Þjóðólfur - 18.12.1908, Page 2
216
ÞJÓ'ÐÓLFUR.
Snœfellsnessýsla
er veitt 19. f. m. Guðmundi P. Eggerz,
settum sýslumanni þar.
Nóbelsverðlaunin.
Þeim var úthlutað, eins og venja er, 10.
þ. m. á andlátsafmæli A. Nobels, og dag-
inn eptir sent um þau svolátandi skeyti
frá Kaupmannahöfn:
Þessir hafa fengið þ. á. Nóbelsverðlaun:
Arnoldson og Frederik Bajer
friðarverðlaunin.
Metchnikoff ogEhrlich 1 lækn-
isfræði.
L i p p m a n n í eðlisfræði.
Rutherford 1 efnafræði.
E u c k e n heimspekingur í bókmenntum.
*
* *
K. P. Arnoldson er sænskur rithötundur,
nær .fimmtugur að aldri, og hefur ritað
allmikið um friðarmálið.
Friðrik Bajer er danskur stjórnmála-
maður allkunnur og fyrrum lengi á þingi,
en nú hættur afskiptum af stjórnmálum,
enda kominn á áttræðis aldur (f. 1837),
hefur unnið vel og lengi í þarfir alþjóða-
friðarins og haft ýms trúnaðarstörf á hendi
áhrærandi friðarmálið, bæði utanlands og
innan.
Elias Metchnikoff er rússneskur vísinda-
maður, upphaflega dýrafræðingur, hefur
verið 1 París síðan 1890, og haft stjórn
Pasteurstofnunarinnar á hendisíðan stofn-
andinnlézt. Metchnikoff varð meðal ann-
ars kunnur fyrir nokkru, er hann þóttist
hafa fundið llfselixfr þann, er eigi að eins
lengdi lífið, heldur yngdi menn svo upp,
að menn væri ávallt sfungir. Atti þetta
að gerast með blóðvatnsinnspýtingu, og
mikið af þessu látið, en hjaðnaði fljótt
niður, sem vænta mátti. Metchnikoff er
nær hálfsjötugur (f. 1845).
Paul Ehrlich, sá er læknfræðisverð-
launin fékk til helminga við Metchnikoff,
er nafnkunnur þýzkur læknir (f. 1854)
forstjóri hinnar konunglegu blóðvatnsrann-
sókna- og lækningatilraunastofnunar í
Frankfurt am Main.
Gabriel Lippmann (f. 1846) er kennari
við Sorbornue-háskólann í París, og er
einkum kunnur fyrir uppfundning sína
um ljósmyndagerð með eðlilegum litum.
Ernst Rutherford er háskólakennari í
Manchester, ættaður fra Kanada.
Rudolf Eucken er háskólakennari í
heimspeki í Jena á Þýzkalandi (f. 1846),
en ekki neitt sérlega nafnkunnur maður,
og þykir því úthlutun bókmenntaverðlaun-
anna honum til handa harla einkennileg,
en því var áður almennt spáð, að verð-
laun þessi mundi nú hljóta annaðhvort
enska skáldið Swinburne eða sænska skáld-
konan Selma Lagerlöf, og hefði þótt vel
ráðið, hvort sem hlotið hefði. En nú
varð þessi þýzki heimspekingur hlutskarp-
astur, sjálfsagt af því, að Swinburne og
Lagerlöfsflokkurinn hefurekki getað komið
sér saman. Að deilur hafi orðið f stjórn-
arnefndNóbelsgjafarinnarútaf þessum verð-
launum sést meðal annars af því, að ein-
hver helzti maðurinn í henni, C. D. Wir-
sén, kvaðst ekki taka þátt í þessari verð-
launaveitingu.
í Dresden 1908.
Stuttur útdrátt ur
•ptir
Jón Guðbrandsson.
(Frh.).
k hverjum morgni, neroa dag þann, sem
farið var til saxnesku alpanna, voru funda-
höld frá kl. 9—12, sem flestir tóku þátt
í að jafnaði. Þar voru rædd ýms mál,
sérstaklega sem snerti hina alþjóðlegu sam-
vinnu esperantista; en langmerkasta málið
var um stofnun allsherjar sambandssjóðs,
sem þegar eru gerðar þýðingarmiklar ráð-
stafanir til að koma á fót. Innbyrðis hafa
esperantistar þegar mjöggóð sambönd; á
málinu koma út 64 blöð, bæði vísindalegs,
bókmenntalegs, guðfræðilegs og alþjóða-
legs efnis, barnablöð, blöð með upphleyptu
letri fyrir blinda, fyndnisblöð 0. s. frv.,
og þróast sá stofn með furðanlegum krapti,
tvötaldast næstum með ári hverju. í ágúst-
mánuði einum saman hófu 6 blöð göngu
sína í Frakklandi, Spáni, Kína og Cbile,
og 2 á Þýzkalandi. Auk þess eru félögin
bundin mjög hvert öðru; í hverju landi,
þar sem hreyfingin hefur fest rætur, mynda
allar deildirnar eitt yfirfélag, en yfirfé-
lögin standa f beinum samböndum um
heim allan ; hér koma ekki fram þau höpt,
sem málafjöldinn skapar, á þessu svæði
geta menn unnið saman á öllum jarðar-
hnettinum, sem í einu vfðáttumiklu landi.
Öll málfræðisleg vafaatriði, sem uþp koma,
afgerir þar til kjörin nefnd, »Lingva kom-
itato«, sem gefur skýrslu á hverjum al-
þjóðafundi.
í sambandi við fundinn héldu ýms fé-
lög og stéttir sérfundi, sem allur fjöldi
fundarmanna tók meiri eða minni þáttí;
má þar af mörgu sérstaklega nefna: blaða-
menn, lögregluþjóna, hraðritara, verzlunar-
menn, kennara, lögfræðinga, lækna, guð-
fræðinga, stúdenta, skákmenn, blinda
menn, friðarvini, bindindismenn, fríhyggj-
endur 0. s. frv. Mörg af félögunum höfðu
daglega fundi og ræddu þar áhugamál
sín; aliir voru á sama máli um, hve miklu
væri léttara að starfa á slíkum alþjóða-
fundum, þar sem esperantó væri notað,
heldur en þar sem enska er aðalmálið, og
sfðan verður að þýða hvert orð á 2—3
mál, þar til menn geta skilið hvern ann-
an, því sjaldgæft mun það vera, að margar
þjóðir sitji fund saman og allir skilji ensku,
enda finna þeir menn, sem standa fremst
í alþjóðlegum félagsskap, frekast þennan
galla, og starfa ótrauðlega að því, að út-
breiða esperantó.
I sambandi við fundinn var einnig sýn-
ing á öllu því, smáu og stóru, sem út
hefur verið gefið á esperantó. Málið á
þegar allstórt bókmenntasafn; mörg af
merkustu skáldritum heimsins eru þýdd á
málið, og enn fleiri er verið að þýða;
þýðing biblíunnar hefur staðið yfir í mörg
ár, en er nú brátt lokið.
Mikill fjöldi verzlana og verksmiðju-
húsa nota þegar málið til auglýsinga, og
margar vöruskrár hata verið gefnar út á
því, að útgefendanna sögn með góðum
árangri.
Stórt safn var þar einnig af bókum með
upphleyptu letri fyrir blinda. Mikið starf
liggur árlega í bókagerð, og í því, að
létta samböndin milli þessara olnboga-
barna mannkynsins, sem finna sig vera
sem f nýjum heimi á esperantólandinu.
Skrifvél er nýgerð með^ esperantó-bók-
stöfum, en nokkrir þeirra eru frábrugðnir
bókstöfnm annara mála. Einnig er ný-
lega rekið smiðshöggið á hraðritunarað-
ferð á málinu, byggða á Gabelsbergers
kerfi, sem nú er meira notað í heiminum,
en öll önnur hraðritunarkerfi til samans.
Það var ekki nema sjálfsagt, að hver
og einn fundarmanna reykti að eins
esperantó-vindla, þvæði sér úr esperantó-
sápu, fengi skóna sína burslaða úr
esperantósvertu o. s. frv., meðan á fund-
inum stóð, því nafninu var búið að koma
á alla mögulega hluti. Einnig var þar
allstórt safn af leir- og glervörum með
esperantómerkinu, mynd af dr. Zamenhof
0, s. frv, Sýningin var í 2 stórum sölum,
og þurfti minnst heilan dag til að skoða
allt safnið grandgæfilega,
Síðasta samkoman, sem haldin var í
Dresden, hélt blaðið »La Revuo«, sem er
eitt af þekktustu blöðum esperantista. Við
það tækifæri gaf blaðið út bók með mynd-
um þeirra manna, sem fremst standa f
fýlkmgu fyrir esperantóhreyflrrgunni f heim-
inum, og var bókinni útbýtt ókeypis með-
al allra fundarmanna; þar var einnig út-
býtt fjölda verðlauna fyrir bókmenntaleg
störf o. s. frv. Dr. Zamenhof sat þar í
öndvegi og afhentí verðlaunin fyrir hönd
forstöðumanns blaðsins, próf. Bourlet.
Blöðin ræddu mikið um fundinn, og
fluttu langar greinar, ekki eingöngu um
fundinn, heldur líka um málið í heild
sinni, og kvað þar mjög við einn tón.
Mörg blöð víðsvegar um Þýzkaland fluttu
greinar á málinu, og í Dresden kom út
sérstakt blað á esperantó, meðan fundur-
inn stóð yfir. Aðalfréttablað borgarinnar
var borið ókeypis til allra fundarmanna
daglega; jafnvel utanbæjarblöð sum, er
greinar fluttu á esperantó, voru send fund-
armönnum ókeypis, þar á meðal »Die
Welt-Warte« frá Leipzig.
Nokkur tfmarit fóru fram á, að fá tekna
alþjóðiega mynd, en fullerfitt ætlaði það
að veitast, að safna mönnum saman, þótt
ekki þyrfti neraa einn frá hverju landi, og
loks, þá er menn böfðu skipað sér í raðir,
voru myndasmiðirnir orðnir fullt eins
margir og þeir, sem myndast áttu. Síðan
skrifaði einn frá hverri þjóð nafn sitt og
lands síns á dúk, sem síðar á að útsaum-
ast og geymast til minningar um fundinn.
(Niðurl.).
„Dómarinn“.
Einhver „Snorra‘‘-makt hefur f „Rvík" í
dag verið að rembast við að leggja dóm á
skáldsöguna „SysturnarfráGrsenadal". Hvað
ritdóm þessum viðvíkur dylst víst engum að
þar dæmir blindur um lit, enda lætur dóm-
arinn(!!) ekki nafns síns getið og finnst mér
virðingarvert, að honum skyldi detta það
snjallræði í hug og munu fleiri einmitt af
þeirri ástæðu frekar lesa bullið. Dómari
þessi kemst svo loks að þeirri niðurstöðu,
að umrædd bók sé þrátt fyrir alla gallana
hollari til lesturs en bókarusl það, sem eg
gefi út, enda telur þær með því lakasta.
Ummæli þessi eru f sjálfu sér einkis virði,
enda hafa nokkrir vesalingar sagt hið sama
órökstutt á undan honum; en eitt meðal
annars er einkennilegt við menn þessa —
því svo leyfi eg mér að nefna þá — sem
látast vera að vinna í þarfir þjóðarinnar
með þvf að lasta sumar bækur fram úr hófi,
en halda öðrum til skýjanna, að þeir skuli
hafa grfmu fyrir andliti (undir dularnafni),
svo enginn geti þekkt þá, nema þegar svo
vel vill til, að þeir eru svo glöggt mótaðir í
sinneiginn leir. Mér finst að þessir „kosta-
gripir" ættjarðarinnar ættu að vera svo upp-
litsdjarfir að þora að horfa beint framanf
þann, sem þeir kasta skeytum sínum aö, og
til þess eru þessar fáu línur ritaðar að biðja
þá, sem næst kynnu að bólgna upp af þess-
ari fmynduðu ættjarðarumhyggju, allra vin-
samlegast beðnir að gera það með fullu
nafni —en bresti þá þor til þess verður það
svo að vera.
Reykjavlk 15. desember 1908.
Jóh. Jóhannesson.
Eptirmæli.
Hinn 29. marz síðastl. lézt á Skotlandi, f
borginai Aberdeen, úr tæringu, ungfrú Frið-
björg Eyjólfsdótlir, réttra 20 ára gömul.
Hún var dóttir Eyjólfs óðalsbónda Ólafs-
sonar f Sviðnum á Breiðafirði og konu hans
Kristínar Guðmundsdóttur prests á Borg
Bjarnasonar,
Friðbjörg sál. fór til Skotlands til að
mennta sig, og dvaldi þar hjá móðursystur
sinni, Ingibjörgu, sem er búsett í Aberdeen
og gipt þarlendum manni. — En svo gerði
dauðinn skjótan endaá öllum framtíðarvonun-
um, eins og svo opt vill koma fyrir f heimi
þessum. — Friðbjörg sál. var falleg Og efni-
l«g stúlka org vaí hugljúfi allra, sem þekktu
hana. Hennar er því eðlilega sárt saknað
af systkinum, vinum og vandamönnum, og
þó einkanlega af foreldrunum, sem mest
hafa misst við fráfall hennar, og eru farin að
hnfga á efra aldur.
Eptirfarandi vers hefur Lárus Thoraren-
sen cand. theol. ort við þetta tækifæri undir
nafni móðurinnar.
W Lffið sendir mér sorgar-ár;
— seint munu tfmarnir gleymast;
áður léttu mér angurs-tár
ungar dæturnar, — rósir þrjár.
Hljómar helklukkan þyngsta.
Hvar er barnið mitt — yngsta?
Aptangeíslar, við Englands-strönd,
yfir sjónum, í tárum,
viður skýjanna vestur-rðnd,
vefjist þið allir í rósabönd;
breiðið ljóskranz á leiðil
— Ifður sólin að meiðil
Flyttu’ á vængjunum, berðu blær,
blíðleiks-kveðjuna hinnstu,
sendu skilnaðar-sönginn nær!
- sumarhörpurnar berast fjær —,
flyttu’ hann til fósturstranda,
úr fjarlægð, nær mér, í anda I
Skilja bylgjurnar breiðar lönd;
barnið mitt þráUeg heima.
Dunar aldan við dökka strönd;
dauðinn strýkur um blómgrund hönd;
haustblær er úti og inni,
andblær, í sálu minni.
Þó að vísi mér vonin ein
veginn til endurfunda,
þung er byrði við banamein
blómsins yngsta á vorsins grein.
Ljósfaðir, Iæknaðu sárin!
láttu nú þorna tárin I
Leikfél. Reykjavíkur.
Skugga-Sveinn
verðnr leikinn í Iðnaðarmanna-
húsinu sunnudaginn 20. þ- m., kl.
8 síðdcgis.
É sídasta sinn.
Þakkarávarp. Á næstliðnum vetri
varð eg fyrir því sára mótlæti, að missa
mann minn Bjarna Filippusson f sjóinn f
fiski-róðri á Loptstöðum, 2. apríl síðastl:
frá 7 böruum flestum á ómagaaldri. Þetta
tilfelli var mér þvf þungbærara, og sárara,
þar efni mín voru mjög lítil; en Guð upp-
vakti þá mjög marga góða menn, að hjálpa
mér í þessum mínum bágu kringumstæðum,
bæði með gjöfum, og annari hluttekningu.
Nöfn allra þessara velgerðamanna minna
nær og fjær verða hér ekki upptalin; þess
munu þeir heldur ekki óska. Þó get
eg ekki látið hjáliða, að minnast sérstaklega
þeirra heiðurshjóna hr. Guðmundar Hann-
essonar og konu hans Katrínar í Tungu,
sem bæði gáfu mér stórgjafir, og liðsinntu
mér áannan hátt. Öllum þessum velgerða-
mönnum mínum, bið eg af hrærðu hjarta;
góðan Guð að launa, þegar þeim liggur
mest á; og munu þeir á sínum tfma heyra
til sín töluð, þessi huggunarríku orð: „Hvað
sem þér gerðuð einum af þessum mfnum
minnstu bræðrum;það hafið þér mér gert".
Hellum í Gaulverjabæjarhr. 25. júnf 1908.
Sigrídur Sigurðardóttir.
(fJlcatylangas.)
Sig’fús Blöndal,
Lækjargötu 6. Reykjavík.
Símnefnít Qullfon.
Eigandi og ábyrgðarm.:
Hannes Þorsteinsson.
Preutrmflflan Q’uftnaÚorg.""