Þjóðólfur - 07.04.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.04.1909, Blaðsíða 2
5» ÞJOÐOLFU R. engu að síður og má þá vera, að Natal sjái sér einnig þann kost vænstan að vera með 1 samtökunum. Að minnsta kosti mun mega ganga að því vísu, að Bandaríki Suður-Afríku verði sett á stofn innanlítils tlma. Friðnrinn í Evrópu hangir á veikum þræði. Hvað lítið sem út af ber eru menn sífelt hræddir um, að almenn Evrópustyrjöld kunni að verða þá og þegar. Stórþjóðirnar hervæðast hver í kapp við aðra og hinar minni fylgja dæmi þeirra eftir mætti. Annars virðast menn oit vera full fljótir á sér að spá ó- friði, því að mikil öfl og voldug vinna að því að viðhalda friðnum og stjórnmála- menn stórveldanna munu hugsa sig oft um áður heldur en þeir fara að leggja út j í ófrið við annað stórveldi hér í norður- j álfunni. I febrúarmánuði gerðust tveir atburðir, 1 sem menn hyggja, að töluverc muni j tryggja friðinn hér í álfunni í bráðina. Annar varsá, að Þjóðverjar og Frakk- an gerðu samning með sér, þar sem þeir gerðu út um þau deiluatriði, sem milli þeirra hafa verið útaf M a r o k k ó. Ætla menn, að þar með sé friðsamlegur endi bundinn á það mál, sem nú í nokkur ár hefur verið talið einna hættulegasta ófrið- artundrið hér 1 álfunni. Hinn atburðurinn var sá, að Játvarður Englakonungur heimsótti Vilhjálm keisara 1 sjálfri höfuðborg þýzka rlkisins, Berlín, og var tekið þar með miklum virktum. Er það í fyrsta sinn sem Játvarður konungur gistir Berlín síðan hann kom til rikis. Þrátt fyrir öll vinahótin hefur þó hvorki Þýzkaland né England gert neitt hlé á aukning herskipaflotans. Nýlega hefur ráðaneytisforsetinn enski (Asquith) lýst yfir því.að það sé einbeittur vilji stjórnarinnar, að enski flotinn sé ávalt io•/• stærri heldur en flotar tveggja þeirra stórvelda, er næst komast (en það eru Þýzkaland og Bandaríkin). Er því ráð- gert að byggja nú á þessu ári 5—6 ný herskip af sömu stærð og heljarbáknið „Dreadnought" (Óragur), er byggtvarfyr- ir ári síðan og átti þá engann sinn líka um víða veröld, en hefur nú fengið marga slíka bæði í enska og þýzka flotanum. Ástandið á Indlandi er um þessar mundir eitthvert mesta á- hyggjuefni ensku stjórnarinnar, því að hvergi í öllu brezka ríkinu er slík ólga og óánægja yfir yfirráðum Breta sem á Indlandi. Þetta mikla ríki (Indland) hef- ur að vísu tekið allmiklum framförum undir yfirráðum Breta, en Indverjar geta samt ekki gleymt því, að Bretar hafa með ofbeldi tekið sér forráðarétt yfir þeim og rakað saman ógrynni fjár úr vösum þeirra, en það sem ef til vill er þyngst á met- unum er það, að þeir vita að menning þeirra og trúarbrögð eru miklu eldri held- ur en Breta og svo gerólík, að þeir geta engan samhug haft með Bretum. Aðalforsprakkar andróðursins gegn Bret- um eru lærðir menn, sem margir hverjir hafa stundað nám við háskóla á Englandi. En þó að þeir hafi kynnst menningu Norðurálfunnar, hafa þeir samt ekki af- neitað sinni eigin menningu. Þvert á móti hefur hreyfingin mjög þjóðlegan blæ og er óspart slegið á trúarstrengina. En hinn forni útrúnaður hefur mikið vald yfir almenningi, og eykur trúarblærinn því mikið vöxt og viðgang þessarar hreyf- ingar. Ihaldsblöðin ensku segja, að þessisjálf- stjórnarhreyfing Indverja sé ekkert annað en stjórnleysingjaæsingar og megi stjórn- in vara sig á því að láts bugast fyrir slíku og gefa þar með þessari hættulegu byltingarhreyfingu of mikinn vind f segl- in, því að þá séu líf og eignir Englend- inga þar í landi í yfirvofandi hættu. Ann- ars hefur stjórnin tekið allt annað en mjúkum höndum á þeim óeirðum, sem átt hafa sér stað, og þeim mönnum, sem við þær hafa verið riðnir eða grunaðir um að vekja óánægju gegn yfirráðum Breta; hafa slíkir menn vægðarlaust verið hneptir í fangelsi, dæmdir til betrunarhús- vinnu, útlegðar og jafnvel lífláts. En svo alvarlega hefur stjórnin þó álitið þessa hreyfingu, að eitthvað þyrfti að gera til að lægja óánægjuöldurnar og í því skyni hefur hún borið upp í enska þinginu frumvarp um umbætur á stjórn Indlands. Frumvarp þetta fer fram á að breyta þannig skipun löggjafarþingsins indverska og undirþinganna 1 fylkjunum, að nokkrir af þingmönnunum skuli vera þjóðkjörnir í stað þess, að nú eru þeir allir konung- kjörnir eða stjórnkjörnir. Ennfremur á að auka verksvið þinga þessara eitthvað, einkum að veita þeim rétt til að ræða um fjármálin, og í þeim fylkjum, sem slík þing eru ekki, á að setja þau á stofn. Þá er ráðgert, að einn Indverji verði lát- inn fá sæti í ráðaneyti visikonungs og sömuleiðis verði einn Indverji í ráðaneyti hvers fylkisstjóra. Stórvægilegar eru þessar breytingar ekki og ðlíklegt að þær muni algerlega full- nægja Indverjum. En íhaldsmenn í enska þinginu eru samt smeikir við þær og þykir hér helzt til langt farið. Annars- vegar eru Múhameðstrúarmenn álndlandi þetta of mikil tilhliðrunarsemi við Hindúa (Bramatrúarmenn). En Múhameðstrúar- menn eru einkum meðal heldri stéttanna og í meiri metum hjá Englendingum held- ur en Hindúar. En þeir eru ekki nema 60 þús. talsins, þar sem Hindúar eru yfir 200 þús. Hafa þeir því gert kröfu til að fá að kjósa þingmann út af fyrir sig, en ekki í félagi með Hindúum, og að fá að skipa fleiri þingsæti heldur en þeim ber að tiltölu við fólksfjölda. Báðar þessar kröfur hefur enska stjórnin fallizt á, en aptur á móti hefur hún ekki viljað sinna þriðju kröfunni, um að tveim Indverjum verði veitt sæti í ráðaneyti vísi-konungs og að annar þeirra verði ávalt Múham- eðstrúarmaður. Frumvarpsblöðunum hér (»Lögréttu« og Reykjavíks) hafa borizt ýms símskeyti frá Kaupm.höfn síðustu dagana, þar sem get- ið er viðtals ráðherrans nýja við danska blaðamenn. A hann að hafa sagt þeim, meðal annars, að frumvarpsandstæðingar hefðu að eins barizt móti Hannesi Haf- stein. Þeir vildu ekki stofna lýðveldi, þótt það yrði oss boðið, því til þess værum vér íslendingar bæði í efnalegu tilliti og menn- ingarlegu tilliti of óþroskaðir. Vér gæt- um ekki æskt neins betra, en að vera í sambandi við Dánmörku, þvf hjá Dönum vissum vér oss örugga. Staða Islands til Danmerkur væri álíka og þurrabúðar til herragarðs. Ráðherrann hefur mótmælt þessum frétta- burði í dönskum blöðum 5. þ. m., og eru mótmæli hans á þessa leið. (Eptir sím- skeyti til Blaðskeytabandalagsins hér 5. þ. m. kl. 9x/» sfðd.): »Viðlalsfréltir flytja ónákvœmni og misskilning. Get alls ekki kann- ast við að hafa sagt, að tilgangur- inn hafi eingöngu verið sá, að koma Hannesi Hafstein frá, að íslendinga skorti menningarþroska til skilnaðar og að baráttan gegn Uppkastinu textanna. Samlíkingin »herragarð- ur og þurrabúð« er vitanlcga al- gerlega misskilin, aðeins átt við stœrðarmuninn, að hann sé eins og munurinn á höfuðbóti, ekki herra- garði, og þurrabúðarheimili. En jafnframt lögð rik áherzla á það, að ísland hafi jafnsterka þrá til að vera sjátfstœtt og óháð. Heid þvi fram, að ísland eigi að vera sjálf- stœtt land í konungssambandi við Danmörku. Tel skilnað sem stend- ur hugarburð. Vonast til, að það lánist að sannfœra Dani um, að kröfur vorar séu réttmætar. „Reginn“ á €yrarbakka. Kafli úr bréfl. Arið 1906 tóku sig saman nokkrir menn á Eyrarbakka og stofnuðu félag til að koma á fót smíðaverksmiðju. For- göngumaður þess og aðalfrömuður var Oddur Odsson frá Sámsstöðum í Fljótshlíð. — Félagsmenn nefndu félag sitt »Regin«. Hús var reist, er ber nafn félagsins, og í því er verksmiðjan. Flest af því, er smfðað var til að byrja með, mátti fremur telja til þess, er menn nefna skrautgripi. En von bráðar færði verksmiðjan út kvíarnar og útveg- aði nú dýr verkfæri og áhöld til þess að geta tekið að sér smíði og aðgerðir á ýmsum verkfærum og áhöldum, bæði landbúnaðaráhöldum og fleiru. Fyrir það varð verksmiðjan að hleypa sér í skuldir fram yfir það, er áður hafði verið gert ráð fyrir. — Auk þess, sem verksmiðjan smíðar nú ýmsa vandasama smíðisgripi, svo sem svipusköft o. fl., hefur hún tek- ið að sér aðgerð á skilvindum og smjör- búaáhöldum. Hún gerir einnig við garð- yrkjuverkfæri og jafnvel smlðar þau. Verkstjóri verksmiðjunnar og aðalsmið- urinn er Oddur Oddson, forgöngumaður fyrirtækisins, einkar hagur maður og hug- vitssamur. A hann fáa sína líka í verklægni og útsjón, enda allt svo vel gert og út- litsfagurt, er hann leggur hönd á. — Annar aðalsmiðurinn heitir Helgi Magn- ússon, tengdasonur Odds, og fór hann ut- an nýlega til þess fyrst og fremst að kynna sér aðgerð á skilvindum o. fl. Hafði hann áður tekið prót í vélafræði. Keypti hann í ferðinni verkfæri þau, sem áður er getið. Eru þau einkar fullkom- in og vönduð. Varð nú félagið, eins og áður er á minnzt, að taka lán til þess að borga með verkfærin. Sýslunefnd Ar- nesinga heíur tekið ábyrgð á 3000 kr. láni fyrir félagið, en lánið var tekið í Islands banka. Fyrirtæki þetta er mjög þarft og lofs- vert, og þó það sannist hér sem optar, að þeir, sem ráðast í slíkt, beri opt minna úr býtum en vera ætti, þá hefur verk- smiðjan komið sér vel og hjáipað mörg- um með aðgerðir, bæði á skilvindum o. fl. — Verksmiðjuna reka þeir nú, Oddur Oddsson og Helgi Magnússon, fyrir sinn reikning. Hafa þeir keypt öll áhöld af félaginu, en borga því ieigu eptir húsið. Vonandi er, að þetta þarfa fyrirtæki geti haldið áfram, þvf það kæmi sér afar- illa fyrir bændur og fleiri, ef verksmiðj- an yrði að hætta. En erfitt mun hún eiga uppdráttar í peningalegu tilliti sem eðlilegt er, svona í byrjun. Árið sem leið, styrkti sýslunefnd Rang- árvallasýslu verksmiðjuna með 150 kr., og var það veí gert. Hefur margt verið styrkt, sem á það síður skilið, enda nauð- synlegt að hlynna að svo þörfu og góðu fyrirtæki, sem verksmiðjan »Reginn« er. Hún er eini staðurinn, sem flúið verður í, þegar um stærri og vandasamari að- gerðir á verkfærum og áhöldum er að ræða. Sambandskaupfélag íslands. 1. þ. m. hófst fundur hér í bænurn til að ræða'um stofnun sambands meðal allra samvinnukaupfélaga landsins’’ og mættu þar þessir fulltrúar: WIBHUllE Kaupfélag N.-Ping.: Jón Jónsson kaup- félagsstjóri Ærlækjarseli. JgFWB Kaupfélag S.-Ping.: Pétur Jónsson alþm., Sigurður Jónsson dbrm. Yztafelli og Stein- gr. Jónsson sýslum. Kaupfélag Svalbarðsegrar: Helgi Lax- dal bóndi í Tungu og Sigurður Sigurðs- son hreppstj. Halldórsstöðum. Kaupfélag Egfirðinga: Bergsteinn Kol- beinsson bóndi í Kaupangi, Hallgrímur Kristinsson kaupfélagsstj. á Akureyri og Stefán Jónsson bóndi á Munkaþverá. Kaupfélag Skagfirðinga: Ólafur Briern alþm. Sláturfélag Anstur-Húnv.: Björn Sig- fússon alþm. Sláturfélag Vestur-Húnv.: Hálfdan Guð- jónsson pr. og alþm. Verzlunarfélag Hrútfiröinga: Jósef Jóns- son bóndi á Melum. Verzlunar/élag Steingríms/jarðar: Guð- jón Guðlaugsson kaupfélagsstj. Hólmavík. Kaupfélagið »Vikingurv í Regkjavík: Pétur G. Guðmundsson kaupfélagsform. Sláturfélag Suðurlands: Björn Bjarnar- son dbrm. í Grafarholti og Hannes Thor- arensen forstjóri. Kaupfélag Kfósarsýslu : Bogi Þórðarsom bóndi á Lágafelli og Kristján Þorkelssoö bóndi 1 Álfsnesi. Kaupfélag Hafnarfjarðar: Sigurður Kristjánsson sýsluskrifari. Kaupfélagið Ingólfur: Einar Jónsson alþm. Fundarstjóri er Sigurður Jónsson dbrm. á Yztafelli. Er búizt við, að þingi þessu verði lokið fyrir páska. Á fundi, er haldinn var á Yztafelli 20. febr. 1902, stofnuðu þrjú kaupfélög (N.- Þing., Þing. og Svalbarðseyrar) samband sín á milli, en síðan hafa nokkur félög gengið í samband þetta. Hefur það gefið út „Tlmarit fyrir kaupfélög og samvinnu- félög" nú í 2 ár (1907—1908) og hefir Sig- urður Jónsson á Yztafelli verið ritstjóri þess. Hefur það flutt margar góðar rit- gerðir um samvinnufélagsskap, og gert mikið til að útbreiða hugmyndina. Vestur-islenzkur námsmaður, er Skúli Johnson heitir, hefur fyrst- ur íslendinga hlotið námsverðlaun Cecil Rhodes’ar, eptir þvl sem »Heimskringla« skýrir frá. Cecil Rhodes var, eins og kunnugt er, mikill stjórnmálamað- ur brezkur, er hafði grætt ógrynni fjár á námum í Suður-Afríku. Einnig nam hann ný lönd þar syðra og stofnaði nýlendur og vann mikið að sameiningu Suður-Afríku. Af miklum hluta auðæfa sinna stofnaði hann sjóð eptir sinn dag, er verja skyldi til þess að styrkja rmkil- hæfustu námsmenn á Englandi, brezkti nýlendunum, Bandaríkjunum og Þýzka- landi, til þess að stunda fullnaðarnám i 3 ár við Oxford-háskóla á Englandi. Námsstyrkurinn er 5400 kr. á ári, eða rúm 16 þús. kr. alls. Skúli Johnson, er f þetta sinn varð hlutskarpastur þeirra, er um styrkinn sóttu f Manitoba-fylkinu, er að eins 20 ára gam- all, fæddur 1888 í Hlíð á Vatnsnesi, sonur Sveins Jónssonar bónda þar, en flutti með foreldrum sínum til Vesturheims á 1. ári.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.