Þjóðólfur - 23.10.1908, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR.
179
bekkjarbræöur alla tíð gegnum lærða
skólann. Þeir önduðust og báðir í sömu
vikunni og lifðu lengst þeirra manna, er
útskrifuðust 1861.
Eptirmæli.
Hinn 1. ágúst slðastl. andaðist, eins og
getið hefur verið um í Þjóðólfi, Magn-
ú s Magnússon óðalsbóndi á Laugar-
vatni í Laugardal. Hann var fæddur að
Stokkalæk á Rangárvöllum 1840. Faðir
hans Magnús Guðmundsson á Stokka-
læk, drukknaði í Þorlákshöfn á 1. hjú-
skaparári stnu, og fæddist Magnús son
hans eptir lát hans og bar nafn hans; en
kona Magnúsar á Stokkalæk var Vigdís
Guðmundsdóttir frá Haugum í Stafholts-
tungum Ólafssonar og Ragnhildar Brands-
dóttur systur (sammæðra) Steinunnar Sveins-
dóttur konu Guðmundar Guðmundssonar
verzlunarstjóra á Búðum. Faðir Magn-
úsar á Stokkalæk var Guðmundur á Keld-
um Magnússon frá Núpakoti undir Eyja-
fjöllum, Einarssonar á Leirum Oddssonar
I Steinum Einarssonar. Bróðir Guðmund-
ar á Keldum var Þorsteinn 1 Núpakoti
faðir Tómasar prests á Sauðárkróki, Sig-
rlðar konu séra Bergs Jónssonar í Valla-
nesi, Agnesar konu séra Benedikts E.
Gudmundsen 1 Vatnsfirði, Guðlaugar konu
séra Páls J. Matthiesen í Arnarbæli og
þeirra fleiri systkina.
Með Vigdísi móður sinni fluttist Magn-
ús heitinn að Austvaðsholti á Landi, þá
er hún giptist bóndanum þar, Jóni Þor-
steinssyni (3. maður hennar var Jón Björns-
son í Austvaðsholti), og reyndist hann
stjúpsyni slnum sem bezti faðir. Vorið
1863 byrjaði Magnús heit. búskap í Bjalla
á Landi, og gekk þá að eiga Arnheiði
dóttur merkishjónanna Böðvars Tómas-
sonar og Guðrúnar Halldórsdóttur á Reyð-
arvatni. 1872 flutti Magnús að Holts-
rnúla á Landi, en 1880 að Úthlíð í Bisk-
upstungum. Þar missti hann Arnheiði
konu sína haustið 1887. Höfðu þau átt
II börn, dóu 2 þeirra í æsku og hið 3.
uppkomið, en hin lifa, öll hin efnilegustu.
Meðalþeirra eruBöðvar hreppstj. áLaugar-
vatni og Brynjólfur bóndi í Nesjum í
Grafningi. Vorið 1888 flutti Magnús heit.
frá Úthlíð að Laugarvatni og gekk að eiga
Ragnheiði Guðmundsdóttur, ekkju Eyjólfs
bónda Eyjólfssonar, er þar hafði búið, og
lét eptir sig 10 börn, sum í ómegð. Var
þar ærið að starfa fyrir Magnús heitinn,
með því að ala önn fyrir 20 börnurn
þeirra beggja hjónanna, en það tókst á-
gætlega. Bjó hann. jafnan rausnarbúi og
var mesti bjargvættur sveitar sinnar. Síð-
astl. vor lét hann af búskap eptir 45 ára
fyrirmyndarstarf í bændastöðu, enda var
þá æfidagur hans að kveldi kominn. —
Hann var dugnaðarmaður og þrekmaður
með afbrigðum, svo að hann mun hafa
átt fáa sína jafningja, og að þvi skapi var
áhuginn mikill og eljan óþreytandi. Mátti
óhætt telja hann tveggja maka til allrar
vinnu. Hann var þéttur á velli og þétt-
ur í lund, fáskiptinn hversdagslega og ekki
margmáll, en einarður og hreinskilinn, og
sagði hispurslaust meiningu sína, er því
var að skipta. Hann hataði leti og ó-
mennsku, enda urðu fæstir að slæping-
um, er undir stjórn hans stóðu. Hann
bjó jafnan mjög góðu búi, þrátt fyrir afar-
mikla ómegð, og var manna hjálpfúsastur
og greiðviknastur, enda leituðu hans
margir. Hann var vel greindur maður
°g að öllu drengur hinn bezti, einn af
þessum fáu, góðu, gömlu íslenzku bænd-
um með ósvikinn merg, traustur og áreið-
anlegur um allt, sem bjarg, er ekki bifast,
en enginn yfirlætismaður eða fordildar,
vildi heldur vera en sýnast. Betur að ís-
land ætti marga bændur af sömu gerð.
H.
Að Hóli í Lundarreykjadal andaðist
hinn 15. ágúst síðastl. Jóhannes bóndi
Jónsson. Hann var fæddur í Deildar-
tungu 1832. Bjuggu þar foreldrar hans,
Jón bóndi Jónsson bónda sama staðar
Þorvaldssonar, og Guðrún Böðvarsdóttir
frá Skáney, dugnaðarkona mikil. Er ætt
þessi vei kennd 1 Borgarfirði og víðar.—
Árið 1864 fór Jóhannes að búa á Hóli,
og giptist þá Kristfnu Björnsdóttur Korts-
sonar á Möðruvöllum í Kjós Þorvarðs-
sonar í Brautarholti, og Helgu Magnús-
dóttur prests í Steinnesi Árnasonar bisk-
ups á Hólum Þórarinssonar. Bjuggu þau
Jóhannes á Hóli alla tfð slðan, unz Krist-
ín andaðist árið i8g8; brá hann þá búi
og dvaldist síðan hjá Birni syni sínum á
Hóli. — Jóhannes. sál. var auðnumaður;
má þar fyrst og fremst telja til, að hann
kvæntist þeirri manngæðakonu, að fáar
getur slíkar; enda var hann henni vel
unnandi og eptirlátur. Var heimili þeirra
frábært að gestrisni og þeir dagar voru
fáir, að eigi væru þar gestir fleiri eður færri;
var öllum veittur beini með stalcri alúð,
og aldrei þeginn eyrir fyrir. Eigi að síð-
ur var Jóhannes lengstum annar helzti bú-
höldur sveitar sinnar; gerði þó fjárkláð-
inn og harðindin eptir 1880 honum sem
fleirum á þeim árum, ærið þungt fyrir
fæti. En með fyrirhyggju tókst honum
að halda risnu sinni og heimilisháttum
alla tlð.
Börn þeirra hjóna, er upp komust, eru:
Björn óðalsbóndi á Hóli, Helga, kona
Jóns skipstjóra Árnasonar í Heimaskaga,
Ástríður, kona séra Magnúsar Þorsteins-
sonar í Selárdal, Guðrún, ekkja eptir Lopt
Loptsson frá Bollagörðum skipstjóra; og
eru þau öll vönduð og vel látin, og Rann-
veig, á Hóli, vanheii.
St. G.
Laust prestakall. Staðarhóll
í Dalaprófastsdæmi (Staðarhóls-, Skarðs- og
Garpsdalssóknir, samkvæmt lögum nr. 45,
16. nóvbr. 1907 um skipun prestakalla).
Veitist frá fardögum 1909 með launakjör-
um eptir nýju launalögunum.
Umsóknarfrestur til 15. desbr. næstk.
Veðurslíýrsluágrip
frá 16.—22. okt. 1908.
okt. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
ió. + 5,8 + S.i + 4,1 + 4,° + 10,0 b 7,o
U- ~r 3,2 + 4,i + 3,4 + i,5 + 9,2 -10,8
18. + 2,1 -r- 2,0 -j- 0,5 -+ 2,8 + 5,8 - 9,7
19- + 7,7 + 2,3 + 3,4 + 6,6 + 9,2 + 10,3
20. + 9,4 + 5,8 + 8,3 + 6,5 -f 8,3 + 9,5
21. + 7,7 + 10,0 + 7,° + 8,o +13,5 + 9,5
22. + 7,6 + 9,4 + 9,2 + 5,5 +12,9 + n,5
Sigurð H. Sulbransen
Arkiíekt — Bygmeðter.
Torvet 9 n!. Tlfn 6379. Kristiania.
Leverer Tegninger til alle Slags
Huse og Opförelse af alle Slags
Bygninger i Mur som Træ til rime-
lige Priser. Kommissionær for Kjöb
af alle Slags Bygningsartikler.
kemur út einu sinni í mánuði. Mynd-
ir í blaðinu við og við. Flytur ýmsan
verzlunarfróðleik. — Eina verziunar-
blaðið á landinu.
Allir kaupmenn og verzlunar-
menn œttu að kaupa « Verzlunarblað
Islands «.
Utanáskript: » Verzlunarblaðíslands«.
Pósthólf 96. Reykjavík.
Til sölu
góð jörð í Grímsnesi.
Íiísli Þorbjarnarson.
Förmingarkort —Trúlofon-
arkort — Brúðkaupskort og
öll önnur tækifæriskort. Nýkomið mikið
úrval. Fást í Þingholtsstræti 18.
Svanlaug Benediktsdóttir.
Manudaginn 26. október kl.
4 síðd. verða seldar í Breið-
fjörðshúsi hækur Guðjóns
sdl. Guðmundssonar rdðnnauts
Búnaðarfelags Islands.
Eg undirskrifaður Valdimar Guð-
mundsson frá Vallholti lýsi því hér
með yfir og geri mönnum kunnugt,
að eg með þessari auglýsingu skipti
um heiti á eignar- og ábýlisjörð minni
Skinnþúfu í Seiluhreppi.
Landeign sú, er hér um ræðir, var
áður á tímum greind í tvö býli Skinn-
þúfu og Fornuvelli. Nefni eg hana
hér eptir Vallanes, sem mér þykir
bæði viðkunnanlegra og betur viðeig-
andi, þar sem meginhluti landsins er
valllendi, og hjartaskákþess Fornuvalla-
nesið, er Héraðsvötn mynda.
Vallanesi io. okt. 1908.
H. Valdimar Guðmundsson.
Kensla.
Undirritaður tekur að sér að kenna
byrjendum ensku og dönsku gegn
mjög vægri þóknun, — 50 aura um
tímann -—. Þeir sem kynnu að vilja
sinna þessu eru beðnir að semja við
mig hið fyrsta. Mig er að hitta á Lauga-
veg 70 frá kl. 12—3.
Jön Leví.
VeiðiYopn.
Góð og áreiðanleg verzlun, sem
vill taka að sér sölu á þessari vöruteg-
und ásamt öllu því, er til veiðiútbún-
aðar og skotfæra heyrir, getur komizt
að samningum með því að snúa sér
til Villutn F'ónss. Vaabenfabrik, Aar-
hus, Danmark.
S krautritun
! á kort og bækur, svo og að draga
! fangamörk og heil orð, eptir óskum,
j tek eg að mér. Heima kl. 4—7
! síðd. alla virka d. nema laugard.
Lækjarg. 12 B3 Inng. frá Vonarst.
Steindór Björnsson.
I getur fer^gið atvinnu nú þegar í vefn-
| aðarvörubúð hér í bænum, með 30
| króna kaupi um mánuðinn. Tilboð
I merkt 300 sendist afgreiðslu blaðsins.
Úrval af beztu
SaiMYélum
hjá
jllíagnúsi jjenjammssyni,
Veltusundi 3.
Nokkrar nýjar undir- og yfir-
sængur til sölu með afslætti hjá
undirrituðum til I. nóv.
úóR. túóRannasson,
Bergstaðastrætí li A.
L.INS og að undanförnu
kaupi eg allar íslenzkar
þótt þær seu brúkaðar, og
borga þœr samstundis með
peningum.
c3óR. c^óRannessonj
Bergstaöastr. II A.
Trœlast.
Et af Trondhjems större Trælast-
firmaer söger Agent for Island. An-
sögninger med Referencer sendes
under Mærke »Trælast« til Höijdahl
Ohmes Annonce Expeditions Filial,
Trondhjem.
Lifsafl,
og þar með framlenging mannsæf-
innar, — sem í flestum tilfellum er
alt of stutt, — fæst ineð því að neyta
daglega hius heimsfræga heilsubitt-
ers Kína-li'fi-elixírs.
lArampt og taugaveiklun.
Eg undirrituð, sem í mörg ár hef
verið þjáð af krampa og taugaveikl-
un og þeim öðrum lasleika, sem því
eru samfara, og árangurslaust leitað
margra lækna, votta með ánægju,
að eg hef fengið ósegjanlegan bata
við það að neyta hins fræga Kína-
lífs-elixírs frá Waldemar Petersen, og
finn, að eg má elcki án hans vera.
Agnes Bjarnadóttir.
Hafnarfirði, íslandi.
jflóöursýKi og lijartveikí.
Eg undirrituð hef í mörg ár ver-
ið þjáð af móðursýki, hjartveiki og
þar af leiðandi tauga-óstyrkleik. Eg
reyndi Kína - lifs - elixír Waldemars
Petersens, og þegar eg var búin að
neyta að eins úr 2 flöskum, fékk eg
bráðan bata.
Olafía Guðmundsdóttir.
Þurá í Ölfusi, íslandi.
Steinsótt.
Eg undirritaður, sem í 14 ár het
verið þjáður af steinsótt og árang-
urslaust leitað margra Iækna, reyndi
síðastliðið sumar hinn heimsfræga
Kína-lífs-elixír Waldemars Petersens,
og með því að neyta 2 matskeiða
af honum daglega, er eg nú orðinn
hressari og glaðari en um langan
undanfarinn tima og get stundað
störf min bæði úti við og heima.
C a r 1 M a r i a g e r,
Skagen.
<5ætiö þess vel, að hver ilaska
sé með mínu löghelgaða vörumerki,
sem er Kínverji með glas í hendi og
VFP* í grænu lakki á flöskustútnum.