Þjóðólfur - 23.10.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.10.1908, Blaðsíða 2
178 ÞJÓÐOLFUR. *> bót á fjárhagnum, og ef nauðsyn krefur, að setja milliþinganefnd í það mál. H Fundurinn skorar á þing ogstjórn, að vinda bráðan bug að því, að ráða bót á peningavandræðunum í landinu. 4. A ðflu tningsbann: S Fundurinn óskar, að þingmennirn- ir styðji af fremsta megni að því, að þingið semji frumvarp til laga um bann gegn aðflutningi áfengra drykkja, er síð- an verði borið undir atkvæði þjóðarinnar. H Samhljóða tillaga. 5. Samgöngumál: a. Talsími: S F'undurinn krefst þess, að á fjáraukalögunum fyrir 1909 verði veitt ‘fé tilj talsímalínu frá Reykjavík austur 1 Rangárvallasýslu, sem verði lögð algerlega á landsjóðs kostnað, og að aukalínur verði styrktar af landsjóði að % hlutum. H Samhljóða ályktun. b. Vegamál: N 1. Fundurinn skor- ar á alþingi að breyta vegalögunum í þá átt, að létta af sýslunni viðhaldi brautar- innar yfir Ölfusið og Flóann, fresta út- tekt annara vega, þar til í júnímánuði 1910, og loks, að sýslunefndin hafi heim- ild til að útnefna úttektarmann með land- sjóðsverkfræðingnum, en þeir velja sér oddamann. H Samhljóða. 2. S Fundurinn skorar á þingið, að veita fé til flutningabrautar upp Grímsnes. H Samhljóða. 3. N Fundurinn skorar ennfremur á þingið, að veita fé á aukatjárlögum 1909 til þess að afstýra skemmdum af vatns- ágangi á brautina upp Breiðumýri, með því að gera vatninu tryggan farveg til sjávar. c. Hafnarmál: S Fundurinn skor- ar á alþingi, að veita ríflegt fé, allt að 6000 krónum, til þess að fá vanan og hæfan hafnfræðing til þess að rannsaka hafnarstæði austan fjalls, einkum milli Þjórsár og Ölfusár. H Fundurinn skorar á þingið, að veita nægilegt fé til að fá hæfan mann til að rannsaka hafnarstæði í Arnessýslu. d. Skipaferðir: H Fundurinn skorar á þingið, að koma á beinum og tfðum samgöngum milli Reykjavíkur og Englands, með gufuskipum er hafi kæli- rúm. e. Járnbrautir: H Fundurinn er hlynntur því, að járnbraut verði lögð úr Reykjavík austur í Árnessýslu, ef stjórn- in kemst að hagkvæmum tilboðum í því máli, án þess að lagningin baki land- sjóði ókleyfan kostnað. 6. Búnaðarmál: a. -S Fundurinn skorar á alþingi, að semja frumvarp til laga um áveituna yfir Flóann, er síðan verði lagt fyrir búendur á áveitusvæðinu til umsagnar. Og enn- fremur, að veitt verði fé til frekari und- irbúnings því verki. b. S Fundurinn skorar á þingið, að veita ekki minna fé til búnaðarfélaga og smjörbúa en að undanförnu. H Samhijóða. c. S Fundurinn skorar á þingið, að veita fé til Búnaðarsambands Suðurlands, hlutfallslega við önnur búnaðarsambönd. H Samhljóða. d. S Fundurinn skorar á þingið, að skipa ullarmatsinenn á helztu ullarútflútn- ingsstöðvum landsins. H Samhljóða. e. H Fundurinn skorar á þingið, að semja lög um heimild fyrir sýslunefndir til að gera samþykktir um skyldu-fjár- baðanir. 7. Menntamál: S Fundurinnn skorar á þingið, að styðja að því, að lýðskóli komist sem fyrst á fót á hentugum stað í sveit fyrir Árness- og Rangárvallasýslur, og veita fé til hans. H Fundurinn skorar á þingið, að styðja að því með fjárframlagi, að lýð- skóli komist á sem fyrst í Árnessýslu, ef völ er á álitlegum manni til forstöðu. 8. Stjórfiars krárbreyting: S Verði stjórnarskrárbreyting gerð á næsta þingi, leggur fundurinn sérstaka á- herzlu á, að konungkjörnir þingmenn verði afnumdir, og að sæti þeirra verði skipuð þjóðkjörnum þingmönnum.—Fund- urinn er og meðmæltur aðskilnaði rlkis og kirkju, og almennum kosningarétti. H Fundurinn vill: a) afnema kon- ungkjörnu þingmennina, b) veita kosn- ingarétt öllum fullveðja mönnum: konum og körlum. 9. AIþingiskosningar: S Fundurinn er mótfallinn frumvarpi stjórnarinnar frá síðasta þingi um kjör- dæmaskipting og hlutfallskosningar. H Samhljóða, með þessum viðáuka: Fundurinn telur nauðsynlegt að breyta kjördegi og færa hann til 1. nóvember. 10. Embœttastofnanir og launahœkk- anir: S Fundurinn er mótfallinn stofnun óþarfa embætta og launahækkunum em- bættismanna. Flestallar ályktanirnar á báðum þess- um fundum voru samþykktar í einu hljóði, eða því sem næst. Stórbruni á Oddeyri. Aðfaranótt 18. þ. m. brunnu á Oddeyri þrjú hús: verzlunarhús Sigurðar kaupm. Fanndals, veitingahúsið »Hótel Oddeyri« og geymsluhús, er því tilheyrði. — Kldur- inn hafði komið upp í verzlunarhúsinu kl. 2 um nóttina, og hafði verzlunarmað- ur setið um kveldið við spil með nokkr- um mönnum í herbergi inn af búðinni, og er talið hugsanlegt, að eldur úr vindli eða vindlingi hafi valdið brunanum. — Engu var bjargað úr verzlunarhúsinu, nema verzlunarbókunum; en eptir brun- ann fundust þær hvergi, og er talið lík- legt, að þær hafi aptur lent í eldinn. Skaði Sigurðar Fanndals er talinn mikill, og höfðu innanstokksmunir hans verið óvátryggðir, sömuleiðis annars manns, Péturs Jónssonar, er leigoi í húsinu. — Húsið hafði Sigurður keypt fyrir 2 árum á 12 þúsund krónur, en var að eins vátryggt fyrir 8 þús.; vörur hans voru vátryggðar fyrir 14 þús. krónur. »Hótel Oddeyri«, eign Önnu Tómas- dóttur ekkju Óiafs Jónssenar veitinga- ingamanns á Oddeyri, var nýttogvandað hús og vátryggt íyrir 40 þús. krónur með húsbúnaði öllum, og er talið afar lágt. i Skaða hafði folk, er bjó þar, orðið fyrir | miklum, því það missti allt sitt óvátryggt. Ennfremur var hús J. Havsteens etazráðs í hættu, og var borið úr því húsbúnaður og vörur, er skemmdust mikið. Varð hann og fyrir miklu tjóni af eldinum. — Eru enn eigi komnar greinilegar skýrslur um hvað skaðinn nemur miklu. Bókasafn Alþýðulestrarfél. Rvíkur í Pósthússtræti 14 (hús Jóns trésm, Sveins- sonar) er nú opið á ný til atnota alla virka daga kl. 5—8 siðd. Bókasafnið er nú orðiðrúmnoo bindi, þar á meðal eru flestallar íslendingasög- ur, F’ornaldarsögur Norðurlanda, Noregs- konungasögur, fjöldi af skáldsögum og skáldritum, Iðunn öll, Huld öll, sögusafn Péturs biskups, Sögusafn Þjóðólfs og sögu- I safn Þjóðviljans, Ný félagsrit, Tímarit ! Bókmenntafél., Andvari, Dýravinurinn, Al- manök Þjóðvinafél., Safn til sögu íslands, Mannkynssaga P. M., Alþingistlðindi, ýms- | ar ljóðabækur og leikrit, æfiminningar ýmsra merkra manna og þess utan margs- konar fræðibækur, yngri og eldri. —Líka befur bókasafnið talsvert af dönskum bók- um, sem eru margar bæði fræðandi og skemmtandi, þar á meðal er mikið af Kringsjá o. fl. Alþýðulestrarfélagið var stofnað 1902 fyrir tilhlutun F'ramfarafél. Rvíkur og for- göngu bankastj. Tryggva Gunnarssonar. Voru þá fyrst hafin frjáls samskot til að byrja með og nokkrir málsmetandi menn gerðust meðlimir fél. með tveggja kr. árs- tillagi og því næst gáfu ýmsir bæjarmenn fél. bækur, svo það gæti sem fyrst orðið að notum. Fiestar og beztar bækur hafa gefið Tryggvi Gunnarsson, Magnús Steph. lands- höfð., Ásgeir Sigurðsson kaupm., Sigurð- ur bóksali Kristjánss., Sigurður Jónss. bók- bind., Sigurður Erlendsson bóksali, Bjarni Jónsson kennari, Pétur Zóphóníasson rit- stj., Bjarni Sæmundss. cand. mag., Þórð- ur Ólafsson múrari, Bogi Th. Melsteð, ungfrú Sigríður Sigurðardóttir, frú Pálfna Magnúsd., ungfr. Ólafía Jóhannsd., Björn 1 M. Ólsen skólastj., Einar Gunnarss. ritstj., Skúli Thoroddsen ritstj., Bókmenntafél. (Rvíkurdeildin), Þjóðvinafé!., Verzlunar- mannafél. og Iþaka. Ymsir aðrir hafa lfka rétt félaginu hjálparhönd með bóka- gjöfum. Allar þessar bókagjafir eru virð- ingarverðar fyrir að styðja jafn-þarflega stofnun. Meðlintir félagsins með árstillagi (2 kr.) hafa verið og eru enn alt of fáir til þess að það geti borið sig af eigin rammleik og stað- izt óuntflýjanlegan kostnað, bæði húsaleigu (sem er stærsti þátturinn, yfir 200 kr.), og rnargt annað, sem er allt með sparnaði og af skornum skamti af peningaþröng, enda hafa bókakaupin til skamms tíma verið í smáum stfl. Tombólur voru haldnar fyrstu árin féiaginu til styrktar, sem hjálpuðu til þess, að það hefur getað varizt skuldum. Úr þessu hefur nú talsvert raknað síð- an félagið fékk styrk úr landsjóði og bæj- arsjóði, enda hafa bókakaupin þar af leiðandi aukizt nýlega að mun. Heiðraðir bæjarhúar ættu að gefa þessu bókasafni alvarlegan gaum sér til fróð- leiks og skemmtunar, og með því móti, að sem flestir vildu færa sér það í nyt, gæti því fljótt vaxið fiskur um hrygg til mun meiri bókakaupa, en verið hefur, og yfir höfuð til þess, að geta meir og meir orðið að tilætluðum notum, samkv. lögum fél., nefnil »til þess að auka þekkingu og menntunarfýsn alþýðu í Reykjavík«. N. Á. Aðflutningsbannið. I Snæfellsnessýslu voru 176 með, en253 á móti, og f Austur-Skaptafellssýslu voru 56 með, en 61 á móti. Hafa þannig alls 4645 verið með banninu, en 3181 á móti. Eru því tæpir 3/s (59,36%) með þvf. — Ófrétt er enn úr Norður-ísafjarðar- 1 sýslu. Brunar. Bærinn Höfði í Grunnavík brann ný- lega til kaldra kola; þar með hlaða og þrjú kýrfóður af heyi. Allt var óvátryggt. Fólk bjargaðist. (»Vestri«). Þess hefur gleymzt að geta, að aðfara- nóttina 10. f. m. brann gistihúsið Hlíð- arendi á Seyðisfirði til kaldra kola. Það var áður eign Stefáns Steinholts kaup- manns, og hét þá Steinholt, en nú átti það Gunnar Jónsson. Húsið, innanstokks- munir og vöruleifar var vátryggt fyrir 11,150 krónur. Heiðursmerki. Hallgrímur biskup Sveinsson hafði 19. | f. m. orðið kommandör af 1. flokki. Heiðursgjaflr úr styrktarsjóði Kristjáns 9. hafa þeir Halldór Jónsson umboðsmaður f Vík f Mýrdal og Ólafur Finns- son á Fellsenda í Döium fengið, 140 kr. hvor, fyrir framúrskarandi dugnað í jarðabótum. Gagnfrasðaskólinn á Akureyri. — Þar hefur Þorkell Þor- kelsson cand. mag. verið settur 1. kenn- ari, og séra Jónas Jónasson á Hrafnagili 2. kennari. Mannalát. Hinn 29. f. m. andaðist á ísafirði ekkjan Guðrún Ágústína Vedholm rúm- iega sjctug (f. 16. ágúst 1838). Hún var dóttir Sigurðar Tómassonar prestsl Grfms- ey, giptist 18. ágúst 1865 Jóni Vedholm hafnsögumanni á Isafirði. Einkason þeirra, Viggo verzlunarmaður á Isafirði, er og dáinn fyrir nokkrum árum. „Ceres“ kom hingað norðan og vestan um land 16. þ. m. og fór aptur í morgun vestur og norður um land. Með henni kom hing- að snögga ferð Jón Stefánsson ritstjóri »Norðra«, en til langdvalar ekkjufrú Anna Vigfússon (fædd Schiöth), nii gipt Kle- mens Jónssyni landritara. Árni umboðsmaður í Höfðahólum kom hingað til bæjarins 19. þ. m. með »Ingólfi« úr Borgarnesi og dvelur hér í bænum nokkra daga. Smjörsalan. Faber í Newcastle skýrir frá því, að smjörsendingar, er komu héðan með »Cer- es«, hafi selst á 91—96 kr. hver 100 pd. (þ. e. 91—96 a. pd.). Hann segir, að ís- lenzka smjörið sé að ná betra og betra áliti á enska markaðinum, og horfurnar á sölu þess næsta ár séu allgóðar, svo framarlega sem skipaferðum sé dálítið betur hagað, þannig, að smjörið komi til Englands á föstudögum og laugardögum, svo að það geti verið sem allra nýjast á mánudagsmarkaðinum, en nú verði það stundum að bfða nær viku til söludags og sé þá kominn að því einhver afkeirn- ur og olíubragð. Það er nauðsynlegt, að bendingar þessar séu teknar til greina, því að nú sem stendur eru það einmitt peningarnir fyrir smjörið, sem bjarga sunnlenzku bændunum úr allra verstu peningakröggunum. Væri sú tekjugrein ekki, væru margir sannarlega illastaddir, eins og peningaástandinu í landinu nú er háttað. Það er því sannarlega tilvinn- andi, að gera eitthvað til að . loka ekki lfka þessari einu lind. Dáinn er 12. þ. m. Eggert Sigfússon prestur að Vogsósum. Hann var á leið heim til sfn frá Krísuvík, kom við í Her- dísarvík og kenndi þar lasleika, en 'nélt þó áfram með fylgdarmanni þaðan, en hné dauður niður, er hann kom heirn á túnið í Vogsósum. Hann var fæddur á Eyrarbakka 22. júní 1840, son Sigfúsar trésmiðs Guðmundssonar, Ólafssonar Sig- fússonar Þorlákssonar prests í Glæsibæ, Sigfússonar, en móðir Eggerts prests var Jarþrúður Magnúsdóttir. Hann kom í skóla 1855, og var útskrifaður þaðan 1861 með 2. eink. og af prestaskólanum 1863 með 2. eink. Vígður var hann 29. ágúst 1869 að Hofi á Skagaströnd, fékk Klaustur- hóla 1872 og Selvogsþing 1884. — Esgert prestur var mjög^einkennilegur maður og sérlundaður, og batt eigi bagga sfna sömu hnútum sem aðrir samferðamenn hans. Lítt gaf hann sig að almennum málum, og varíhlutunarlítill um annarahag. Dreng- ur var hann góður og embættisverkum sínum gegndi hann svo, að ekki varð fundið að. Hann var ókvongaður alla æfi og átti engin börn. — Þeir Jón Hjaltalfn skólastjóri á Akureyri voru jafngamlir, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.