Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.02.1909, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 05.02.1909, Qupperneq 2
22 ÞJOÐOLFUR eptir allt saman, að þeirri niðurstöðu, þvert á möti því, sem þú áður hefur hald- ið tram, að þjóðin eigi með guðs og manna lagaboðum að drekka áfenga drykki í hófi.(!l) Eptir þessu hefur þú farið jafnhröðum fetum aptur á bak að þekkingu, sem vísindunnm hefur miðað áfram. Þú ert nógu smellinn sumstaðar í grein- um þínum, t. d. þar sem þú segir, að góðtemplarar, sumir þeirra, hafi verið eins og kálfar í tjóðri, en hlaupið í gön- ur, þegar þeir hafi losnað úr böndum. Það er ofurnáttúrlegt, að þessar skáld- legu(!!) setningar hafi fæðst og dafnað í heila þínum, því hver ætti af meiri þekk- ingu að geta dæmt um þetta, en sá, sem hefur reynsluna? Því enginn hefur, það eg veit, tekið hraðara og jaínframt óeðli- legra viðbragð, en einmitt þú, þegar þú áleitzt þig hafa kubbað sundur öll dreng- skaparbönd, sem tengdu þig við góð- templarregluna, og betra hefði þér orðið að vera tjóðraður í hennar frjófsama hag- lendi til dauðadags. Eg hef nú með þessu rólega samtali við þig, bent á nokkur dæmi, sem öll, að eg hygg, hrekja þína úreltu og dauða- dæmdu skoðun um, að drekka eigi vín ( hófi(!!). Sérstaklega ert þú bezt hrakinn með þínum eigin orðum, og býst eg við, að þú munir ekki bera þeim höfundi ó- sannindi á brýn. Eg hef enn í höndum fjölda óhrekj- andi, átakanlegra dæma, þar sem glötun kemur fram í hverri lýsingu, eingöngu vegna áhrifa vínnautnarinnar, og það hér á landi; þar er lýst spillingu ungra og efnilegra sona þjóðarinnar. En þessi einkarglöggu dæmi, sem eru upp á hóf- drykkjuna svo kölluðu, sem þú hefur svo mikla ást á, geymi eg að sinni, og haga mér eins og veiðimaðuriun, sem ekki finnst svara kostnaði að eyða skoti á smáfugla. Segðu mér nokkuð. Hvaðan fær þjóð- in endurgoldnar þær 4—500,000 krónur, sem hún kastar beinlínis út úr landinu á hverju ári fyrir áfenga drykki, eða hefur þjóðin efni á slíkri fjársóun? Eða væri ekki skynsamlegra, að verja þessu stórfé til eflingar sjávarútvegi eða landbúnaði, sem er í kaldakoli vegna fjárskorts? Eða væri ekki betra, að við ættum sjálfir strandvarnarfleytuna til að verja okkar eigin fiskimið? Væri ekki eðlilegra, að við ættum gufuskip til millilandaferða, svo við þyrftum ekki að öllu leyti að lifa þar á náð? Væri ekki réttara að verja þessu fé til iðnaðarfyrirtækja í landinu og styrktar þeim, sem fyrir eru, svo við þyrftum ekki að kaupa nær allt í okkur og á frá öðrum þjóðum ? Væri ekki eðli- legra, að styrkja okkar einu innlendu pen- ingastofnun til bjargar f peningaleysinu ? Og væri ekki eðlilegra, að við reyndum með rökum, að hrinda af okkur þeim vanskila orðróm, sem breiddur er út meðal útlendra þjóða okkur til spillingar? Eða væri ekki betra að eiga kornforða- búr í afskekktum sveitahéruðum, til bjarg- ar búpeningi bænda, ef heyleysi bæri að höndum, heldur en búðir og vfnsöluhús með brennivínsbirgðum ? Eða væri ekki nær, að verja fénu til þess að mennta og manna þjóðina fyrir, eða er ekki innbyrð- is kraptur hennar aðalskilyrðið ? Hvernig sem þetta er athugað, er ekki unnt að sjá annað, en að þjóðin kasti fénu til margfalt meira ógagns, en þótt því væri sökkt í djúp sjávarins. Eða hverjar eru óbeinar tekjur landsjóðsaf vínverzluninni? Kaupir ekki margur maður vín fyrir brauð hungraðra barna sinna og kvenna ? Eða hefur þú aldrei komið inn fyrir dyr á heimili drykkjumannsins um hávetur í hörkufrosti ? Hafi svo verið, hvað sástu ? Mætti þér ekki sú sjón, sem þú aldrei getur gleymt? Sástu þar ekki drykkju- hrútinn, húsbóndann á heimilinu, við- bjóðslegan til reika og ólánssömu börnin hans köld, hungruð og þunn á vanga af skorti og klæðleysi? og voru þau ekki hjartabiluð vegna langvinnrar hræðslu við hann pabba sinn ? (!!) Sástu ekki konu drykkjumannsins klædda tötrum í óút- málanlegu ástandi, grátandi yfir andlegri og lfkamlegri nekt heimilis síns. Byrjaði maðurinn ekki í hófi sem unglingur ? — að eins f hófi(ll). — Eða var þetta eina ráðið til að útvega landsjóðnum pen- inga ? Hefur þú aldrei séð aldurhnigna móð- ur fylgja einkasyni sfnum úr garði, þegar hann f fyrsta sinni á að troða ókunna Iffsbraut ? Bað hún honum ekki allrar blessunar? og grét hún ekki gleðiblöndn- um tárum, þótt á skilnaðarstund væri, yfir framtiðarvonum sínum í sambandi við efnilega og hrausta drenginn sinn? Eða hvernig varð henni við, þegar hún fékk þá fregn, að hann sonur hennar, sá eini, sem hún reiddi sig á f Iffinu, væri farinn að drekka — í hófi? Ætli henn- ar næmu móðurtilfinningum hafi nægt, þótt einhver hetði sagt henni, að hann hefði byrjað að drekka, vegna þjóðrækni til að útvega landsjóðnum peninga ?« Hvernig rætast opt vonir ungrar og blómlegrar brúður, þegar hún fer göngu sfna að altarinu við hlið mannsefnis síns, með sólbjartar og brosandi framtíðarvon- ir ? Ætli hún hefði stigið þessi alvarlegu spor, ef hún hefði fyrir fram vitað, að maðurinn, sem allar hennar jarðnesku vonir voru tengdar við, yrði drykkjumað- ur ? Eða getur nokkur kvennmaður átt meira ólán fyrir höndum, í sambandi við afkvæmi sín og allt sitt Iff, en að verða drykkjumannskona? og er beiskjan ekki jafnmikil, þótt maðurinn hafi byrjað sem hófsemdarmaður ? Hefur þú aldrei verið þar staddur, sem skip hefur haldið frá landi, hlaðið af fólki í blóma aldur síns, en allir meira og minna ölvaðir, og sumir að einsfeng- ið sér eitt glas að skilnaði hjá kunningja sinum í landi? Heyrðir þú ekki daginn eptir, að sama skipið hafi farizt og allir, sem á þvf voru, drukknað? Hver fannst þér lfklegasta ástæðan fyrir slysinu? Voru þeir ekki allir aðeins hóflega drukknir, þegar þeir lögðu af stað? Hvað er þá ábati landsjóðs mikill, ef slysið hefur or- sakazt vegna ölæðis? Varst þú ekki viðstaddur fyrir fáum dögum, þegar llkami miðaldra manns var borinn til grafar? Dó hann ekki ein- göngu vegna vínnautnar? Var hann ekki gott og siðprútt ungmenni, og lík- legur þjóöinni til gagnsemdar, ef hann hefði verið bindindismaður? Og drakk hann ekki f hófi fyrstu árin? Var það ekki ástæðan til þess, að hann er nú lagstur í drykkjumannsgröf? Hvers virði er líf efnilegs og upprennandi æsku- manns; — reyndu að bera verð þess sam- an við þær fau krónur, sem hann kaup- ir dauða sinn fyrir ? Og segðu mér svo við tækifæri, hvernig dæmið lítur út. Bráðlega skal eg svara bæði þér og öðrum, sem að því spyrja, hvaðan eigi að taka tekjur 1 landsjóðinn í stað vín- fangatollsins. Eitt svar gef eg nú þegar, og það er, ef alin er upp hraust og al- ger bindindisþjóð í stað þeirrar vínsýktu, mun landsjóðurinn aldrei þurfa að sjá eptir vfnfangatollinum, þvf þau umskipti munu ókomnar kynslóðir blessa. Nægja nú ekki þessir fáu drættir úr áfengisbölinu til að sannfæra þig um, að hófdrykkjan sé óútmálanleg bölvun, sem þjóðin á tafarlaust af sér að reka; og skilst þér ekki, að hún sé móðir ofdrykkj- unnar? Þú gerir svo vel og svarar mér upp á þetta, jafnhliða öðrum þeim spurn- ingum, sem eg hef áður lagt fyrir þig. Vertu æfinlega sæll. Þess óskar þér Jóh. Jóhannesson. Heiðasvanur. u Syngdu góði svanur minn — sól er á hverjum tindi. — opt eg hlaut við hljóminn þinn hjartans frið og yndi. Heldur er smátt þitt heiðarbú — það hygg eg að mitt sé líka — en heiðina elskum eg og þú og enga vitum slíka Þar er alt sem unnum við: unS °S gömul fræði, tungan þýð og þjóðernið og þrungin hetjukvæði. Alltaf söngstu íslenzk lög ástarblíð og fögur; köld og hrjóstrug heiðardrög hlýnuðu við þær bögur. Þegar líður lífs á dag og Ijósinu skuggar eyða, syngdu við mitt sólarlag svanur íslands heiða! Einar P. Jónsson. Kapphlaup á skautum var haldið á tjörninni á sunnudaginn var (31. f. m.) og stóð Skautafélagið fyrir þeirri skemmtun. Er það einkum einn stjórnandi þess félags, hr. L. Miiller verzl- unarstjóri við Brauns verzlun, norsktir maður, er mest og bezt hefur gengið fram í því, að efla félagið, halda uppi skemmtunum á tjörninni 1 vetur og undir- búa kapphlaup þetta. Veður var mjög gott þennan dag, vægt frost og logn. Kapphlaupabrautin var sporöskjumynduð hringbraut, og afgirt allt f kring með stöngum og vír. Um kl. 2 safnaðist múg- ur og margmenni á skemmtistaðinn, og fengu blaðamenn og ýmsir boðsgestir sæti á bekkjunum innan vébandanna. En rétt áður en kapphlaupin áttu að byrja, varð það hljóðbært, að Lúðrafélag Reykjavíkur hefði neitað að leika á hornin. Gerði það skemmtuninni allmikinn hnekki, og varð úr rekistefna, er þannig lauk, að Lúðrafélagið skilaði bænum aptur hornun- um, og kvað félagið vera úr sögunni, með því að bæjarstjórnin hafði klipið af styrk þeim, er það hafði sótt um. Mæltist þetta tiltæki félagsins miður vel fyrir, og heyrðist enginn mæla því bót. I skautakapphlaupinu tóku alls 22 þátt, og var þeim skipt í 4 flokka. I 1. flokki voru drengir yngri en 12 ára, og skeiðið var 500 metrar. Þrenn verðlaun veitt í hverjum flokki. Þessir fengu verðlaun 1 1. flokki: 1. Adolf Lárusson (i’ 37”), 2. Magnús Jónsson (i’ 45”), 3. Emil Þ. Thor- oddsen (i’ 56”). (Svigatölurnar tákna tlm- ann, er hver varði til skeiðsins). í 2. flokki (12—15 ára drengir) 500 metra skeið, fengu verðlaun: 1. Páll Nolsoy Patursson (i’ 20’’), 2. Páll Skúlason (i’ 23”), 3. Tryggvi Gunnarsson (i’ 30”). í 3. flokki (15—18 ára drengir (500 metra skeið) fengu verðlaun: 1. Eyþór Tómas- son(i'4”), 2. Ludvig Einarsson(i’ 19”), 3. Einar Pétursson (i’ 21”) I 4. flokknum voru 18 ára og eldri, og skeiðhlaupið var þar helmingi lengra en fyrir hina flokk- ana, eða 1000 metrar. Þetta kapphlatip vakti þvf mesta eptirtekt. Tóku alls 7 þátt í því. Fyrstu verðlaun þar fékk Sig- urjón Pétursson glfmukappi. Hann rann skeiðið á 2 mínútum 2i7s sekúndu. Önn- ur verðlaun fékk Magnús Tómasson. Hann þurfti 2’ 2575” . og þriðju verðlaun fékk Magnús Magnússon stýrimannaskólakenn- ari. Hann rann skeiðið á 2 353/s”. Ennfremur fékk Herluf Clausen (úr 2. fl.) aukaverðlaun fyrir fimlegt skautahlaup. Dómendur voru þeir dr. Björn Bjarnason formaður félagsins og Sigurður Thorodd- sen skólakennari, en stundarverðir (er töldu tímann) þeir J. Berthelsen verk- træðingur (forstöðum. Iðunnar) og C. F. Bartels úrsmiður, en L. Muller verzlunar- stjóri var forstjóri skemmtunarinnar. Siðar um kveldið var danzað á skautasvæði fé- lagsins og skemmt sér eptir föngum, þótt saknað væri illilega lúðraþytsins, er hefur svo lyptandi og lífgandi afl við almennar skemmtisamkomur, þótt ekki sé um dans að ræða. pnaíarnárasskeiíií að Þjórsártúni hófst 11. janúar, með svipuðu fyrirkomulagi og sömu kennurum og í fyrra. Tímanum var varið á þann hátt, er hér segir: Kl. 8j/2—97=* árdegis umræðufundur. — 91/1—10Va dagverður. — io'/a—11 söngæfing. — 11—3 fyrirlestrar. — 3—4 miðdegisverður. — 4—47« söngur. — 4'/«—77« umræðufundur. — 7'/«—8 leikfimi. — 8—9 kveldverður. — 9—10 íþróttir. — 10—10^/2 uppleslur. Klukkan II háttatími. A morgunfundunum komu nemendur einir saman og ræddu þeír þá ýms þau atriði úr fyrirlestrum kennaranna, sem menn höfðu skiptar skoðanir um, og önnur þau mál, er þá eina varðaði. A kveldfundunum voru ýms mál tekin til umræðu og rædd af miklu fjöri. Voru þá jafnan viðstaddir ýmsir gestir, og tóku nokkrir þeirra þátt í um- ræðum og skal sérstaklega nefna ungfrú Ragnhlildi Pétursdóttur kennslukonu, sem flutti erindi um heimilisþrifnað og borðsiði, og Isólf Pálsson organisti, sem hélt tölu um líftryggingar o. fl. Fastir nemendur voru 55. Þar að auki voru margir, sem dvöldu við námsskeiðið 2—4 daga, og var tala fundarmanna því opt 70—80 manns. Húsakynni eru mikil á Þjórsártúni, enda kom það sér vel, því opt gistu þar margir auk hinna föstu nemenda. Vestan árinnar, hjá Einari bónda Brynj- ólfssyni, gistu nokkrir af nemendunum, og ýmsir aðrir, er dvöldu þar yfir lengri eða skemmri tíma. Mál, er rædd voru á kveldfundunum, eru þessi: 1. Borðsiðir l sveiium. Eptir fjörugar um- ræður var að lokum samþykkt svohljóðandi tillaga: Fundurinn telur nauðsynlegt," að borðhald til sveita geti farið fram með hníf og gaffli, og mælist til, að umgangskennslu- konur í matreiðslu leitist við að kenna frá sér borðhald og borðsiði. 2. Dýraver?idun. Umræður í því máli gengu helzt í þá átt, að meðferð á alidýr- um þyrfti umbóta við. Einnig var lögð á- herzla á það, að takmarka sem mest ónauð- synlegt fugladráp og eggjarán. 3- íslenzkar ipröttir. Það mál var mikið rætt, og minnzt á ýmsar holiar og skemmti- legar fþróttir, sem menn ættu að leggja meiri stund á framvegis, en að undanförnu, svo sem glímur, sund, skíða> og skauta- ferðir. 4. Er dansinn holl og góð skemmtun ? Um þaðj mál. voru skoðanir mjög skiptar, og héldu sumir þv( fram, að dans væri ó- hollur og jafnvel siðspillandi, en aðrir voru á gagnstæðri skoðun, og álitu dans góða og saklausa skemmtun, ef hann færi fram í hófi. Var því/ haldið fram, að skemmtanir gætu átt góðan þátt í því, að halda unga fólkinu kyrru í sveitunum. 5. HlutafélagiðReykjafoss. Umþaðspunn- ust alllangar umræður, án þess ákvörðun væri tekin í því máli.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.