Þjóðólfur - 25.09.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.09.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. september 19 08. jYs 45. Hver sá er hefur borið verðið í verzlun undirrítaðs saman við verð- lag annara kaupmanna hér í bæ, hefur komizt að raun um, að það er blátt áfram fjárhagslegt tjón, að kaupa lani]ia ogf lampaáliöld annarstaðar en í verzloii B. II. Ólafsson fékk 107 atkv. (ekki 90) og Jón i Hemru 65 (ekki 60). Er þá frétt um allar kosningar og atkvæðatölu á landinu í þetta skipti. Kosningaúrsiitin. Það hefur orðið stórkostleg breyting á skipun þingsins við þessar kosningar, stór- kostlegri en dsemi eru til við nokkrar al- þingiskosningar hér á landi. Af 34 þjóð- kjörnum þingmönnum hafa að eins 13, er sátu á síðasta þingi, náð kosningu, og að líkindum ekki nema 12, þá er sæti dr. Valtýs er talið frá, sem eflaust er rétt- Jörðin Mof á Kjalarnesi fæst til k a u p s og á b ú ð a r. Semja skal við undirritaðan. Reykjavík 24. sept. 1908. SSförn 14rís< jánsson. Alþjngiskosningar 10. sept. m. í Snæfellsnessýslu: §igurðnr Gnnnarsson prófastur í Stykkishólmi með 27fí atkv. Lárus H. Bjarnason lagaskólastjóri fékk 192 atkv. í E yj a fj arð arsýslu: Ilannes Ilaf'stoin raðherra (endurkosinn) með Í alkv. og Stofán §tefánsson hreppstjóri í Fagraskógi (endurkosinn) með 307 atkv. Kristján H. Benja- nrínsson fékk 106 atkv. f BarOastrandarsýslu: ISförn .lónsson ritstjcri með 2/ '1 atkv. Guðm. Björns- son sýslumaður fékk 70 atkv. Atkvæðatala séra Kristins Daníels- sonar, hins kosna þingmanns Vestur- ísfirðinga, var 157, en Jóhannes Ólafs- son fyrv. þingm. fékk 94 atkv. At- kvæðatalan í Ðalasýslu var ekki rétt, eins og hún fréttist fyrst. Bjarnijóns- son frá Vogi fékk 188 atkv. (ekki 156) og jón Jensson 52 (ekki 48). Atkvæðatalan í Vestur-Skaptafellssýslu var °g ekki fullkomlega rétt. Gunnar ast að reikna nýjum þingmanni (séra Birni Þorlákssyni), og að honum með- töldum eiga þá 22 nýir þjóðkjörnir þing- menn sæti á næsta alþingi. Meðal þeirra hafa 8 setið einhvern tíma áður á þingi, en 14 eru spánnýir. 12 þingmenn, er sæti áttu á síðasta þingi, buðu sig ekki fram til kosninga í þetta sinn, en 9 féllu í kosningahríðinni, þar á meðal að eins 1 frumvarpsandstæðingur, en 8 frumvarps- menn. Hrunið hefur verið stórkostlegt í liði frumvarpsmanna, jafnvel frekar en bú- ast mátti við, tveir nefndarmanna fallið, og einn komizt að með örlitlum atkvæða- mun, en tveir að eins (ráðherrann og J. Magn.) með allrífum mun, en sá nefndar- manna (Sk. Th.) er ágreining gerði, kos- inn án atkvæðagreiðslu. Þjóðin gat naum- ast greinilegar látið í Ijósi óhug sinn á frumvarpinu óbreyttu, en með því að kjósa á þing 24 andstæðinga þess, en að eins 9 fylgismenn þess. Dr. Valtý er bezt að láta liggja á milli hluta að svo stöddu. Með hinum konungkjörnu hafa frumvarps- menn þá 15 atkvæði á þingi. Það er þýðingarlítið fyrir minni hlut- ann, að mögla yfir þessum úrslitum, eða að reyna að draga fjöður yfir þennan feikimikla kosningaósigur með því, að eigna hann blekkingum og æsingum af hálfu frumvarpsandstæðinga, því að slíkt nær engri átt. Miklu fremur ástæða til að segja, að slíku hafi verið beitt hinu meginn. Sannleikurinn er sá, að báðir flokkar unnu af kappi, til að bera sigur af hólmi, og frumvarpsmenn þurfa alls ekki að ásaka sig fyrir, að þeir hafi legið á liði sínu, því að þeir gátu ekki meir að gert. Þjóðin snerist eindregið gegn stefnu þeirra, og við það gátu þeir ekki ráðið. Þeim dómi, sem hún hefur kveðið upp með þessum kosningum, verður ekki hrundið. Það er ekki til neins, að telja hann ómerkan eða fólginn í nokkurri sannfæringarþvingun, því að hún gat ekki komizt að í þetta sinn, þá er kosning- arnar voru leynilegar. Eins og vér gerð- um ítarlega grein fyrir i blaði voru fvrir skemmstu, á einmitt hinn sanni vilji þjóðarinnar að koma miklu betur f Ijós við þessa kosningaaðferð, en við kosning- ar í heyranda hljóði. Og vér tókum það fram, að í fyrsta skipti á þesstt landi gæti vilji þjóðarinnar komið fram í réttri mynd við þessar kosningar, og mundi einnig gera það. Og þetta var sagt al- veg án tillits til þess, hvor stefnan 1 sam- | bandsmálinu mundi verða ofan á. Kn nú V erkf æravólar og- smíðatól. ---- - "■ ......—) Kjöbenliavn. Gl. Kongevej 1D. hefur þjóðin dæmt á milli. Og dómur- inn hefur fallið á þann hátt, að þjóðin vill ekki Ifta við frumvarpinu, nema gerð- ar verði á því verulegar breytingar, óbreyttu vill hún alls ekki sinna því. Frumvarpsmenn tala nú allmikið um þá á b y r g ð , er þjóðin hafi bakað sér með því, að velja svona mikinn meiri hluta frumvarpsandstæðinga á þing. En það er eins og engin ábyrgð hafi fylgt því, ef frumvarpsmennirnir hefðu orðið í nægum meiri hluta til að smella frumvarpinu ó- breyttu á þjóðina, og binda hana rígfasta við Dani um aldur og æfi. Því fylgdi náttúrlega engin ábyrgð! Það var annars mesta furða, hversu fljót þjóðin var að átta sig á þessu máli, jafn- stuttur tfmi, sem henni var ætlaður til þess. Sannleikurinn var sá, að fylgið við frumvarpið fór þverrandi dag frá degi, eptir því sem menn kynntu sér það betur. Og hefðu kosningar farið fram mánuði síðar, er vafalaust, að enn færri frumvarps- menn hefðu komizt að, en nú varð. Full- yrðingar stjórnarblaðanna um aukið fylgi frumvarpsins og spádómarnir um stór- kostlegan kosningasigur frumvarpsmanna, voru ekki annað en herfilegustu blekk- ingar. Hin eldri flokkaskipting hefur öll tvístr- azt og klofnað við kosningar þessar, og má því eptirleiðis telja hana alveg úr sögunni. En nýir flokkar mynciast auðvitað á nýjum grundvelli, og verður það eflaust næsta þing, sem þá skapar. Er vonandi að sú skipting byggist á eðlilegri og virðulegri grundvelli, en eigin hagsmunum og valda- fíkn, er áður hefur myndað þingflokka hér, eins og t. d. Lögréttuklíkuna 1905, sem nú á að eins 4 eptir á þingi, missti meðal annars 4 (laun)ritstjóra sína 1 kosn- ingahríðinni o. m. fl. Stéttaskiptingunni á þingi nú verður svo háttað, að embættismannavaldið þverrar til rnuna, en bændum fjölgar, og er það bein afleiðing af kosningaaðferðinni, að nú geta menn kosið óttalaust og ókúg- aðir. Verður nánar nrinnst á það síðar. Þjóðin á heiður skilið fyrir, hversu ein- dregið hún hefur tekið í taumana í þessu máli, hversu einbeittan vilja hún hefur sýnt í því, að láta ekki bindast athuga- laust á danskan klafa, en krefjast réttar síns sleitulaust með skýrum og ótvíræð- um ákvæðum, eins og sjálfsagt er í jafn þýðingarmiklu máli. í slfkum samning- um má enginn tvískinningur, engin óheil- indi eða undirferli eiga sér stað. Það er báðum málsaðilum fyrir beztu, bezta trygg- ingin fyrir góðri sambúð. Og það ættu Danir að sjá og viðurkenna. Að öðrum kosti getum vér ekki og megum ekki gera »nýjan sáttmála« við þá. Erlend tíðindi. Esperantó. Fjórði a1þjóðafu n d ur esper- a n t i s t a var haldinn í Dresdená Saxlandi vikuna 17.—22. f. m. Voru þar saman komnir hátt á annað þúsund esper- antista frá öllum löndum. Sagt er, að 35 þjóðir hafi átt sér þar fulltrúa; þar á meðal var einn Islendingur (Jón Guð- brandsson verzlunarmaður). Var fundar- mönnum og höfundi málsins, dr. Zamen- hof, tekið með virktum, bæði af hálfu Saxaríkis og borgarinnar, er margt gerðu til þess, að fundurinn gæti orðið sem veglegastur og skemmtilegastur. Þannig veitti borgin allmikið fé til fundarhaldsins, lánaði auk þess eitt af stórhýsum sínum til þess og lagði fundarmönnum tvisvar sinnum til 4 skip ókeypis til skemmti- feröa upp eptir Elfunni (Elben). Fundur þessi sýndi það ljóslega, að all- ur þorri esperantista er andvígur þeim uppástungum til breytinga á málinu, sem í vetur gerðu vart við sig. Eru þeir fast- ráðnir í að fara ekki að vekja glundroða og flokkadrætti, með því að grauta neitt í málinu eða breyta því og spilla þannig þeim glæsilegu horfum, sem nú eru fyrir sigri þess, heldur halda fast við það 1 þeirri mynd, sem það nú er í og hefur verið notað rneir en 20 ár. Af því sem fram fór á fundinum eða í sambandi við hann, vakti það einna mesta eptirtekt út á við, að frægur þýzkur leik- ari, Emanuel Reicher, lék með leiksveit sinni lfigeníu frá Tauris eptir Goethe, í þýðingu á esperantó eptir dr. Zamenhof. Er mikið látið af þvl, hversu vel það hafi tekizt. Auk þess léku viðvaningar frá ýmsum löndum nokk- ur minni leikrit, t. d. 2 leikrit eftir sænska skáldið Strindberg, og gamanleik eptir þýzka skáldið Kotzebue; það var leikið af 11 manns, og voru leikendurnir sinn hverrar þjóðar; átti það auðvitað að sýna, hversu auðveldlega útlendingum gengur að skilja hvern annan á esperantó. Það var ákveðið á fundinum, að næsta ár skyldi halda tvo slíka allsherjar esper- antófundi, hinn fyrri í háskólabænum Chatauqua í Bandaríkjunum, þar sem nú er vöknuð nýlega mikil hreyfing fyrir esperantó, en hinn sfðari í Barcelona á Spáni. Ráðgert er, að 1912 verði hald- inn allsherjar esperantófundur í Tokio í Japan. Eptir að fundinum var slitið í Dresden, héldu flestir fundarmenn til B e r 1 í n a r og dvöldu þar í tvo daga. Að því búnu héldu allmargir til Kaupmannahafn- a r, þar á meðal dr. Zamenhof. Dvöldu þeir þar tvo daga og skoðuðu það, sem þar var markverðast. í ráðhúsinu í Kaup- mannahöfn fagnaði Jensen borgarstjóri þeim með ræðu, sem hann hélt á esper- antó. Höfuðsmaðurinn frá Iiöpenick eða V o i g t skóari, sem frægur varð um allt Þýzkaland, og enda um allan heim, fyrir tveim árum síðan, fyrir það hve snilldarlega honum tókst að leika á heilt herfylki og ræna fjárhirzlu þess með þvf að klæðast höfuðsmannseinkennisbúningi, hefur nú verið náðaður og verið sleppt úr fangelsinu, sem hann er búinn að hýr- ast f 20 mánuði fyrir hermennskuæfin- týri sitt. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá þarf hann ekki að iðrast eptir það, þvf að það tiitæki hefur gert hann nafnkunnan og vakið eptirtekt manna á kjörum þeim, er hann átti við að búa, svo að ýmsir hafa orðið til að aumkvast

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.