Þjóðólfur - 26.03.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.03.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 5i borgurum bæjarins, hvernig t ó m a r vatnspípur springi, þegar vatnið frýs 1 þeim. Til þess að fullkomna fjölfræði sína prentar ’nann upp frásögn um á- fengistilraunir, sem eg minnist að hafa lesið áður í »Ópinu«. — Skiljanlegt, að svo lærður maður viiji síður eiga orða- stað við svo slítt-lærða menn« sem» hrossa- læknar« eru — kröfur er eigi unnt að gera til þess (!). »Hrossalæknirinn« gerir heldur eigi frekari kröfur til herra P. Zóph. Það kann að vera, í alvöru talað, að einhver skynsemd leynist með hr. Pétri, en ekki hygg eg samt, að hann hafi skil- ið neitt 1 grein minni; það mun óhætt að fullyrða, að þar sé ekki um uppgerð að ræða; hann virðist vera ærlegur og einfaldur sem dúfa. Öðru máli skiptir um ritstjóra »Fræ- kornsins«, hr. D. Ö. Hann þykir slægur sem höggormur, og þó hef eg aldrei séð mann fara ógætilegar með gæsalappir, en hr. D. Östlund í grein sinni. Ef slíkt varðaði við lög, mætti taka manninn illa á »korninu«. Þeim herra gæti eg trúað til margs, og ef ráðvendnin er söm hjá trú- boðanum, vildi eg heldur vera allt annað en trúaður aðventisti úr hans skóla. Þriðji maðurinn, sem fundið hefur sér mál, er hr. Halldór Jónsson bankaféhirð- ir. Hann kemur fram í »Templar« og væri ekki nafn hans undir, hefði eg hald- ið, að þetta væri eitt af »stykkjum« rit- stjórans. Fáfræði bannmanna um það, hvað á- fengisbölið er í raun og veru, kemur einna skýrast fram 1 grein Halldórs Jóns- sonar, enda hefur hann hætt sér lengst út á ísinn. Hingað til hafa templarar þó ekki skoð- að áfengið öðruvísi en hvern annan dauð- an hlut, sem að vísu gæti verið hættu- legur í meðförum, en þó hægt að halda frá sjer; því aðeins hafa gefizt óbrotlegir bindindismenn. Hjá H. J. hverfist allt um. Hann kennir nú, að áfengið sé lifandi vera, sóttkveikja, af sömu tegund og þær, »er framleiða kól- eru, bólusótt, mislinga, skarlatssótt, pest o. fl.« Allir menn ættu að vita, að sóttkveikj- ur þessar eru lifandi verur, og að allar lifandi verur hafa einhverja eðlishvöt til þess að sjá sér og kyni sínu borgið; annars mundu þær líða undir lok. Kól- erusóttkveikjan, til dæmis að taka, þarf að komast í menn, ef hún á að geta lifað og dafnað. Llfshvöt sóttkveikjunnar dreg- ur hana til þess að leita á mennina og sýkja þá, en slíka óvini er erfitt að var- ast, einkum sökum smæðarinnar og íjöld- ans, og þess vegna forðast menn að vera f námunda við þa. Sé kólera í einhverj- um bæ, eða landi, spyr sótkveikjan eng- an leyfis, enda sýkir hún menn, hvort sem þeir vilja eða ekki. Fáir munu sækjast eptir henni! — Og áfengið er þannig löguð sóttkveikja, segir Halldór Jónsson. Þessi sóttkveikjukenning bregður upp skýru ljósi yfir hugsanir eða hugsana- myrkur Halldórs Jónssonar og skoðana- bræðra hans og sýnir öllu öðru betur, að þeir vita ekkert, hvað áfengisbölið er. Nú nær það ekki lengur nokkurri átt, að bölið sé fólgið í hvöt hjá oss til að láta f oss áfengi; þvert á móti liggur það í hvöt hjá áfenginu til þess að láta sig f oss(!!). Áfengið leitar á oss, vér sækumst ekki eptir þvf(H). Ef kenningin væri rétt, mundi eg gera mitt til þess að stemma stigu fyrir inn- flutningi þessarar sóttkveikju, líkt og eg reyni — hvort sem franskur konsúll á í hlut eða annar — þegar um dýrasótt- kveikjur er að ræða, því enginn veit, nema áfengið taki líka upp á því að fara í svínin.En að hún sé ekki rétt, vona eg að templarar kannist við, þegar þeir líta til sjálfra sín og minnast þess, hve lengi þeir hafa, margir hverjir, get- að haldið sér ófullum, þrátt fyrir mikil mök og þreytandi baráttu við áfengið. Kóleran væri líklega búin að veita þeim hvíld. Hugsanagrundvöllur hr. H. J. í þessu máli er því gersamlega öfugur — og því verður allt, sem hann segir og skrifar ein keðja af öfugmælum. Þess vegna furðar mig sízt á því, þótt honum finnist hann finna »villur« og »mótsetningar« í grein minni. Það væri eflaust eitthvað bogið við hana, ef hún hefði spassað í kramið« hjá hr. Halldóri Jónssyni. Rvfk 22. marz 1909. Magnús Einarsson. Niflurjöfnun aukaútavara í Reykjavik 1909 er nú lokið. Hefur alls verið jafnað niður 88,380 kr. Aukaútsvörin hafa hækkað frá þvf í fyrra um rúmar 12 þús. kr. (voru þá 75.993 kr.), en tala gjaldenda hetur jafnframt aukizt um 900, og er hún nú 3143, svo að ekki koma nema 28 krónur að meðaltali á hvern gjaldanda, en 33 kr. 75 a. í fyrra. Yfirleitt hafa þó útsvörin hækkað á eldri gjaldendum, því að mestur hluti nýju gjaldendanna eru vinnukonur, sem ekkert hefur verið lagt á áður, en nú eru látnar greiða 2—4 kr. að jafnaði. Yfir 100 kr. útsvar hafa 120 gjaldendur nú, en ekki nema 100 í fyrra. Hæstu gjaldendur eru: Edinborgarverzlun og Thomsensverzlun (2000), Brydesverzlun, Duusverzlun og P. J. Thorsteinsson & Co. (1600), Det danske Petroleums Aktieselskab (1400). Skipstrand. Enskt botnvörpuskip strandaði 18. þ. m. við Fossfjöru á Síðu, »Sir Francis Drake«. Skipverjar björguðust allir. Skipaferflir. »Laura« fór til útlanda 20. þ. m. Far- þegar: Asgeir Sigurðsson kaupm., Ólafur Arnason frá Stokkseyri, Nielsen verzlun- arstjóri o. fl. »Sterling« fór héðan 21. þ. m. beina leið til Hafnar. Farþegar: Björn Jónsson ritstj., Hannes Þorsteinsson ritstj., Krist- ján Jónsson háyfirdómnri, Halldór Jóns- son bankaféhirðir og frú hans, Jón Brynj- ólfsson kaupm., Sveinn Sigfússon kaupm. o. fl. „Kong Helge“ kom frá útlöndum 20. þ. m. og fór aftur 23. þ. m. „Ceres" kom frá útlöndum 21. þ. m. með nokkra farþega, þar á meðal: Egil Jacobsen og R. Braun kaupm. hér, Garð- ar Gíslason f Leith, Ólaf Jóhannesson verzl- unarstjóra í Patreksfirði og Jóhann Þor- steinsson kaupmann á Isafirði. Hún fer til Vestfjarða í kvöld. „Mjölnir" kom frá útlöndum í fyrra dag og fór til Isafjarðar s. d. Ný ljóflabók eptir Jónas Guðlaugsson, er að koma út þessa dagana á kostuað Sigurðar Kristjáns- sonar. Taiinlækniiigar. Það er víst engum vafa undirorpið, að engir krankleikar séu jafn almennir sem tannsýki, því svo er fullyrt, að nær engir sleppi nú orðið við »tannpínu« og fer hún mjög í vöxt. Slíkt er skiljanlegt, því fólkið er yfir höfuð miklu óhraustara nú en áður — lifnaðarhættirnir breytast og veikla líkamann, en hirðusemin og fyrir- hyggja vex eigi að sama skapi. Það er sorgleg sjón, að sjá nær allan æskulýðinn með gjörspiltar tennur, allar kolsvartar af eyðileggingu. Þaðþarfekki mörgum blöðum um það að fletta, að engin hollusta er að því að ganga með fúnar og holar tennur í munninum, og vér höfum heyrt þá menn, sem bezt skyn bera á þetta mál, segja álit sitt um það. I síðasta »Skírni« ritaði herra Steingrímur héraðslæknir Matthiasson fróðlega grein, þar sem hann meðal annars minntist á það, hversu afar-þýðingarmikið það er fyrir heilsu líkamans, að tennurnar séu í góðu lagi, og sömuleiðis hefur Brynjólfur tannlæknir Björnsson ritað nýlega ágæta grein um það efni í »Ingólf«, þar sem hann getur um reynslu manna í öðrum löndum í þessu efni. Hann benti þar t d. á hvað einn prófessor 1 Stassborg á Þýzkalandi álftur að það hafi mikla þýð- ingu að venja börnin á að hirða vel munninn, því að það sé bezta hjálpar- meðal til að koma f veg fyrir næma sjúkdóma. Þannig mætti margt upp telja, Fólkinu er vorkun. Hér hefur lítið verið gert til að fræða það f þessu efni. Hjálp eiga fátækir hér harla erfitt með að fá, að minnsta kosti hjá sérfræðingum. Hér er af alþingi aðeins veittar 1000 kr. á ári einum manni til að veita stúdent- um á læknaskólanum tilsögn í tannlækn- ingum og til að halda ókeypis »klinik« handa fátækum mönnum; en augnlæknir- inn fær 2000 kr. til augnlækninga, sem vitanlega eru margfalt minni en tannlækn- ingar. í öðrum löndum víkur þessu allmjög öðruvísi við. Þar eru frí lækningar á hverju strái, þar eru skólatannlæknar, þar sem fólkið er frætt með óteljandi ritum, og þar eru fjöldi sjúkrasjóða (»sygekasse«), sem allir geta borgað í þótt fátækir séu, þvf gjöldin eru mjög lág, og þá fá þeir hverskonar læknishjálp, sem þeir þurfa, fyrir litla eða enga borgum. Allt öðru máli er hér að gegna. Hér vantar flest í þá átt, sem þörf er á. Það er ekki að búast við því, að þeir menn sem hafa lagtmikið fé,í sölurnartil þessað afla sér þekkingar í einhverri grein, geti selt fyrirhöfn sína fyrir litla eða enga borgun, þegar hið opinbera ekki greiði neitt fyrir. Það er sannfæring vor, að það veiti sannarlega ekki af því, að alþingi veitti öðrum tannlækni styrk, þótt ekki væri til annars en að fræða fólkið, og leið- beina því hvernig útrýma skuli tannsjúk- dómum,að svo miklu leyti sem unnt væri og þá einkum kenna unglingum heilsu- fræði munnsins; því allir eru sammála um það, að bezta meðal við öllum kvillum er það reyna að koma í veg fyrir þá eða að minnsta kosti að gefa þeim gaum í tíma, því »betra er heilt en vel gróið«. Vér erum svo heppnir að ungur ogvel lærður tannlæknir, hr. Brynjólfur Björns- son er seztur hér að. Hann hefur stund- að nám í 4 ár í Kaupmannahöfn og auk þess dvalið sér til fullkomnunar á Sviss- landi og París nokkra hríð. Allir þeir, er reynt hafa hann hér, ljúka upp einum rómi, að hann sé sérleg vel að sér f mennt sinni. Hann sækir nú um 1000 kr. á ári til þess að veita fátækum ó- keypis tannlæknishjálp (sbr. Þjóðólfur 10. tbl.) og má telja það víst að þingið láti það eigi undir höfuð leggjast að veita það fé. '7/3 ’09. X. Fjárbeiðnir tii aiþingis. (Framh.). 63. Erindi frá biskupi Islands fyrir hönd sóknarnefnda Stóra-Núpssafnaðar og Hrepphóla um 3000 kr. lán til hvors safn- aðar til að endurreisa kirkjurnar. 64. Erindi frá biskupi Islands vegna séra Stetáns Stephensens á Mosfelli um eptirlaunahækkun, svo og tneðmæli með styrk handa uppgjafaprestinum Gísla Kjartanssyni. 65. Erindi frá Búnaðaríélagi íslands um að féverði veitt til skólahússbyggingar á Hvanneyri. 66. Beiðni frá Edv. Brandt um 2000 kr. styrk til jarðræktar í Fossvogi. 67. Beiðni frá kennurum hins almenna menntaskóla um launahækkun. 68. Áskorun frá þingmönnum Húnvetn- inga til alþingis um fjárveiting til vega- gerðar fyrir Múlann, til símalínu til Hvammstanga og til símalínu frá Blöndu- ós til Skagastrandar og Kálfshamarsvíkur. 69. Bergur sútari Einarsson í Reykjavík sækir um altað 4000 kr. lán úr landssjóði. Veðurskýrsluágrip frá 13. marz til 36. marz 1909. marz Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. t3- + 3,6 + 1,0 +• 2,0 -r 22 + 6,0 -r- 1,2 14. -5-1,0 +- 3,7 +■ 5,5 -5- 6,0 -T-10,4 + 5,5 15- -r- 2,5 +■ 5,6 +■ 7,o + 9,5 -5-11,6 + 6,2 IÓ. + 7,5 +- 9,5 -7- 8,0 +• 9,2 + 9,2 + 8,9 17- -r- 5,9 +■ 7,7 +■ 6,5 +■ 5,7 -5- 6,0 + 3,0 18. -F 9,4 + 4,1 = 1,8 + 0,5 +1,6 + 0,7 19. + 1,0 +■ L5 0,0 + 0,8 + 3,4 + 1,2 20. 4- 2,0 +• °,5 0,0 + 0,8 + 2,5 + 0,1 21. + 3>° + 1+ + 1,3 + 2,5 + 0,5 + L3 22. + 3,6 + i,4 +- 1,8 + 2,0 +1,6 + 0,8 23- +- o,5 + I,' + 5,8 +1,5 + 5,9 + 0,9 24 + 30 —r- 2,2 + 8,1 + 2,5 -~T0,0 + 1,2 25- +■ 3,6 0,0 +■ 5+ + r,o + 4,0 + 0,3 2Ó. +■ °,5;+- 3,9 +- L5 + 0,8 + 2,0 0 2 Rv. = Reykjavík, íf. = ísafjörður, Bl. ■= Blönduós, Ak. = Akureyri, Gr. = Grfms- staðir á Fjöllum, Sf. = Seyðisfjörður. og allskonar leirvörur fæst ó- dýrast í verzlun Sturlu Jónssonar Laugaveg 1. Nogle dygtige Agenter söges Salg af Fotografi Forstörrelser. — Höj Provision. Skriv etter Pröver. Aarhus Forstörrelsesanstalt H. Jensen, Lollandsgade 68 Aarhus. Um þingtimann verður lands- skjalasafnið opið þriðjudaga, fimtu- daga og laugardaga kl. 12—J. Um sama skeið gegnir Guðbrand- ur Jónsson störfum skjalavörður. Leikfél, Reykjavfkur, Grein þessi átti að birtast í síðasta blaði en komst eigi að sökum rúmleysis. Iiai Dl wi er ómótmælanlega bezta og langódýrasta 14 lX líftryggingarfélagið. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn, Allir ættu að vera liftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. D. 0STLUND. Rvik. verður leikin í Iðnaðarmanna- húsinu laugardag 27. þ. m. Senn koma páskarnir. t*á drekka allir góðu vínin, nema einsýnn templarinn og blindur aðventistinn. Ben. S. Þór.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.