Þjóðólfur - 26.02.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.02.1909, Blaðsíða 2
34 ÞJOÐOLFUR Ráðherrann hefði reynzt hejzt til deigur gagnvart útlenda valdinu, og mætti benda }>ar á undirskriptamálið og ritsímasamn- inginn, er hann gerði án heimildar þingsins. Afskipti hans af nýlendusýningunni hefðu sýnt hið sama. Utlenda menn hefði hann og opt tekið fram yfir innlenda menn, og launað þeim betur, mætti þar benda á ýms störf við símann, skógræktarfræðing- inginn og eptirlitsmanninn við bókasatns- bygginguna. — Stjórn hans hefði verið flokksstjórn, og hefði hann sjálfur verið flokksforingi, og mundu þeir færri þing- menn úr hans flokki, sem ráðherrann hefði ekki gert eitthvað fyrir fjárhagslega. Væri það líkt og Christensens ráðaneytinu danska væri á brýn borið. I embættaveit- ingum hefði hann gert sér það að reglu, að láta slna flokksmenn sitja fyrir, mætti þar benda á skipun stjórnarráðsins, símritara o. s. frv. Heill flokksins hefði hann jafn- an metið miklu meira en heill þjóðarinn- ar. Heppilegast að embættaveitingar yrðu sem mest dregnar úr höndum stjórn- inni í hendur þjóðarinnar. Ekki hefði ráðherra þótt sem óhlutdrægastur í stjórn sinni, mætti nefna það, að bannað hefði hann starfsmönnum Islandsbanka af- skipti af stjórnmálum, þar sem landsbanka- starfsmenn mættu hafa öll slík afskipti, er þeir vildu, enda hefðu þeir verið honum fylgjandi. — Minntist og á afsetning eins skólakennara (Bjarna frá Vogi) og á málaferli á Snæfellsnesi. Ekki hefði ráðherrann tekið til greina þingrofsáskoranir, bæði í ritsímamálinu og optar, eins hefði og verið um Þingvalla- fundarkröfurnar. Ráðherra hefði og ekki stjómað sem þingræðisráðherra, mætti benda þar á þingsályktun um lærðaskól- ann og eins um samning hans við gufu- skipafélagið. Það væri og nauðsynlegt, að ráðherrar sætu ekki mjög lengi aðjvöldum, því það sýndi sig að þeir yrðu fljótt þurausnir; Frumvörp stjórnarinnar væru ómerkiieg. Áskorunin að ráöherra beiðist lausnar, væri í fullu samræmi við þingræðisreglur. Ráðherrann: Þótt eg hafi vissu fyrir því, að meiri hluti þjóðarinnar er á móti vilja þingsins f þessu máli, þá tel eg mér skylt að fara frá, því sá ráðherra getur illa haldið uppi stjórnarathöfnum, er hefur meir hluta þings á móti sér. En eg vildi ekki fleygja embættinu frá mér að ástæðulausu, og hygg eg að enginn tæki til þess, þó ekki eldri maður en eg er, skirrðist við að fara á eptirlaun. Eptir kosningarnar í haust var ómögulegt að segja, hvernig skipast mundi, og ekki lík- indi til þess, að þessir menn mundu mynda félag til að fella stjórnina. Afstaða frum- varpsandstæðinga var svo mismunandi, að ekki var saman berandi. Sumir vildu einhverjar breytingar, að eins þær, er feng- izt gætu. Örfá kjördæmi vildu fella frv. svo það hefði verið óþingræðislegt, að biðja lausnar þegar í haust. Gat heldur ekki séð, hvernig nýi ráðherrann hefði haft tíma til að undirbúa frv. undir þingið. Kvað þá hefði þurft að benda á ráðherra- efni, er hefði fylgi meiri hluta þingsins. Það hefði liann ekki rennt grun í, hver væri, og meira að segja renndi sig ekki grun í það enn 1 dag. Hann hefði og hugsað sér, að þetta mundi fram koma þegar í þingbyrjun, svo nýi ráðherrann hefði get- að siglt þegar á konungsfund. Annars hefði hann haldið, að menn færu ekki að berast á banaspjótum meðan mál öll væru í undirbúningi. Þar sem það væri að eins meining meiri hlutans, að óska stjórnarskipta, þá hefði verið réttara, að geta þess að eins, en í stað þess hafi hann sett inn í tillöguna óþarfa viðauka, sem bezt hefði verið að láta bíða. Réttara hefði verið, að orða byrjunina svo j á tillögunni, að hann (ráðherrann) hefði lagt kapp á að koma á samkomulagi um þetta mál, hefði viljað útvega Islandi sem bezta kosti í sambandinu við Danmörku, hefði viljað tryggja Islandi til langframa virðulega stöðu meðal þjóðanna. Hann hefði talið það skyluu sína, að koma frv. í gegn, og brjóta niður rangfærslur og misskilning á mál- inu, og vildi að þjóðin fengi að vita, hvað sannast væri 1 því, og hvernig bæri að skilja það. Hann gæti nagað sig í handa- bökin fyrir það, að hann hefði heldur legið á liði sínu, því meira hefði hsnn getað gert. Ekkert hefði hann gert ann- að en Islandi til hags, og meðvitundin um það gerði sér ljúft að skila af sér embættinu. Gott væri heilum vagni heim að aka. Það væri sannarlega rangt, að meiri hluti þjóðarinnar væri á þeirri skoðun, að frv. lögfesti ísland í danska ríkinu; 42,7% kjósenda hefði verið með því óbreyttu, en að eins 57% með einhverjum breytingum) Sumum hefði og þótt frv. ofgott, vildu heldur núverandi ástand. Ómögulegt að reikna afstöðu þjóðarinnar eptir þing- mannatölunni, og að réttu hlutfalli hefðu 14 þjóðkjörnir þingmenn átt að vera með frv., en *o á móti, og hefðu hlutfalls- kosningar verið, væri enginn vafi að frv. hefði orðið í meiri hluta. Furðaði á þessari staðhæfing tillögunnar. Frv. legði hann óbreytt fyrir þingið, með góðri sam- vizku, því það væri sú bezta réttarbót, er vér hefðum átt kost á 1 margar aldir. Móti breytingum væri hann ekki, ef sam- komulag fengist um þær. Réttmættkvað hann val sitt á konungkjöruu þingmönn- itnum. Þeir hefðu fengið mörg atkvæði við kosningarnar í haust, þótt þeir ekki næðu kosningu. Sérþekking hefðu þeir og á málinu, og mætti ekki ætla stjórn- inni að hún væri slíkur aulabárður, að hún færi að útnefna menn úr þeim flokki, er hún telur hættulegan fyrir landið. »Vítavert« atferli kvað hann merkja hegningarvert. Ef hann hefði hafst það að, því væri honum þá ekki stefnt fyrir lands- dóminn. Þingið væri ekki dómari sinn.það ætti engan rétt á að kalla sínar ráðstafanir vítaverðar, og væru þessi ummæli að eins skammaryrði. Hann hefði jafnmikinn rétt til að kalla tillögu þingsins vítaverða. Undirskriptamálið hefði hann með lempni smátt og smátt lagað, og væri það nú orðið viðunanlegt. Ritsfmasamn- inginn hefði ekki að eins verið rétt að gera, heldur vítavert, ef tækifærið hefði ekki verið notað er gafst. Um að fá útlendingum ýmsar sýslanir, hefði opt verið nauðsynlegt, er engir inn- lendir menn væru til þess hæfir, enda væri ekki á móti því, að dugnaðarmenn erlendir gerðust íslendingar, því ekki væri landið of fjölmennt. Væri það fremur þakkarvert en hitt. í embættaveitingum hefði hann reynt að vera sem óhlutdræg- astur, og hefði jafnvel verið fundið að því, að hann hefði látið stjórnarandstæð- inga ganga fyrir. Bannið um pólitisk af- skipti íslandsbanka hefði komið frá út- lenda bankaráðinu, en ekki stjórninni. Rangt væri það, að hann hefði ekki orðið við kröfum þjóðarinnar, því áskor- anir þær, er sér hefðu borizt, hefðu ekki komið nema frá örlitlum hluta þjóðar- innar. Hann félli ekki á stjórnarstörfum sín- um, heldur félli hann fyrir dugnað and- stæðinga sinna við þessar lítt undirbúnu kosningar. Ekki skyldu þeir þurfa að ganga lengi eptir sér, að fara frá embætti, því sér hefði það aidrei verið neitt keppikefli. Sér hefði verið falið það, og hann hefði viljað gegna því trúlega. — Meiri hlutinn tæki nú við stjórninni, og líka við ábyrgðinni. Þeir yrðu að láta sjá, að koma ekki sjálfstæðismálinu í lakara horf, en hann hefði gert. Láti þeir og sjá, að samlyndið verði ekki minna í sínum flokki en hjá sér, fjárhagurinn ekki lakari, embættaveitingar ekki hlutdrægari o. s. frv. En nm fram allt vildi hann óska Islandi bjartrar og farsællar framtíðar. Sáðherra-tilnefning. fór fram á flokksfundi meiri hluta þing- flokksins í fyrra kveld, og samþykkt að tilnefna Björn Jónsson þm. Barðstr., sem ráðherraefni flokksins. Var þessi niðurstaða tilkynnt ráðherranum 1 gær- morgun, og mun hann hafa sótt um lausn til konungs í gær, um leið og hann hefur skýrt konungi frá ráðherratilnefningu meiri hlutans. Svar konungs væntanlegt í dag, og þá gert ráð fyrir, að ráðherraefni fari utan með fyrstu ferð á konungs fund, en H. Hafstein gegni ráðherrastörfum á með- an, unz eptirmaður hans er skipaður af konungi, og getur hann þá falið H. Haf- stein eða einhverjum öðrum, að gegna störfunum 1 umboði sínu, þangað til hann kemur heim aptur, er þá mundi verða nokkru fyrir þinglok. Bókarfregn. Æfísaga dr. Péturs biskups Péturssonar. Höfundur þeirrar bókar, dr. Þ o r v. prófessor Thoroddsen, hefur nú nærfellt 20 árum eptir fráfall tengdaföður síns lokið henni og gefið hana út með tilstyrk Sig. bóksala Kristjánssonar. Má vel svo að orði komast, að þessi dráttur sé hinn eini galli æfisögunnar, því fáir munu þeir af vinum Péturs biskups, sem meta mikils æfisögubrot það, sem Grlmur Thomsen birti í 18. árg. »Andvara« 1893. Skal hér eigi farið langt út 1 dóma Gríms um Pétur, en »eigi tel eg þá jafna menn«, sagði Kolbeinn ungi, þegar hann gerði um vígsmál Snorra Sturlusonar. Það munu og sumir kalla galla á bókinni, að að hún sé bæði of dýr fyrir alþýðu, og of stór eða margorð. En hitt mun þó vera álit vorra beztu manna, að svo vel megi rita, að efnið margborgi verðið. Svo finnst oss um þetta rit. Það er frá upp- hafi til enda samið með þeirri snilld og ræktarsemi, sem við átti og verðugt var, — úr þvf slíkur átti í hlut og slíkur mað- ur samdi. Auðvitað er það, að dr. Þor- valdur var dr. Pétri nákominn, en það er hvorttveggja, að vart mun verða séð, að hann beri nokkurt oflof á tengdaföður sinn í sögunni, að því hugðarmönnum biskups mun sýnast, enda er það siður erlendis, að þeim einum er trúað til að semja æfisögur ágætismanna, sem allir vita að bæði kunni og vilji lýsa þeim með réttri samhygð, og um leið með til- svarandi yfirburðum. Hvetur og til þess eigi einungis verðleiki mannsins, sem eptir er mælt, heldur og engu síður þörf og réttur þjóðanna, að mikilmenni þeirra séu svo eptirmynduð, að þau standi sem lista- fyrirmyndir fyrir öldum og óbornum. Engar sögur eru betur fallnar en sllkar, til að mennta og hvetja hinar vaxandi kynslóðir. Þegar Gladstone var frá fall- inn, þótti enskuro mönnum vandamál, að kjósa mann til að semja sögu hans; varð loks stjórnvitringurinn Jón Morley (nú Ind- lands ráðherra) fyrir valínu. Tókst honum sá starfi svo vel, að 30 þús. seldust upp á skömmu bragði, og kostaði þó bókin 40 kr. Er nú önnur útgáfa á leiðinni, sem kosta á 6 k r., enda er gert ráð fyrir allt að þriðjungi miljónar af kaup- endum — ef ekki fleirum. Ætti að spyrja oss Islendinga hver fornrit vor mundi bjóða ungum náms- og metnaðarvinum beztar hvatir og tyrirmyndir, mætti eflaust svara: hinar elztu biskupasögur vorar. Það er og eitt sér, hvað þjóð vor hefur átt, einkum fyrst og síðast, marga ágæta biskupmenn, Hvar í öðr- um löndum bjóðast jöfn dæmi? Það á því næsta vel við, að saga Péturs biskups sé að öllu eins rífleg, eins og hún er. Það er engin bók svo dýr, að þess gæti, sé hún góð. Komst ekki Vídalínsbókin inn á hvert heimili á Islandi og var hún dýr, og það á sultar og sinnuleysis tið? Það kann vel að vera, að suma kafla æfisögunnar hefði mátt stytta, en þar mun hverjum sýnast sitt, enda nenni eg ekki að fara út í smá- muni. Hitt er miklu meira vert, að höf. hefur ekki einungis ritað með sinni venju- legu snilldar-lipurð, heldur lagt fram slna gömlu elju, að safna sem flestum heim- ildum og heimfæra hvað eina rétt. Vita fáir, nema reyndir rithöfundar, hvllík Herkúlesarþraut það er, þegar sögur eru samdar eða stórrit. Það sem vinnst með því, er auk alls annars það, að með því eina móti verður hvert rit heimildarbók, það er: þjóðgripur. Að taka fram eitt atriði fremur en annað í bókinni, væri hægt, en kæmi í einn stað niður- Eg skal einungis segja þetta: Sagan lýsir mjög svo vel, og víða smellið, ótal at- burðum, málefnum og mönnum á öllum slðari meiri hluta 19. aldarinnar, og má því, líkt og Árna biskups saga, kallast ágrip landsins sögu; er slíkt sá kostur, sem út af fyrir sig vel borgar verð bókar- innar. Pétur biskup þótti sumum nokkuð dulur á kostum, og töldu þeir það jafnvel vott um skort á »andríki« og fleiri yfirburðum. Sá sem þetta ritar, lagði lengi hug á að læra að meta þann merkismann rétt, hafði og frá unga aldri töluverð viðskipti við hann, bar ávalt virðingu fyrir honum og unni loks hugástum. Eitt sinn gengum við saman frá messu, það var páskadags- morgun kl. n, og var messað uppi í kirkjugarðskapellu, og hafði eg haldið ræðuna. Þá sagði biskup: »Ræða yðar féll eins og foss af bjargi«. Eg svaraði: »En ræður yðar eru líkar lygnri móðu, sem fer sinnar leiðar, þótt hægt fari úr hlaði«. Biskup brosti að. Nú er það enn mín skoðun, bæði um ræður hans og persónu, að sú líking hafi verið vel fallin. Pétur biskup hugsaði manna ljósast, og eptir því varð hver málsgrein hans líka Ijós og gagnsæ; stirt eða tvírætt mál ritaði hann aldrei né talaði, fals eða for- dild lá honum fjarri, og alt andríki og háfleygi, sem sýnist vera, en ekki er, var honum ekki títt. Að þessu leyti var hann einn hinna beztu Bessastaðamanna, því að sami stlll einkenndi þá alla: Konráð, Jónas, Tómas, Pál Melsteð og aðra. f æfisögunni má í mörgum bréfköflum bisk- ups finna sannanir um þetta. Hann var allra manna orðvandastur um mótstöðu- menn, og einnig það sýnir og sannar höf. með ýmsum dæmum, Þau árin, sem eg stóð fyrir Þjóðólfi (1874—1880) mætti hann stundum ómildum dómum og ómak- legum, t. d. um það, að hann kynni nær engin mál, og að hann stæli ritum annara manna til þess að græða fé fyrir (Styr- björn). Einu sinni eða tvisvar svaraði biskup, og þó svo hógværlega, að mér rann í skap, og sagði honum aptur og aptur, að slíkt meinleysi mundi einungis spana rógsmenn hans enn meira upp. En viðkvæði hans var, að deilur 1 blöðum væri sér á móti skapi, þegar röksemdir dygðu ekki, En þungt var honum í þeli niðri. Pétur biskup var allra manna strangastur við sjálfan sig, en vægastur við aðra. Um örlæti hans og hjálpsemi er meira að segja, en höf. tekur fram.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.