Þjóðólfur - 22.01.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.01.1909, Blaðsíða 2
14 Þ J OÐULFUR Ingjaldi, er barg Gísla, eyna. Eggert fékk því áorkad, að kaupstaður var sett- ur með hans tilsjá og forustu í Flatey. Hjá honum ólst upp móðir mín og var hún 12 vetra, er langafi hennar dó. Eggert var auðsæll og hinn mesti ágætis- maður. I móðuharðindunum flutti hann vorið 1784 50 fólks að sunnan, er gekk við vonarvöl, út í veiðistöðu sína, Odd- bjarnarsker, og nærði svo, að allt hélt lífi; margt gerði hann nytsamt og gott, og svo sagði Eyjólfur í Svefneyjum mér, að fáa hefði Eggert átt sína maka að guð- rækni og öllum drengskap. Jón sonur hans, mikill maður og sterkur, bjó í Her- gilsey fram á mfna daga. Hann var brokkgengur nokkuð, en auðsæll eins og faðir hans. En heldur úrættust þeir Her- gilseyingar úr því. Þó er einn niðji Egg- erts enn aptur helzti höldur í Breiðafirði. Það er Snæbjöm bóndi Kristjánsson, er á dóttur Hafliða. Er hann og aðrir bændur í eyjunum óðum að kaupa óðul feðra sinna og ábýlisjarðir. Ann eg þeim þess af alhug, því ella er torvelt á þeim að búa sökum kostnaðar við skip og aðfærslu. — Hafliði var miklu mýkri og liprari maður en faðir hans, enda at- kvæðaminni. Hann var fimleikamaður svo mikill, að hann stökk jafnt öfugur og aðrir áfram, snar og sterkur. Það var hann, sem bastreipið sleit í Björgvin á útvegssýningunni og Norðmenn lofuðu svo mjög. Voru með honum þeir Geir Zoéga, Kristinn í Engey o. fl., og þótti sú sendinefnd röskleg. Af Hafliða hafði eg margar sögur úr Breiðafirði, Hann var talinn beztur stjórnari í eyjum um sína daga, en annar Jóhannes bóndi Magnússon í Bjarneyjum, sæmdarmaður mikill og lángefinn. Hafliði kvaðst róið hafa 40 vetur í Dritvfk fyrir austan Jök- ul, og er það langur sjór á vetrardag. Avalt öfluðu þeir vel, dvöldu menn þar í lélegum búðum (grjóttóptum og tjaldað yfir) frá góulokum og langt fram á vor. Síðan sóttu menn aflann á teinæringum. Slíkt harðræði þætti ekki þolandi nú. Aldrei barst Hafliða á, og aldrei urðu slysfarir f þeim sóknum, og má undra- vert heita. Fair ungir menn í eyjum eða um nesin þóttu nokkuð að manni, ef aldrei reru í Dntvík eða fóru Víkurferðir með þeim Svefneyjafeðgum. Litla sögu af föður mínum, þá er hann á yngri árum var skipverji Eyjólfs, vil eg segja. Það var á jólaföstu eitthvert sinn, að Eyjólfur vakti snemma menn sfna og lagði í hákarlalegu í allgóðu veðri; lögðust þeir um kvöldið miðja vega milli Skorar og Jökuls. Gerði áhlaupsbyl um nóttina með kafaldi og frosti. Lá báturinn skjótt undir áföllum. Faðir minn var f austurrúmi, en Eyjólf- ur sat á bita og hvesti augun í móti veðrinu; var hann þá allófrýnn, og þótti /öður mínum, sera eldur brynni úr aug- um hans. Jón sterki hét maður; hann var í barka og hélt á stjórafæri. Hann var manna mestur og sterkastur, en eng- inn fullhugi. Og er minnst varði kom holbára aptur yfir farið og Jón með bár- unni og lenti hann í fanginu á föður mfnum, en skipið fyllti. Eyjólfur skoraði á föður minn að ausa, og þreif hann kvartil og jós með; gerðu þá og hinir alt hvað þeir kunnu og tókst þeim það um síðir. Þá mælti Eyjólfur við föður minn; »Þú ert þolinn piltur, karl minn, og skal þessu aldrei gleyma«. Það enti Eyjólfur og sýndi honuin jafnan góðvild, og svo hans sonum. Ymsar sögur mætti eg enn segja um Eyjólf, enda hef lítið minnst á það fyr. Má þó margt af því lifa í minni, því margt þesskonar bendir á hina mörgu órituðu þætti af afburða- mönnum í sveitum íslands, þeirra, sem enginn getur. Drukknanlr. Um kl. 4 að morgni 17. þ. m. fannst Magnús Þorsteinsson, fyrrum bóndi í Halakoti á Álptanesi, örendur í flæðar- máli hér við bæjarbryggjuna. Var hann einn vökumanna þeirra, er kaupmenn í Hatnarstræti hafa þar til eptirlits á nætur- þeli. Hvassviðri var mikið um nóttina og blindhríð, og hyggja menn, að Magn- ús heit. hafi einhvernveginn hrasað út af bryggjunni í ofviðrinu og myrkrinu. Var hans saknað um kl. 12, eða litlu síðar, en fannst ekki fyr en út fjaraði undir morguninn. Magnús heit. var fyrir nokkr- um árum fluttur hingað til bæjarins, en hafði áður verið alllengi á Álptanesi, á hliði og f Halakoti. Hann var rúmlega 61 árs að aldri, fæddur 19. okt. 1847 í Mýrarkoti f Grlmsnesi, son Þorsteins bónda í Mýrarkoti Gíslasonar á Stóru- borg Ólafssonar Gíslasonar f Syðra-Lang- Holti Erlendssonar, en kona Ólafs var Guðrún Gísladóttir prests á Ólafsvöll- um (-j- 1744) Erlingssonar. Kona Þor- steins í Mýrarkoti og móðir Magnúsar var Guðrún Erlendsdóttir frá Miðengi Þor- gilssonar s. st. Ormssonar smiðs í Þránd- arholti og síðar í Miðengi Ásmundssonar í Bræðratungu Jónssonar. — Magnús heit. var skynsemdarmaður og vel að sér, ept- ir því sem alþýðumenn gerast, og hafði mikið gaman af bókum. Hann var hygg- inn maður og gætinn og kom sér hvar- vetna vel. Kvæntur var hann Önnu yngri dóttur Guðmundar bónda Ólafssonar í Eyvindartungu 1 Laugardal og áttu þau 3 börn, sem nú eru uppkomin; Guð- mund, Ástríði og Önnu. I fyrra dag fórst bátur á Kollafirði fram undan Saltvík á Kjalarnesi, og drukkn- uðu allir 5, er á bátnum voru, þar á meðal tveir bændur af Kjalarnesi: G u ð- mundur Kolbeinsson hreppstjóri á Esjubergi, tæplega hálffimmtugur (f. 6. maí 1864), og Árni Björnsson bóndi í Móum, rúmlega hálfsextugur (son- ur Björns Árnasonar, er lengi bjó í Torfastaðakoti í Biskupstungum) bróðir (sammæðra) Halldórs Guðmundssonar raf- magnsfræðings í Rvfk. Hinir, sem drukkn- uðu, voru: unglingspiltur, Magnús Sveinsson, frá Hæðarenda á Seltjarnarnesi, og tvær stúlkur uppkomnar héðan úrbænum, Sigur- llna og Jónína, dætur Sigurjóns Jóns- sonar, er bjó í Saltvfk og drukknaði á Kollafirði 11. apríl 1896; voru á leið f kynnisferð til frændfólks sfns í Saltvlk. Lagði báturinn af stað héðan úr Reykja- vík um kl. 2 e. h., og var þá veður all- gott, en þó byrjaður jeljagangur af út- suðri, og mjög hvass í jeljunum. Hefur baturinn farizt f einu jelinu um kl. 3, og verið þá kominn upp að landi á Kjalar- nesi, þvf að frá Esjubergi (heimili Guðm. heit.) sast, er báturinn fórst, og þá þeg- ar sfmað þaðan hingað til að spyrjast fyrir um, hverjir á bát þessum hefðu ver- ið, því að húsbóndans var von heim. Og svarið var þessi sorgarfregn. Var Guö- mundur heit. talinn efnilegastur bóndi á Kjalarnesi, dugnaðarmaður mikill og vel látinn, og sömuleiðis var Árni heit. mynd- arbóndi og vel þokkaður. Átti Guðm. heit. 9 börn og eru 5 þeirra innan fermingar, en börn Árna heit. eru öll uppkomin, nema eitt. Lfk drengsins rak á land f bátnum skömmu eptir að slysið varð. Hœtt komlnn var vélarbátur með 10 manns af Akra- nesi, er lagði af stað héðan þangað upp eptir f fyrra dag, litlu fyr en Kjalarnes- báturinn, er fórst. Komust þeir alla leið upp undir Skaga, en sáu engin tök á að komast þar nokkursstaðar að landi, og hleyptu þá undan, náðu loks landi hér í Reykjavík eptir 6 klukkutfma sjóvolk, all- mjög þjakaðir, því að sjór gekk nær allt- af yfir bátinn, svo að hann var í hálfu kafi, og opt hætt kominn-S [Sást til ferða hans af Akranesi, og var talinn af, [þá er hann hvarf sýnum um kveldið. Botnvörpuskip þýzkt, að nafni »Griinland«, (Græn- land) strandaði í ofviðrinu'1 í fyrra dag, um kl, 4 e. h., fram undan Kotvogi í Höfn- um. Mannbjörg varð. , Sklpið kvað hafa verið spánnýtt. Um Strandasýslu sækja Ari Jónsson ritstj., Bjarni Jóns- son bæjarfógetáskrifari á Seyðisfirði, Bjarni Þ. Johnson og Björn Þórðarson yfirréttar- málaflutningsmenn, Einar Jónasson mála- flutningsmaður, Halldór Júlfusson bæjar- fógetafulltrúi f Rvfk, Karl Einarsson að- stoðarmaður f stjórnarráðinn og Lárus Fjeldsted, settur sýslumaður 1 Hafnarfirði. „Vesta" fór frá Færevjum áleiðis hingað um há- degi í fyrra dag. Ráðherrann er með skipinu. Skautafélagið hefur óskað að vakin væri eptirtekt for eldra hér f bænum á því, að gefa börnum sínum aðgöngumiða að skautasvelli félags- ins. Hann kostar að eins 1 krónu allt árið fyrir börn yngri en 15 ára. Allir vita, að skauta- og skíðaferðir eru taldar einhver hin bezta og hollasta hreyfing fyrir unglinga. I skautafélaginu voru í haust 95 félagar, en hefur fjölgað svo mjög upp á síðkasrið, að þeir eru nú 265. Mannalát. I desembermánuði f. á. önduðust bæði hjónin á Mýrum í Villingaholtshreppi, húsfreyjan Helga Sveinsdóttir 6. des., rúmlega áttræð að aldri, og maður hennar, Þórður Eirfksson, 11. s. m., á 78. aldursári. Hafði hann alið allan aldur sinn á Mýrum og var fædd- ur þar 12. júní 1831. Bjó þar þá faðir hans, Eirfkur Guðmundsson frá Hlið í Eystrihrepp Bergsteinssonar í Bræðratungu Guðmundssonar s. st. Jónssonar. Guð- mundur í Hlíð drukknaði í Hvítá 6. ágúst 1832. Voru börn hans mörg auk Eiríks á Mýrum, þar á meðal Einar í Kolsholtshelli, Bergsteinn í Stóru-Más- tungu, Sveinn 1 Miðfelli í Þingvallasveit, Þórður í Sviðugörðum og Ástrlður amma, (móðurmóðir) Sigurðar sýslumanns Ólafs- sonar f Kaldaðarnesi. Kona Eirfks á Mýrum og móðir Þórðar heit. var Kristín Þórðardóttir bónda á Mýrum (•{• 1843) Oddssonar hins gamla á G.ifli og Mýr- um (•{• 1823, 90 ára) Sturlusonar á Hlemmiskeiði Ólafssonar á Hárlaugsstöð- um 1 Holtum (f. um 1657) Sturlusonar.— Þórður heit. var búhöldur góður og vel efnaður, eptir því sem gerist meðal bænda, enda bezta stoð sveitar sinnar, þá er á hjálp þurfti að halda, og var hann til alls greiða hinn ótrauðasti. Hann var hæglátur naaður og fáskiptinn, hygginn og raungóður. Kona hans var honum samhent f öllu og nutu þau hjón ást- sældar og virðingar allra, er þeim kynnt- ust. Börn þeirra eru sum gipt og bú- andi, en sum studdu bú foreldranna f elli þeirra. Seint f nóv. sndaðist Guðmundur Eyvindsson bóndi á Ragnheiðarstöð- um í Gaulverjabæjarhreppi, á áttræðis- aldri. Foreldrar hans voru Eyvindur kaupmaðurf Keflavík Björnsson fiá Hlöðu- nesi Jónssonar prófasts á Reyni\öllum (•{• 1789) Þórðarsonar og Guðtlður Péturs- dóttir frá Loptsstöðum Þórðarsonar f Þor- lákshöfn Gunnarssonar. Guðmundur heit. var kvæntur Bóthildi Jónsdóttur frá Eystri- Loptsstöðum Ólafssonar Vernharðssonar Ögmundssonar Magnússonar, og bjuggu þeir langfeðgar'hver eptir annan á Lopts- stöðum, en Bóthildur var áður gipt Jóni Jónssyni frá Vöðlakoti, og er hún enn á lífi á níræðisaldri, gáfu- og merkiskona. Guðmundur heit. var fátækur jafnan, en þó mesti starfsmaður, hæglátur, greindur og vinsæll. Nýlega er dáin (aðfaranótt 4. janúar)' stúlkan Guðrún Pálína Ólafsdóttir, dóttir þeirra hjónanna, Ólafs Jónssonar í Vestra Geldingaholti og konu hans, Guð- ríðar Ámundadóttur frá Sandlæk. Hún var rúml. tvítug að aldri. Ólst hún upp f foreldrahúsum og naut bezta uppeldis og nokkurrar menntunar, bæði bóklegrar og verklegrar. — Síðastliðinn vetur dvaldii hún á mjólkurskólanum á Hvítárvöllum og útskrifaðist þaðan með ágætiseinkunn„ I sumar, er leið, veitti hún forstöðu Hofs- árbúinu undir Eyjafjöllum og leysti þann starfa af hendi með stakri samvizkusemi og vandvirkni. Guðrún Pálfna var mjög vel gefin til sálar og Ilkama, góð stúlka og vönduð f hvívetna. Er því missir hennar því sár ari, ekki einasta hinum góðkunnu foreldr- um hennar og mörgu systkinum, heldur og öllum, er nokkur kynni höfðu af henni. Var hún fyrirmynd annara stúlkna, bæði að öllu starfi og vönduðu dagtari í öllum greinum. Kunnugur. Svar tll Jóh. Jóhannessonar út af greinarstúf hans í sfðasta blaði, hefur hr. Lárus Pálsson dbrm. beðið Þjóð- ólf að flytja. Aðalefni þess, er mestu máli skiptir, er þetta: »Hann (o: J. J.) segir, að eg hafi flækzt stúku úr stúku á meðan eg var templar. Bein ósannindi, eins og hér skal sýnt. Eg gekk 1886 í »Morgunstjörnuna« í Hafnarfirði og var meðlimur þeirrar stúku þangað til eg ásamt öðrum stofnaði stúk- una »Díönu« á Vatnsleysuströnd, þar sem eg átti heima, og var eg f henni þangað til eg flutti alfarið hingað til bæjarins 1899, °g fékk lausnarmiða frá þessari stúku, »Díönu«, til stúkunnar »Verðandi« hér í bænum. í henni var eg 2 eða 3 ár og sagði mig úr henni, af því að eg gat nálega aldrei verið á fundum þar. Eg drakk mig aldrei úr félaginu, eins og getur falizt í oiðum hr. J. J. Sópi hann hreint fyrir sínum eigin dyrum, áður en hann fer að sverta mig með óhóflegri eða hóflegri nautn áfengis, síðan eg fór úr stúkunni »Verðandi«. En mér dettur ekki í hug að telja mig nokkuð brotleg- an gegn mannfélaginu, þótt svo hefði verið, að eg hefði einhverntíraa bragðað áfengi sfðan eg fór úr félaginu. Fyrir »flækingshætti« mfnum f félaginu, meðan eg var templar, hef eg gert fulla grein, úr þvf að mér var brugðið um hann opinberlega, sem reyndar kom ekkert málefninu við. En nú hef eg sýnt, á hverjum rökum aðdróttanir hans eru byggð- ar, og geta menn nú dæiut um, hver sannara segir, eg eða hr. Jóh «. Þetta eru höfuðatriði svarsins, og engu úr sleppt, nema nokkrum >kraptyiðum«, er komu ekki málefninu beinllnis við. Eptirmæli. Hinn 13. des. sfðastl. andaðist að heimili sínu Dutþaksholti (Dufþekju), eptir stutta legu merkisbóndinn Jón Jónsson. Hann var fæddur f Efrahvoli í Hvolhreppi 11. júní 1830 og var faðir hans: Jón bóndi þar, Ein- arsson í Miðkrika, Einarssonai eldra á Arn- arhóli, Guðmundssonar í Álfhólum, Gfslason- ar. Kona Einars Guðmundssonar var Ásta Filippusdóttir f Miðkrika Jónssonar og Helgu Árnadóttur systur séra Gests f Kjalarnes- þingum. Kona Jóns Einarssonar og móðir Jóns í Dufþekju var Guðrún Sigurðardóttir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.