Þjóðólfur - 16.04.1909, Blaðsíða 3
I’JOÐOLFUR.
63
flutningur skuli fyrst um sinn vera skrif-
legur þangað til dóminum sjálfum litist
hentugra að munnleg málfærsla væri
tekin upp, sem öll nefndin kannast við,
að öllu leyti sé viðkunnanlegast, að verða
mætti.
Yégamál.
Samgöngumálanefndin í neðrideild er
fékk frv. þeirra Einars Jónssonar og
Sigurðar Sigurðssonar um þá breyting
vegalaganna 22. nóv. 1907, að landsjóð-
ur kosti viðhald flutningabrautar frá
Reykjavík að Ytri-Rangá, ásamt viðhaldi
og gæzlu Ölfusár og Þjórsárbrúar, hefur
nú látið upp álit sitt um frv. þetta, og
vill hún öll að undanteknum Einari Jóns-
syni tella það. Telur meiri hluttinn þetta
mannvirki Arnesingum og Rangæingum
t'il svo mikkilla hagsmuna, að þeim finst
eigi annað hlýða, en að þeir sjái sjálfir
um viðhald þess. Telur nefndin að aðrar
sýslur muni koma á eptir, og heimta að
landsjóður kosti líka viðhald mannvirkja
þeirra, sem þar kunna að vera. M. hl.
nefndarinnar getur heldur ekki fallist á
breytingatillögur þær, er frv. vildi gera á
afhending flutningabrauta og úttekt á
þeim, og fer hún þar eptir áliti verkfræð-
ings landsins (Jóns Þorlákssonar). Minni
hlutinn (Einar Jónsson) segist ekki hafa
sannfærzt um, að írv. fari fram á annað
en fyllstu sanngirniskröfur. Vill að aðal-
reglan verði sú, að landsjóður kosti að
sem mestu leyti viðhald allra aðalpóstvega
í landinu, og það því fremur sem póst-
ferðirnar gefi landsjóði talsverðar tekjur,
eða íþyngja sem minst hlutaðeigandi sýslu-
félögum með fjárútlátum til viðhalds
slíkra vega. En eptir að hafa heyrt undir-
tektir meiri hluta nefndarinnar og séð
umsögn landsverkfræðingsins, sér hann
sér eigi færi að halda frv. til streitu í
því formi sem það nú sé. Vill hann
því láta landsjóð kosta viðhald flutninga-
brautarinnar frá Reykjavfk austur um
Ölfus að vegamótum Grímsnesbrautarinn-
ar við Ingólfsfjall, en Rangárvallasýsla taki
ekki þátt í viðhaldi flutningabrautarinnar
utan Þjórsár.
Frv. þetta var fellt frá 2. umr. í Nd.
í gær.
Læknishéraðaskipun.
Nefndin í því máli í neðrideild hefur
eigi orðið sammála. Meiri hlutinn (Sk.
Th., Jón Sig. og Þorl. Jónsson) vill að
ísafjarðarlæknishéraði verði skipt í tvö
læknishéruð, ísafjarðar og Nauteyrarhéruð
og telur hann brýna nauðsyn á því. En
að því er snertir aðrar breytingar á skip-
un læknishéraða, er nefndinni hafði verið
falið að fjalla um, sér meiri hlutinn sér
eigi fært að ráða þinginu til að sam-
þykkja þær að þessu sinni. Jón Magn-
ússon og Pétur Jónsson skrifa undir með
fyrirvara.
Aðflntnittgsbannið.
var afgreitt til efrideildar í gærkveldi
með 15 atkv. gegn 7, með miklum breyt-
ingum frá því er frv. var fyrst lagt fram.
Liig frá alþingi.
10. Um breylincf á lögum, er snerta
kosningarétt og kjörgengi i málefnum
kaupstaða og hreppsfélaga.
1. gr. Kosningarrétt f málefnum kaup-
staða og hreppsfélaga hafa allir kaupstað-
arbúar og hreppsbúar, karlar og konur, í
hverri stöðu sem þeir eru, ef þeir eru 25
ára að aldri, þegar kosning fer fram, hafa
átt lögheimili í kaupstaðnum eða hreppn-
um síðastliðið ár, hafa óflekkað mannorð,
eru fjár síns ráðandi, standa ekki í
skuld fyrir sveitarstyrk og greiða gjald í
bæjarsjóð eða hreppsjóðs.
Kona gipt kjósanda hefur kosningar-
rétt, þó hún sé ekki fjár sins ráðandi
sökum hjónabandsins og þótt hún ekki
greiði sérstaklega gjald í bæjársjóð eða
sveitarsjóð, uppfylli hún að öðru leyti
áður greind skilyrði fyrir kosningarétti.
2. gr. Kjörgengur er hver sá, sem
kosningarrétt hefur, sé hann ekki vistráðið
hjú. Hjón mega þó aldrei sitja samtímis
í bæjarstjórn eða hreppsnefnd, heldur eigi
foreldrar og börn, né móðurforeldrar eða
föðurforeldrar og barnabörn þeirra.
Konum er jafnan heimilt að skorast
undan kosningu.
... 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan.
1910.
11. Um breyting á lögum 10. növ. 1905
um bann gegn innftutningi áútlendu kvikfé.
Fyrsta málsgrein í I. gr. hljóðar svo:
Það er öllum bannað að flytja hingað
til lands frá útlöndum sauðfénað, naut-
gripi, hesta, svín, geitur og hunda.
12. Um vígslubiskupa.
1. gr. Auk biskupa landsins skulu vera
hér á landi tveir vígslubiskupar (officiales),
annar í Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna,
en hinn í Hólabiskupsdæmi hinu forna.
2. gr. Konungur skipar vígslubiskupana
eptir tillögum prestastéttarinnar í hvoru
biskupsdæmi; skulu þeir hafa biskupsvígslu.
Til vigslukostnaðar, er þeir vígjast, skulu
hvorum þeirra greiddar 500 kr. úr land-
sjóði.
3. gr. Annar vígslubiskupanna Vígir
biskup landsins, er svo stendur á, að frá-
farandi biskup getur eigi gert það. I for-
föllum biskups vígja þeir og presta, hvor
í sínu umbæmi.
Fyrir biskupsverk, er þeir vinna í for-
föllum biskups, greiðist þeim úr landsjóði
borgun eptir reikningi.
13. Um viðauka við lög 22. nóv. 1907
um bœjarstjórn í Hafnarfirði.
(Um byggingarmál og hafnarrnál bæjar-
ins og vatnsveitu.
11. Um heimild fyrir veðdeild Lands-
bankans til að gefa út þriðja ftokk (sería)
bankavaxtabréfa.
(Veðdeildinni veitt heimild til að gefa
út bankavaxtabréf allt að 3 milj. króna,
með sömu skilyrðum og áður).
Húsbruni og manntjón.
Klukkan rúmlega 3 á páskadagsnótt-
ina kom upp eldur í nýju og mjög vönd-
uðu húsi, er Samúel trésmiður Jóns-
s o n átti við Skólavörðustfg 35 hér í
bænum. Varð gömul kona, Sigurveig
Pálsdóttir að nafni, föðursystir Samúels,
er bjó uppi á efsta lopti, fyrst vör við
eldinn. Kom hann upp í kvistherbergi,
er unglingspiltur bjó í, er farið hafði að
heiman kl. 9’/= um kvöldið og skilið ept-
ir ljós á lampa, er stóð á borði út við
opinn glugga, og er helzt haldið, að
vitidblær hafi sveipað gluggatjöldunum
yfir lampann og kviknað þannig fyrst í
þeim, en slðan í borðinu, því það stóð í
björtu báli, er konan varð vör við eld-
inn. Konan sem bjó í næsta herbergi
vakti dóttur sína, Elínu Kristínu
Einarsdóttur, og reyndu þær árang-
urslaust að slökkva eldinn með vatni, er
þær höfðu 1 fötum uppi á loptinu. Vöktu
þær slðan trésmiðalærisveina Samúels, er
er einnig bjuggu þar uppi í hinum enda
hússins, og fóru þeir niður og vöktu allt
fólkið, er bjó 1 húsinti. Sigurveig fór og
niður með eitthvað af sængurfötum, er
þær áttu, og bað dóttur sína að taka
með sér föt, er hún vísaði henni til,
fór síðan niður og átti eigi von á öðru,
en dóttir hennar kæmi þegar á eptir. En
er hún varð hennar eigi vör niðri, fór
hún upp aptur og að herbergisdyrum
þeirra, en herbergið var ljóslaust og fullt
af reyk; kallaði hún, ásamt piltum Sam-
úels, til hennar inn um dyrnar, en fengu
ekkert svar, og héldu því, að Elín væri
komin niður, þótt menn hefðu eigi orðið
þess varir, og fórst það þess vegna fyrir að
hennar væri leitað inni 1 herberginu. Ept-
ir örstutta stund er það þó orðið víst, að
Elín sé ókomin niður, og fer Samúel þá
upp að leita hennar og komst með fá-
dæma áræði að herbergisdyrunum; var
eldurinn þá orðinn svo magnaður, að
engin tök voru á því, að fara lengra, og
fékk hann brunasár allmikið. — Én móð-
ir stúlkunnar heldur, að hún muni hafa
fallið í öngvit, jafnvel um sama leyti og
hún benti henni að taka fötin, því hún
hafði anzað því engu. Beið Elín þarna
bana, og hafa fundizt aðeins litlar leifar
af beinum hennar; hún var rúmlega fer-
tug að aldri (fædd 26. ágúst 1868); var
mjög vönduð og dugleg stúlka eins og
hún átti kyn til.
Helgi Hannesson úrsmiður bjó á öðru
lopti; hann komst út með konu sinni og
barni og stúlku, er hjá honum var, og
bjargaðist ekkert af húsbúnaði hans né
fötum. A neðsta lopti bjó Samúel sjálf-
ur ; varð þaðan bjargað mestu af húsbún-
aði hans og sömuleiðis úr kjallaranum,
en hann missti samt allmikið, er hann
átti uppi á efsta lopti. I útbyggingu bjó
Þorsteinn Sigurgeirsson verzlunarmaður, og
varð þaðan bjargað að mestu. — Húsið
brann til kaldra kola á rúmum tveim
tímum, enda gekk öll björgunartilraunin
eins og endrarnær mjög seinlega. Við
norðurenda hússins stóð lítið hús, er Þor-
steinn verzlunarmaður Þorgilsson átti, en
múrveggur var á milli; þetta hús tókst að
verja fyrir brunanum. — Veður var hið
bezta og hjálpaði það eigi lítið til að
stöðva útbreiðslu eldsins. Skaðinn er all-
mikill. Var ekkert af þvl er brann vátryggt,
nema húsið og innanstokksmunir Helga
Hannessonar, er vátryggðir voru fyrir 2
þús. kr., en allmikið tjón hafði hann og
beðið eigi að síður. Samúet hafði og
orðið fyrir um 1000 kr. tjóni, og hinir
aðrir, er bjuggu 1 húsinu. fyrir alltilfinn-
anlegum eignamissi. T. d. átti stúlka
þar allmikið af eldri og yngri verðmæt-
um bókum, er allar brunnu. — Húsbruni
þessi er að því leyti sviplegur, að stúlkan
skyldi bíða þarna bana. Hafa sllk slys verið
mjög sjaldgæf hér á landi sem betur fer.
€rlenð sfmskeyti
til Pjóðólfs.
Kaupmannahöfn 13. april.
Stjórnarbylting í Miklagarði. Her-
menn umkringja þinghúsið. Heimta
Múhameðstrú hreina. Óljósar fréttir
um, að Ungtyrkjastefnan sé hœtt
stödd. Sotdán talinn standa bak við.
Swinburne dáinn.
*
* *
Fregnirnar um stjórnarbyltingu í Mikla-
garði koma ekki óvænt eptir fréttum þeim,
er þaðan hafa borizt upp á síðkastið, og
og getur þaðan verið frekari stórtíðinda
að vænta innan skamms.
Algernen Charles Swinburne
var hið frægasta skáld, er Englendingar
hafa átt síðan Tennyson leið og margir
telja hann honum fremri að flestu, eink-
um í rímsnilld, hugmyndaflugi og form-
fegurð. Swinburne varð 72 ára gamall
(f. 5. apríl 1837). Var talað um, að
hann hefði átt að fá Nobelsverðlaunin í
fyrra, en vegna ósamþykkis í nefndinni,
hafði því verið frestað í það sinn. Nú
er það orðið um seinan, að sýna stærsta
skáldi Englands á síðari tfmum þann
sóma.
„Sterling"
kom hingað á páskadagskveldið, lagði af
stað frá Höfn á pálmasunnudag, en hafði
rúma sólarhringsviðdvöl í Leith. Auk
nýja ráðherrans (B. J.) og deildarforset-
anna (Kr. J. og H. Þ.) voru farþegar með
skipinu frá Kaupm.höfn frú Valgerður
Benediktsson og 3 börn þeirra hjóna,
systir hennar frú Sigríður Jacobsen, Magn-
ús Sigurðsson yfirréttarmálafærslumaður
og frú hans, Gunnar Egilson stud. mag.
og unnusta hans frk. Guðrún Thorsteins-
son, Bogi Brynjólfsson cand. jur., kaup-
mennirnir Jón Brynjólfsson og Th. Thor-
steinsson, Samuel Johnson hæstaréttarmál-
færslum. frá Kristjaníu, Hörring cand.
mag., Guðm. Zophoníasson stud. art., Þór-
hallur Danfelsson kaupm. frá Hornafirði,
Torfi Tómasson verzlunaragent frá Stykk-
ishólmi, A. Meinholt og kona hans Kristín
Benediktsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson (fyrv.
fangavarðar). Frá Leith komu Hannes
S. Hanson kaupmaður, Finnur Ólafsson
verzlunarumboðsm., Geir Thorsteinsson
verzlunarmaður og Th. Arnott, enskur kola-
námustjóri, mikilsmetinn, er Hanson kaup-
maður fékk hingað með sér til að athuga
kolanámuna í Dufansdal, er »Námufé-
lag íslands« ætlar að reka. — Frá Vest-
mannaeyjum komu með skipinu P. J.
Thorsteinsson kaupm., er þangað kom
með »Hólum« og tengdasonur hans Egg-
ert Briem óðalsbóndi frá Viðey, er brugð-
ið hafði sér snöggva ferð til eyjanna.
Samuel Johnson
hæstaréttarmálaflutningsmaður frá Krist-
janíu, er hingað kom nú snöggva ferð
með »Sterling«, er af íslenzku bergi brot-
inn, bróðursonur Gísla Kr. Johnsons há-
skólakennara 1 Kristjanlu (f 1894) ogsonar-
sonarsonur Gísla Jónssonar prests á Eystra-
Mólandi 1 Noregi (J* 1829). bróður sam-
feðra Jóns sýslumanns Espólíns. Er fjöl-
menn ætt 1 Noregi komin frá séra Gísla,
er var mesti merkismaður og lfkur föður-
frændum sínum að vexti, afli og áliti öllu.
Sonur hans Georg Daníel Barth verkfræð-
ingur (f 1872) var faðir Gísla Johnsons
háskólakennara og Antons Severins John-
sons prests töður Samúels þess, er nú er
hingað kominn til að ræða um félags-
stofnun til notkunar fossa í Skjálfanda-
fljóti, er hann eða nokkrir menn í Nor-
egi hafa fengið leigða um langan tíma.
Er hugmyndin að nota vatnsaflið til að
vinna áburð úr loptinu, sem nu er tölu-
vert unnið að í Noregi, en það kostar
afarmikið fé, svo tugum miljóna skiptir
að reka slfkt stórfyrirtæki, og því óhugs-
andi nema með erlendu fé, hvort sem nú
tekst að hafa það saman eða ekki, en hr.
S. Johnson virðist einmitt vera maðurvel
til þess fallinn, að koma því í framkvæmd,
ef unnt er, því að hann er bæði mæta
vel að sér, ötull og áhugamikill. Er hon-
um mjög annt um viðreisn landsins í
efnalegu tilliti og hefur sterka trú á fram-
tíð þess, þvi að hér séu svo mörg skilyrði
fyrir hendi til að koma landinu upp.
Hann ferðaðist í fyrra sumar um Norður- og
Austurland og víðar, og leizt mjög vel á
sig. Fer hann héðan aptur seint í þ. m.
eða um mánaðamótin, en ráðgerir að
koma aptur í sumar.
Ráðherrann
verður til viðtals í Stjórnarráðinu kl.
2—3^/2 að jafnaði, til þingloka.