Þjóðólfur - 23.10.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.10.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. október 19 08. JtS 49. V erkfæravélar og- smíðatól. 1 & l Sdmah Kjöbenhavn. Gl. Kongevej ÍD. Erlend tíðindi. Byitingarnar á Balkanskaganum. Balkanskaginn hefur löngum verið tal- inn vandræðagepill Norðurálfunnar. Hef- ur óstjórn Tyrkja á löndum þeim, er undir þá liggja, verið við brugðið, og opt hafa óeirðirnar keyrt svo úr hófi, að stórveldin hafa orðið að skerast í leikinn. En þótt þau hafi verið að reyna að fá Tyrki til að gera ýmsar umbætur, til þess að sætta þjóðir þær, sem þeim lúta, við yfirráð þeirra, þá hefur það haft harla lítinn á- rangur, og hafa Tyrkir á ýmsa vegu smokr- að sér undan fiestum loforðum sínum í þeim efnum. Loks sáu þó Tyrkir sjálfir, að ástandið var ófært, og i sumar sem leið tókst þeim að gera stjórnarbyltingu, takmarka einveldi soldáns og koma á þingbundinni stjórn. Hétu þeir nú öllum þjóðum í ríkinu jafnrétti, og var þeim tiðindum tekið með miklum fögnuði. Hugðu nienn, að nú mundu Tyrkir sjálfir fá því áorkað, sem stórveldin höfðu á- rangurslaust verið að bisa við, að gera hinar sundurleitu þjóðir í veldi Tyrkja ánægðar með yfirráð þeirra, og hneigðust nú hugir manna víðsvegar til velvildar við Tyrki. Þrátt fyrir þetta virðist nú einmitt ætla að fara að saxast á limi Tyrkjans. Þrjú lönd, sem að vísu voru ekki nema að nafninu undir yflrráðum Tyrkja, hafa nú gengið alveg undan þeim, og er ekki ■séð fyrir endann á þv(, hvaða dilk þetta muni draga á eptir sér. Sjálfstæðisyflrlýsing Búlgaríu. Berlínarfriðinn 1878 varð Búlgaría sérstakt ríki (furstadæmi), en ekki fullvalda. Austur-Rúmenía fyrir sunnan Balkanfjöllin tékk einnig nokkra sjálfstjórn, og 1885 sameinaðist það land Búlgaríu. Af yfir- ráðum Tyrkja yfir löndum þessum er varla meira en nafnið orðið eptir. Búlgaría hefur sérstakan her, gerir verzlunarsamn- inga við erlend ríki og sendir út kon- súla, sem í rauninni eru* líka sendiherrar. En Þessir erindrekar hafa ekki sömu virð- ingar, sem sendiherrar fullvalda rlkja, og Búlgaría greiðir Tyrkjasoldáni skatt. Fyrir skömmu kom snurða á þráðinn milli Tyrklands og Búlgaríu út af því, að Tyrkir vildu sýna, að erindreki Búlgaríu í Konstantínopel væri ekki skoðaður af satna sauðahúsi sem sendiherrar annara ríkja. Um sama leyti varð verkfall á járnbraut, sem liggur frá Konstantínópel í gegnum Austur-Rúmeníu. Lét þá Búlga- ríustjórn herlið taka brautina á sitt vald, og vildi ekki sleppa henni aptur. Fóru skeyti rnilli Tyrkjastjórnar og Búlgaríu- stjórnar út af þessu, og jafnvel sum af stórveldunum lýstu yfir, að þau teldu Búlgaríu beita rangindum í þessu máli. Þá gerðist það 5. þ. m., að Ferdinand fursti og ráðherrar hans komu tii Tirnova, er var höfuðborgin í liinu forna Búlgara- veldi. Var forseti þingsins þar fyrir, og tók hann á móti þeim ásamt fjöida fólks. Var nú haldið til kirkju einnar gamallar, er kennd er við 40 píslarvotta, og var þar fyrir erkibiskup með klerkdómnum. Þá er furst- inn var genginn til sætis, varsunginn sálm- ur, en að því búnu stóð hann upp og las upp ávarp til búlgversku þjóðarinnar. Minnt- ist hann á þær framfarir, sem landið hefði tekið síðan þrældómshlekkirnir voru brotn- ir af því 1878. Allt, sem stæði í vegi fyrir þvl, að áframhaldið yrði eins, yrði að víkja. í reyndinni v'æri Búlgaría óháð og sjálfstæð, en ennþá stæði þó í vegi fyrir eðlilegri og friðsamlegri framþróun landsins nokkrar ímyndaðar og íormlegar skorður, sem valdið hefðu kala milli Tyrk- lands og Búlgaríu. Þegar þeim væri rutt úr vegi og bæði löndin orðin algerlega óháð hvort öðru, mætti búast við, að vin- fengi og friðsamleg samvinna mundi auk- ast með þeim. Með sllkum formála lýsti hann yfir því, að Búlgaría væri hér eptir óháð konungsríki. Forseti þingsins og forsætisráðherrann báðu því næst furstann í nafni þings og stjórnar að taka að sér titilinn: konungur Búlgara, og hét hann að gera það. Þegar athötninni í kirkjunni var lokið, hélt allur mannfjöldinn til gamalla kastala- rústa skammt þaðan, þar sem verið hafði aðsetur Búlgaríukeisara í tvær aldir, og var athöfnin endurtekin þar. Seinna um daginn, þegar fregnin barst til höfuð- borgarinnar, Sofíu, var ákaflega mikið um dýrðir. Fyrir skömmu var Ferdinand fursti á ferð í Vínarborg og heimsótti þá Franz Jósef keisara. Ætla menn, að hann hafi þá gert keisara kunna fyrirætlun sína, og hafi keisari heitið sínu fylgi- Annars mun þetta hafa komið flestum stórveldunum á óvart, og hafa þau ekki viljað viðurkenna þessa nýbreytni. Segja þau, að það sé brot á Berlínarsáttmálanum frá 1878, því engin þjóð hafi upp á sitt eindæmi rétt til að breyta honum. En Rússland hefur stungið upp á að kalla saman nýjan ríkja- fund í Pétursborg til þess að endurskoða Berlínarsáttmálann, og ef úr þvf skyldi verða, er elcki gott að vita, hverjar afleið- ingar það kynni að hafa fyrir skiptingu valdanna á Balkanskaganum. Innlinuui líosníu og Herze- govínu. Rétt á eptir fregninni um sjálfstæðis- yfirlýsingu Búlgaríu kom fregnin um, að Austurríki og Ungverjaland hefði innlim- að Bosníu og Herzegóvínu. Þessi lönd teljast til Tyrkjaveldis, en við Berlínar- friðinn 1878 fékk Austurríki og Ung- verjaland leyfi til þess, fyrst um sinn, að stýra löndum þessum í nafni lyrkjasol- dáns og hefur þeiur síðan verið stjórnað af hinni sameiginlegu fjármálastjóm Aust- urríkis og Ungverjalands. I auglýsingu sinni um innlimun þessara landa segir keisari, að það sé vilji sinn, að verða við óskum íbúanna um aukið stjórnfreisi og vilji hann veita báðum löndunum stjórnarskrá og þar með hlutdeild í lög- gjöf og landstjórn í þeim málum, er ein- göngu snerta Bosníu og Herzegovinu. En óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að þetta komist á, kveður hann það vera, að staða þessara landa sé ljóst og ótvírætt ákveð- in, og þessvegna færi hann fullveldi sitt út yfir þessi lönd, og framvegis skuli erfðalög Habsborgarættarinnur gilda þar. Til þess að blíðka Tyrkjann og sýna, að þetta sé ekki gert til þess að móðga hann, hefur Austurrfki jafnframt sleppt landræmu nokkurri milli Montenegró og Serbíu, er Sanjak nefnist, og kallað burtu þaðan liðsveitir sínar, svo að hún fellur nú aptur undir Tyrkland. Það er ætlun manna, að Þýzkaland og jafnvel fleiri stórveldi hafi vitað um þessa ráðagerð Austurríkis og verið henni sam- , þykk. Frakkland og England fengu þó ekkert að vita, fyr en alt var um garð gengið. Þetta er auðvitað engu síður brot á Berlínarsáttmálanum, heldur en sjálfstæðisyfirlýsing Búlgaríu, og virðist svo, sem stórveldin muni heldur ekki öll fús á, að viðurkenna það. Að minnsta kosti munu þau litast um, hvort þau muni ekki geta fengið eitthvað til uppbótar handa sér líka, og þá má nú veslings Tyrkjinn fara að biðja fyrir sér. Meiri hlutinn af íbúunum í Bosníu og Herzegovínu eru Serbar. Hafa þessi tfð- indi því vakið mikla gremju í Serbíu og er hún jafnvel farin að hervæðast. Dag- inn, sem fregnin kom til Belgrad, voru allir gluggar brotnir í austurrísku sendi- herrahöllinni þar. Það er einnig mjög efa samt,hvort íbúarnir í Bosníu og Herze- govínu eru glaðir yfir þessum málalok- um, þó að þeim sé lofað einhverri tak- markaðri sjálfstjórn. Einmitt nú mundu þeir fá engu minni, eða jafnvel öllu meiri sjálfstjórn, ef þeir kæmust aptur inn undir Tvrkjaveldi og þá mundu þeir auk þess hafa meiri von um að geta einhvern tíma sameinast bræðrum sínum í Serbíu og myndað stórt og voldugt serbneskt ríki. Sameining Krítar við Grikkland. Sömu dagana og Búlgaría, Bosnía og Herzegovína ganga undan yfirráðum Tyrkja lýstu Kríteyjarbúar yfir því, að Krít yrði framvegis hluti úr gríska konungsrlkinu. Er Kríteyjarfáninn frægi þar með að lfk- indum úr sögunni. Krít gerði hvað eptir annað uppreisn undir stjórn Tyrkja og krafðist að ganga inn í gríska ríkið. Síð- asta uppreisnin 1896 varð orsökin í stríð- inu milli Tyrkja og Grikkja. Eptir það fékk Krít allrfflega sjálfstjórn og var Georg sonur Grikkjakonungs landstjóri þar í langa hrfð. Þingm álaf undir í Árnessýslu. Þeir voru haldnir á tveim stöðum í sýslunni af þingmönnum kjördæmisins (Hannesi Þorsteinssyni og Sig. Sigurðssyni) 17. og 19. þ. m., hinn fyrri í Tryggva- skála við Ölfusárbrú (Selfossi), en hinn síð- ari á Húsatóptum á Skeiðum. A Selfoss- fundinum var fundarstjóri Eggert Benedikts- son hreppstjóri í Laugardælum, en skrifari Engilbert Sigurðsson bóndi á Kröggólfsstöð- um. Þann fund sóttu um 80 kjósendur, þá er flest var, en ekki voru þeir þar komnir fleiri en 60, er fundurinn hófst. Fulltrúakosning, er gert var ráð fyrir, hafði farizt fyrir í flestum hreppum í neðri hluta sýslunnar, og var því öllum við- stöddum kjósendum veittur atkvæðisrétt- ur. Húsatóptafundinn sóttu um 20 full- trúar fyrir 5 hreppa: Biskupstungna- Hruna- manna-, Gnúpverja-, Skeiða- og Villinga- holtshreppa. Þar var fundarstjóri Agúst Helgason dbrm. í Birtingaholti, en skrif- ari séra Kjartan Helgason præp. hon. í Hruna. Nokkurnveginn samhljóða álykt- anir voru samþykktar á báðum fundur.- um, og verður fundargerðunum hér því steypt saman í eitt, en til þess að merin geti glögglega áttað sig á því, hvað sarn- þykt hafi verið á hvorum fundinum um sig, er merkið S sett fyrir framan álykt- anir Seliossfundarins, en H fyrir framan ályktanir Húsatóptafundarins. 1. Sambandsmálið: S Fundurinn óskar helzt, að sam- bandsmálinu verði ráðið til lykta á þing- inu á þann hátt, að Island verði 1 kon- ungssambandi einu við Danmörku, og leggur áherzlu á, að engum fornum rétt- indum landsins verði afsalað, en felur að öðru ieyti þingmönnum sínum, að ráða fram úr því máli, fyrir sitt leyti, á næsta þingi á sem hagkvæmastan hátt fyrir sjálfstæði landsins. H Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á, að sambandsmálið verði ekki sam- þykkt af þingsins hálfu, á öðrum grund- velli en þeim, að engum fornum réttind- um landsins verði afsalað, en felur að öðru leyti þingmönnum kjördæmisins að ráða fram úr því máli á sem hagkvæm- astan hátt fyrir sjálfstæði landsins. En vilji Danir ekki unna íslendingum fulls sjálfstæðis, leggur fundurinn til, að þjóð og þing leggist á eitt, að leysa landið sem mest úr fjárhagslegu viðskiptasam- bandi við Danmörku. 2. Skattamálin: S Fundurinn telur sjálfsagt, að frum- vörpum skattamálanefndarinnar verði ekki ráðið til lykta á næsta þingi, og ekki fyr en á reglulegu alþingi 1911, eptir að landsmönnum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér þau mái rækilega. Ii Samhljóða ályktun. 3. Fjárhagsmálið: S Fundurinn telur nauðsynlegt, að skipuð verði á næsta þingi nefnd til að athuga og rannsaka fjárhag og fjármál landsins, ásamt bankamálum, og koma fram með tillögur um, hvernig ráða eigi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.