Þjóðólfur - 25.09.1908, Blaðsíða 2
ÞTOÐULKUR.
162
yfir hann og hjálpa honum. Hefðarfrú
ein hefur þannig t. d. ánafnað honum
90 kr. á mánuði, meðan hann lifir, svo
að hann þarf ekki að leggja út 1 nýtt
Köpenick-æfintýri vegna báginda. Drýgra
virðist honum samt ætla að verða það,
sem hann hefur upp úr forvitni manna,
þvi að allir vilja gjarnan sjá gamla skó-
arann, sem með einkennisbúningnum ein-
um vafði heilu herfylki um fingur sér, og
hvert trúðleikahúsið hefur keppzt við ann-
að að fá að sýna hann fyrir almenningi,
og boðið honum stórfé fyrir. Þegar hon-
um var sleppt úr fangelsinu, var honum
leyft að halda einkennisbúninginum til
minningar um æfintýri sitt, og vilja menn
auðvitað helzt fá hann til að sýna sig í
honum, en það er þýzku yfirvöldunum
lítt gefið um, því að þar í landi er mikil
virðing borin fyrir einkennisbúningum, og
hefur þeim tekizt að koma í veg fyrir, að
Köpenick-höfuðsmaðurinn sýni sig opin-
berlega á Þýzkalandi. Aptur á móti hef-
ur hann gert samning um að ferðast um
Bandarlkin sex mánuði, til þess að sýna
sig þar, og á hann að fá 50 þúsund rlkis-
mörk (45 þús. kr.) fyrir það ferðalag.
Hann hefur nú ráðið sér skrifara til að-
stoðar og kveðst hann þegar hafa fengið
1200 bréf með ölmusubænum.
Mannalát.
Hinn 10. þ. m. andaðist á Utskálum
séra Danlel Halldórsson fyrrum
prófastur og prestur að Hólmum f Reyðar-
firði, rúmlega 88 ára gamall, og elztur
prestvígðra manna hér á landi. Hann
var fæddur á Melstað 12. ágúst 1820, og
voru foreldrar hans Halldór prófastur
Amundason (•}• 1843) og síðari kona hans
Margrét Egilsdóttir prests á Staðarbakka
Jónssonar frá Stafni 1 Deildardal Lýtings-
sonar. Ólst hann upp hjá foreldrum sín-
um á Melstað, og var komið haustið 1835
til kennslu hjá Birni skólakennara Gunn-
laugssyni í Sviðholti, en 1836 fór hann í
Bessastaðaskóla og útskrifaðist þaðan með
mjög góðum vitnisburði 1842. Er nú
enginn á lífi þeirra manna, er útskrif-
uðust úr þeim skóla, nema Páll Melsted.
Á páskadaginn (16. apríl) 1843 var séra
Danfel vígður aðstoðarprestur til föður
síns og var þá á 23. aldursári, svo að
hann varð að fá aldursleyfi til vígslu.
Var hann vígður af Árna stiptprófasti
Helgasyni, því að Steingrímur biskup var
þá sjúkur. Þá um sumarið (1843) andaðist
séra Halldór, en séra Daníel þjónaði Mel-
stað þau misseri, fékk Glæsibæjar-presta-
kall haustið 1843 og flutti til brauðsins
haustið 1844. Hafðist hann þá við í
ýmsum stöðum, bæði á Akureyri, Stóra-
Eyrarlandi og víðar, en 1850 fór hann
að Skjaldarvfk, þá er Þórarinn Stefánsson
Thorarensen, er þar haíði verið, fór til
Reykjarfjarðar. Sama árið kvæntist séra
Daníel Jakobínu Magnúsdóttur frá Eyrar-
landi Stefánssonar amtmanns Þórarins-
sonar, og lifir hún enn. Hann fékk Hrafna-
gil 1860, en Hólma í Reyðarfirði 1880, og
fékk lausn frá prestskap 1893 eptir 50
ára prestþjónustu. Hann var næríellt 20
ár (1857—1876) prófastur í Eyjafjarðar-
prófastsdæmi, og var sæmdur riddara-
krossi dannebrogsorðunnar á þjóðhátíð-
inni 1874. Eptir að hann lét af prest-
skap, dvaldi hann á Hólmum hjá séra Jó-
hanni Lúter tengdasyni sínum, þangað til
hann ásamt konu sinni flutti síðastl. haust
að Utskálum til séra Kristins sonar síns.
Þau hjón eignuðust 9 börn, og eru að
eins 2 þeirra á lífi: Halldór bæjarfógeti
í Reykjavík og séra Kristinn, 2 dóu ung:
Páll og Sofffa, en 2 synir á æskualdri,
Magnús (elztur barnanna)og Jóhannes í lærða
skólanum, en 3 dætur önduðust uppkomn-
ar: Margrét kona séra Jóhanns L. Svein-
bjarnarsonar á Hólmum, Ragnheiður og
Soffía, er séra Jón Halldórsson á Sauða-
nesi átti hvora eptir aðra.
Séra Daníel var mesti merkisklerkur,
vandvirkur og samvizkusamur og mesta
snyrtimenni í hvívetna, ágætur skrifari
sem faðir hans og bræður og fleiri í þeirri
ætt (afi hans Ámundi Jónsson var nafn-
kunnur þjóðhagasmiður, sunnlenzkur, og
er frá honum komin mjög fjölmenn bænda-
ætt á Suðurlandi (Ámundaætt)).
Séra Daníel var elztur bindindismaður
hér á landi, hafði verið í bindindi nær
70 ár.
Nýr blskup.
Með símskeyti hefur borizt hingað frá
frá Kaupmannahöfn, að konungur hafi 19.
þ. m. veitt Hallgrími biskupi Sveins-
s y n i lausn frá biskupsembætti með eptir-
launum frá 1. okt. næstk., en skipað í
hans stað biskup yfir íslandi prestaskóla-
forstöðumann og prófessor að nafnbót
séra Þórhall Bjarnarson. Hanner
nú nálega 53 ára gamall (f. 2. des. 1855),
hefur verið 23 ár kennari við prestaskól-
ann, síðustu 14 árin forstöðumaður 'nans.
Hann kvað hafa gert það að skilyrði, að
vígjast biskupsvígslu hér á landi, og verður
hann vígður af biskupi 4. okt. Það varréttog
röggsamlega gert af biskupsefninu, að vilja
ekki sækja vfgslu til Sjálandsbiskups, enda
er hann enginn yfirhirðir íslenzku kirkj-
unnar. Tveir fslenzkir biskupar hafa áður
verið vígðir biskupsvfgslu hér á landi:
Jón Vigfússon vísi-biskup til Hóla af Bryn-
ólfi biskupi Sveinssyni 1674 og Geir Vída-
lfn afSigurði Hólabiskupi Stefánssyni 1797.
Oda Nlelsen,
leikkonan danska, fór héðan með »Vestu«
22. þ. m. ásamt förunautum sínum, er
getið var um í sfðasta blaði. Var jafnan
afarmikil aðsókn að söngskemmtunum
hennar, og mest þó sfðasta kveldið. Söng
hún þá að síðustu Bí, bí og blaka á
fslenzku, en vitanlega var fremur lítill ís-
Ienzkublær á framburðinum. Var fjölda
mörgum blómskúfum varpað fyrir fætur
henni það kveld frá áheyrendunum, og
kölluð fram hvað eptir annað. Að lok-
um þakkaði hún hjartanlega fyrir viðtök-
urnar og gaf f skyn, að hún mundi koma
aptur. — Leikfélag Reykjavíkur gaf henni
að skilnaði vandað silfurbelti. Þótti sum-
um jafnvel nóg um dálæti það, er bæjar-
búar sýndu henni.
SjálfsmorO.
Símað er frá Seyðisfirði 21. þ. m.:
Guðmundur Sigurðsson for-
maður frá Nýlendu í Stafneshverfi kastaði
sér út úr vélarbát hér á höfninni í gær-
kveldi og drukknaði.
Skipstrand.
Fiskiskipið »Fosna« frá Kristiansund
strandaði við innsigling á Raufarhöfn 17.
þ, m. Mannbjörg varð. [Eptir símfrétt
frá Seyðisfirði 21. þ. m.).
Kólera i Pétursborg.
Símskeyti frá Kaupmannahöfn í fyrra
dag segir svo:
Kólera geisar í Pétursborg.
Þllskipaafli
hefur orðið allgóður hér syðra þetta
árið. Á rúmum 5 vikum nú í síðustu úti-
vist fékk þilskipið »Björgvin« (skipstj.
Ellert Schram) 25,000 af mjög vænum
fiski. En verðið á fiskinum er nú miklu
lægra en í fyrra.
GufuskipiO „Sterlingu
(E. Nielsen) fór héðan til útlanda 22. þ. m.
og með því um 90 farþegar. Rúmur helmingur
af þeim hóp(5o) var .Generalstabeu" og fyrir
honum kapt. Johansen; hafa verið við land-
mælingar hér í sumar. Ennfremur Garðar
Gíslason verzl.umb.m. (í Leith), frú hans og
2 börn, Bogi Th. Melsted sagnfr., Guðm.
Hlíðdal rafmagnsfr. og unnusta hans, kaupm.
Riis og Tang frá ísafirði, Axel Andersen
skraddari, Haraldur Sigurðsson frá Kallað-
arnesi, A. Obenhaupt verzl.agent, Jón Jónas-
son stúdent, ensk hjón frá London, konsúls-
frú Ágústa Thomsen og sonur hennar, ung-
frúrnar: Guðlaug Sigurðardóttir frá Kallað-
arnesi, Margrét Þorvaiðardóttir, Jóh. Krist-
jánsdóttir, Elín Jónsdóttir (Árnasonar frá
Garðsauka), Hansína Gunnarsdóttir (konsúls
Einarssonar), Ragnheiður og Anna Thorar-
ensen (dætur Grtms Thor. í Kirkjubæ), Jó-
hanna Finnbogason, Þórunn Magnúsdóttir,
Þórhildur Skúladóttir (prests í Odda), Guð-
ríður Bjarnadóttir o. fi., o. fl. Til Vestm.eyja
fór mr. Berrie frá Edinborg, Halldór Gunn-
laug^son Iæknir og frú hans, Sv. Jónsson o. fl.
Aðflutningsbann.
Atkvæðagreiðslan um það, er fór fram 10.
þ. m. hefur farið þannig:
Reykjavík 725 með 216 móti
Borgarfjarðarsýsla . . 162 — 95 —
Mýrasýsla 132 — 60
Dalasýsla 128 — 106 —
Barðastrandasýsla. . . 225 125 —
Vestur-ísafjarðarsýsla . IÓI 74 —
ísafjörður 186 — 46 -
Strandasýsla 102 — 83 “
Húnavatnssýsla.... 263 — 136 —
Skagafjarðarsýsla . . . 249 — 145 —
Eyiafjarðarsýsla. . . . 215 — 162 —
Akureyri »75 — 88 —
Suður-Þingeyjarsýsla . 198 — 179 —
Norður-Þingeyjarsýsla . 79 — 82
Norður-Múlasýsla . . . 215 — 138 -
Seyðisfjörður 48 - 62
Suður-Múlasýsla . . . 201 — 247 —
Vestur-Skaptafellssýsla 89 — 89 —
Rangárvallasýsla . . . 142 — 256 —
Vestmannaeyjar . . . 81 — 47 —
Árnessýsla 243 — 257 —
Gullbr.- og Kjósarsýsla 394 — 174 —
Samtals 4413 — 2867 —
Er enn ófrétt um atkvæðatölu í Snæfells-
nessýslu og Austur-Skaptafellssýslu, en í
Norður-fsaíjarðarsýslu fórst atkvæðagreiðslan
fyrir, en á að fara fram á hreppskilaþingum
í næsta mánuði.
Cggert Glaessen
Tflrréttarmálaflntningsmaönr.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kL
10—11 og 4—;. Tals. 1 6.
ein hin bezta og hlunnindaríkasta
jörð á íslandi, með kirkju og mikl-
um kirkjueignum. Jörðin heíur
stór og góð tón, víðáttumiklar °g
sléttlendar flæðiengjar, afarstórt og
gott fjalllendi, laxveiði mikla, sel-
veiði mikla, silungsveiði mikla,
rekapláss stórt, eggvarp allmikið,
stutt í kaupstað, sem má fara sjó-
veg frá túninu, vetrarbeit góð.
Jörðin er höfuðból að allra dómi.
Gísli Þorbjarnarson,
Signrð fl. Gulbransen
Arkitekt — Bygmester.
Torvet 9 ílL Tlfn 6379. Kristiania.
Leverer Tegninger til alle Slags
Huse og Opförelse af alle Slags
Bygninger i Mur som Træ til rime-
lige Priser. Kommissionær for Kjöb
af alle Slags Bygningsartikler.
Herra hreppstjóri Jón Jónsson Munaðar-
hóli er skipaður umboðsmaður fyrir „Dan“
í Snæfellsnessýslu. Aðrir hafa ekki umboð
í nefndri sýslu.
Reykjavík 24/ó 1908.
David östlund.
Aðalumboðsm. fyrir „Dan“ í Suðurumdæmi
íslands.
Góöar rófur óskast til kaups. Af-
greiðsla Þjóðólfs vísar á.
Tvö ný og ódýr
rnnstædi
til sölu.
%3óR. dófiannasson,
Bergstaðastr. 11 A.
Urval af beztu
Saumavélui
hjá
jViagnúsi jjcnjamínssyni,
Veltusundi 3.
Atvinna.
(Jngur maður ógiptur, 22—25
ára gamall, lipur og verklaginn, reglu-
samur og ástundunarsamur getur fengid
atvinnu nú þegar.
Lysthafendur snúi sér til H/F klæða-
verksmiðjunnar Iðunn í Reykjavík.
heldur rFV>nit>oln laug-
ardaginn 3. október og sunnu-
daginn 4. októher.
Ágódinn rennur í styrktar-
sjóð einstœðings-kvenna.
Nanara d götuauglýsingum.
1 Talsimi 213.
Kaffi Kaffi Kaffi
Ueykjavíkurkaffi er bragðbezt og drjúgast.
Fæst aðeins hjá
Ijans petersen, Skólastræti 1. Taisimi2i3. I
[ Talsimi 213. |