Þjóðólfur - 20.11.1908, Síða 3
ÞJOÐOLFUR.
197
dlsi-ljós
(cHcotylengas.)
Sig“fús Blöndahl,
Lækjargötu 0. Iii*vLjíi.víW.
Símnefni: Gr ullf oss.
Sanastolu í Hukistrati 12
saumar allskonar karlm.fatnaði, hefur Iðunnardúka á boðstólum. —
Einnig ýms önnur fataefni og allt sem til fata þarf. Vönduð vinna.
og allt sniðið eptir því sem hver óskar. Hvergi ódýrara í bœnum.
Reykjavík 8/10 ’o8.
<Suém. Siyurésson,
klæðskeri.
ingi til 1883 (J* 1886). Hún var rúm-
lega sjötug að aldri (f. 16. júní 1836).
Var mjög vel þokkuð hér á landi sem
maður hennar, og var Islendingum jafn-
an vel, eptir að hún var flutt héðan. Er
íslenzku þingmönnunum, sem voru í Dan-
merkurförinni 1906, það sérstaklega minn-
isstætt við þjóðhátíðina í Billesborgar-
skógi á Suður-Sjálandi, er gömul kona
gekk þar um hátíðarsvæðið og gaf blóm-
vönd hverjum þeim, er hún vissi að var
fslenzkur þingmaður, eða »frá Islandi«,
eins og spurning hennar hljóðaði. Þessi
kona var frú Finsen. Hún hafði sann-
arlega ekki gleymt Islandi. Hún var
mjög vel mentuð kona og vel að sér,
meðal annars sérstaklega í söng. Synir
þeirra hjóna, Jón og Ólafur, eru embætt-
ismenn (bæjarfógetar) í Danmörku, Anna
dóttir þeirra er gipt málfærslumanni í
Noregi, en Olufa ógipt í Kaupmanna-
höfn. Arni son þeirra drukknaði ungur
(1882), nýorðinn stúdent, og Ragnhildur
dóttir þeirra dó ung, gipt H. H. Koch
sjóliðsforingja.
„Sterling“
fór héðan til útlanda í fyrra kveld.
Meðal farþega voru: Sveinbjörn Gud-
johnsen, Magnús Hjaltested úrsmiður,
Guðbrandur Jónsson (skjalavarðar Þor-
kelssonar), Petersen forstöðumaður kvik-
myndasýninganna, Bergemann, danskur
verzlunarm., frú Reincke nuddlæknir, frk.
Guðrún Þórðardóttir o. fl.
Ráðherrann
siglir á konungsfund með «Lauru« um
næstu helgi.
Hval,
nærri 40 álna, rak 1 fyrra mánuði á
Borgarsandi (Sjávarborgarfjöru) við Skaga-
fjörð.
Skipstrand og manntjón.
Að morgni 4. þ. m. strandaði enskt
botnvörpuskip. »Japan« að nafni, frá
Hull, á Fossfjöru í Vestur-Skaptafe'lssýslu,
skammt fyrir austan svonefndan Veiðiós.
Hafði skipið lagt af stað frá Hull 31. f.
m. og sigldi þarna beint á land í hvass-
viðri og bleytukafaldi. Var þá háflóð, er
skipið kendi grunns, og komust því skip-
verjar heilir á húfi á land, þá er út féll.
Voru þeir 12 alls, og héldu þegarafstað
að leita byggða, en lítt sást burtu fyrir
sandbyl. Lentu þeir í síkjum þar á sönd-
unum og özluðu lengi í þeim, kom ekki
saman um, hverri stefnu halda skyldi og
skiptust í tvo jafnstóra flokka, 6 og 6,
undir forustu skipstjóra og stýrimanns.
Eptir nokkra stund hitti skipstjóri og
förunautar hans stiku, með spjaldi, er
benti í áttina norður og vestur til bæj-
arins Orustustaða á Brúnasandi. Hefur
Thomsen konsúll sett upp stikur þessar
frá Hvalsíki heim að Orustustöðum. Ept-
ir alllangan tíma komust þeir 5 saman
svo heim að bænum, mjög aðframkomn-
ir af kulda, hungri og þreytu, en einn
þeirra félaga — annar stýrimaður — hafði
orðið eptir á sandinum, og hafði ekki
fundizt, þá er síðast fréttist. Hinn hóp-
urinn, undir forustu fyrsta stýrimanns,
hafði haldið lengra til vesturs, en hinn,
og varð bóndinn á Sléttabóli á Bruna-
sandi, er var við fjárhús þsr suður á sand-
inum, var við tvo úr þeim hóp, og flutti
þá heim til sín mjög aðframkomna, fór
því næst að leita að hinum, og fann 3
þeirra, en stýrimann ekki. L(k hans
fannst daginn eptir þar fram á sandinum.
Hér um bil á sama stað og skip þetta
strandaði nú, strandaði í fyrra annað
enskt botnvörpuskip »Premier«.
Nýjar bækur og ritllngar
sendar Þjóðólfi:
Sæfarinn eptir Jules Verne. Ein-
hver hin allra skemmtilegasta af sögum
hans, »spennandi« æfintýri í neðansjávarbát,
göngur á hafsbotni o.s.frv. Saga þessi selst
eflaust vel, ætti ekki að seljast miður en
t. d. Ben Hur, sem svo mikið hefur ver-
ið gurnað af og 7 prestar tóku að þýða
hér um bil samtímis.
Ofurefli, Saga eptir Einar Hjör-
leifsson. Verður getið nánar slðar.
Skitggamyndir. Eptir Þorstein
Björnsson cand. theol., er sýnir dökku
hliðina á katólskunni í fyrri tíð, ef til
vill fulldökka, en fátt af því, er betur má
fara. Frásögnin er víðast hvar fremur
lipur og orðaval dágott.
Bókaskrá Nýja 1 e s t r a r f é 1 a g s-
ins yfir bækur blöð og tímarit 1907—
1908. Lestrarfélag þetta (hér 1 bænum)
er að eins ársgamalt, en hefur þegar
fengið sér allálitlegt safn af góðum bók-
um, auk blaða og tímarita. Af bóka-
skránni sést, að gengið er fram hjá létt-
metinu og ruslinu í bókavalinu, en tekn-
ar bækur, sem eitthvert gildi hafa, ein-
hver veigur er í. Félagsmenn eru nú 53.
Félagið hefur daglega opna lestrarstofu á
»Hotel Island«.
Nýja stafrófskverið. Samið hef-
ur Laufey Vilhjálmsdóttir. Síðari hluti.
Þeir, sem dálítið hafa vanizt við að kenna
börnum, sjá fljótt, að kver þetta er betur
við barnanna hæfi, og þræðir betur hugs-
unarhátt þeirra, en flest eldri stafrófs-
kverin. Fyrri hluti kversins kemur út
slðar.
Opið bréf til Jóns sagnfræð-
i n g s frá Oddi Björnssyni prentara. Mjög
svæsinn skammapési út af sambandsmál-
inu og skýringum Jóns á gamla sáttmála.
Jarðarför Kristinar litlu dóttur okkar, sem
drottinn kallaði heim til sin 15. þ. m., fer fram
frá heimili okkar, Ási, miðvikndaginn 25. p. m.
kl. II1/* f- h.s
Guðrún Lárusdóttir. Sigurbjörn Á. Gislason.
JSampar,
margar tegundir, seldir með tals-
verðum afslætti i verzlun
]. J. íambertsen.
Kjör-sigfiiet fyrir hreppa geta
menn fengið gerð hjá Birni Árnasyni,
Laugaveg 5, Reykjavík.
(ítullliriiig'í — einbauga og stein-
hringi — smíðar Björn Árnason, Lauga-
veg 5.
Til sölu
“óðar jarijir, — hús
tekin í skiptum, um
semur.
Gísli Þorbjarnarsón.
Gísli PorlijarnarsDn
í Rvik,
kaupir og selur hús og jarð-
ir hvar sem er á íslandi, einn-
ig víxla og önnur verðbréf;
útvegar lán mól veði; inn-
kallar skuldir.
Heima kl. 10—llog3—4.
Yeiðivopn.
Góð og áreiðanleg verzlun, sem
vill taka að sér sölu á þessari vöruteg-
und ásamt öllu því, er til veiðiútbún-
aðar og skotfæra heyrir, getur komizt
að samningum með því að snúa sér
til Villunt Fönss. Vaabenfabrik, Aar-
hus, Danmark.
En herværende Forretningsmand
önsker Pianoundervisning i sit
Hjem 1 á 2 Aftentimer om Ugen
ca. 7—8. Billet mrk »Musik« bedes
indlagt paa dette Blads Kontor.
Úrval af beztu
Saumavélum
hjá
jVtagnúst jjenjamínssyni,
Veltusundi 3.
Sigurð R. 6ulbransen
Arkitekt — Bygmester.
Torvet 9 HL Tlfn 6379. Kristiania.
Leverer Tegninger til alle Slags
Huse og Opförelse af alle Slags
Bygninger i Mur som Træ til rime-
lige Priser. Kommissionær for Kjöb
af alle Slags Bygningsartikler.
Mikið úrval
af ágætmn og ódýrum
i verzlun
cJ <3. JSamBartsan.
Nýtt mjöl!
Maíssyna -— brúkað líkt og haframjöl,
og álíka drjúgt, en miklu ódýrara —
kostar aðeins 14 aura pundið; 12 aura
í 50 pundum og 11 aura í 100 pundum.
Fæst á Laugavegi 63.
Jóli. Öjgm. Oddsson.
Forretiiing.
Yngre Arkitekt og Bygmester ön-
sker Forbindelse með Forretnings-
drivende paa Island for at drive
Trælastsforretning og Opíörelse at
alle Slags Huse i Mur og Træ. Bl.
mrk. »Ihærdig og duelig Fagmanda
nedl. i Exp.
IPantiö i tíma
Jólagjafir
hjá Birni Árnasyni, Laugaveg 5.
Notið
hinn heimsfræga
Kína.lífs>elixír.
Hverjum þeim, sem vill ná hárri
og hamingjusamri elli, er ráðið til
að neyta daglega þessa heimsfræga,
styrkjandi heilsubótarbitters.
Magakrampi.
Fg undirritaður, sem hef þjáðst
8 ár af magakvefi og magakrampa,
er við notkun Kína-lífs-elixírs
Waldemars Petersens orðinn öld-
ungis albata.
Jörgen Mikkelsen, jarðeigandi.
Ikart.
Taugaveiklun.
Eg, sem mörg ár hef þjáðst af
ólæknandi taugaveiklun og þar af
leiðandi svefnleysi og magnleysi,
hef við notkun Kina-lífs-elixírs
Waldemars Petersens fengið tölu-
verða bót, og neyti þess vegna stöð-
ugt þessa ágæta heilsubitters.
Thora F. Vestberg
Kongensgade 39. Kjöbenhavn.
Brjósthimnubólga.
Þá er eg lengi hafði þjáðst at
brjósthimnubólgu og leitað læknis-
hjálpar árangurslaust, reyndi eg
Kína-lífs-elixír Waldemars Peter-
sens og hef við stöðuga notkun
þessa ágæta heilsubótarbitters feng-
ið heilsu mína aptur.
Hans Hemmingsen
Skarerup pr. Vordingborg.
Vai*ið yður á eptirstælingum.
Gætið þess nákvæmlega, að á ein-
kennismiðanum sé hið lögverndaða
vörumerki mitt: Kinverji mcð glas
hendi og merkið í grænu
lakki á flöskustútnum.