Þjóðólfur - 15.01.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.01.1909, Blaðsíða 2
IO ÞJOÐULFUR Barnasðgrar n. Gefnar út af »Unga Islandi«. 32 bls. 121110. í þessu hepti eru 4 smásögur: »Gull- gæsin«, »Hans og Gréta«, »Gott dæmi« og sPáfagaukurinnc, sjálfsagt allt bezta og ljúffengasta barnafæða, nógu kynjalegt og æfintýralegt. Barnabók „Unga Íslands" IV. Úrval af kvæðum og sögum Jónasar Hallgrímsson- ar. 64 bls. 8vo. Gull i Mosfellssveit. Fyrir nokkru hefur gull fundizt í kvarz- lagi í landareign jarðanna Þormóðsdals og Miðdals í Mosfellssveit. Er Þormóðs- dalur þjóðjörð, en Miðdalur eign ábúend- anna þar, Einars Guðmundssonar og Glsla Björnssonar. Fyrir allmörgum árum höfðu bændurnir 1 Miðdal grun um, að gull væri þar í landareigninni, en frekar var þá lltt að þvf hugað, þótt sýnishorn af kvarzinu væri þá sýnt Benedikt gamla Gröndal, en hann kvað ekkert gull í því, eða ekki sem nokkru næmi. í fyrra kom svo hingað snöggva ferð íslenzkur maður, roskinn að aldri, er fengizt hafði lengi við gullgröpt í Ástralíu: Steingrímur Tómasson (Klogs Steingrímssonar frá Ráðagerði) bróðir frú Margrétar Zoéga, og hann gekk fljótt úr skugga um, þá er hann skoðaði kvarzlagið í Miðdal, að þar væri gull, það væri mjög svipað því, eins og væri víða ( gullnámunum í Ástralíu, og það er einmitt þessi maður, sem nú er farinn aptur af landi burt, er teljast má hinn eiginlegi finnandi guíls þessa, sem enginn vafi er á, að þarna er, þótt ekki beri fyllilega saman um, hversu mikiðþað sé, t. d. hversu margar krónur muni fást úr »tonninu«, en eptir rannsóknum þeim, er gerðar hafa verið, virðist svo, sem námurekstur þar mundi borga sig, svo framarlega sem hið gullkennda kvarzlag reynist umfangsmikið. Hafaþeir HannesS. Hanson kauprn. í Rvlk og Finnur Ólafsson umboðsmaður í Leith, tryggt sér eignarráð yfir Miðdalsnámunni, með þvf að kaupa jörðina af ábúendunum fyrir akveðið verð (36,000 kr.) ef það reynist, að namugröpt- urinn muni svara kostnaði. En það er ætl- un manna, að gulluppgripin séu engu minni í Þormóðsdals landareign, en Miðdals meg- inn, og hefur nú nýlega myndazt félag hér í bænum, er nefnist »Namufelag íslands*, og mun ætlun þess meðal annars að rann- saka rækilega þessa Þormóðsdalsnámu og reka þar namugröpt, ef tiltækilegt þykir. I félagi þessu eru meðal annars Tiyggvi Gunnarsson brnkastjóri, Björn Kristjáns- son kaupm, Friðrik og Sturla Jónssynir, Sighvatur Bjarnason bankastjóri, Magnús Blöndahl verksmiðjustjóri, Gtiðm. Jakobs- son trésmiður, Hannes S. Hanson kaupm., Sveinn Björnssón málaflutníngsm., Einar J. Palsson smkkari, Sigurður Jósúa Björns- son kolanemi, Jóhannes Jónsson, Magnús Guðmundsson og Þorsteinn Sveinsson skipstj, auk Einars bónda Guðmundssonar í Miðdal og Finns Ólafssonar I Leith. Gullið hér í Vatnsmýrinni liggur enn ómakslaust, og fær sjálfsagt að liggja þar enn langa hríð. Nú er meira hugsað um gullið 1 Mosfellssveitinni, enda er hægra að komast að því og áhættan þar minni, ef kvarzæðin reynist ríkuleg Og nógu gullauðug til þess að námureksturinn þar borgi sig. Skautafélagið hefur ákveðið að halda kapphlaup á skautum sunnudaginn 31. þ. m. Há verð- laun verða veitt, og geta menn séð hver þau eru, með þvf að líta í glugga Brauns- verzlunar, því þar verða þau til sýnis daglega frá 17. þ. m. í Dresden 1908. Stuttur útdráttur eptir Jón Guðbrandsson. (Niðurl.). Næsta ár var ákveðið að halda skyldi 2 alþjóðafundi, á Spáni með vorinu, og í Ameríku að haustinu. Hingað til höfðu fundirnir verið haldn- ir í smábæjum, og sumir kviðu þvf, að Dresden mundi vera of stór bær; það gæti ekki borið nægilega mikið á fund- inum í ys og þys stórborgalffsins, en reynslan sýndi í öllum greinum, að sá ótti var á engum rökum byggður, og rétt sem dæmi þess, hvílík áhrif fundurinn hafði á bæinn, má geta þess, að einn einasta dag, 26. ágúst, sóttu 720 ungir og gamlir um inngöngu í esperantóskóla borgarinnar. Og gera má ráð fyrir, að áhrifin hafi verið mikil um allt Þýzka- land. Þá er menn fyrir og eptir fundinn dreifðust um járnbrautarnet landsins, var flugritum útbýtt f tugum þúsunda; alstað- ar um þvert og endilangt landið var lof- söngur esperantista sunginn á járnbraut- arvögnunum og óspart flaggað út um klefa- gluggana á stöðvunarstöðunum; menn urðu að veita málinu eptirtekt, það var alveg óhjákvæmilegt. Esperantistar í Berlín höfðu allmikinn viðbúnað og buðu fundarmönnum að koma þangað og dvelja þar þrjá daga ept- ir fundinn; um 500 manns tóku því. Fyrri hluta daganna voru menn jafnan saman og skoðuðu eptir ákveðnu »pró- grami« hina merkustu staði borgarinnar, söfn o. s. frv., en síðari hlutann gengu menn »eigin götur«, fóru í Ieikhús o. s. frv., nema fyrsta kvöldið, þá var stór mót- tökuhátíð í viðhafnarsal ráðhússins, sem þó reyndist of lítill með því að allur þorri esperantista borgarinnar kom þar til að heilsa gestunum. Þann dag var einnig skoðað stærsta »magasín« á Þýzkalandi, »Westheim«, sem hefur um 6000 afgreiðslumenn. Sem dæmi um stærðina, má geta þess, að það er upplýst með 28,000 rafmagnslömpum, en vélarnar, sem eru þrjár, ganga hver fyrir 3000 hestöflum. Engum tókst að spyrja eptir þeirri verzlunarvöru, sem ekki var á boðstólum; Spánverji nokkur ætlaði að slá sig til riddara og óskaði eptir einum skipsfarmi af ís. Þá var hópurinn leidd- ur inn í ísframleiðslustöð »magasínsins«, en þar óskuðu fáir sér langvistar, með því að margra stiga frost varþarinni. Mönn- um var skipt niður í smáhópa og fylgd- armaður með hverjum hóp, og »magasínið« skoðað allt frá dýpstu vörugeymslukjöll- urunum og upp á húsþak með fegursta jurtagarði. Keyrsluferð, sem varaði nær þrjár klukku- stundir, var farin í gegnum borgina þvera og endilanga á fánum skrýddum spor- vögnum; var það löng fylking, sem mjög vakti athygli borgarinnar. Skemmtiferð var farin til Potsdam, það er mjög fallegur bær, og hefur frá fornu fari verið sumarbústaður keisaranna. Þar var dvalið hálfan dag, og skoðað það fegursta og merkilegasta, sem bærinn hef- ur að bjóða. Daginn eptir var hafin stór skrúðganga eptir hinu heimsfræga stræti »Unter der Linden* til »Muzea Inzulo«, og þar dvalið meiri hluta dagsins. Berlin hefur hingað til staðið heldur aptarlega í röðinni af stórborgum heimsins f esperantó-hreyfing- unni, en stórmiklar vonir gera Þjóðverjar sér með að hún muni »fara upp« í fram- tíðinni. París hefur jafnan borið ægis- hjálminn með sæmd, enda náði málið fyrst föstum grundvelli á Frakklandi. Eng- lendingar voru lengi að hugsa sig um, en þvf kröptúglegar fóru þeir á stað; sem dæmi þess má nefna, að árið 1904 vissu menn um 7 esperantista á Englandi, en 1906 voru þeir 25,000. Síðan hafa fram- farirnar verið þar ennþá stórskornari, og mikils má vænta þaðan í framtfðinni, þar sem »National Union of Teachers«, sem telur 86,000 kennara sem meðlimi, hefur ákveðið að beita sér fyrir málinu. Það, að hinir »praktisku« Englendingar hafa látið sig málið svo miklu skipta á síðari tímum, hefur gefið hreyfingunni byr undir báða vængi, og eins hitt, að Jap- anar, sem ekki eru taldir rasa fyrir ráð fram, taka hreyfingunni með opnum örm- um, og málið vinnur hvern sigurinn öðr- um stærri þar f landi. Nú er málið kennt f fjölda mörgum alþýðuskólum, verzlunarskólum, herskólum o. s. frv, f ýmsum löndum Norðurálfunnar, og í Amerfku er þegar tekið að innleiða það við háskólana. En auk þess sem innleiðsla eins alþjóð- legs hjálparmáls mundi hafa í för með sér ómælanlega breytingu, og létta sam- bönd og viðskipti þjóða á milli í fram- tíðinni meira en menn nú geta gert sér hugmynd um, sjá margir af beztu mönnum þjóðanna aðra hugsjón ennþá stærri og há- leitari fþví sambandi, með því að eitt hjálp- armál öllum þjóðum sameiginlegt, mundi mjög leiða til að efla vinfengi og bróður- hug og færa þjóðirnar nær hverri annari; gæti það orðið einhver öflugasta stoðin undir alheimsfriði. Um að/lutningsbannið. (Niðurl.). Það er eins og sumir góð- templarar hafi verið bundnir við tjóður- klafa eins og kálfar, og hlaupa því í gön- ur, þegar þeim er sleppt úr tjóðurbönd- unum. Mótmælendum mínum ber saroan um það, að það verði að tolla allar »manufaktúrvörur« í landinu, til þess að fá þar aptur í staðinn fyrir vlntollinn, sem nú er, og það mun nema 2 kr. á hvert mannsnef í landinu, sem sá tollur mun verða. Er þetta réttlátur tollur? Hann kemur niður á saklausum mönn- um, og þá eru ofdrykkjumennirnir orðnir að þessu leyti löggjafar í landinu. Er það »praktisk« hugsun? Mér varð að brosa, þegar eg las Templar. Hann á- fellir ritstjóra Þjóðólfs fyrir að hafa tekið grein mína í vetur um aðflutningsbannið, eins og ekki mætti eða ætti eð hreyfa neinni hlið málsins í aðra átt, en einmitt góðtemplarar óskuðu. En seint mundu þeir hafa farið að mótmæla sjálfum sér. Vinur minn, H. J., segir, að það sé minna drukkið af áfengi í þeim kauptúnum, sem ekki selja það. Því mótmæli eg alveg. Eg hef reyndar aldreiséð meira brúkað á- fengi, en einmitt þar sem kaupmenn- irnir hafa ekki vínsöluleyfi. Eg skal að eins nefna: Vestmannaeyjar, Ólafsvík, Sand o. s. frv. Hvar á landinu er vfn meira um hönd haft, en á þessum stöð- um ? Eg hef verið sjónarvottur að því, og því verður ekki mótmælt, það vitasio margir. Svona mundi fara, þó að bannið kæmist á. Andstæðingar mínir hafa þvf játað, að toll væri óhjákvæmilegt að leggja á þjóðina í staðinn fyrir víntollinn, sem útlendingar borga að mestu leyti hér. Eg stend við það, að svo er, þvf það er og verður óhrekjandi. Þeir hafa skrifað um, að háar sektir lægju við, ef áfengið yrði hingað flutt, eptir að bannið kæmist á, en það yrði að alvegþýðingar- 1 a u s 11 m 1 ö g u m . Og háar sektir hræða menn ekki frá því að brjóta lögin. Það sýna okkur botnvörpungarnir. Mér virðist það lfka f sjálfu sér rangt, að láta sekta svo þúsundum króna skiptir fyrir brot á aðflutningsbannslögum. því hegning hlýtur alténd að standa ( réttu hlutfalli við brotið. Það er alls enginn efi á því, að það yrði alveg ómögu- legt að framfylgja þessu aðflutningsbanni til hlítar, og áfengið mundi verða til í landinu eins eptir sem áður, og góðtempl- arar hefðu nóg að gera. Eg hef áður sýnt fram á afleiðingarnar f Bandarfkjunum af áfengisbanninu þar (lagabrot og siðspill- ing). En getur nokkur sagt um afleiðingar bannsins í þeim rfkjum þar, sem fengið hafa það nýverið ? Mér virðist að and- stæðingar mínir hafi blínt beint á áfengis- bannið, en alls ekkert athugað, hve mikl- um vandkvæðum það er bundið, og hve illar afleiðingar það getur haft. Eg kynni betur við að hækka áfengistollinn að mun, og lofa svo hverjum einum að sigla sinn eigin sjó með frjálsu flaggi, en ekki hlut- ast um, að farið yrði að sigla undir fölsku flaggi, sem reyndin gefur síðar að vita, ef aðflutningsbannið yrði að lögum, sem næsta ólíklegt er. Eg vík að því enn, sem eg áður hef þó getið um, sem er: að eg er efaður í, hvort löggjafarvaldið (þingið) hafi nokkurn rétt gagnvart mannrétti mínum, að banna mér að hafa áfengi á matborði mínu, ef eg brúka það í hófi og kem ekki í bága eða geri neinn baga mannfélaginu að neinu leyti fremur, þó eg neyti áfengis, heldur en að eg eti og drekki eitthvað annað. Löggjafarvaldið má ekki ganga svo nærri frelsi einstaklingsins, að það — eg vil segja — siðspilli því með þröng- sýnum lagaboðum, sem alveg ómögulegt er tipp að fylla eða hlýða. Þjóðin sjálf athugar ekki afleiðingarnar af aðflutnings- banninu, en það virðist mér vera skylda löggjafarvaldsins að gera. Eg þarf engar skýringar á þvl, að það er afkáraleg lítilmennska, sem felst í þvf að biðja um aðflutningsbann á áfenginu. Það gera ekki nema þeir þjóðflokkar,. sem vita af þjóðinni sinni ósjálfbjarga,. óferjandi og óalandi, nema hún sé svipt þvf, að geta átt kost á að brúka áfengi. I því felst vantraustið að nota sér það, eins og siðaðir menn gera. Það er ómót- mælanlegt. Ef allir brotlegir menn eiga að skipa, og skapa lagaákvæði í þjóðfé- laginu, það kalla eg ekki að vera vel fyrir séð, hvorki af löggjafarvaldinu og því sfður fyrir þeim, sem uni það biðja. Eg kalla það brot á móti þjóðfélaginu, að misbrúka áfengisvtnin sér og öðrum til tjóns og skaða, og slfk framkoma á að varða við lög, eins og hvað annað, sim strfðir á móti velsæmi og rétti þjóð- félagsins í heildinni. Hvernig ætla and- stæðingar mfnir að fara að þvf, að biðja um svoleiðis lög; ekki þó samt þau lög, að alla ætti að drepa, af því að mann- dráparar eru og verða til að líkindum á meðan mannkynið er til. Þannig má telja upp fleiri afbrot, sem bæði fylgja ofdrykkjunni og fleiru án hennar, þótt eg áliti hana með verstu löstum þeirra, sem hana temja sér. Þeim sem þannig breyta, sýnist mér rétt að láta refsa, láta ofdrykkj- una varða við lög, eins og hvern annan glæp, sem réttvlsin er sett til að hafa. gætur á. L. P. 25 ára afmá GÉemplm héldu templarar hátíðlegt hér í bænum 10. þ. m., og vfða um land.—Ummorg- uninn var fundur f stórstúkunni og tóku 27 meðlimir stórstúkustig, en á eptir var 17 félögum veitt æzta stig reglunnar.— Kl. 2 söfnuðust templarar saman hjá Góð- templarahúsinu, og gengu þeir saman í skrúðgöngu um nokkrar götur bæjarins til dómkirkjuunar. Voru þeir sktýddir ein- kennum og gekk hver stúka undir fána;;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.