Þjóðólfur - 11.09.1908, Síða 3

Þjóðólfur - 11.09.1908, Síða 3
ÞJÓÐOLFUR. ISS Þingmálafundur Reykvíkinga var haldinn á Austurvelli 6. þ. m. og stóð 5 klukkustundir (frá kl. 3^/2 —8^/2 e. h.). Ræðumenn töluðu uppi á svölunum á »Hótel Reykjavík«. Fundar- stjóri var valinn Páll Einarsson borgar- stjóri, en hann tók Odd Gíslason yfirrétt- armálafærslumann sér til aðstoðar. Þing- mannaefni beggja flokka höfðu komið sér saman um fundarsköp, skyldu þau taka til máls 1 stafrofsröð og tala ekki lengur en 72 klukkustund hvert. Því næst skyldu tala þrír kjósendur úr hvorum flokki, þeir er þingmannaefnin tilnefndu, og ekki leng- ur en 20 mínútur, en þar á eptir aðrir kjósendur. Engin atkvæðagreiðsla skyldi fram fara. Fundurinn var mjög fjölsóttur, enda veður allgott, þótt nokkuð kólnaði er á leið. Guðm. Björnsson tók fyrstur til máis, og þótti mjög lítið kveða að þeirri ræðu. Dr. Jón Þorkelsson talaði næst skörulega og djarflega, og gazt al- menningi mjög vel að orðum hans. Jón Þorláksson talaði mun betur en Guðm. Bj. og gerði þó heldur tilraun til að færa einhver rök fyrir sfnu máli. Þá talaði Magnús Blöndahl skýrt og skorinort, og þótti koma ómjúkt við kaun andstæðing- anna. Úr kjósendaflokki talaði fyrstur Hall- dór Daníelsson bæjarfógeti. Höfðu frum- varpsmenn heitið á hann til árnaðar, og væntu sér mikils styrks af þessum ný- kristnaða lögspekingi, enda dró hann ekki áf sér 1 gyllingunum á frumvarpinu, og gekk jafnvel feti framar, en hinir allra stækustu frumvarpsmenn hafa leyft sér, margendurtók t. d. þá lokleysu, að vér hefðum harð-innlimað oss danska ríkinu með stjórnarskrárbreytingunni 1903, og samþykkt þá stöðulögin lögformlega. Gerð- ist þá illur kurr í áheyrendum, og þótt ræðumanni mælast hraklega, því að svo rammt kveður að, að Danir, sem ávallt eru að sanna hið núverandi réttleysi vort, hafa aldrei skírskotað til nokkurrar innlimunar frá 1903 eða nokkurrar viðurkenningar frá vorri hálfu á stöðulögunum þá, og mundu þeir þó ekki hafa látið það liggja í láginni, ef þeir hefðu treyst sér til að halda þessu fram. Þá talaði Þorsteinn Erlingsson skáld og hrakti rækilega fjarstæður og fullyrðingar Halld. Dan. Mæltist honum vel og sköru- lega, og var hinn bezti rómur gerður að ræðu hans. Næst talaði landsbókavörðurinn nýdubb- aði, Jón Jakobsson, og var ræða hans, er hann stautaði upp af blöðum, hégómi einn og þvaður, snerist mest um það, að hann hefði ekki talað opinberlega næstl. 7 ár (sfðan á þjóðhátíð Reykjavfkur 1901, sleppti Skodsborgarræðunni frægu 1906), eins og það væri einhver sérstök náð, er hann nú veitti höfuðstaðarbúum tækifæri td að hlusta enn einu sinni á annan eins snilling. Hann talaði mikið um fátækt landsins og þessar »fáu hræður«, er það byggðu, það sæti illa á þeim að gerast mjög kröfuharðar og væru betur komnar í náðarfaðmi Dana, heldur en mdli tann- anna á »enska risanum« o. s. frv. Var enginn rómur gerður að þessu hjali manns- ins, enda höfðu menn flykkzt burtu, er er hann byrjaði að tala. Þá talaði ritstjóri þessa blaðs, og næst á eptir honum ráðherrann; var ræða hans fremur þreytu- 0g þunglamaleg, og ból- aði lítt á .fjöri því og áhuga, er stundum einkennir ræður hans, þá er honum tekst upp. Var auðheyrt, að sigurvonir hans í þessu máli voru harla daufar, enda virtist orð hans engin áhrif hafa. Sfðastur hinna ákveðnu ræðumanna talaði Einar Hjörleifsson, liðlega að vanda, en því næst Jón Ólafsson, og var sú ræða hans ekki annað en þessar alþekktu gyll- ingar á Uppkastinu. Loks svöruðu þingmannaefnin fyrirspurn- um um, hvort þeir ætluðu að samþykkja frumvarpið óbreytt, og kváðu þeir Guðm. Bj. og Jón Þorláksson já við því, en dr. J. Þorkelsson og M. Blöndahl neituðu því, vildu ekki samþykkja það án verulegra breytinga, bæði orða- og efnisbreytinga. Út af fyrirspurnum um afstöðu þingmanna- efnanna til kenningar Halld. Dan. um samþykkt stöðulaganna, komst G. B. í bobba mikinn og gerði sig svo beran að fáfræði, að furðu gegndi, fullyrti t. d. að íslendingar hefðu samþykkt stöðulögin með endurskoðunarfrumvörpum Benedikts Sveinssonar(l), sem einmitt mættu mót- spyrnu Dana vegna þess, að þau vitnuðu ekki til stöðulaganna. Aheyrendur voru alveg steinhissa á þessari vitleysu þing- mannsefnisins. Það leyndi sér ekki á öllu, að frum- varpsandstæðingar höfðu miklu betri byr á fundi þessum, og var ræðum þeirra tekið með miklu lófaklappi, en hinum fálega. Fundurinn fór mjög skipulega fram. Frásögn »Reykjavlkur« um fund þenn- an er vitanlega hlutdræg, sem vænta mátti, en frásögn »Lögréttu« er þó enn herfi- legri, því að þar er öllu öfugt snúið, mjög álappalega, og er undarlegt, ef þessi nýja stjórnar-sannsögli hefur haldið, að þing- mannaefnum þess flokks yrði nokkur styrkur að jafn aulalegum rangfærslum um fund þennan, er allur þorri kjósenda sótti og sá, hvernig fram fór. Maður myrtur. Lausafregn segir, að Casper Hert- e r v i g, er eitt sinn var hér í bænum, hafi verið myrtur á Siglufirði í f. m. Höfðu drukknir Norðmenn háð bardaga, og hafði hann fundizt morguninn eptir milli tunna, kominn að dauða og andaðist hann skömmu síðar. Áverkar höfðu sést á hon- um allmiklir. Slysfarir. Þegar »Hólar« fóru norður sáu skips- mennirnir bát marra í kafi, fram nndan Bakkafirði (14. f. m.) og er þeir gættu betur að, fundu þeir tvo menn dauða og hékk höfuð annars þeirra út af borð- stokknum, en hinn var skorðaður niðri 1 bátnum, er var hálffullur af sjó. Llkin voru ekki orðin köld. Bátinn og líkin fluttu þeir til Bakkafjarðar. Sáu menn þá þegar, að þetta voru lík tveggja manna, er þaðan höfðu róið um morguninn, Jóns Hallgeirssonar og Hallgeirs sonar hans. En með þeim hafði róið þriðji maðurinn Guðni Teitur Árnason og var hann horf- inn og hefur ekkert til hans spurzt. Alt höfðu þetta verið valinkunnir menn, og engin hæfa fyrir að skotsár hafi verið á höfðum þeirra, er 1 bátnum lágu. En slysið er að öðru leyti mjög óskiljanlegt. Ekkert hafði verið að veðri og nokkrum klukkutímum áður hafði annar bátur haft tal af mönnum, er þá voru að draga lín- ur sínar. (Norðurland 22. þ. m. eptir símtal: frá Vopnafirði). Sklpstrand. Hollenzkt skip, Vilhelmlna, strandaði 1 f. m. á Skaga. Menn björguðust allir. Umræðufund um aðflutningsbann héldu Templarar 8 þ. m. 1 Bárubúð. Héldu þeir Guðm. land- læknir Björnsson, Halldór bankagjaldkeri Jónsson, Haraldur guðfræðingur Níelsson, Þórður læknir Sveinsson og Þórður banka- gjaldkeri Lhoroddsen ræður og var góð- ur rómur gerður að máli þeirra, sérstak- lega þó að máli Haralds Níelssonar, enda mun sú ræða vera meðal þeirra beztu, er fluttar hafa verið um það mál. Glímumcnnirnir héðan komu með »Ceres« 5. þ. m. Ferðin hafði gengið mjög vel. Myndir af holdsveikraspítalanum. Herra dr. Hans Krticzka barón Jaden 1 Lilienfeld í Austurríki hefur sent oss eptirfarandi greinarkorn, sem vert er að athuga : »Á skemtiferðaskipunum, sem fara til íslands, eru seld bréfspjöld með mynd af holdsveikraspltalanum. Þannig fékk lækn- ir nokkur hér um slóðir eitt þesskonar bréfspjald frá farþega á »Oceana«. Menn halda 1 útlöndum, að holdsveikin sé al- gengasti þjóðarsjúkdómurinn á Islandi og það því fremur, sem sagt er, að spítal- inn sé fegursta húsið í Reykjavlk. Þessi skoðun, sem er af óeðlilegum rótum runn- in, vinnur auðvitað íslendingum meira tjón 1 áliti útlendinga, en þeir ímynda sér, og jeg álít, að heppilegt væri, að þessi bréf- spjöld væru ekki höíð lengur til sölu. Norðmenn munu víst ekki vera að út- breiða bréfspöld með myndum af holds- veikraspítölum meðal útlendra ferðamanna, sem til Noregs koma« Breiödal 24. ágúst: Hinn 16. þ. m. var þingmálafundur haidinn hér í hreppi og voru flestir kjósendur hreppsins þar til staðar ásamt mörgum fleiri bæði innan og utan hrepps. Þrír frambjóðendur voru á fundinum Jón í Múla, Jón Ólafsson og Sveinn Ólafs- son 1 Firði, einnig Þorsteinn Erlingsson skáld 1 Reykjavík og Jón Helgason prent- ari úr Hafnarfirði. Björn Stefánsson kaup- félagsstj. setti fundinn með fáum orðum. Fundarstjóri var kosinn Ari bóndi Brynjólfs- son á Þverhamri. Á fundi þessum var rætt með mesta fjöri um ýms landsmál, en sér- staklega um sambandslagafrumvarpið. Með frumvarpinu óbreyttu mæltu þeir Jón Ólafs- son, Jón í Múla, Björn Stefánsson og Páll Jónsson bókhaldari á Djúpavogi, en á móti mæltu — álitu breytingar nauðsynlegar — Sveinn Ólafsson í Firði, Þorsteinn Erlings- son, Ólafur Thorlacius alþingismaður og Jón Helgason prentari. Þegar kveld var komið, sagði fundarstjóri fundi slitið og gat þess jafnframt, að hann hefði ætlað að tala, ef tími hefði leyft. Hann kvaðst vilja leyfa sér að benda hinum heiðr- uðu frambjóðendum á það, að ef þessu sam- bandsmáli ætti að verða borgið, þá yrðu þeir að forðast allt flokkshatur; nú væru flokkarnir þrír: einn vildi fella frumvarpið, annar breyta þv! og þriðji samþykkja það óbreytt; hann áleit, að þessir tveir síðast- 1 nefndu flokkar ættu að geta sameinað sig urn málið, því á þann eina hátt gæti það fengið framgang. Áleit skakkt, að kasta þungum steini á þá, sem vildu fara varlega í þessu þýðingarmikla máli, þv! síðan 1262 hefði aldrei jafn vandasamt mál verið lagt undir úrskurð hinnar íslenzku þjóðar, en eitt þætti sér merkilegt, og það væri það, að ekki skyldi mega breyta frumvarpinu. Það væri vafalaust það eina í allri Norðurálfunni, sem löggjafarvald þjóðanna eigi hefði vogað að breyta, nema frumvarpið 1902, en þar hefði öðruvísi staðið á, þv! þeim lögum var hægt að breyta, enda þá allir sammála um að fá stjórnina inn í landið, en aptur á móti yrði þessu frumvarpi eigi breytt og því þyrfti vel að vanda það, sem lengi ætti að standa. Þegar nefndir frambjóðendur kornu hér, voru þeir búnir að halda fundi á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Héðan fóru þeir suður á Berufjörð, héldu fund ! Beruneshreppi og tvo í Geithellna- hreppi. svo til Héraðs og þaðan ætluðu þcr til Mjóafjarðar og enda í Norðfjörð, og hafa þeir þá rækilega prédikað í öllum hreppum sýslunnar. Ekki er hægt að segja um árangurinn af þessu ferðalagi, en svo mikið er víst, að margir fallast á þá kenningu þeirra nafna, að frumvarpið sé óaðfinnanlegt ! alla staði, þó munu hinir allt eins margir, sem álíta að laga þurfi það að ýmsu leyti og geta eigi fellt sig við þá kenningu, að ótti við Dani eigi að hafa áhrif á löggjafarvald þjóðar- innar í þessu mikilvæga máli. Mannalát. Snemma í þessum mánuði (ágúst) andað- ist Halldór Bjarnason í Hróarsholti, kominn hátt á 86. aldursár, fæddur 13. sept. 1822. — Hann bjó fyrst ! Eyvík í Gr!ms- nesi í 6 eða 7 ár, flutti þá að Hróarsholti í Flóa 1856, og bjó hann þar 36 ár, og var jafnan við efni. Halldór heitinn var vandaður maður í hvívetna og í fremstu bænda röð. Hans er minnzt í „Óðni“ í jan- úarbl. þ. á. og er þar mynd af honum. Börn Halldórs eru Bjarni húsmaður á Eyrarbakka, Guðrún kona Guðmundar Guð- mundssonar í Hróarsholti og Ragnheiður gipt Jóhanni Jónssyni, er bjó áður á Kot- la'igum. I vetur er leið andaðist að Björk í Flóa Lafranz Bjarnason. Hann bjó áður lengi að Votmúla í Sandvíkurhreppi, en fluttist síðar að Björk með syni sínum Gísla, er þar býr nú. Lafranz heitinn var greindur maður í bezta lagi, sfglaður og skemmtinn, og bjó, einkum síðari hlutann, laglegu búi. — Börn hans eru Gísli bóndi í Björk og Anna kona Þórðar Þorvarðarsonar í Vot- múla. Mannalát vestan hafs. Bóas Arnbjörnsson bónda á Þorvalds- stöðum í Breiðdal Sigmundssonar, andaðist 28. marz sl. Hann var fæddur 7. ágúst 1857, flutti 1883 til Vesturheims og dvaldi að síðustu í Spanish Fork Utah. Hann var kvæntur Bjarnlaugu Eyjólfsdóttur frá Eyjar- balcka i Húnavatnssýslu Guðmundssonar og eru 6 börn þeirra á lífi. Puríður Helgadóttir, kona Jóns Jónsson- ar, er síðast bjó á Beigalda í Borgarhreppi, andaðist 12. maí í Otto í Manitoba. Hún var fædd 12. okt. 1847, dóttir Helga Sæ- j mundssonar, er síðast bjó á Ferjubakka. Anna Hannesdóttir (bónda á Haukagili í 1 Vatnsdal Þorvarðarsonar prests Jónssonar) konajakobs Líndals Hanssonar Natanssonar, andaðist 3t. maí sl., 30 ára (f. 27. sept. 1857) og eru 12 börn þeirra lifandi. Stfeania Ingibjörg, kona Ólafs J. Vopna í Winnipeg, andaðist 13. júlí, 52 ára; eru 8 börn þeirra á lffi. Cggart Qlaessen yflrréttarmálaflntDingsmaöiir. Pósthússtræti 17. Venjulega heima ld. 10—11 og 4—5. Tals. 16. D» lyr er ómótmælanlega bezta og langódýrasta A l'i líftryggingarfélagiö. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. Allir ættu að vera liftrygðir. Finnið að niáli aðalumboðsm. I). 0STLUND. Rvik. cftcprœsantant sögas til at samle Bestillinger paa Foto- grafi-forstörrelser. Stor Fortjeneste. Skriv efter Pröver. „Aarhus Forstörrelsesanstalt11, Aarhus. 15—20 hestar af góðri töðu óskast keyptir. Helgi Zo'éga. Herbergi með forstofuinngangi og á góðum stað í bænum, óskast til leigu. Afgr. vlsar &. Grott fseði fæst keypt á Hverfisgötu 33, frá síðasta september þ. á. Sveinborg Kr. Ármannsdóttir. Guðrún S. Ármannsdóttir. Fundíð úr með keðju 2. ágúst síð- astl. á veginum milli Kotstrandar og Kamba — Eigandi vitji til kaupm. B. H. Bjarna- son 1 Reykjavík gegn borgun auglýsingar, Herbergi til leigu í Vesturgötu 24.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.