Þjóðólfur - 26.03.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.03.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. marz 1909. JTs 13. Alþingi VI. Fjárlögin. Annari umræðu þeirra var ekki lokið á laugardagskveldið, eins og búizt var við f síðasta blaði, heldur stóðu umræður yfir í heila viku, og var fyrst lokið í gær. Munum vér í næsta blaði skýra nánar frá því, hvernig neðri deild skilur við þau, því þá verður þriðju umræðu þeirra lokið. Yaraforsetar efri deildar báðust lausnar 18. þ. m. Þótti þörf á því vegna utanfarar forsetanna, þvi þá voru flokkarnir orðnir jafnir í efri deild, þegar fyrri varaforseti (Jens Pálsson) var tekinn við. Hafði ráðherrann bent á þetta ráð til þess að meiri hlutinn raskaðist eigi. Lausnarbeiðni þessi kom til um- ræðu'io. þ. m., og varð allhörð rimma út af þessu. L. H. Bjarnason mælti ein- dregið á móti því, að hún yrði veitt, en ráðherrann lagði meiri hlutanum lið. Lauk svo, að hún var felld með 9 atkv. gegn 4 (Ág. Fl., Júl. Hav., L. H. Bj., Stgr.J.), því forseti (Kr. J.) leit svo á, að hér væri um afbrigði frá þingsköpunum að ræða, og því þyrfti 10 atkv. at 13 að vera með, svo það yrði samþykkt. Ráðherraeptir laun. Neðri deild hefur samþykkt, að ráð- herra eptirlaun skuli eigi vera hærri en 2000 kr., og ekki lengur en jafnmörg ár og hann hefur gegnt því embætti, nema hann hafi rétt til hærri eptirlauna sam- kvæmt öðrum lögum. Málið var tekið fyrir í efri deild 23. þ. m., og var fellt með jöfnum at- kvæðum (allir konungkjörnu á móti) að skipa nefnd í málið, og var síðan 2. um- ræðu frestað, því auðsæ þóttu þar forlög þess, að það mundi eigi verða langlíft þar í deildinni. Friður silnngs í vötnnm. Landbúnaðarnefndin flytur frv., er veitir sýslunefndum heimild til að gera sam- þykktir um friðun á silungi og um veiði- aðferð i vötnum. Lækningalevíl. Jón Magnússon fiytur frv. um það efni. Ráðherra Islands getur veitt mönnum, er eigi hafa staðizt lækningapróf, ótak- markað eða takmarkað iækningaleyfi,efþeir sanna, ag þeir hafi næga kunnáttu, og landlæknir mælir með leyfisveitingunni. Alhr, er hafa iækningaleyfi, skulu vera háðir eptirliti landlæknis, og skyldir að halda öll ákvæði í heilbrigðíslöggjöf lands- ins, svo og gefa þær sjúkdómsskýrslur, er af þeim kunna að verða heimtaðar. Lækni, er vanrækir læknisskyldur sínar, getur landlæknir áminnt, og ef miklar sakir eru fyrir hendi, svipt læknisleyfi. Ef einhver, sem ekki hefur lækninga- Jeyfi, tekur sjúkleika til meðferðar, og auk þess kallar sig lækni, eða notar lyf, sem lyfsalar mega ekki selja án lyfseðils, eða flakkar sveit úr sveit í lækningaerindum, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi. Sömuleiðis eru ákvæði um það, erlæknar með takmörkuðu læknisleyfi fara út yfir verkahring sinn og gera sjúklingum mein; þeirskulu sektum sæta eða fangelsi og missa lækningaleyfi sitt. Lö'galdnr. Nefnd sú, er efri deild kaus til að íhuga frv. Sig. Stefánssonar um lögaldur, að allir, sem eru 21 árs, skuli vera fullráðir fjár síns, hefur fengið flutningsmann til að taka það aptur, og í þess stað flytur hún þingsályktunartillögu, að skorað sé á landstjórnina að rannsaka gildandi lög um persónulegan og fjárhagslegan mynd- ugleika, og leggja fyrir næsta alþingi frv. til laga um allt það efni. Ráðherra svaraði fyrirspurn Benedikts Sveinssonar um árangur þings- ályktunartillögunnar 1907, að landinu yrði skilað aptur skjölum þeim og hand- ritum, sem eru í safni Árna Magnússonar, en sem eru eign opinberra skjalasafna hér á landi, 13. þ. m., og kvaðst hafa gert allt, sem hægt væri að gera bréflega, til að koma máli þessu áleiðis. Hann hefði og fundið kirkju- og kennslumálaráðherr- ann, þegar hann sigldi með lögin, og hefði hann tekið málinu vel og skrifað stjórn Arna-safnsins, en hún hefði engu svarað. Hann hefði og ítrekað þetta í fyrra vetur, meðan sambandslaganefndin sat á rökstólum, og seinast nú í vetur hefði hann skrifað kirkju- og kennslumála- ráðaneytinu, og beðið að fíýta málinu, svo hann gæti skýrt frá árangrinum á al- þingi. Ráðaneytið hefði tekið málinu vel, og kvaðst hann vona, að hægt mundi með lagi að ávinna eitthvað í þessu máli. Innhéimta og meðferð á kirknafé. Stef. Stef. Eyf. fiytur frv. um að breyta lögum 22. maí 1890 um þetta efni, að söfntiðir, sem tekið hafa að sér umsjón og fjárhald kirkna, séu eigi skyldir til að ávaxta sjóði þeirra f hinum almenna kirkjusjóði, heldur í einhverjum sjóði, er prófastur tekur gildan. Fræðsla barna. Meiri hluti fræðslumálanefndarinnar (Björn Jónsson, Hálfdan Guðjónsson, Jón Á Hvanná og Bjarni frá Vogi) flytja þá breyting við lögin 22. nóv. 1907, að fræðslusamþyktirnar skuli vera komnar til yfirstjórnar fræðslumála til staðfestingar 1. jan, 1912 (í stað 1. jan. 1910). Og að eptirtarandi klausa í 15. gr. nefndra laga falli úr gildi: »Ef fræðslunefnd kýs heldur að halda uppi farskóla, skulu foreldrar og þeir aðrir, er hafa börn á skólaaldri til fram- færslu, skyldir til að láta þau njóta far- kennslunnar, og gilda um undanþágur frá farskólaskyldunni og brot gegn henni, sömu reglur og settar eru, að því er skóla- héruð snertir í 6. gr., um samskonar efni, með þeirri einu breytingu, að fræðslunefnd kemur í stað skólanefndar«. Minni hluti nefndarinnar (Egg. Pálsson, Stef. Stef. og Jón Magn.) skrifar undir með fyrirvara. Almenn viðskiptalög. Frv. mikið í 71 gr. flytur verzlunarmála- og atvinnumálanefndin. Er það þýðing laga, sem nýlega eru komin út á Norður- löndum, en þau lög voru samin afnefnd verzlunarfróðra og lögfróðra manna af öllum löndunum, og munu fylgja mjög samkynja lögum i Þýzkalandi og öðrum heldri verzlunarlöndum, segir í ástæðum nefndarinnar. Lög frá alþingfi: 5. Um kennaraskólann í Reykjavík. Námstíminn skal byrja fyrsta vetrardag og enda síðasta vetrardag. cffijörfunéur. Kosning prests i 2. prestsembœttið við dómkirkjuna fer fram i barnaskólabyggingu Reykjavikurbœjar laugar- daginn 3. n. k. (3. apríl); hefst kl. 10 drdegis. Kjalarnesprófastsdœmi. p. t. Reykjavík 19. marz 1909. cJans f^áísson. D, restskosningin í Reykjavík 1 apríl 1909. Umsóknarbréf umsækjenda og athugasemdir biskups Iiggja frammi, kjósendum til sýnis hjá herra kaupmanni Einari Árnasyni, Aðalstræti 12, frá 25. raarz til 1. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Sóknarnefndin. (Jnfuskipaferðir. Sameinaða gufuskipafélagið hefur ekki gert neitt tilboð í gufuskipaferðirnar að þessu sinni. Aptur á móti hefur Thore- félagið komið fram með tilboð um, að landið gangi í félag við það og myndi nýtt félag, er taki að sér öll skip Thore- félagsins, (þó með þeirri breytingu, að í stað »Kong Helge" og „Perwie" komi skip eins og ,,Sterling«), og kaupi í viðbót i skip eins og „Sterling" og 3 strandferða- báta. Verður skipastóll þessa nýja félags þá alls 8 skip: 3 skip eins og „Sterling", „Ingolf" og „Mjölnir" og 3 strandferða- bátar (um 150 smál.) og eiga 2 af stærri skipunum aó verða með kælirúmi. Stofnkostnaður félagsins er áætlaður: Til að taka við skipastól Thorefélagsins kr. 850,000 Til að kaupa ný skip — 500,000 Alls kr. 1350,000 Síðan tilboðið kom fyrst fram hefur því þó verið breytt þannig, að varasjóður Thorefélagsins, 60 þús. kr., fylgi með í kaupunum, svo að verð skipanna verður 790,000 kr. og ennfremur hefur verið gef- inn kostur á, að landið taki skipin eftir virðingu. Stofnféð er ætlazt til að fáist með því að teknir verði hlutir í félaginu íyrir 800,000 kr. og að félagið taki 600,000 kr. skuldabréfalán með veði í skipunum. Það sem þetta nemur meiru en stofnféiiUjVerð- ur rekstursfé félagsins. Af hlutafénu á landið að leggja til 500,000 kr. og fær fyrir þá upphæð 4°/» forréttindahluti, en 300,000 kr. leggja hluthafar Thorefélags- ins til og fá fyrir það almenna hluti. Stjórn félagsins er ætlazt til að hluthaf- ar skipi að hálfu, en alþingi að hálfu, og sé ráðherra íslands formaður hennar. Geit er ráð fyrir því í tilboðinu, að landssjóður veiti þessu nýja félagi 6o[þús. kr. styrk á ári, til gufuskipaferðanna (í stað 30 þús. kr. nú) og að félagið fái til- lagið úr ríkissjóði til íslandsferða (40 þús. kr.). Ætlazt er á um að skip þessa nýja fé- lags geti farið 38 ferðir milli landa, þar af 22 beinar ferðir frá útlöndum til Reykja- víkur, en strandbátarnir eiga að ganga frá 1. apríl — 1. des. og fara 16 strand- ferðir fram og aftur. A einn þeirra að ganga frá Reykjavfk til ísafjarðar, annar frá ísafirði til Seyðisfjarðar og þriðji frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Hvernig tilboði þessu reiðir af er alveg óséð enn. Fjárlaganefndin gerði engar tillögur um gutuskipaferðirnar, vegna þess að hún var ekki búin að átta sig á til- boðinu, þegar nefndarálitið var samið, en samgöngumálanefndin hefur nú um hrið verið að velta því fyrir sér og er ekkert álit frá henni um það komið €rlenð símskeyti til Fjóðólfs. Kaupmannahöfn 23. marz kl. 8 síðd. Berlin og sambandsmálið. Berlin segir, að orðin ríkjasam- band og Veldi Danakonungs í sam- bandslagauppkastinu sjeu rangþgdd, sambandið verði ríkisrjettarsamband (statsretligtj,eins og milli Ungverja- lands og Króatíu síðan 1868, en ekki þjóðarrjettarsamband (folkeret- ligtj. Ef alþingi samþgkkir uppkast- ið, viðurkennir það skilning Dana, samanber skgringar frumvarpsand- stœðinga. * * * Símskeyti þetta flytur í rauninni engin ný tíðindi, því að á skeytum þeim, sem birtust í Þjóðólfi 5. og 19. þ. m., var það ljóst, að Kn. Berlin telur skilning frum- varpsandstæðinga rjettan og samkvæman skilningi Dana á frumvarpinu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.