Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.01.1909, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 08.01.1909, Qupperneq 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 8. janúar 1909. JfS 2. Bókmenntir. „Oíuretii44. Þessi saga Einars Hjörleifssonar, er út kom síðastliðið haust, virðist ekki hafa samsvarað vonum þeim, er menn gerðu sér um hana. Blöðin hafa verið furðu fátöluð um hana, jafnstóra bók og eptir jafnkunnan skáldsagnahöfund, sem Einar Hjörleitsson. Það er enginn vafi á því, að bókinni hefði verið hossað hærra, ef mönnum hefði fundizt, að sagan væri snilldarverk. Það hefur verið sagt áður, að höf. hafi reist sér hurðarás um öxl með sögu þessari, að hún hafi orðið hon- um »ofurefli«, og efnið dottið í mola f höndunum á honum. En sama finnst mér mega segja um ritdómara þá, er um söguna hafa dæmt, þeir hafa leyst verk- efni sitt nauðalélega af hendi, annað- hvort af því, að þeir hafa aldrei nennt að lesa söguna rækilega ofan í kjölinn, eða ekki skilið til fulls efni hennar, og talað þá í almennum orðum úti á þekju, ,um að bókin sé ágætlega rituð, það geti ekki öðruvísi verið, úr því að Einar sé höfundurinn o. s. frv., þessi venjulegu ó- rökstuddu »slagorð«, sem að einservarp- að fram til að segja eitthvað og breiða yfir skilningsleysi og andleysi þeirra sjálfra, er hreykja sér 1 dómarasessinn um fagur- fræði og skáldskap hér á landi. En til þess þykjast margir «útvaldir« nú á tím- um, þótt þá skorti öll skilyrði til þess, að leysa það skammlaust og hneykslis- laust at hendi. Þess vegna er svo algengt, að sjá hrúgað heimskulegu oflofi á miðl- ungs rit, en góðra bóka að litlu getið, eða þá til hnjóðs, allt eptir því, hvort dómaranum er vel við höfundinn eða ekki. Eg hef hvorki ætlað mér að skrifa lang- an né ítarlegan ritdóm um »Ofurefli«, en eg vil láta Einar njóta sannmælis, því að mér gremst yfirborðsfleipur þessara græn- jaxla, sem dæma eins og blindir um lit, jafnvel án þess að hafa lesið bókina, að því er virðist. Hverjum, sem les bókina með athygli og sæmilegri dómgreind, get- ur ekki dulizt, að þrátt fyrir ýmsa smellna kafla og lipurt orðfæri, hefur sagan mis- tekizt sem heild. Hún er langt frá því, að vera samsteypt listaverk, þar sem hver þáttar, hver hlekkttr fellur svo vel saman við heildina, að mönnum finnst að ekkert niegi missast, ekkert atriði burtu falla. ÍHér er þessu ekki þannig háttað, hér ’tnætti margt burtu falla, sem kemur sjálfu aðalefni sögunnar lítt eða ekki við. Þetta kemur af því, að höfttndurinn hefur sniöið sér of breiðan ramma fyrir söguna, byggt hana a Gf vlðtækum grundvelli. Hann hefur ætlað sér að flétta inn í söguna lýs- ■ingar ^ ýmsum hliðum Reykjavíkurlífsins jsuntir hyggja að höf. hafi ákveðna menn 'fyrir augumj( Svo að hún yrði einskon- ar skuggsjá Reykjavíkttr-menningarinnar ■og Reykjavíkur-hugsunarháttarins nú á tínium. En til þess hefur höf. tekið of- fátt til greina, en hins vegar þó ofmargt, til þess að gera söguna að einni sam- felldri heild. Þess vegna verður hún anikltt frernur lausleg heimsádeila og hug- leiðingar höf. um hitt og þetta, heldur en regluleg skáldsaga, byggð á veruleika, eða því sem gæti átt sér stað, því að þótt mörgu í sögu þessari sé lýst svo, að menn kannast við það úr daglega lífinu, þá er hitt þó fleira, sem ekki stendur nokkrum fótum í veruleikanum, en er eintóm hug- smíð höfundarins. En vitanlega hefur skáldið fullt leyfi til þess, og sagan getur verið eins góð í sjálfu sér fyrir það. En sannur spegill af lífinu verður hún þá ekki. Um hinar einstöku persónttr má segja, að þó presturinn sé aðalmaðurinn, þá liggur við, að hann verði einna þokukenndastur fyrir lesandanum, sem ef til vill kemur af því, að höf. tekst ekki að vekja hjá lesandanum jafnmikla samhyggð með hon- um, eins og höf. sjálfur hefur, því að enginn vafi er á þvl, að presturinn er honum hjartfólgnastur, meira að segja prestgerfið mun dulargerfi höf. sjálfs. Það er sagt um prestinn, að hann hafi snúizt til guðstrúarinnar einn dag í Lundúnum, þá er hann var að lesa frásagnir frá Sálna- rannsóknarfélaginu brezka og föður- og móðurlaus drengur kom inn til hans, drengur, sem sagði að guð væri pabbi sinn og mamma. Þá rann upp yfir prest- inum úrslitastund æfinnar. »Þá vissi hann, að frá þeirri stund ætlaði hann að vera guðs meginn, réttlætisins meginn, kær- leikans meginn alla sína æfi. Hann vissi, að þeirri götu ætlaði hann að haltia, þó að hún yrði »via dolorosa« (þyrnibraut, krossganga)«, Og svo lætur höf. prestinn verða fyrir ofsóknum og hatri, vegna þess, að hann vill þræða braut sannleikans, réttlætisins og kærleikans. Hann verður fyrir hinum hrottalegustu blaðaofsóknum, hver skammagreinin rituð um hann á fætur annari, og loks er skorað á hann á almennum safnaðarfundi, að leggja nið- ur prestsembætti. Allt ofsóknir, hatur og rógur. Manni hlýtur að detta ósjálfrátt í hug, að höfundurinn sé 1 meira lagi ná- tengdur þessum píslarvætti sannleikans og réttlætisins. Og kemur það þá einmitt fram, sem almenningur er farinn að veita eptirtekt og einmitt spillir hinu skáldlega gildi í sögum Einars á sfðustu árum, að þær verða að einskonar persónulegri vörn fyrir sjálfan hann, einhliða málflutningi á einhverju efni fyrir sjálfan hann persónu- lega, Það er að vísu eðlilegt, að hverj- um sé það hugstæðast, er til hans tekur, en skáldsagnahöfundar mega sérstaklega fara varlega í því, að láta ekki stjórnast um of af persónulegum ástæðum, því að slíkt hnekkir optast nær hinu skáldiega gildi, Þótt hér hafi heldur verið vikið að því, er höf. hefur miður tekizt í byggingu sögunnar. sem heild, þá verður því alls ekki neitað, að sumar mannlýsingarnar f bókinni eru ágætar, og snmir kaflarnir mjög vel ritaðir. Einna bezt yfirleitt er lýsingin á Þotbirni kaupmanni, og kaft- inn: »Við sjáum nú hvað setur, prestur minn«, einkum lýsingin á Sigurlaugu.semer einhver hin bezta í allri bókinni. En höf. ferst ekki vel við þá stúlku. Fall henn- ar verður meira og dýpra, heldur en bú- ast má við eptir lýsingu höf. á henni, þegar hún er ráðskona hjá Þorbirni. Mér virðist að höf. taki þar óþarflega hörðum tökum, og ekki tyllilega réttmætum. Það er eins og hann hafi þurft að gera hana að svona miklum ræfli, til að gera misk- unarverk prestsins á henni því átakan- legra, þetta dæmalausa miskunarverk, er hann hittir . hana blindfulla, steinsofandi 1 fönninni, og lætur hana hátta í rúminu sfnu, en sefur sjálfur vitanlega annar- staðar. En þetta »hneyksli« verður einmitt eitt af aðalvopnum gegn prestinum, verður til þess að fella hann. Ég felli migekki við þessa »gildru« höf. Hann hefði naum- ast þurft hennar, til þess að gera prestinn að píslarvotti. Og mér finnst hún fremur ófimlega valin, ekki bera vott um skáld- legt ímyndunarafl. Og þetta er þó einn af máttarþáttum sögunnar. Myndin af Ragnhildi yfirdómaradóttur er hvergi nærri eins vel dregin hjá höf. eða eins skýrt, eins og af Sigrfði kennslu- konu, vinstúlku hennar, og þó er henni lýst með miklu færri dráttum. Höf. tekst mjög vel að sýna harm Sigríðar, er Ragn- hildur segir henni trúlofun sína og prests- ins (en Sigríður unni prestinum án þess hin vissi). Það er snilld f þeim kafla, ekki vegna orðanna, sem svo mikið hefur verið látið af, »og það er annars alltaf einhver að gráta«, pví að þau eru ekki svo ýkja frumleg eða átakanleg, heldur vegna alls andans í frásögninni, vegna þess sem lesa má á milli línanna, Og síðustu orðin í þessum kafla: »og vinn- an lagði yfir hana líknarhendur sfnar«, þau met eg meira en hin tilvitnuðu orð um grátinn. Enn átakanlegra f sjálfu sér, en gráturinn, er þó dauðinn, við- skilnaðurinn við líflð, að það sé ávallt einhver að deyja, á hverju augnabliki sé mannslíf að slokkna. Þess vegna féll eg ekkert í stafi yfir þessu snilliyrði Ein- ars um grátinn. Gráthljóðin eru enn- fremur svo margskonar, og þurfa ekki að standa f sambandi við sérstakan hugar- harm. Eg get ekki neitað því, að eg hafði gert mér meiri vonir um sögu þessa frá Einars hendi, ekki svo að skilja, að hún sé »ómerkilegt slúður«, því að það skrif- ar Einar ekki, heldur þetta, að hún hef- ur ekki þokað Einari upp sem sagna- skáldi. Hinar smterri sögur hans eru betri. A þeim hefur hann fullt vald. Og þar sem hann sníður sér stakk eptir vexti, þar nær hann sér niðri, svo að aðrir gera ekki betur, enda er maðurinn ritfær vel, þótt sumstaðar bregði fyrir óviðkunnanlegri tilgerð. Þorgnýt. Um a ðjlutningsbannið. [Höf. sá, er reit um þetta mál í Þjóðólf í fyrra vetur, hefttr óskað eptir rúmi hér í blaðinu til að svara nokkru sumum þeim, er mótmæltu honum, og þykir sjálfsagt að leyfa honum það, ekki sizt vegna þess, að hann er eindreginn góðtemplari, og getur honum þvf trauðla orðið brugðið um hlut- drægni í þessu máli eða blint fylgi við Bakkus sem „brennivínsmanni11, eins og góðtemplarar nefna flesta þá, sem ekki eru f algerðtt bindindi. Mál það, sem hér um ræðir, er svo þýðingarmikið, að það m á ekki ræðast einhliða, en svo hefur optast verið hingað til. Það er því ekki til ann- ars en að lífga góðtemplara ofurlítið í bar- áttu þeirra fyrir aðflutningsbanninu, að veita þeim tækifæri til að heyra skoðanir eins mikilsmetins félagsbróður þeirra um það mál, enda sjálfsögð skylda allra frjáls- lyndra blaða, að lofa andmælum gegn að- flutningsbanni að sjást á prenti. Blint of- stæki sæmir hvarvetna illa, og engin mál- staður græðir á þvf til lengdar. Það verð- ur aðflutningsbannsmönnum að skiljast, ekki sfður en öðrum, enda vitum vér, að ýmsir í þeirra hóp viðurkenna, að á þann hátt sé málinu bezt borgið, að engri sannfær- ingarkúgan sé í því beitt, til að knýja það fram]. Þá hef eg nú séð nokkur mótmæli gegn aðflutningsbannsgreininni. sem egskrifaðif Þjóðólf f vetur sem leið. Reyndar ætla eg ekki að fara út í neitt þref út af mót- mælunum, því þau eru á alls engum rök- um byggð á nokkrum stöðum, sem eg ætla að tilfæra. Einmitt eru þeir allir mér sammála um það, sem ritað hafa á móti mér, að áfengistollurinn verði lagð- ur á nauðsynjavöru, einmitt þá vöru, sem við allir verðum að kaupa að meira og minna leyti. Þetta vilja þeir. En því mótmæli eg alveg sem fyr. Með þvf vilja þeir að vínneytendur skapi skatta á sak- lausa menn, sem þeir sjálfir bera þegj- andi, og leggja sjálfir á sig skattinn. Þetta er ranglát hugsunarvilla. Borgi þeir sem borga vilja áfengið, en lögin láti það ekki til sfn taka, ef einhverjir hnekkja frelsi sínu eða annara með nautn áfengisins, og set eg hér orðrétta setningu eptir Stuart Mill: »En sala áfengra drykkja er samt verzlun, sem vér höfum á móti, er ekki íhlutun í frelsi seljandans og neytandans, því að ríkið gæti allt eins vel bannað honum að drekka vín, eins og með ásetningi fyrirgirt að hann gæti fengið það«. Mill heldur því fram, að hegning liggi við, ef of- drykkjan misbýður eða brýtur á móti mannsins eigin frelsi, ef áfengið er mis- brúkað gegn þjóðfélagsréttinum og frelsinu. Aldrei hef eg heyrt, að Gladstone gamli né Mill hafi stungið tipp á aðflutnings- banni á áfengi í brezka ríkinu, þrátt fyrir að þeim var vel kunnugt um, hvaða tjón vínið gerir, þar sem það er vanbrúkað. Nei, þeir voru á hærra stigi með hugs- anir sfnar en svo, að þeir vildu keyra niður frelsi manna. Hvað er annað en ófrelsi, ef að eg ekki má hafa það á borð- inu hjá mér, hvort heldur að er matur eða drykkur, sem eg vil hafa, og get haft með frjálsu móti, ef að mér er fyrirboðið að hafa það með lagavaldi ? Eg er efaður í að nokkur lög hafi nokkurt vald til þess að fyrirskipa mér að hafa ekki þetta á borðinu. Lögin gætu þá bannað mér allt, og urn leið að lifal H. Jónsson heldur því fram, að per- sónulegt frelsi manna sé ekki kúgað með aðflutningsbanninu gegn áfengi, ef að eins meiri hluti þjóðarinnar, sem kýs til alþingis, sé með banninu, og geri það hvorki til né frá, þótt sá meiri hluti sé fenginn með fortölttm bindindissmala, þá sé alþingi skylt að lögleiða bannið. Þetta kallar hann þjóðfrelsi. Hann útlistar þetta ekki nákvæmlega, svo menn erujafn nær um skoðanir hans að þvf leyti, er snerta takmörkin milli myndtigleika löggjafar- valdsins og persóm'legra réttinda manna. Er hann þá þeirrar skoðunar, ao löggjaf- arvaldið geti leitt í lög hvað eina, sem meiri hluti kjósenda heimtarr Það er ekki þjóðin sjálf, sent býr til lög, eða

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.