Þjóðólfur - 13.11.1908, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.11.1908, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 193 þar sem esperantistum var boðið að halda næsta alþjóðafund í Barcelona, og bæjar- ráðið og félögin hétu sínu fyllsta fulltingi, ef esperantistar vildu þiggjá, og var því tekið með miklum fögnuði, en nefnd fal- ið að fjalla nm málið með því að Ame- rlkumenn voru þess mjög fýsandi, að næsti alþjóðafundur yrði haldinn þar 1 landi. Um 1500 manns mættu á fundinum frá 35 þjóðum, en tíminn entist að eins til að helmingur þeirra flytti ræður og varð þvl að fresta umræðum til næsta dags, með því að dagskráin gerði ráð fyrir samkomuí »Stóra konungsgarðinum« um kvöldið; það er einn af stærstu skemtigörðum á Þýzkalandi og ber því nafn með rentu; höfuðvegirnir eru þar jafnbreiðir og 1 stórborgunum, afmarkað- ir vegir fyrir fótgöngumann, reiðmenn, hjólreiðamenn og bifreiðir, enda er mest- ur hluti hans ógirtur og öllum heimill. Þar skemtu menn sér mjög vel, enda var garðurinn skrautlýstur mjög og flugeldar þá er áleið kvöldið. í sönghöll garðsins var einnig mjög stór, þjóðlegur samsöng- ur, sem öllum þótti mjög mikið til koma, sem á hlýddu, enda sungu þar margir snillingar, þjóðkunnir í sínu landi. Af þeim, sem sérstaka eftirtekt vöktu má þó nefna frú Guivy frá París og fröken Helenu Forti frá þjóðleikhúsinu í Prag. En af kvæðum voru menn sérstakiega hrifnir af: »Bæn undir fána vonarinnarc, eptir dr. Zamenhof. Daginn eptir, þá er lokið var ræðu- höldum þeim, sem fresta varð, var les- inn upp mesti fjöldi símskeyta, sem bor- izt höfðu bæði frá fjarlægum og nálæg- um stöðum; 5/ó símskeytanna voru á es- perantó. Þá var farin skemtiferð eptir Elben til hins heimsfræga verksmiðjubæjar Meis- sen; ekki minna en 4 gufuskip þurftu til að flytja hópinn. Á leiðinni skemmtu menn sér við ræðuhöld og söng. Það furðaði menn á, hvilíkan feikna fjölda vina og áhangenda esperantó á á þessu svæði, sumarbústöðunum með fram El- ben; mjög víða blakti flaggið á húsun- um, og hópar ungra og gamalla stóðu á fljótsbökkunum beggja megin og hrópuðu: »Lifi esperantól Lifi ZamenhofU eða sungu »La himnot, sem auðvitað var svarað með fullri raustu frá skipunum. Þegar komið var til Meissen, mátti sjá, að bærinn var í sparifötunum; mörg þús- und manns voru þar til að taka á móti gestunum. Hafnarkampurinn var allur fánum skreyttur, og fallbyssuskot dundu, þá er skipin lögðust að, en er stigið var af skipsfjöl, var þar fyrir stór flokkur hornleikara, sem spiluðu lofsöng esper- antista og eptir hljóðfallinu gekk hinn mikli skari til ráðhússins, en þar var bæj- arráð og borgarstjóri á svölum úti, og buðu gestina velkomna í nafni bæjarins; þaðan var gengið til hinnar heimsfrægu, konunglegu postulínsverksmiðju, sem er ein af hinum elztu á Þýzkalandi; um 3 klukkustundir tók það, að komast í gegn- um það ferlíki og sjá meðferð postulíns- ins frá upphafi til enda. Síðari hluta dags- ins notuðu menn til að skoða hinn eink- arfagra bæ, sem liggur á skógi vöxnum hæðum, en aðalbygðin er þó í dal þeim, sem liggur á milli hæðanna. Um kvöldið var leikinn sjónleikur, er nefnist „Ógæfu- mennirnir" af körlum og konum frá n þjóðum, sem ekki höfðu sést fyr en dag inn áður, og æft saman einu sinni, en þó gat enginn annað heyrt, en öll væru þau sömu þjóðar; þar komu greinilegast fram yfirburðir esperantó fram yfir önnur mál, að allir geta náð sama framburði, og sem þakka má óbrotnum og undantekningar- lausum reglum. (Frh.). €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 10. nón. Ummœli Herm. Bangs. Hermann Bang ritar í blaðið Köben- bavn um, að Danir séu ókunnugir ástand- inu á íslandi og að sambandsnefndar- menn hafi ekki skýrt frá fullum kröfum Islendinga. — Hann segir, að Hannes Hafstein hefði átt að koma tafarlaust á konungsfund (eptir kosningarnar?). Hann skorar á Neergaard yfirráðgjafa, að bjarga því, er bjargað verður enn af tengslum Islands við konungsríkið (Danmörk). Verðlaun úr Ræktunarsjóðnum hafa 50 bændur fengið af 69, er sóttu, og námu verðlaunin alls 3000 krónum. 125 kr.: Guðm. ísleifsson, Stóru-Há- eyri, Árn. 100 kr.: Ólafur ísleifsson, Þjórsártúni, séra Sigfús Jónsson, Mælifelli, Skgf. 75 kr.: Böðvar Sigurðsson, Voga- tungu, Borgf.; Gnðni Jónsson, Valshamri, Mýr.; Halldór Jónsson, Vík, V.Sk.; Hall- gr. Níelsson, Grímsstöðum, Mýr.; Jónas E. Jónsson, Sólheimatungu, Mýr.; Jónas Jónsson, Stórhamri, Eyf.; Jón Einarsson, Hemru, V. Sk.; Jón Jónsson í Hraun- koti, V. Sk,; Jón Sveinbjamarson, Bflds- felli, Árn.; Kristján Þorkelsson, Álfsnesi, Kjósars.; Pálmi Símonarson, Svaðastöð- um, Skf.; Sigurgeir Sigurðsson, Öng- ulsstöðum, Eyf.; Sveinn Gunnarsson, Mælifellsá, Skgf. 50 kr.: Árni Eyjólfsson, Hraunkoti, Árn.; Bjarni Bjarnason, Geitabergi,Borgf.; Bjarni Þorsteinsson, Hvoli, V.-Sk.; Egg- ert Einarsson, Vaðnesi, Árn.; Einar prest- ur Pálsson, fyr 1 Gaulverjabæ, Árn.; Eyjólfur Eyjólfsson, Botnum, V. Sk.; Gísli Björnsson, Skíðastöðum, Skgf.; Guðm. Auðunnsson, Skálpastöðum,Borgf.; Gunnlaugur Þorsteinsson, Kiðjabergi, Árn.; Hannes Magnússon, Stóru-Sand- vík, Árn.; Hannes Þórðarson, Arnarnesi, Gullbr.; Haraldur Sigurðsson, Hrafnkels- stöðum, Árn.; Hjörtur Sigurðsson, Hrafna- björgum, Dal.; Jakob Jónsson, Varma- læk, Borgf.; Jónas Illugason, Brattahlíð, Húnv.; Jón Gestsson, Villingaholti, Árn.; Jón Guðnason, Hallgeirsey, Rangv.; Jón Jónsson, Tröllatungu, Strand.; Jón Jóna- tansson, Öngulsstöðum, Eyf.; Jón Ólafs- son, Eystra-Geldingaholti, Árn.; Jón Sig- urðsson, Syðri-Gróf, Árn.; Kolbeinn Guð- mundsson, Ulfljótsvatni, Árn.; Kristján H. Benjamínsson, Ytri Tjörnum, Eyf.; Kristleifur Þorsteinsson, Stóra-Kroppi, Borgf.; Ólafur Jónsson, Katanesi, Borgf.; Páll H. Jónsson, Stóruvöllum, S.-Þing.; Rögnvaldur Björnsson, Réttarholti, Skgf.; Símon Jónsson, Selfossi, Árn.; Snorri Jónsson, Skálakoti, Rangv.; TeiturBergs- son, Hlíð, Dal.; Tómas Pálsson, Bústöð- um, Skgf.; Þórður Jónsson, Hllð, Eyf.; Þorsteinn Jónsson, Hrafntóptum, Rangv.; Þorsteinn Narfason, Klafastöðum, Borgf. Landsyfirrótturinn. Um 2. meðdómaraembættið þar sækir Halldór Daníelsson bæjarfógeti, en aðrir ekki, og er réttinum þá vel borgið. Efra meðdómaraembættið er vitanlega sama sem veitt Jóni Jenssyni. En sá galli er á því, að laun þess eru 500 kr. lægri en lægra embættisins, er Jón hefur veit- ingu fyrir eptir gömlu launalögunum. Til þess að hafa jafnmikil laun 1 æðra em- bættinu, verður hann þvf að fá 500 kr. persónulega launaviðbót hjá þinginu, því að stjórnin getur ekki upp á sitt eigið eindæmi flutt hann upp með sömu laun- um og hann hefur nú. Launaákvörðun- um embætta getur hún þó ekki breytt eptir eigin vild, þótt hún í þetta skipti vildi eflaust hafa fegin getað gert það fyrir hann Jón sinn. Settur sýslumaður f Gullbringu- og Kjósarsýslu er Lárus A. Fjeldsted cand. jur. frá 1. þ. m. 1 lýðskólanum á Hvítárbakka eru í vetur 32 nemend- ur, en 43 sóttu um inngöngu. I eldri deild eru fyrra árs nemendur allir nema einn nýsveinn, er verið hefur tvö ár f Hólaskóla, og er með eldrí deild. Fjórði hluti allra nemendanna, eða 8 af 32, eru stúlkur. Borgfirðingar eru 10, hinir af Norðurlandi og víðar. Drukknanir. Snemma í f. m. fórst bátur frá Vattar- nesi í Reyðarfirði með 3 mönnum. For- maðurinn hét Guðmundur Jónsson frá Kaldalæk á Vattarnesi, hinir voru 2 Sunn- lendingar, Gfsli og Jón að nafni. Bátur- inn fannst síðar á reki út frá Seley. Maður að nafni Kristján Þórðarson drukknaði af mótorbát úr Bolungarvlk 29. f. m., datt útbyrðis á heimleið frá ísafirði. r Islenzkar sagnir. Þáttur af Kristínu Pálsdóttur úr Borgarfirði vestra. 7. kapítuli. Kristin rekur fé nordur i land og fi. Um þessar mundir bjó í Viðidalstungu Jón stúdent Thorarensen; það varð þá tíðinda, að hann gerði ferð sína suður og beiddi Kristínar dóttur séra Jóns, er sfðast var prestur að Gilsbakka, og fékk hennar. Kristfn var þá hjá bróðursínum séra Jóni Jónssyni, er þá var brauðlaus, og bjó sem bóndi á Sleggjulæk í Staf- holtstungum; hafði hann áður verið um tíma aðstoðarprestur f Hjarðarholti í Lax- árdal, en sfðar varð hann presturá Berg- stöðum. Kristfn Jónsdóttir átti margt fé, er hún hafði erft og sumt fengið hjá bróð- ur sínum, og var það allt á Sleggjulæk. Það var um haust, er Jón kom suður að biðja Kristlnar; samdist svo með þeim, með tillögu séra Jóns, að fé þetta skyldi reka norður um voiið að Víðidalstungu, og skyldi fá til þess Kristínu Pálsdóttur, því hún var þá orðin nafnkunn að dugn- aði; var Kristín þá fundin, og gekkst hún undir að gera það. Það var um sumarmál og snemma dags, að Kristfn lagði upp frá Örnúlfsdal, fremsta bæ í Þverárhlíð, með 50 fjár, er flest var ásauður fenginn. Kristfn var þá svo búin, að hún var í tveim pilsum; voru svo kölluð hnéskjól þá eigi komin f móð, en að ofan var hún f skyrtu og einni peysu, fláðri um hálsmál, og hvítan klút innan undir á brjósti, með djúpa húfu á höfði og skó allgóða; nesti hafði hún og gekk við reku, þótti það kynleg- ur göngustafur þeim er sáu, en Kristín kvaðst mundi þurfa hana, ef sig grun- aði rétt. Veður var allgott um morguninn, en þó þykkni í austri; unglingsmaður fylgdi henni af stað; ráku þau féð upp á fjall hjá Svartahamri, hann er í sandbrúninni norð- ur og upp undan Örnúlfsdal; ráku þau svo síðan fram hæðir þær, sem eru fyrir sunnan Þverárvötn; þar skildi fylgdar- maður Kristfnar við hana og hélt heim, en hún rak áfram féð norður Lón svo kölluð; eru þar víða flóar og tjarnir og seinfarið. Var þá vel fjallabjart, sá Slétta- fell, og tók hún stefnu austan til við það, því hún vildi komast í Núpsdalinn; hélt hún nú svo beint sero hún gat norður eptir, unz hún kom að Skútakvfsl; hún er á afréttamótum Sunnanmanna og Norð- linga. ____________ Veðursfeýrsluágrip frá 30. okt. til 12. nóv. 1908. okt. nóv. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 3°- + 8.4 + 3-5 + 1,1. + 5,o + 7,5 b 9,i 3i + 7-' + 3.2 + 5,o + 5° + 8.3 -10,3 I. -T- 1,0 -v- 2,1 +- i,t +- S-o + 0,6 -10,1 2. + o,5 +- 1.5 -r- 2,0 +- 4-0 +- 2.3 + 6,0 3- + 2,0 +- 3,ú +- 2,2 +■ 3,8 4- 0,2 + 7,5 4- + 3-5 +- 2,6 +- 2,5 -+ 8,0 0,0 + 4.5 5- + 60 + 1,0 + 3,0 + 2,0 4 4*6 + 6,0 6. + 5,° + 3,7 + 2,4 + 2,0 + 3,7 + 6,6 7- + 3,° + 1,8 + 1,0 +- 3,o + 4.2 + 7,o 8. + 3-5 + 1,0 + 0,8 -f 2,0 + 1,7 + 6,6 9- + 0,4 +- 3,o +- M +- 5,6 4- 1,0 + 2,9 IO. + 2,0 +- 0,5 -r- 0,6 +- 3.8 +- 0,8 + 5,5 11. + 3-6 + i,4 + 2,0 4- 0,8 + 2,3 + 7,5 12. + 7,o + 8,9|+ 4,9 + 2,1 En herværende Forretningsmand önsker Pianoundervisning i sit Hjem 1 á 2 Aftenstunder om Ugen ca. 7—8. Billet mrk »Musik« bedes indlagt paa dette Blads Kontor. Köb Musikinstrumenter og Bestand- dele kun directe fra Fabriken Aug. Wolfram, Markneukirchen I Sach- sen. Eget Fabrikat! Billigste Priser! Indsend Reparationer. GamleYio- liner tages i Bytte. Agenter söges. I haust var mér dreginn hvftur sauður á að gizká 3 v. með mfnu marki, sem er biti fr. h. sýlt vinstra; brennimark á vinstra horni ólæsilegt. Sauðinn á ég ekki. Réttur eigandi kindarinnar getur vitjað andvirðisins til mín að frádegnum kostn- aði, og samið um markið. Keldnakoti í Stokkseyrarbrreppi 3°/io ’o8 Jónas Bernharðsson Mikið úrval af ágætum og ódýrum i verzlun %3 cJ. JSamBerísen. JBampar, margar tegundir, seldir með tals- verðum afslætti í verzlun J. ]. íambertsen. Cggert Qlaessen yflrréttamálaflutDingsmaöiir. Póstllússtrieti 17. Venjulega heima Id. to—11 og 4—5. Tals. 16 (Brgel nýtt og sérlega eigulegt, er til sölu með verksmiðjuverði. Má borgast mánaðarlega, ef pess er öskað. Semjið við Jóh. Jóhannesson, Bergstaöastr. 11 A. lAjör-sig/net fyrir hreppa geta menn fengið gerð hjá Birni Árnasyni, Laugaveg 5, Reykjavík. Gtullliring/í — einbauga og stein- hringi — smíðar Björn Árnason, Lauga- veg 5.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.