul hús, er fátæklingar haf- ast við f. Um manntjón var ekki kunn- ugt, þá er síðast fréttist, en haldið var, að það muni hafa verið mikið. Prentaraverkfallið í Danmörku, sem getið hefur verið í sím- skeyti, stóð yfir f rétta viku og lauk því 17. f. m. fyrir milligöngu Sigurðar Bergs innanríkisráðherra, sem tókst að miðla málum, og koma á sáttum á þá leið, að báðir aðilar létu undan að nokkru. A meðan verkfallið var, komu engin blöð út nema þau, sem stóðu fyrir utan félags- I skap vinnuveitenda, en það voru svo að segja einungis blöð jafnaðarmanna. í Kaupmannahöfn kom þannig ekkert blað út nema »Social-Demokraten». Svo sem geta má nærri, varð verkfallið heldur en ekki vatn á mylnu þeirra blaða, sem héldu áfram að koma út, þrátt fyrir verk- fallið. Upplag »Sosial-Demókratens« tvö- faldaðist þannig meðan á verkfallinu stóð, komst upp í 100 þús. Verkfall þetta náði annars einnig til nokkurra annara iðnaðargreina, en prent- iðnar, en sættin náði til þeirra allra, og verkfallinu létti samtímis í þeim öllum. Þó vildu verkamenn í skósmfðaverksmiðj- unum ekki hlíta sættinni og taka aptur til vinnu heldur héldu verkfallinu áfram. Hótuðu þá vinnuveitendur að gera vinnu- teppu í öllum þeim iðngreinum, er að einhverskonar smíðum lúta, ef skósmið- irnir tækju ekki aptur til vinnu fyrir mán- aðamótin. Mundi sú vinnuteppa svipta um 30 þús. manns atvinnu. En sjálf- sagt hefur ekki komið til þess, þvf að ekkert símskeyti hefur borizt um það. Má vera, að annaðhvort hafi skósmiðirn- ir tekið aptur til vinnunnar eða verk- mannasambandið vikið þeim úr félags- skap sínum vegna þess, að þeir vildu ekki gangast undir sætt þá, sem það hafði gert einnig fyrir þeirra hönd. Námuslys mikið varð 18. f. m. í Lancashire á Eng- landi. Kviknaði í kolanámu, sem kend er við Maypole, og brunnu þar inni 72 menn, en einúngis örfáum mönnum tókst aö forða sér burt úr námunni í tæka tíð. jjöfuðstaðurinn gersarn- lega unninn! Alþingiskosningar. 1. í Reykjavík eru kosnir: dr. Jón Þorkelsson landsskjalavörður með 579 atkv. og Magnús Blöndahl framkvæmdarstjóri með 529 atkv. Guð- mundur Björnsson fékk 455 atkv. og Jón Þorláksson fékk 453 atkv. Á Akureyri er Sigurður Hjörleifason ritstjóri kosinn með 147 atkv., Magn- ús Kristjánsson fékk 137 atkv. Á Seyðisfirði er dr. Valtýr Guðmundsson kosinn með 57 atkv. Séra Björn Þor- láksson féklc 56 atkv. 7 atkvæða seðlar séra Björns gerðir ógildir, því krossinn var ýmist settur framan eða aptan við hringinn eða nafnið. Einn seðill dr. Valtýs gerður ógildur. 4 seðlum Valtýs mótmælt af séra Birni. Hóflausar „agitationer" frumvarps- manna. Kosningaúrslitin í höfuðstað lands- ins munu þykja stórtíðindi um land allt. Ósigur frumvarpsmanna hér í höfuðvígi þeirra, er þeir hugðu óvinn- andi, getur ekki verið átakanlegri, þar sem báðir kandídatar þeirra eru lagðir að velli með miklum atkvæðamun, og annar þeirra sjálfur landlæknirinn, þessi kjörgripur stjórnarhöfðingjanna. Kjörfundur ákaflega vel sóttur. 1092 greiddu atkvæði af rúmum 1600 á kjörskrá. Margir fjarverandi (á fiski- skipum og í kaupavinnu). Kosninga- athöfnin stóð yfir frá hádegi til mið- nættis í 3 kjördeildum. Rúmir 80 kjörseðlar urðu ógildir. Kosning Seyðfirðinga er því kaup- túni til lítillar sæmdar, jafnmikill þyt- ur, sem þar var gerður í upphafi.( Á Akureyri tókst hins vegar betnr, en búizt var við.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.