Þjóðólfur - 13.11.1908, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.11.1908, Blaðsíða 1
60. árg. Skattanejnðarálitið. Fastir skattar. (Frh.). Alla hina núverandi föstu eða beinu skatta, ábúðar- og lausafjárskatt, húsaskatt og tekjuskatt, leggur nefndin til að fella alveg burtu. Finnur hún skött- um þessum margt til foráttu, einkum að þeir hafi ekki komið réttlátlega niður á gjaldendurna, að þeir hafi að miklu leyti staðið í stað 1 heilan mannsaldur, þrátt fyrir fólksfjölgun og framfarir 1 atvinnu- vegum, þar sem aðrar tekjur landsjóðs hafa margfaldazt. Fyrst eptir að þeir gengu í gildi, námu þeir þannig j/ó af öllum tekjum landsjóðs, en áriðipoóekki nema J/i6. Ennfremur telur nefndin skatta. kerfi þetta of margbrotið, þar sem ekki fást af þvf meiri tekjur. Nefndin telur þvl nauðsynlegt, að skatta- löggjöfin sé tekin til gagngerðrar endur- skoðunar og alveg nýir skattar settir f stað þeirra, sem nú eru. Leggur hún til, að leggja á þrjá nýja skatta: fasteignaskatt, tekjuskatt og eignarskatt. Fasteignaskattur. Honum telur nefndin það til ágætis, að hann hvfli á undirstöðu framleiðslunnar, en ekki á framleiðslunni sjálfri, og dragi því sfður úr áhuga og framtakssemi manna til að gera sér eignina sem arðvænasta, eptir þvf verði, sem í henni liggur; enn- fremur sé þessi gjaldstofn greiður aðgöngu, óbrotinn og áreiðanlegur, svo að ekki sé auðvelt að smeygja sér undan skattinum með röngu framtali eða undandrætti, að láta í té skýrslur; og loks hafi hann þann mikla kost, að hann hljóti að aukast sjálf- krafa með vaxandi velmegun þjóðarinnar. Fasteignaskatturinn á eptir tillögu nefnd- arinnar að greiðast af öllum fasteignum eptir virðingarverði, með af hundr- aði- Skatturinn greiðist ekki einungis af húsum og jörðum, heldur líka af lóðum, hvort sem þær eru byggðar eða óbyggð- ar, og af ítökum og hlunnindum, sem eptir eðli sínu, heyra undir jarðir, en hafa verið fráskilin með samningi. Undanþegið skatti er einungis húseignir og lóðir, sem eru þjóðeign eða til al- mennings þarfa, svo sem kirkjur, skólar, sjúkrahús o. fl., og svo húseignir, lóðir, ftök eða hlunnindi, sem ekki er að minnsta kosti ioo kr. virði. Eigandi skal greiða skattinn, einnig af jarðeignum. Á jörðum þeim, sem nú eru í leiguábúð, getur eigandi þo krafizt end- urgjalds á skattinum af leiguliða, þar til nýr leigusamningur er gerður. Er þetta ákvæði sett vegna þess, að ábúðarskattur- inn, sem lagt er til að falli í burtu, hvflir nú á leiguliðum. Fasteignaskattinn skal greiða í því lög- sagnarumdæmi, þar sem eignin liggur. Ef eigandi er þar ekki heimilisfastur, skal hann hafa þar umboðsmann, til þess að standa skil á skattinum. í hinu upphaflega frumvarpi nefndar- innar var gert ráð fyrir, að skatturinn yrði 3 af þúsundi, en síðar breytti nefnd- in því atriði og lagði til, að hann yrði ekki nema 2 af þús. Samt gerir nefndin Reykjavík, föstudaginn T ráð fyrir, að tekjurnar af honum muni verða næstum helmingi meiri, heldur en af sköttum þeim, sem hann á að koma í staðinn fyrir, en það eru húsaskattur, á- búðarskattur og að miklu leyti tekjuskatt- ur af eign. Virðingarverð allra fasteigna á landinu telur nefndin, að nú muni nema: Jarðeignir 13 milj. kr. Húseignir 15 — — Lóðir 2 — — Samtals 30 milj. kr. Verð jarðeignanna fær nefndin út með því, að reikna jarðarhundraðið á 150 kr. að meðaltali. Samkvæmt þessu á hinn nýi skattur að nema 60 þús. kr., en skattar þeir, sem hann kemur í staðinn fyrir, eru nú áætl- aðir alls 33 þús. kr. Af jarðeignum verð- ur skatturinn þó ekki niiklu hærri en samskonar skattur nú, en skatturinn af húseignum eykst mikið við það, að hann greiðist af öllu virðingarverði húseignar- innar, því að ekki leyfist að draga frá þinglesnar veðskuldir, eins og gert er við greiðslu húsaskatts nú. Ennfremur er skattgjaldið hærra (2 af þús., í stað þess að húsaskatturinn er iJ/z af þús.), og svo bætist lfka við skatturinn af lóðunum. 1 Nú er húsaskatturinn ekki áætlaður nema 10 þús. kr., en fasteignarskatturinn af húseignum, sem nefndin stingur upp á að setja f stað hans, áætlar hún 30 þús. kr., auk lóðarskattsins, sem áætlaður er 4 þús. kr. Með ábúðarskattinum fellur hundraða- talið á jörðum úr sögunni, og jarðamatið frá 1861. Hefur nefndin samið frumvarp um jarðamat, er ákveður, að allar jarðeignir á landinu skuli meta til pen- ingaverðs 10. hvert ár‘ og sé f hvert sinn gefin út ný jarðabók. Við þetta mat miðast fasteignaskattarnir um næstu 10 ára bil. Þó getur landstjórnin, milli þess að reglu'egt jarðamat fer fram, látið virða upp jarðir, sem hækkað hafa stórkostlega í verði, án tilkostnaðar eiganda. Ef jörð verður fyrir miklum skemmdum eða rýrnar á annan hátt til muna, getur eigandi líka krafizt endurvirðingar, en greiða skal hann sjálfur kostnaðinn, ef verðið breytist ekki um 7io eða meira við virðinguna. Með hverri jörð á að meta hús þau, sem henni fylgja og höfð eru til ábúðar- nota, hvort sem þau eru eign jarðeiganda eða ekki; en aptur á móti á ekki að meta með jörðum til fasteignarskatts inn- stæðukúgildi eða annað lausafé, sem þeim kann að fylgja. Afréttarlönd, sem eru sameign sveitarmanna, á ekki að meta sérstaklega, heldur taka upprekstrarréttinn til greina við mat jarða þeirra, sem hann eiga. Jarðamatsstörfin eiga að framkvæmast af skattanefndunum, sem sjá eiga um nið- urjöfnun tekju- og eignarskatts. Þær eiga einnig 10. hvert ár, um saroa leyti og jarðamat fer fram, að virða allar húseignir og lóðir, sem skattskyldar eru til fast- eignarskatts. (Meira.). 13. nóvember 1908. Erlend tíðindi. Balkanskaginn. Fráhinu »ókyrra horni Norðurálfunnar«, Balkanskaganum, er engar nýjungar að segja frekar en áður hefur frétzt um. Horfur á, að leyst verði úr málunum á friðsamlegan hátt. Helzt láta Serbar og Svartfellingar nokkuð ófriðlega, og ertal- að um, að Pétri konungi þyki nóg um t og sé orðinn hræddur við, að Alexander- Draga-forlögin komi yfir hann sjálfan þá og þegar. Krónprinsinn, sem talinn er hálf-geggjaður, æsir og Serba mjög til herfara, og hefur aflað sér með þvl þjóð- hollustu. Enn sem komið er hafa þó Serbar og Svartfellingar haldið sér í skefj- um, en Austurrlki er samt við öllu búið og hefur her á reiðum höndum, til að verja Bosníu og Herzegowínu, ef nágrann- arnir skyldu hreyfa sig. Stórveldin vilja kalla saman allsherjarfund (Kongress) til úr skurðar um sjálfstæði Búlgaríu, innlimun Bosníu og Herzegowínu o. fl., og til þess að breyta Berllnarsáttmálanum, en Tyrkir vænta sér einskis góðs af því þingi, og þykjast vita, að þeir muni verða þar enn meira fláðir, enn meira afþeim klippt, en nú er orðið, vilja því heldur semja sjálfir við rfki þau, er hlut eiga að máli. Það hefur t. d. verið talað um, að Tyrkja- stjórn væri ekki ótilleiðanleg að viður- kenna sjálfstæði Búlgaríu, gegn því, að Búlgarfa tæki að sér 9 miljónir króna rfkisskuld frá Tyrkjum. Sömuleiðis er sennilegt, að þeir láti sér lynda, að fá laglegan skilding frá Austurrfki fyrir Bosn- íu og Herzegowínu. En stórveldin vilja ógjarnan leyfa þeim það, vilja sjálf bera einhver hlunnindi úr býtum fyrir málamiðlunina. Meðal annars vill Rússa- stjórn gjarnan fá afnumið siglingabann rúss- neskra herskipa um Dardanellasund, og er það eitt þeirra atriða, er Rússar vildu fá rætt á þessum væntanlega fundi, en Tyrkir neituðu harðlega, að þetta mál gæti komið þar til umræðu. Og Eng- lendingar kvað ekki heldur vera mjög áfram um, að þetta bann verði afnumið. Vilhjálmur keisari þykir leika mjög tveim skjöldum 1 þessurn málum, þykist vera allra vinur, eptir því við hverrar þjóðar fulltrúa hann talar 1 það og það skiptið, en haldinn engum trúr. Stafar þetta af hræðslu við einangrun Þýzkalands, en á- rangurinn verður sá, að enginn tekur mark á ummælum hans. Um næstl. mánaðamót var enn ekkert afráðið um það, hvort nokkur stórvelda- fundur mundi verða út af Balkanmálinu eða ekki. LoptsiglingAr. Zeppelin gamli hefnr nú lokið við smíð á hinu nýja loptfari sínu, og reynt það 27. f. m. lókst sú ferð ágætlega, og var hraði loptfarsins 30 enskar mílur á klukku- stundinni. Heinrich prinz, bróðir Vil- hjálms keisara, var með Zeppelín í þessari loptför. 23 loptbátar tóku þátt í Gordon-Benn- ett verðlaunakappsiglingu frá Berlín 11. f. m. Átti sá að hreppa verðlaunin, er lengstan veg kæmist frá Berlfn, og var það enskt loptfar, er kom niður nyrzt 1 Slés- vfk eptir 36 klukkustundir. Eitt loptfarið sprakk og datt í sjóinn náfægt Helgo- landi, en mönnunum (2) var bjargað. — Daginn eptir tóku 38 loptíör, öll þýzk, Jti 53. þátt í kappsiglingu frá Berlln, og áttu þá að reyna, hver Iengst gæti haldið sér uppi í loptinu. Lá við, að mikið tjón yrði af þessari loptsiglingu. Eptir vindstöðunni var gert ráð fyrir, að loptförin mundu flest lenda á Rússlandi, enda bárust þau í áttina þangað fyrst, en allt í einu breytt- ist vindstaðan, og bar þá loptförin til útnorðurs yfir Prússland og út yfir Norður- sjóinn. Úr tveimur loptförum, er duttu í sjóinn langt fyrir norðan Helgoland, var mönnum bjargað mjög aðframkomnum. Eitt loptfarið lenti í sjónum við vestur- strönd Noregs, alllangt frá landi, en mönn- um varð bjargað (þeir voru tveir 1 hverju loptfari). Eitt fannst á reki 1 Norður- sjónum mannlaust, og er talið vlst, að mennirnir hafi farizt, en ekki vita menn um fleiri slys, er orðið hafi við þessa kappsiglingu. Er þvf haldið fram, að næstu kappsiglingu verði að hefja einhver- staðar f Miðevrópu, sem lengst frá sjó, til að fyrirbyggja hættuna sem mest. óspektir krenna þeirra á Englandi, er atkvæðisréttar krefj- ast, eru stöðugt að færast í vöxt, og virð- ast sektir og fangelsi ekki hafa nokkur áhrif á þessar »frelsishetjur«. Hinn 13. f. m. ætluðu þær að ryðjast hópum saro- an inn í enska parlamentið, og varð þröng afarmikil úti fyrir húsinu, svo að lögregl- an, sem þá var aukin til muna, átti fullt í fangi með að verja húsið. Konurnar útbýttu seðlum með áskorunum til almenn- ings að ryðjast inn í parlamentshúsið. Einni konu tókst að laumast inn upp á með- mæli þingmanns, sem þekkti hana, og hélt að hún vildi að eins hlusta á um- ræðurnar af áheyrendapöllunum, en hún lanmaðist þaðan, lauk upp dyrunum á þingsalnum og hrópaði til þingmanna: »Hættið þið þessu bulli og farið að ræða um atkvæðisrétt kvenna«. Hún gat naum- ast lokið við setninguna, áður en hún var tekin og borin burtu, en þingmaður sá, sem hafði hleypt henni inn, varð að gera forseta afsökun fyrir þetta hneyksli og fullvissa hann um, að hann hefði ekk- ert af þessu vitað. í þessum óspektum úti fyrir voru allmargir menn, bæði karl- ar og konur, teknir höndum, en flestum þó sleppt aptur. En fjórar konur, er staðið höfðu fyrir þessum óspektum, voru lögsóttar og sektaðar, en þær vildu ekki greiða sektina, heldur fara í fangelsi 2 mánuði. Þeim var boðið að sleppa við sektina, ef þær vildu lofa að fialda sér í skefjum eitt ár, en þvl vildu þær alls ekki lofa, sögðust ætla að halda þessu áfram, þangað til þeim yrði sinnt. Hálfum mán- uði eptir þetta uppþot, eða 28. f. m., var hrópað af áhorfendasviði kvenmanna í parlamentinu, að þingmenn skyldu hætta að tala um það mál, er fyrir lá, en taka réttindi kvennfólksins til umræðu m fl. ummælum um »slúður«, um leið og brugð- ið var upp litlum fána með áletrun: sFrelsisfélag kvenna heimtar atkvæðisrétt handa konum«. Varð nú ys mikill á á- heyrendapöllunum, og var meðal annars hrópað af áheyrandapalli þeim, er útlend- ingar skipa, að menn skyldu fara vel með kvennfólkið, sem lögreglan var nú farin að handleika heldur óþyrmilega. En það varð ekki svo auðvelt, að koma þeim út öllum, og varð að kalla á sroiði, því að tvær konurnar höfðu bundið sig fastar með járnhlekkjum við járnrimlana i áheyrendapöllunum, og sáu smiðirnir sér ekki annað fært, en að sverfa sundur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.