Þjóðólfur - 13.11.1908, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.11.1908, Blaðsíða 2
192 I>JÓÐOLFUR. rimlana úr pallinum, sem konurnar voru svo látnar dingla með við belti sér, er þær voru dregnar út. Asquith forsætis- ráðherra gerði fyrirspurn til forseta, hverj- ar ráðstafanir hann ætlaði að taka, til að koma í veg fyrir samskonar hneyksli eptir- leiðis, en forseti kvaðst ætla fyrst um sinn að loka áheyrendasviði útlendinga og á- heyrendasviði kvenna, og tók þingið þeim úrskurði með mikiili ánægju. — Það er almennt álit, að enskar konur spilli mjög málstað sínum með svona löguðu hátterni. Látinn er 25. f. m. Lorenz Frölich, einn af nafnkenndustu málurum Dana. Hann andaðist á 88. afmælisdegi sfnum (f. 25. okt. 1820). — J. C. Christensen er kjör- inn formaður stjörnarflokksins á þingi, og hann er einnig formaður fjárlaganefndar- innar. Þykir mörgum það fullmikil viður- kenning eptir allt Albertihneykslið. NorðnienD og Islendingar. Fáein orð til ungm.félaga íslands. Sfðan eg kom heim frá Noregi í haust, hefur mér opt bæði sárnað og gramizt mjög allar þær lubbalegu árásir og getsak- ir í garð Norðmanna, er komið hafa fram hér heima, bæði í samræðum manna og í blaðagreinum. Sumir blaðamenn hafa tekið svo djúpt í árina, að þeir hafa borið allri norsku þjóðinni það á brýn, að hún sæti á svikráðum við oss íslendinga og reyndiaðtælaosssérá hendur með lymsku- ! legu undirferli og æsingum gegn Dönum og ætlaði sfðan að leggja oss undir sig. Verða menn þessir sjálfir að bera ábyrgð á orð- um sínum gagnvart norsku þjóðinni, er þess verður krafizt, og er vonandi, að þeir kasti þá dularkuflinum og gangi grímulaus- ir fram, sem þeim sæmir, er berjast vilja fyrir heill þjóðar sinnar. Að þvf starfl ætti enginn að þurfa að fara huldu höfði. Er þvf grímumönnum ætfð illa treystandi, og sérstaklega, er þeir fara með ófriði. — Og vfst er það, að þeir menn, er hér æpa að Norðmönnum fram úr fylgsnum sínum, starfa í óþökk þióðarinnar og allra góðra manna. Sökum þess, að árásir þessar hljóta að vera sprottnar af vísvitandi blekking og opinberum ósannindum, — eins og eg síð- ar mun sýna fram á,—leyfi eg mér að skýra æskulýð íslands ofurlítið frá mönnum þeim, er borið hefur verið á brýn, að þeir væru viðsjárverðir lymskuþorparar og leigudýr norsku stjórnarinnar, er ættu að tæla oss í hendur sér. — Geri eg það eigi frá stjórnmálalegu sjónarmiði, heldur sök- um þess, að oss er skylt að þekkja þessa menn og meta að verðleikum. Enda eiga þeir það vel skilið, því allir eru þeir eld- heitir Islandsvinir, er unna oss alls góðs, —- en þó þess fremur öðru, að vér verðum frjálst og sjálfstætt ríki á þann hátt, er bezt mætti henta, annaðhvort í konungs- sambandi einu við Danmörku eða þá lýð- veldi að fornum sið. Enginn pessara manna óskar pess og vinnur pví síður að pví, að ísland gangi ú hönd Noregi, — eða sameinist Noregi á nokkurn hátt. Það viil svo vel til, að eg þekki flest- alla þá Norðmenn, sem hér er um að ræða. Fann eg marga þeirra að máli á ungmennafundinum á Vors 27. — 30. júní í sumar. Var þar meðal annara prófessor N. Gjelsvík, formaður „Ungrnennafélaga Noregs", sá hinn sami maður, er gamall þingmaður á stjórnmálafundi í sumar kvað eigi vera till — Þar voru og Anders Hovden skáld og prestur, ritstjórarnir Jóhannes Lavik og Rasmus Steinsvík, adjunkt Th. Hannaas, Lars Eskeland lýð- háskólastjóri o. fl. — Voru liðug 5000 manns á fundi þessum, ungmenni, bændur og búa- lið, embættismenn, herforingjar, prófessor- ar, ráðherrar, o. fl. Eiga ungm.félögin norsku marga beztu menn þjóðarinnar að, t. d, Bang og Vexelsen biskupa, Lövland og Lowtzow ráðherra o. m. fl. — Var mælt margt hlýlegt orð í vorn garð á fundi þess- um, og seint gleymi eg því, er fimm þús- undir manna stóðu upp í furuskógarrjóðr- inu á prestsetrinu á Vors, tókú ofan og sungu „Eldgamla Isafold“. — I söngbók ungm.fél. norsku eru 2 — 3 ísl. ættjarðar- ljóð ásamt færeyskum, sænskum og dönsk- um. Sitt hvorumegin við ræðupallinn stóðu ísl. Valurinn og færeyski Tjaldurinn. Voru þar 100 Færeyingar, en eg einn Is- lendingur. — Allir þeir, er eg talaði við á fundi þess- um,— og skipti það hundruðum — óskuðu Islandi farsællar framtíðar og heilla í stjómmálabaráttunni; þvf öllum var kunn- ugt um, að kappið var mikið hér heima. Væntu þar flestir, að Danir mundu bregð- ast vel við kröfum vorum, ef vér að eins gætum orðið samtaka um þær. Hefðu Danir einmitt fylgt Norðmönnum vel að málum f viðureign þeirra við Svía 1905. Og nú var komið að þeim að unna oss hins sama réttar.— En eigi er því að leyna, að alþýða manna í Noregi óskar þess helzt, að vér verðum lýðveldi á ný. Virðist þeim það vera sjálfsagt og eiga bezt við um sögu- landið fræga, er stendur í fornum frægðar- ljóma fyrir hugarsjónum þeirra. — því mið- ur altof björtum Ijóma. — Eptir sakaráburði íslenzku huldumann- anna að dæma, mætti ætla, að Norðmenn þeir, er talað hafa voru máli í sumar væru ófyrirleitnir hræsnarar og varmenni og taumvanir leiguklárar stjórnarinnar norsku — fylgdu hennar bendingum og ynnu að hennar undirlagi.— Lýsir þetta annaðhvort gersamlegri van- þekking landa vorra, er svo mæla, eða þá dæmafárri ósvífni. Helzt þó hvort- tveggja. Norðmenn þeir, er nefndir hafa verið í sumar í sambandi við Islandsmál, eru allir eindregnir nýnorskumenn, forkólfar sveita- málsins norska, beztu stuðningsmenn ungmennafélaganna og norsknorsku stefn- unnar. Hafa þeir þó marga á móti sér t. d. „heldra fólkið" flest er álítur nýnorsk- una eigi nógu „fína" og „kúltiveraða" og halda því fast við dansknorskuna, þótt hún sé í raun og veru þrælsmark þjóðar- innar frá því, er hún var undirlægja Dana um tjórar aldir — og telji það tímabil hið svartasta í sögu sinni. — Dansknorsku stefnunni fylgja flest helztu og rfkustu blöðin, - auðvaldið. — T. d. „Aftenposten", „Morgenblatíet", „Verdens Gang" o. fl., en flytja þó fullum fetum greinar þessara helztu andstæðinga sinna, er áður eru nefndir, bæði á nýnorsku og „ríkismáli" (dansknorsku), þar eð þau verða að viðurkenna og meta afburði þeirra og hæfileika og beygja sig fyrir al- menningsálitinu, hvort sem ljúft þykir eða leitt. Það var því eigi af stjórnarnáð, að N. Gjelsvik varð prófessor eptir Hagerup, vel- metinn lögfræðing og aðalforkólf ráða- neytisins Ibsen-Hagerup. Gjelsvik var jafnvel strangur andstæðingur Hagerups í stjómmálum og auk þess „málþjarkur", og er það venjulega alls eigi meðmæli hjá norsku stjórninni. En lærdóm hans og hæfileika viðnrkenna bæði vinir hans og óvinir. — Og eigi hefur séra Anders Hovden unn- ið sér skáldfrægð eður alþýðuhylli með aðstoð stjórnar og valdsmanna. Varhann harla berorður í garð stjórnaiinnar 1905 og sagði hann mér sjálfur í sumar, að með kvæðasafni sínu „Solhov", hefði hann glatað vináttu margra fornkunningja stnna. Og eru þó kvæði þau eldþrungin frelsis- og ættjarðarljóð, ort um 1905 og viðburði þá, er þá urðu í Noregi. Þá má nefna ritstjóra blaðanna „Den 17. Mai" og „Gula Tidend": Rasmus Steinsvik og Jóhannes Lavik. Báðir hafa átt við ramman reip að draga og barizt gegn miklum örðugleikum og megnri mót- spyrnu sökum skoðana sinna á stjórnmál- um og öðru. Enda eru þeir opt berorð- ír í garð stjórnar og þings og gera sér engan mannamun. — Er því hlægilegt, að vilja gera þá að leiguþýjum norsku stjórn- arinnar. — Og eigi er Þorleifur Hannaas orðinn aðjunkt við kennarskólann á Storð af stjórnarfylgi, heldur sökum lærdóms síns og hæfileika. Það eru því vísvitandi blekkingar og ósannindi gagnvart ísl. þjóðinni, að nefna menn þessa æsingamenn og uppreisnar- seggi og öðrum verri nöfnum og eins er það fádæma ósvífni gegn saklausri þjóð, að gera henni þær verstu getsakir að á- | stæðulausu og ósekju. Enda þykist eg vita, að því verði svarað — sökum ís- lenzku þjóðarinnar — ef Norðmenn ann- ars virða huglaus lítilmenni svo mikils.— Helgi Valtgsson. milf var haldinn hér í bænum 8. þ. m. fyrir forgöngu nokkurra bæjarbúa (Sigurðar frá Fjöllum o. fl.). Hafði allmikil óánægja risið út af framkvæmdum vatnsveituverks- ins, þótti verkið sækjast seint, ekki vera vel unnið, og eptirlitið ofdýrt, en þó slæ- lega rekið. Var sent kæruskjal um þetta til bæjarstjórnarinnar, undirritað af mörg- um bæjarbúum, en það kom of seint á fund bæjarstjórnarinnar, og var því samþykkt að taka málið ekki fyrir í það sinn. Svo var borgarafundurinn haldinn í Bárubúð, og Sigurður alþm. Sigurðsson, er setti fund- inn, kosinn fundarstjóri. Málshefjandi var Pétur Zophoníasson og lýsti hann óánægju sinni yfir gerðum vatnsveitunefndarinnar og starfi eptirlitsmannanna. Þá tók Páll Ein- arsson borgarstjóri til máls, og byrjaði að segja sögu vatnsveitunnar, var auðheyrt, að hann ætlaði að gera (tarlega grein fyrir öllu verkinu, og hvernig það væri framkvæmt; en er hann var nýbyrjaður, var kallað app óþarflega hvatskeytlega, að eldur væri kominn í húsið; hafði kviknað í tunnu- skriflum í raflýsingaklefanum og varð fljótt slökkt, en eldhræðsla mikil hafði gripið meginþorra fundarmanna, og ruddust menn í ósköpum til dyra, en ógreitt varum út- göngu, því að troðningurinn hélt dyrun- um lokuðum til hálfs. Brutu menn þá glugga (alls 15) og ruddust þar út, og má nærri geta, að einhver hefur skeint sig á glerbrotunum. Hefur víst sjaldan eða aldrei sézt annar eins ærslagangur hér í bæ, eins og þarna var um tíma. Varð nú hlé á fundinum og gengu margir burtu, og komu ekki aptur, þar á meðal borgar- stjóri, er var til muna lasinn þennan dag. Þá er fundurinn hófst aptur, var vatns- veitumálið rætt af allmiklu kappi, en þó meira frá annari hliðinni, því að til and- svara gegn ákúrum til nefndarinnar var að eins einn nefndarmanna — Þórður Thoroddsen, er meðal annars skýrði frá því, að bæði V. O. Kjögx og Knud Zim- sen, hefðu sagt eptirlitsstarfa sínum lausum, og virtist það ekki hafa nein ógleðiáhrif á fundarmenn, því að það er vafalítið, að óánægjan hefur snúizt að miklu leyti gegn þessum tveimur eptirlitsmönnum, en miklu síður að höfuðforstöðumanni vatnsveit- unnar, Holger Hansen verkfræðing. Að veitast nokkuð að borgarstjóranum fyrir afskipti hans af þessu máli, getur ekki komið til greina, enda bólar lítt á því hjá öllum þroskuðUm mönnum, því að menn vita, að ekki verður honum um kennt, þótt einhverjar misfellur verði á vatnsveituverkinu, sem enn er ekki rannsakað, hversu miklar séu, eða hvort verkið sé víða illa og óvandvirknislega af hendi leyst, og ótryggilega frá þvf gengið, eins og haldið er fram. Kunnugir menn segja, að þær aðfinnslur séu alls ekki á rökum byggðar og að miklu leyti sprottn- ar af misskilningi. En það er sjálf- sagt að ganga úr skugga um það. Alykt- anir borgarafundarins hnigu helzt í þá átt, að hraða verkinu sem mest, að hafa það vel vandað, en gæta þó sparnaðar, fækka hinum launuðu eptirlitsmönnum o. s. frv, Fjirii aljijÉlÉr esperantista í Dresden 1908. Stuttur útdráttur eptir Jón Gudbrandsson. (Frh.). Morguninn eptir mættu menn svo stund- víslega, að fundurinn gat byrjað á ákveð- inni mfnútu, dauðaþögn var í salnum og allra augu störðu mót fordyrum salsins, sem menn á hverju augnabliki bjuggust við að sjá dr. Zamenhof ganga í gegnum, og augnablikið kom, og hinn stóri salur kvað við af fagnaðarlátum og húrrahróp- um, og blómin drifu yfir hinn litla, hæ- verska mann, sem gerði margar árangurs- lausar tilraunir til að verja sig gegn þessu ofviðri, sem engan enda ætlaði að taka. Það mátti glöggt sjá, að hér var ekki verið að fagna valdhafa fyrir siðasakir, heldur manni, sem af hjarta var álitinn einn af merkustu og þörfustu mönnum heimsins. Þegar ró var komin á, setti oberst Pollen fundinn í nafni >La trio por la tria* og undir vernd Ágústs Friðriks Saxakonungs, en allir sendiherrar og kon- súlar borgarinnar voru heiðursgestir. Þá var sunginn hinn einkarfagri lof- söngur esperantista, kvæðið er eptir dr. Zamenhof, en lagið eptir baron Felicien Menu de Ménil og er hvortveggja snild- arverk 1 sinni röð, og þann eiginleika hefur lagið, að menn verða því hrifnari af því sem þeir heyra það oftar, enda Kkt og snertir séu dýpstu hjartastrengir gamalla esperantista, þá er lofsöngurinn er sunginn. Fulltrúi var mættur frá rlkisráðinu sem bauð gestina velkomna í nafni landsins, sömuleiðis frá bæjarraðinu, sem bauð gest- ina velkomna í nafni bæjarins. Banda- ríkjastjórn sendi fulltrúa með umboði, til að flytja fundinum heillaósk sína, hann sagði meðal annars: »Ef esperantohreyf- ingunni eykst afl 1 voru landi hér eftir sem hingað til, líður ekki á löngu, að hún tekur að hrista landiðs.—Japanastjórn sendi einnig fulltrúa með umboði; hann sagði meðal annars: »Það er hinni jap- önsku stjórn gleði, að sjá glæsilegan framgang hins alþjóðlega máls »esper- anto«, þar sem hin japanska þjóð finn- ur það aðgengilegra, en nokkurt af málum Norðurálfunnar«. Þessum ræð- um var sem vænta mátti tekið með miklum fögnuði, og létu menn gleði sína óspart í ljósi. Næst flutti dr. Zamenhof langa tölu með einkunnarorðunum: »Beinn og skýr er vor vegur, sem vér aldrei víkjum af«, og má óhætt fullyrða, að hann talaði þar fyrir munn alls fjöldans af áheyrendun- um ; aðalefni ræðunnar birtist sama dag- inn í »La Revuo«. Þá lagði fulltrúi frá bæjarráðinu í Barce- lona frara skjal undirskrifað af bæjarráð- inu og öllum stærri félögum bæjarins,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.