Þjóðólfur - 07.04.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.04.1909, Blaðsíða 3
I>JOÐOLFUE. 59 I Breiðfirðingar |rir 5Ö-60 ím. Smápistlar eptir M. jf. IV. í tíð Eyjólfs og fram yfir miðja síð- ustu öld voru margir vaskleikamenn uppi í Breiðafirði og þar um fjörðuna, en sumir voru afreksmenn að afli. Má af þeim nefna Jónatan sterka og Gunnar sterka í Melrakkaey, er týndist með Stein- back kaupmanni (1831). Þeir voru svo sterkir, að öfgasögur spunnust um þá, er menn enn halda á lopti. Af þeim, sem eg man eptir, voru karlmennskumenn þá 1 hverri ey: í Sviðnum Ólafur bóndi, mág- ur Eyjólfs, í Látrum Þórarinn bóndi Þor- láksson, er lengi bjó þar með sóma; hann átti Ragnheiði systur Sigurðar kaup- manns í Flatey, og þótti hún kvenna fríðust, eins og margt fólk af Reykhóla- kyni. I Hergilsey var sterkastur Jón bóndi Matthíasson, afkomandi Eggerts. Hann er nú nýlega látinn í Ameríku; Jón í Sauðeyjum var einn. En að sunn- anverðu þóttu mestir afburðamenn: Arni Thorlacius, Guðlaugur í Öxney Jónsson prests Matthíassonar og Ólafur í Bár, er siðar var kaupmaður f Flatey. Hann átti Guðrúnu dóttur Odds Hjaltalíns. Margir formenn og þjónar þessara manna, er flestir voru ríkmenni, voru og vel kræfir, svo sem áðurnefndur Skáleyja-Magnús, og Magnús Jónsson, formaður Sigurðar frænda míns í Flatey; hann var rumur mikill, en hægfara og fáskiptinn; þá Oddgeirsbræður úr Arney má enn nefna, háir menn og drengilegir, svo var og Guðbrandur sterki Jónsson, móðurbróðir Björns ritstjóra, og bróðir hans Ólafur Jónsson jarðyrkjumaður, einn af fóst- bræðrum mfnum. Hann var manna efni- legastur, en varð skammlifur. Er eg nú aptur kominn í vestureyjarnar og man þá enn ýmsa góða drengi, þar á meðal Andrés yngri frá Miðbæ, fósturson Ólafs prófasts. Við A. vorum systrasynir. Hann týndist með öðrum völdum mönn- um (13) af »Snarfara«, skipi Benedikt- sens veturinn 1859, fram undan Ólafsvík; þar rak skipið og þóttust menn sjá að klofnað hefði eða brotnað ílegu. Sneidd- ist þá um á Flatey og þótti hún ekki ná sér aptur við vetrarútveg og annan dugnað. Ur þvf eg nefndi krapta- og vaskleika- menn í Breiðafirði, vil eg enn geta um einn, er engum þeim stóð á baki, er eg hef talið. Það var Matthías Ásgeirsson (pró- fasts í Holti í Önundarfirði, f 1835 Jónsson- ar). Hann bjó nokkur ár í Flatey, áður en eg fór suður í skóla, og féll vel á með okkur, því við vorum nafnar og frænd- ur. Þessi nafni minn var þá á sextugs- aldri, en ern og glaðlyndur, ölkær við of eins og margir frændur hans. Allir þeir frændur, séra Ásgeir, og synir hans, séra Jón á Álptamýri og hans synir, svo og Matthías ekki sízt, voru orðlagðir fræk- leiksmenn, svo þeir báru af öllum eða allflestum Vestfirðingum um þeirra daga. Var þó mælt, að Matthfas mundi verið hafa bezt að sér og fimastur. Hann var ógrobbinn og allt, eða flest, er hann sagði mér af skærum sínum og æsku- brellum, reyndi eg síðar að satt var og heldur gert minna úr, en kunningjar hans vestra sögðu mér. Hann tamdi þá list, að hlaupa á árum meðan róið var, og að hlaupa eptir borðstokk á hraðri sigl- ing og standa á höfði á hnýfli. Enginn hinna frægu skutlara hæfði betur en hann, og reyndu þó við hann þeir nafnkunnu »vaðmenn«, stórbændurnir Kristján í Reykjarfirði og Kristján í Vigur. Handa- hlaup kunni hann manna bezt, og sagði mér dálitla sögu af sér og þeirri fþrótt. Eitt sinn, er hann var formáður fyrir jakt, (því hann kunni til stýrimennsku og var vel að sér til bóka) lenti hann á ísafirði f deilu við Símon bónda frá Dynjanda, er'þótti stór í lund, en var rammur að afli. Og er þeir skildu, gekk nafni út hlíðina til Hnífsdals; lágu þar svellbunk- ar víða niður í sjó. Á miðri hlíðinni ríður Símon fram á hann og fór geyst, kallaði og sagði, að nú skyldi skeika að sköpuðu. Nafni bað hann nú ná sér fyrst, og hljóp á höndum yfir svellbunka og skriður; lá síðan í skoru fyrir Símoni, þreif hann af baki og lék hart um hríð. »Eptir þá rimmu varð okkur Simba vel til vina«, sagði nafni. (Meira). Prestskosning í dómkirkjusöfnuðinum í Reykjavík tór fram 3. þ. m. Átti að kjósa prest í nýja prestsembættið, er stofnað var hér með prestakallalögunum nýja. Kosningu hlaut séra Haraldur Níelsson; fékk hann 439 atkv. eða rúman helming greiddra atkvæða. Auk hans hlutu séra Bjarni Hjaltested zoo atkv., Bjarni Jónsson skóla- stjóri á ísafirði 106, séra Richand Torfa- son 55, séra Skúli Skúlason í Odda 30, séra Guðmundur Einarsson í Ólafsvíki2, séra Hafsteinn Pétursson 2 og Haukur Gíslason cand. theol. 2. 20 atkvæða- seðlar urðu ógildir. Alls voru þannig greidd 866 atkv., en það er ekki nema tæplega fjórði hluti þeirra er á kjörskrá standa (3474) og má því segja, að hlut- takan í kosningunni hafi verið heldur dauf, enda þótt þess sé gætt, að ýmsir kjós- endur muni hafa verið fjarverandi, t. d. á skútum. JBæjarfógetafulltrúi (í stað Halldórs Júlíussonar) er orðinn Sigurjón Markússon cand. jur., 2. lulltrúi er Jón Sigurðsson skrifari. Laus embœtti. Héraðslæknisembættið í Strandahéraði. Árslaun 1500 kr. Umsóknarfrestur til 5. júní. Síðara kennaraembættið við prestaskól- ann. Árslaun 2400 kr. Umsóknarfrestur til 6. júní. Bæjarstjóri i Hafnarfirði er kosinn af bæjarstjórninni þar Magnús Jónsson sýslumaður. Staðarliölsprestakall er veitt séra Sveini Guðmundssyni á Skarðsstöð. Um Desjarmýrarprestakall hafa ekki aðrir sótt en séra Einarjóns- son próf. í Kirkjubæ. Drukknun. Hallgrímur Gíslason, þurrabúðarmaður héðan úr bænum, tók út af fiskiskipinu „Sjönu" 20. f. m. nálægt Vestmannaeyjum. Húsbrunar. 1. þ. m. kviknaði í húsi Helga Björns- sonar í Bakkagerði í Borgarfirði. Eldur- inn varð slökktur, en þó brann nokkuð af innanstokksmunum og húsið skemmd- ist. Það var vátryggt. Aðfaranótt 4. þ. m. brann á Seyðisfirði hús Brynjólfs Sigurðssonar ljósmyndara. Húsið var vátryggt. Innanhússmunir brunnu fyrir um 4000 kr, og voru þeir líka vátryggðir. Nágrannahús, er Gísli Gíslason átti, skemmdist. (Eptir símskeyti til »Ingólfs« frá Seyðis- firði 4. þ. m.). Flskafii allgóður í Keflavík og annarstaðar suð- ur með sjó. Sömuleiðis hafa þilskipin aflað 1 betra lagi. Veðurskýrsluágrip frá 97. marz til 6. apr. 1909. marz apríl Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 27. 0,0 +- 4,0 +- 1,0 ~ 20 +- 4,7 0,0 28. -F o>i + 1,4 + 1,0 + 0,6 +- 3,0 + °,4 29. + 1,0 -+ +0 + 1,6 +-1,° +- 3,o + 0,2 30. 4- i.o + 0,2 +- 1,0 +- 3,5 +- 5,o 0,1 31- + 1,4 + 0,7 +- 3,6 +- 4,° +- 4,0 +- 2,1 1. + 1,6 +-1,2 +- 1,1 +- 5.7 -T-10,0 +- 5,3 2. + 5+ + 3,2 + 3,9 +- 0,3 0,0 + 0,2 3- + 6,5 + 6,1 + 6,9 + 4,0 + 3+ + 1,6 4- + 4>5 f +5 + 5,ó + 6,0 + 4,o + 4,o 5- 4- 4,o + 3,0 + 4,o 4- 6,0 + 4,° + 5,4 6. + 1,6 + 1.4 + 2,6 + 3,7 + 2,0 + 2,8 Rv. = Reykjavík, íf. = ísafjörður, Bl. = Blönduós, Ak. = Akureyri, Gr. = Gríms- staðir á Fjöllum, Sf. = Seyðisfjörður. I Lesendur blaðsins í Kaupmanna- höfn eru beðnir að muna eptir, að Daglegt Ifós, sem ungfrú ólafía Jó- hannsdóttir gaf út, fæst i Beteshda bókaverzlun i Römersgade, Khöfn. og allskonar leirvörur fæst ó- dýrast i verzlun Sturlu Jónssonar Laugaveg 1. Að eins fáa dagu IJtsala á dreng'j afötum. Mikið urval, gott snið, vandað efni, margar tegundir, handa drengj- um írá 3—14 ára. llíllÞOA tíAPn [1(1 J íl 16° llölllótj 10 ld J IU--'±U Ennfremur eru seld mjög ódýrt: Vetrarsjöl margar tegundir. Dömu-kaingarn úr ull, endingargott, mjög eptirspurt, tvíbr. kr. 1,70, 2,00 2,50. §okkar handa börnum og kvenfólki, einlitir og röndóttir. Peysur, mikið úrval, úr alull, handa börnum 2 ára og eldri, kr. 1,70. Lítið imi í giuggana. Brauns verzlun „Hamborg,“ Aöalstræti 9. Talsími 41. Karlm.- Unglinga- Drengja- Í5$tórt Urval nýkomið. Einnig Peysur, Wærfatnaöur, Kegnkápur, Lífstykki með gormteinum, §jöl og mjög mikið af allsk. V efíiaðarvöru. meðal annars ágæt Dömuklæði, 3 teg. Athugið verð og gseði í Austurstræti 1. ÁSG. G. GUNNLA VGSSON &■ Co. \ Verzluri Gunaars Eirtars- 5oaar skrifstofa er flutt á JNlorðurstíg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.