Þjóðólfur - 06.11.1908, Síða 2
i86
ÞTOÐOLFUR.
því. En ’ þingmenn Arnesinga eru öld-
ungis ósmeikir við þessa ögrun blaðsins,
því að Arnesingar vita það fullvel, að
þingmálafundarályktanir eru engar þing-
samþyktir eða fjárveitingar, og að enginn
heilvita maður ætlast til þess, að allt verði
gert í einu eða komið í framkvæmd af
þingmönnum hvers kjördæmis, sem þing-
málafundir víðsvegar um land óska eptir
eða gera ályktanir um. Það er þingsins
að vinsa úr þeim fjárbeiðnum, sem fram
eru bornar, og taka hinar nauðsynlegustu
og eðlilegustu til greina, svo framarlega
sem sanngirni og réttlæti ríkir á þinginu.
Þetta ætti hverjum manni að vera ljóst,
og þessvegna er það ekkert annað
en stórflónska, að fjargviðrast um, þótt
kjósendur láti óskir sínar til þings og
stjórnar í Ijósi á þingmálafundum, hver
fyrir sitt kjördæmi.
Sárasta stinginn hefur þó greinar.höf. í
»Reykjavík« fengið út af viðbótartillög-
unni í sambandsmálinu á Húsatópta-
fundinum, þessum viðauka, að vildu Danir
ekki unna íslendingum fulls sjálfstæðis, þá
legði fundurinn til, að þjóð og þing legð-
ust á eitt, að leysa landið sem mest úr
fjárhagslegu viðskiptasambandi við Dan-
mörku. Þetta þykir höf. afarhættulegt og
ósæmiiegt í alla staði, að fara að vinna
að því, að beina íslenzku verzluninni aðr-
ar leiðir, en til Danmerkur, og fá t. d.
peningamál landsins, t. d. bankaviðskiptin,
leyst úr læðingi við Danmörku. Þau eru
oss hvort sem er svo hagfelld, eða hitt
þó heldur, eins og nú stendur, þar sem
landsmenn verða að borga margfalt hærri
vexti af lánum sínum, vegna þessa tjóður-
bands við danska banka, heldur en ella
mundi, ef þeir hefðu peningaviðskipti við
önnur lönd, t. d. England eða Frakkland,
og enda Þýzkaland. En það er eins og
klórað sé í opið sár hjá sumum mönn-
um, ef á það er minnst eða að því vikið,
að vér hugsum til að verða nokkru sinni
öðruvísi en ósjálfstæðar og ósjálfbjarga
undirlægjur Dana, bundnir á svo öflugan
klafa við þá fjárhagslega, að vér getum
hvorki hrært legg né lið. Þá hyggja þessir
menn, að landinu vegni bezt, enda vita
þeir það ofur vel, að allt sjálfstæðishjal
verður þá að mestu leyti hégómi einn, er
vér verðum að lifa af danskri náð fjár-
hagslega. Annars skal þess getið til hugg-
unar fyrir þennan »Reykjavíkur«-höf., að
viðbótartillaga þessi var flutt af i. þing-
manni Arnesinga, og samþykkt með svo
einróma ánægju, að það var auðséð, að
fundarmönnum var einmitt þ e 11 a atriði
hið mesta áhugamál, þrátt fyrir þessa salt-
kjöts- og hrossaverzlun, sem greinarhöf.
segir, að Arnesingum sé svo einkar arð-
vænleg við Dani(!), og fáist hvergi betri.
En vitanlega beinist tillagan ekki að því,
að slfta öllum verzlunarviðskiptum við Dani
nú þegar, heldur að hinu, að vinna að því
smátt og smátt að losa íslenzku verzlunina
óg fjármál landsins, þará meðal peningavið-
skipti bankanna, úr dönskum viðjum. Og
i. þingm. Arnesinga blygðast sfn ekki
fyrir þá tillögu, það verða fleiri fyigjandi
henni en hann, áður en lýkur. Hún á
ekki heldur rót sína í nokkurri hefndar-
tilfinningu gagnvart Dönum, heldur verð-
ur að skoðast sem hæfileg og sjálfsögð
sjálfsvörn.er stafarafbeinni nauð-
syn fyrir þjóðflokk vorn, ef hann áekki
að lifa af »danskri náð« um aldur og
æfi. Það er aðalkjarninn í tiilögunni,
sem annars mætti ræða frekar um, en
þetta verður að nægja að sinni, enda er
nú mestu endileysunum í »Reykjavlkur«-
greininni gerð full skil, og í raun réttri
rækilegar en vert var. Það voru aðallega
rangfærslurnar á fundargerðunum, sem
leiðréttinga þurftu, fyrir þá, sem kynnu að
trúa því, að blaðið væri alveg hætt að
vera »málgagn sannsöglinnar« á Jóns
Ólafssonar vísu.
Konungkjörnir þingmenn
eru orðnir Lárus H. Bjarnason
lagaskólastjóri í Rvík og Stefán Stef-
ánsson gagnfræðaskólastjóri á Akur-
eyri, en dr. B. M. Ólsen hefur sagt af
sér þingmennsku. Því hefði lítt verið trú-
að fyrir tæpu ári, að þau endaskipti gætu
orðið í pólitíkinni, að Hannes Hafstein
skipaði einmitt Stetán kennara 1 konung-
kjörnu sveitina í staðinn fyrir dr. B. M.
Ólsen. Það hefði þótt ótrúlegur spádóm-
ur. En nú er einmitt seilzt eptir hon-
um, nýdubbuðum skólastjóra. Hann getur
verið fjarverandi frá þessu embætti sínu
nær helming skólaársins. En hvað ger-
ir það til ? Baðir föllnu n e f n d a r-
m e n n i r n i r skulu inn á þing saman,
hefur stjórnin hugsað. Úr því að ekki
tókst að »ríða miskunnarlaust ofan« við
kosningarnar, nema að eins örfáa af fram-
bjóðendum frumvarps-andstæðinga, en svo
margir frumvarpsmenn féllu, þá var það
leitt, að ekki voru fleiri konungkjörin
sæti á iausum kili, því að hásetaskortur
hefði naumast orðið á þeirri fleytu.
Skyldi landlæknirinn t. d. hafa verið ófá-
anlegur í þá vist, eða þá Guðlaugur o. fl.
o. fl.? Sá sem harðast verður þó úti er Jón
Jensson, eptir alla þægðina og sendiferð-
irnar 1 sumar. Hvers á hann að gjalda,
manntetrið, að lúta nú í lægra haldi fyrir
Stefáni ?
€rlenð simskeyti
til Pjóðólfs.
Kaupmannahöfn 30. okt. kl. 3 e. h.
Sambandsmálið.
Berlin neitar harðlega, að Danir sam-
þykki fullveldi Islands.
Grœnlenzka verzlnnin.
Ráðaneytið boðar sakamálsrannsókn út
af grænlenzku verzluninni.
5. nóv. kl. 12.
Forsetakosning í Bandaríkjunum.
Taft kosinn Bandaríkjaforseti af 302
kjörmönnum. Bryan fékk 181.
*
# *
Það eru að vísu ekki óvænt tíðindi, þótt
Knud Berlin sé enn að streitast við að
færa allt til verri vegar fyrir oss íslend-
ingum. Hann er óþreytandi 1 því starfi,
og virðist vera höfuð-átrúnaðargoð dönsku
stjórnarinnar í því máli. Það skiptir því
alls ekki litlu, hvað hann leggur til mál-
anna þar ytra. í blaðagrein þeirri, sem
hér mun átt við í skeyti þessu, virðist
hann hafa lagt fastlega á móti, að Dan-
ir samþykktu nokkru sinni fullveldi ís-
lands. En áður hefur bæði hann og
| sum helztu blöð Dana tekið það skýrt
fram, að í frumvarpinu hafi ekki ís-
landi verið ætlað fullveldi. Það er ó-
hætt að láta það uppi nú, úr því að
þjóðin glæptist ekki á því, að taka gagn-
stæðar skýringar nefndarmannanna og
fylgifiska þeirra um fullveldið fyrir góða
og gilda vöru, sem betur fór.
Sakamálsrannsóknin út af grænlenzku
verzluninni, er að iíkindum, eptir því sem
ráða má af síðustu dönskum blöðuro,
stýluð aðallega gegn Ryberg nekkrum, er
haft hefur yfirstjórn grænlenzku verzlunar-
innar á hendi síðan 1902. Og var farið að
kvisast ýmislegt um ailathugaverðar mis-
fellur í þessari stjórn, en Sigurður Berg
ráðherra dró fjöður yfir það, og hélt hlíf-
isskildi yfir Ryberg, setti hann t. d. í ann-
að enn æðra embætti, rétt áður en hann
fór frá völdum, og varð fyrir þungum á-
kúrum út af því á þingi. Og nú hefur
nýja ráðaneytið ekki séð sér annað fært,
en að hefja sakamálsrannsókn um þetta.
Það gengur margt erfiðlega fyrir »þjóð
við Eyrarsund« um þessar mundir.
Kosningabardaginn í Bandaríkjunum
var í þetta skipti einna svæsnastur sem
hann hefur nokkru sinni verið, ásakanir
um mútur og atkvæðakaup á báða bóga, og
sjálfur Roosevelt forseti ekki sloppið við
óráðvendnis-aðdróttanir vegna liðsinnis
hans.við Taft.
í Dresden 1908.
S t u 11 u r ú t d r á 11 u r
eptir
Jón Guðbrandsson.
Á alþjóðafundi esperantista í Cam-
bridge 1907 var það ákveðið, að næsta
fund skyldi haida á Þýzkalandi; lengi
voru menn í efa um, hvort heldur bæri
að velja Leipzig eða Dresden sem sam-
komustað, með því að báðir bæirnir hafa
mörg af þeim skilyrðum, sem slíkir
samkomustaðir þurfa að hafa, en frá
þeim tíma að staðurinn var ákveðinn,
fyrir hálfu ári síðan, hefur nefnd sú, er
kosin var til að stjórna fundinum, starf-
að með frábærum dugnaði og hvorki
sparað tíma né fyrirhöfn til að gera mót-
tökuna sem bezta og dvölina sem ánægju-
legasta. Þó er þar eitt nafn öðrum frem-
ur sem geta má í þessu sambandi og
það er bankastjóri Arnhold, sem gengið
hefur ótrauðlega fram í því, að allt væri
sem bezt í haginn búið.
Auk þess sýndi bæjarstjórnin velvilja
sinn til málsins með því, að veita 3000
mörk til móttökunnar, og lána fundinum
þau stórhýsi, sem hún hafði yfir að ráða;
en það, sem mest var þð um vert var það,
að allir fundarmenn gátu notað alla spor-
vagna bæjarins ókeypis meðan á fundin-
um stóð, en það kom að mjög góðum
notum með því að sökum mannfjöldans
urðu eingöngu notuð stærstu samkomu-
hús bæjarins, sem liggja langt hvert frá
öðru og bústaðir manna voru mjög dreifð-
ir um bæinn. Það sem fundarmenn
spöruðu í heild við þessa hugulsemi, hef-
ár eptir áætlun numið nær 5000 mörk.
Dresden, sem er höfuðborgin 1 kon-
ungsríkinu Saxlandi hefur rúml. 500,000
íbúa, og hefur orð á sér sem ein af feg-
urstu borgum Norðurálfunnar; þó er borg-
in sérstaklega þekkt fyrir safn-rlki sitt,
sem er aðalorsökin til þess mikla ferða-
mannastraums, sem leitar þangað árlega.
Einn af mest virðu stöðum borgarinn-
ar er höfuð-skemtigöngustaðurinn, sem
nefndur er sSvalir Norðurálfunnar«, enda
er útsýni þaðan mjög fagurt, bæði yfir
fljótið og allan hinn nýrri hluta bæjar-
ins og handan yfir fljótið til sveitanna,
má þar á meðal nefna »Weisser Hirsch«,
sem er mjög aðsóttur baðstaður og heilsu-
hælisstaður, sem í seinni tíð hefur feng-
ið nafnið »Esperantó-sveitin«, sökum þess,
hve margir af gestunum þar notuðu esper-
antó daglega.
Strax þegar komið var á járnbrautar-
stöðina sunnudaginn 16. ágúst, mátti sjá
á öllum þeim hundruðum forvitinna and-
lita, sem þar voru fyrir, að eitthvað ný-
stárlegt var um að vera fyrir mönnum,
allir vildu sjá mennina frá Esperantó-
»landinu«, sem enginn vissi hvar var, en
allir vissu að var einhverstaðar, og svo
konunginn, sem ekki hafði tekið landið
sitt herskildi, hafði ekki fengið það að
erfðum, hafði aldrei verið krýndur, en
naut samt einna mestrar lýðhyili af öll-
um konungum heimsins.
Það sem flestir veittu þegar eptirtekt,
þrátt fyrir manngrúann, var flokkur stæltra
og stæðilegra lögregluþjóna, sem báru
stóra, græna stjörnu á erminni, sem merki
þess, að þeir töluðu esperantó, reiðubún-
ir til að svara hverri spurningu, sem að
þeim var rétt, og vísa þeim veg, er þess
óskuðu, og voru þeir undir ýmsum kring-
umstæðum hjálparhellur fundarmanna með-
an á fundinum stóð, þá er upplýsinga
þurfti að leita; en auk þess báru um 1000
esperantistar, búsettir 1 Dresden, sérstakt
merki, svo jafnan mátti þekkja þá úr,
sem kunnugir voru 1 bænum. Hinn vfð-
áttumikli bær var allur fánum skrýddur,
hvert sem litið var blöktu flögg og al-
staðar' hafði »Vonarstjarnan« heiðurssæt-
ið; á einu húsi t. d. hengu 27 flögg út
um glugga, þar af helmingur esperautó-
flögg. Allur bærinn bar það með sér,
næstum hvert andlit bar það með sér, að
hér vóru aufúsu gestir á ferð.
Verzlanir, hótel, listleikahús og önnur
samkomuhús höfðu látið prenta auglýs-
ingar á esperantó og festa upp á götu-
hornum, og þar stóðu gamlir og æruverð-
ir gráskeggir borgarinnar, sem með bæj-
arins velferð fyrir augum gjarnan vildú
vita, hvað auglýst væri opinberlega; þeir
lásu og lásu, en skildu ekki eitt orð, og
þótti súrt í brotið, því til þessa dags
höfðu menn látið sjer nægja móðurmálið
til auglýsinga í Dresden.
Á strætum og gatnamótum var engan
frið að hafa fyrir augiýsingum og flug-
ritum: allir vildu ná 1 viðskipti ferða-
mannanna. En brátt urðu menn þess
varir, að þeir voru ekki fáir útsölustað-
irnir í bænum, þar sem esperantó var
talað, og var það auglýst með stóru letri
1 gluggunum, enda varð það að samn-
ingi með mönnum, að láta þá njóta við-
skiptanna, að svo miklu leyti sem unnt
var, öðrum frekar.
Um morguninn voru guðsþjónustur í
tveim stærstu kirkjum borgarinnar, bæði
lúterskri og katólskri, sem fóru að öllu
leyti fram á esperantó.
Daginn notuðu menn til að sjá sig um
í bænum, skoða hinar merkustu bygging-
ar, söfn o. s. frv., nema 1 tíma um eftir-
miðdaginn, er menn komu saman til að
velja fulltrúa, einn frá hverri þjóð, til að
flytja ræðu daginn eptir, þá er fundurinn
skyldi hefjast.
Um kvöldið var stór fundur til að gefa
borgarbúum þeim, sem enn ekki höfðu
kynnt sér málið, tækifæri til að fræðast:
nokkuð um það. Þar talaði prófessor A.
Schmidt á þýzku um: »Hvers vegna er
esperantó mál framtíðarinnar ?« Og svo
var aðsóknin mikil að fundinum, að marg-
falt voru þeir fleiri, sem frá urðu að
hverfa, en hinir, sem inn komust. Fyrir
esperantista hélt söngfélagið »Esperantó«
í Dresden stóran og fjölbreyttan samsöng,
en á eptir tóku menn að skeggræða um
»heimsins gagn og nauðsynjar«, svo að*
alláliðið var orðið, þá er gengið var til
hvílu, þótt þreyttir væru flestir eptir ferða-
lagið og fyrir dyrum stæði, snemrna næsta
morguns, höfuð-viðhafnarhátíð fundarins..
(Frh.).
Kosningin í Suður-
Múlasýslu.
Merkur maður þar eystra ritar 26. f. m..
um hana meðal annars á þessa ieið :
»Það er enginn vafi á því, að andstæð-
ingar frumvarpsins eru hér 1 meiri hluta,
þótt kosningarnar féllu svona. Það eru
til þess ýmsar orsakir, þar á meðal og
einna helzt það, að sumir af okkar mönn-
um hér á tjörðunum voru svo blindaðir,
að þeir gátu ekki fengið sig til að kjósa
Svein Ólafsson fyrir þá sök, að hann er
ekki með þvl, að banna algerlega hvala-
veiðar hér við land. Þetta er auðvitað
eitt hið mikilsverðasta mál fyrir útgerð-
armenn, því við erum allir sannfærðir
um það, að hvaladrápið hér við Austur-
land eyðileggur fyrir okkur síid- og fiski-
veiðar, hvað sem hinn háttvirti fiskifræð-
ingur okkar segir um þaðmál; hann hef-
ur ekki, frekar en við, lifað með fiskin-
um í sjónum, svo hann geti sagt um það,
hvaða áhrif það hefur á fiskigöngur, þeg-