Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.01.1909, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 08.01.1909, Qupperneq 2
6 I1 J O Ð O LFU K meiri hluti hennar, heldur kosnir menn, sem eru bundnir við sína eigin sannfær- ingu. Það er ómögulegt að mótmæla því, að aðflutningsbann áfengis fer mjög ná- lægt því, að skerða persónulegt frelsi raanna. Löggjafarvaldið takmarkar ekki frelsi manna fram yfir það, sem hin brýn- asta nauðsyn krefur. Það má þá banna allt aðflutt, því allt getur gert skaða óhóf- lega brúkað. H. J. álítur það rétt, að því nær allir landsmenn eigi að gjalda þess, að nokkrir menn eru til hér á landi, sem ekki kunna að stjórna sjálfum sér, hvað áfengisnautnina snertir, og sem templarafélagið getur ekki fengið til að athuga sinn gang. Hann vill að hinir, sem tekið hafa sinnaskiptum, borgi fyrir hina. Þessu mótmæli eg alltaf, að rétt sé. Mér finnst það því vera í fyllsta máta ranglæti, að lögleiða aðflutnings- bannið, því að það sýna tekjur landsins, eins og hér skal sýnt. Hann heldur, að aliar menntaþjóðir heimsins mundu dást að okkur, og jafnvel öfunda okkur af því, að hafa komið á lögum uro áfengisflutn- inginn hingað. Ef nokkrar af þeim veita því eptirtekt, sem þær munu gera, að við Islendingar höfum fengið slíkt bann, þá mundi fara svo fjarri því, að þær virtu okkur fyrir það, heldur þvert á móti setja okkur á bekk með Indíánum og Skræl- ingjum. Það yrði allur heiðurinn og veg- semdin í staðinn. Við sýnum það þá, að við kunnum ekki að vera sjálfstæðir, eða með það að fara, sem við getum skaðað okkur á. Og þarna er allt álitið, sem við fáum fyrir. Eg minnist þess, þegar áfengisbannið stóð yfir frá Kanada suður í Bandaríkin, þá voru búnir til nokkur þús- und kassar í líkingu við biblíuna, gylltir á kjölinn sem biblía væri. Þeir voru fullir af sterku alkóholi. Hvernig skyldi gamla Nóa hafa líkað það ? Þeir létu áfengið í mjólkursykur og fluttu það svoleiðis, og eins í allskonar fugla- eggjum o. s. frv. Svona mun fara fyrir íslenzku þjóðinni, ef bannið kemst á. Bollaleggingar mótmælenda minna sanna hvergi, að eg hafi ekki satt að mæla, eins og eg ætla að sýna með sem fæstum orðum síðar. Annars eru mótmælin girnileg til fróð- leiks, eins og ávextirnir á skilningstrénu góðs og ills voru sagðir forðum, og mig grunar að afleiðingarnar verði svipaðar afleiðingunum, sem stafaði af því að taka það forboðna epli og neyta þess eptir sem áður, að það verði til að leiða þjóð- ina á brautir óhlýðni við lög og rétt, og áfengið verði allt að einu hingað flutt í lagaleysi, eins og Bandaríkjamenn gerðu, og eg áður hef á minnzt. Þætti andstæð- ingum það kurteisi, eða lýsa sjálfstæði, ef vinur minn byði mér til borðhalds með sér, og ef hann hefði áfengisvín á borði sínu, ef eg segði við hann eitthvað á þessa leið: Nei, vinur minn, eg hvorki et né drekk við borðið þitt, nema þú sópir burtu af því áfengisvínunum. Eg er svo veiklaður og ósjálfstæður, að ef borð- gestirnir og þú bragða það með mat, þótt í hófi sé, þá get eg ekki þolað að horfa á, eg sit ekki borðhaldið, og vertu sæll! Er það líkt brúðkaupinu í Kana forðum? Hver var þar boðsgestur ? Hvað gerði hann þar, sem alstaðar annarstaðar? Hann gerði það, að ávlta ekkert hlutað- eigendur fyrir það, að áfengisvínið var þar um hönd haft til drykkjar, en hann lypti anda mannsins á æðra stig, með því að það væri brúkað í hófi. Hann var frjálsari en svo, að hann með einu orði ámælti áfenginu, heldur van- brúkun þess. Hallgr. Pétursson, skáldið okkar góða, hefur llka kveðið: »Yndi er að sitja öls við pel og gamna sér. En fallegt er það fari vel, þó ör sé sá sem á skenkersc. Alveg sami andi. Að vanbrúka það ekki, heldur að það fari vel, þótt þess sé neytt, og það gerirþað, ef það er í hófi. Ofstæki templaranna er langt frá því mannfrelsi, sem hér er nefnt. Það er eins og góðtemplarar séu andar í varðhaldi, en ekki frjálsir andar. (Niðurl. næst). L. P. tosBKir smHr tf mri. Stórtjón í Árnes- og Rangár- vallasýslum. Tvær kirkjur fjiika. Aftaka-ofviðrið aðfaranóttina 29. f. m. hefur valdið almennari og stórkostlegri skemmdum til sveita hér sunnanlands, en dæmi eru til áður af samskonar orsök- um. Einkum hefur tjónið orðið mikið 1 Rangárvallasýslu og efri hluta Arnessýslu. Veðrið var harðast frá kl. 11 til kl. 3 um nóttina, og stóð af austri; var þá engum manni úti stætt, heldur varð fólk að skríða á fjórum fótum. Verður hér minnst tal- ið af skemmdum þeim, er þetta voðaveð- ur olli, enda ekki enn komnar svo greini- legar fregnir urn það. Undir Eyjafjöllum og í Landeyjum og í neðri hluta Árnes- sýslu hefur ekki heyrzt getið um neinar stórskemmdir óg hefur veðrið verið þar vægara heldur en efra. í Fljótshlíð urðu nokkrar skemmdir, þar á meðal fauk mik- ið af járni af íbúðarhúsi séra Eggerts á Breiðabólsstað og rauf þakið að nokkru. I Hvolhreppi kvað meira að skemmdun- um, sérstaklega hjá bændunum á Árgils stöðum, Bergsteini Ólafssyni og Kristjáni Jónssyni. Þar fuku 2 heyhlöður og stofa með inngangi, fjós. eldhús og eitt útihús og 70- 100 hestar af heyi. Á Móeiðar- hvoli fór þak af heyhlöðu og stóru hest- húsi. Á Stóra-Hcfi á Rangárvöllum hey- hlaða, hesthús og fjárhús, á Vindási í Oddahverfi um 100 hestar af heyi og á Sela- læk hey og heystæði. Á Helluvaði brotn- uðu allar rúður úr timburhúsinu þar, íbúð- arhúsi bóndans, Jónasar Ingvarssonar, því að sandmöl þeyttist á gluggana með svo miklum krapti. Flúði alt fólkið úr húsinu og varð að fleygja sér niður og skrfða út f heyhlöðu, því að óstætt var. Var mesta furða, að fbúðarhúsið skyldi standast veðr- ið, þá er gluggarnir brotnuðu. Skaði sá, er bóndinn varð fyrir, metinn 3—400 kr. I Lambhaga hafði dálítill malarsteinn brotið gat á glugga, svo að ekki sprakk út frá, alveg eins og byssukúlu hefði ver- ið skotið gegnum rúðuna. I Holtunum urðu miklar skemmdir víða, t. d. fauk vönduð heyhlaða á Brekkum og töluvert (um 60—80 hestar) af heyi í Bjóluhjáleigu o. s. frv. Uppi á Landi urðu og skaðar. Fauk þar þak af bænum í Flagbjarnar- holti (Flagveltu), en af heyhlöðu í Heys- holti og hey fauk á báðum stöðunum. I Amessýslu urðu skemmdirnar mestar á Skeiðum, í Hreppum og í Biskupstung- um, enda kveður svo mikið að þeim þar, að þær kváðu vera at kunnugum mönn- um metnar á borð við skemmdirnar af jarðskjálptunum 1896 í þeim sveitum, eða engu minni. Báðar sóknarkirkjur séra Valdimars Briems fuku: Stóranúpskirkja, er fleygðist fram á tún og mölvaðist þar, og Hrepphólakirkja í Ytri hrepp, er þeytt- ist upp í brekku, 5—öálnum ofar en hún stóð, og hefur tekizt í fyrstu það hátt í lopt upp af grunninum, því að hvergi hafði hún komið við á leiðinní. Þar í brekkunni brotnaði frá henni kórinn og þeyttist hærra upp í brekkuna, en brotin úr honum fóru yfir hæðina og vestur á Hólamýri. Kirkja þessi var að eins 3 ára gömul, og er þetta skaði mikill fyrir fá- menna sókn, er tekið hafði kirkjuna að sér. Er svo sagt í bréfi þaðan aðaustan, að hún hafi verið í 1100 kr. skuld og ó- víst, hvort hún verði reist aptur þar í Hrepphólum, en líklega kljúfa sóknar- menn þrítugan hamarinn til þess, nema svo verði, að ein kirkja verði reist fyrir báðar sóknirnar t. d. syðst eða sunnar- lega í Eystrihrepp.5 en vitanlega hagar fremur illa til um það. Að því er frétzt hefur um skemmdirn- ar í Eystrihrepp, þá fuku þar heimahlöð- ur í Ásum, Þjórsárholti, Skarði og Sand- lækjarkoti. Á þessum síðastnefnda bæ fauk og skemmuhús og hálft fjósið, tvær útihlöður í Hlíð og ein á Hæli. Mjög mikið heytjón varð. og á öllum þessum bæjum. Á Sandlæk fauk t. d. heilt hey algerlega. Grjótvarða er staðið hafði af- arlengi á Hlíðarfjalli, skammt frá bænum í Hlíð hrundi öll og fauk. Á Reykjum á Skeiðum fauk heyhlaða og tvær hlöður og skemmuhús hjá Þor- steini bónda Jónssyni á Húsatóptum, hey- hlaða á Eirfksbakka og önnur á Osa- bakka. I Ytri-hrepp urðu mjög miklar skemmd- ir. T. d. fuku þrjár heyhlöður í Birtinga- holti, þrjár í Syðra-Langholti, tvær í Dal- bæ, tvær á Sólheimum, ein í Galtafelli, ein á Sóleyjarbakka, ein í Jötu, hlaða og fjós á Þórarinsstöðum, hlaða á Hrafn- kelsstöðum, sem tók 1100 hesta og fóru þar um 100 hestar af heyi. Allmikið hey- tjón varð og í Núpstúni, því að torf tók þar af 4 heyjum. Af baðstofunni í Unn- arholtskoti rauf allt þakið og braut niður hesthús, en 5 hestar, er í því voru, voru allir óskemmdir. I Efra-Langholti urðu nokkur lömb undir húsþaki, er á þau féll, en annars hefur ekki frétzt um skepnu- tjón í ofviðri þesssu. Um skemmdir í Biskupstungum hefur eigi frétzt glögglega enn, en allmikið hafði þar að þeim kveðið, heyhlöður fok- ið mjög víða. Suður í Flóa urðu ekki almennar skemmdir í veðri þessu, að eins á stöku bæ varð nokkurt tjón. I Hraungerði fauk t. d. þak af sauðahúsi og hlöðu. I Ölfusi urðu litlar sem engar skemmdir. Hér syðra urðu og allmiklar skemmdir af veðri þessu, en hvergi nærri eins miklar og austanfjalls. Það er einkum á Kjalar- nesi og í Kjós, sem ofviðrið hefur gert mestan usla. I Saurbæ á Kjalarnesi fauk þak af hlöðu og töluvert af heyi. Á Jörfa og Vallá urðu og heyskaðar og í Brautar- holti fauk þak af fjárhúsi. Á Hurðarbaki f Kjós fauk hlaða og fjós og 40 hestar af heyi. Reykholtskirkja ha0i eitthvað ))haggast til muna, en þó ekki farið alveg af grunn- inum eða fallið um koll. í efri hluta Mýrasýslu: Hvítársíðu, Þver- árhlíð og Norðurárdal, og enda víðar um sýsluna, urðu og allmiklar skemmdir, eink- um á heyhlöðum. Smápistlar eptir M. J. II. Árið 1855 vísiteraði Ólafur prófastur Sivertsen kirkjur sínar um vorið og var eg léður honum sem sveinn hans. Við komum að Selárdal. Þar bjó þá öldung- urinn séra Einar Gíslason (J- 1866) bróð- ursonur ísleifs etazráðs á Brekku. Hann var sagður alllítill klerkur, en mannval mikið og vel fjáður. En einmælt var um hann, að hann hefði verið sem ást- ríkur faðir sóknarbarna sinna og vakað yfir friði og farsæld þeirra alla sína löngu embættistfð; var og um hann sagt, að hann »prédikaði betur á stéttunum en á stólnum«. Á Breiðafirði voru og nokkr- ir líkar Einars prests, að líknsemi, félags- skap og gjafmildi, og þó enginn sem eg man eptir eins og Brynjólfur Boga- son (Benediktsen) í Flatey. Uin hann mætti í sannleika segja, að þeir menn skitpu tugum og hundruðum, sem áttu allt sitt traust, þar sem hann var. Og hann og Sigurð Magnússon á Skúmsstöð- um hef eg þekkt mesta fyrirmyndarmenn hér á landi að mannkostum og örlæti. Hjálpsemi og umhyggja fyrir öðrum líkt- ist ástríðu hjá Brynjólfi. Optlega stóð hann á eintali við fátæklinga og nauð- leitaríólk; beið eg stundum eptir honum, einkum ef kalt var, og reyndi að fá hann til að fara, því að optlega ofkældi hann sig, þvf að heilsa hans var tekin að bila. En hann var seinþreyttur að hlusta á harmatölur og nöldur og vildi vita út í æsar alla hagi skjólstæðinga sinna, enda allt eins miður kunnugs fólks. Hann dró og opt að hjálpa, þangað til hann vissi glöggt, hvað helzt mundi skorta eða hver ráð skyldi á leggja. Ekki gaf hann nær ætíð mikið í senn, heldur sagði: »Komdu aptur, ef ekkert úr ræt- ist«. Stórgjafirnar geymdi hann stærri þörfum og viðlögum. Optlega fann kona hans og aðrir nánustu að því, hvað lengi hann hefði verið að snópa úti fyrir glugganum á tali við misjafnar mann- skepnur, og gert sig ískaldan. Sjaldan anzaði hann því, heldur stóð umlandi eða smá-sönglandi í djúpum þönkum með bakið við ofninn. Ef eg sat við borðið við bækur, varð honum, er minnst varði,. að rífa sig út úr heilabrotunum og spyrja, hvort eg vissi það eða það orð í latínu, rfkisár Karlamagnúsar eða um Björn Þorleifsson. Hvaða Björn? spurði eg eitt sinn, er hann spurði svo. »Já, þú veizt það, að þeir eru tveir, annar Björn ríki á 15. öld, og Björn Hólabisk- up með veizluhöldin um 1700«. Þannig gekk það opt, og fróðari og skemmtilegrf mann hef eg varla þekkt. Optlega unn- um við saman við heyþurk og hirðingar.. Hann hafði verið röskur og frækinn 05 var þá enn ern og knár, þegar hann nennti. En óðara er hann sá, að heyinu, var óhætt, þeytti hann hrífunni og lagð- ist í heyið og eg hjá honum; byrjaði þá sagan eða ættfræðin, stundum latínan,. því hana kunni hann alla æfi furðuvel. Engar stundir voru mér skemmtilegri, og, margt af eldri fróðleik, sem fast er í mér enn, plantaði Benediktsen. Líklega áleit hann mig betur að mér en eg var, því þegar eg kvaddi hann og fór suður f skólann, hvfslaði hann að mér: »Vert« óhræddur, þvf þú veizt meira f latfnu en prófasturinn«. Það hefur lfklega verið ofmælt, enda vissi eg ekkert um latínu hans, en Ólafur prófastur var þó f mörgu vel að sér og menntavinur hinn mesti,. yfirleitt einn af öðlingum héraðsins. Hann. stofnaði Framfararstiptun F'lateyjar, hann og kona hans, var hún og skörungur í búnaði, en örlát þóttu þau ekki. Hann fékkst mjög við lækningar og sýndi í þvf góðvild mikla og óeigingimi. Var hann og maður vinsæll og vel metinn af öll- um góðum mönnum. En meiri fjör- Og félagsmaður, svo og miklu skarpari og liprari, þótti séra Eiríkur Kúld, sonur hans, og þó ekki vinsælli eða meira virt- ur en faðir hans hafði verið. Fylgdi Og séra Eiríkur nýrri og margbreyttari tlzku, átti og nokkuð þreytandi heimilis- hag, eyddist honum óðum mikið fé, og. olli það með öðru því, að álit hins gáf- aða og mæta manns fór heldur minnk- andi. Þó var hann ávalt vinsæll maður hjá sóknarbörnum sínum. Séra Kúld. kenndi mér að öðru hverju í tvo vetur skólalærdóm, en heldur var sú fræðslai stopul, enda var hann optast við aðrar annir riðinn, kenndi og stundum mörgum öðrum. Var og opt heldur glatt á hjalla- í húsi Kúlds og dró það mjög úr nám— inu, sýndi frúin mér sérlega velvild og henti gaman að ungum sveinum, sem henni þótti einhver slægur í. Mjög var hún ör og stórlát í skapi, en hins vegar- bráðgáfuð, hstfeng og höfðingskona í lund. Varð hún eflaust fyrir drjúgum meira

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.