Þjóðólfur - 16.04.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.04.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 16. apríl 1909. •» 16. trtlagi. Eptir Longfellow. Dagur er korfinn og húmið hnígur 'af dimmvcengja nótt sem örn láti jj'óður falla á fluginu hœgt og rótt. Frá þorþinu Ijósin leiptra eg lít gegnum þoku og regn, og merki hinn sára s'óknuð er sál mín stenst ei gegn — sáran s'óknuð og l'öngun er sœkja á huga minn; þau minna á hulda harma sem haustið á veturinn. Kom nú, og lestu mér kvæði; eg kýs mér hjartans s'óng, er hugarstríðið stilli, svo styttist nóttin l'óng. Eg þrái' ekki prumandi bragi, né þjóðskálda glymjandi s'óng, er enn geyma endurhljóminn aldanna hallarg'óng — þau kalla sem herbþshljbmur úr hugans fylgsnum skjbtt á þjáning og þrautir lífsins; nú þrái eg hvíld í nbtt. Lestu mér nýgræðingsljbðin, sem laga hjartanu frá sem skúrir úr sumarskýjum, eða skínandi tár af brá — skálds, sem í áhyggju' og önnum, þbtt ei vœri nátthvíldin l'óng, heyrði í hjartanu bminn aý himneskum unaðss'óng. Sá s'óngur fœr sætt oss við stríðið og sorganna þunga kross sem bœnin má blessun veita og byrðumim léttd aý oss. Svo taktu þá kvæðakverið, þitt kærasta lestu hátt og legðu við Ijbðahreiminn þá Ijúfustu r'ódd, er þú átt. Þá líður í Ijbði nbttin og lítt mun um áhyggjur sþurt — Þær binda þlögg sín og pinkla og pukrast hljbðlega burt. S. S. þýddi. n orsoMiun Samtal við forsætisráðherrann. Engar ívilnanir Eins og getið er um á öðrum stað hér i blaðinu, komu nýi ráðherrann Björn Jónsson, og deildaforsetarnir aptur heim úr utanför sinni með »Sterling« n. þ. m. eptir 3 vikna útivist. A leiðinni út hreppti skipið stöðug andviðri og kom því sólarhring síðar til Hafnar, en áætl- að var, eða ekki fyr en á laugardags- kveld 27. marz um háttatíma. Jafnskjótt sem skipið var landfast orðið ruddust fréttasnatar danskra blaða 7—8 að tölu út á það og kröfðu forseta frétta, en þeir kváðust ekki vilja að svo stöddu svala forvitni snatanna, að minnsta kosti ekki áður en konungur og stjórn hans væri fundin að máli. Líkaði þeim þetta mið- ur og greiddu þá höfuðatlögu að ráð- herraefninu (B. J.), er þeir gátu kviað millum sín inn í reykingarsalinn og sett- ust þar allt í kringum hann sem hrafnar um æti með blýantana á lopti. En litlu urðu þeir fróðari 1 það sinn, enda var þá kallað, að vagn biði búinn til flutn- ings heim á veitingahúsið (»Hotel Kon- gen af Danmark«) og losnaði ráðherra- efnið þannig furðu fljótt úr þessum dróma. Jafnskjótt sem það ítéttist til Dan- merkur, að Hannes Hafstein faeri frá völdum og B. J. væri tilnefndur ráðherra í stað hans, hófust allmiklar æsingar í dönskum blöðúm, er beindust allmjög að B. J., en einnig að íslenzku þjóðinni yfir- leitt og forsetum þingdeildanna. Eitt blaðið, »Vort Land«, er nánast má telja sem sorpblað, flutti t. d. fávíslega ritað- ar nlðgreinar um alla forsetana og kom hin síðasta (um Kr. J.) morguninn eptir að vér komum til Hafnar. Greinarþess- ar kvað hafa verið ritaðar af ræfilmenni nokkru islenzku að ætterni, er viðrað hafði sig mjög upp við fráfarandi ráð- herra (H. H). Níðgreinar þessar voru vitanlega áhrifalausar og marklausar, en upptaka þeirra í blaðið sýnir Ijósast hug- arþel það, er sumir danskir blaðamenn bera til íslenzku þjóðarinnar yfirleitt, enda var tónninn jafnvel í hinum betri blöð- um allkaldranalegur í vorn garð, er ef- laust hefur stafað af því, að útséð var um, að íslendingar mundu ganga að frumvarpinu óbreyttu og þá fyrst hefur Knud Berlin þótt tími til kominn að láta «ppi, hvernig dönsku nefndarmennirnir skildu frumvarpið, og hver meiningin var með því: að gera ísland að danskri hjáleigu, en alls ekki að ríki, enda lýsti Neergaard forsætisráðherra þvf beinlínis yfir í samtali við B. J., að það hefði aldrei verið meiningin að ísland yrði ríki eptir frumvarpinu. Það var auð- heyrt á blöðunum, aðj þau voru orðin smeik um alvarlega skilnaðarhreyfingu hér heima, en þá er þau voru fræddum, að hreyfing þessi gerði lítið vart við sig, eins og nú stæði, þá. urðu þau rólegri, en gefið var þeim fullkomlega í skyn, að sú hreyfing gæti hæglega eflzt í landinu, ef réttmætum kröfum vorum yrði að engu sinnt hvað eptir annað. Að tónninn í blöðunum varð mýkri eptir komu forset- anna til Hafhar, mun hafa einkum stafað af því, að Danir voru leystir af skilnað- arótta í bráð. Þegar á sunnudaginn 28. marz kvaddi konungur forsetana til viðtals og tók þeim mjög ljúfmannlega, þakkaði þeim fyrir, að þeir hefðu ekki þessa ferð und- ir höfuð lagzt á þessum harðviðrasam- asta tfma ársins, og kvaðst vonast eptir, að návist þeirra þar yrði til að greiða úr vanda þeim, er nú væri sér á höndum, og sagði, að forsætisráðherra sinn mundi brátt kveðja þá til viðtals um sambands- lagamálið til að komast þar að einhverri niðurstöðu. Við vonuðumst eptir, að Neergaard mundi kalla okkur til viðtals daginn ept- ir (á mánudaginn), en úr þvf varð ekki, en í blöðunum sáum vér þess getið, að þann dag var haldinn ráðherrafundur (»Ministerraad«) og þar hefur þá vitan- lega verið ákveðið, hverju Neergaard skyldi svara málaleitunum vorum, jafn- framt sem þennan dag eða áður hefur verið til fullnustu ákveðið meðal flokks- foringjanna dönsku, að í engu skyldi þoka frá orðalagi Uppkastsins. Það hef- ur allt verið klappað og klárt áður en Neergaard talaði við oss, en það var á þriðjudaginn 30. marz, kl. q1/^ f. h., í herbergjum sjóliðsráðaneytisins. Hafði hann daginn áður tilkynnt, að hann ósk- aði eptir, að vér kæmum með kröfur vorar skriflegar á þennan samtalsfund. Var það samhljóða álit vor allra, að leggja að eins fram breytingarkröfu á 1. gr. Uppkastsins, er allt annað byggðist á. Og samkvæmt þvf varð efni 1. gr. eptir uppástungu vorri: að ísland væri frjálst, fullveðja ríki í sameiginlegu konungssam- bandi við Danmörku og að ríkjasamband þetta nefndist hið dansk-íslenzka konungs- ríki. Væri að þessu gengið, var auðsætt, að samningar gátu komizt á um auka- atriði, t. d. um það, hvort vér um stund- arsakir fælum Dönum að fara með ein- hver mál í umboði voru o. s. frv. Svo var »bláa bókin« tekin og lagt af stað til fundar við Neergaard. Var hann hinn þægilegasti f viðmóti og laus við allan embættis-hroka og gorgeirs-reiging. Lögð- um vér þegar fram fyrir hann aðalkröfu vora, um orðalagið á 1. gr. Leit hann sem allra snöggvast á það, en sagði ekki annað en þetta: »Hér er farið tram á persónu-samband« (Personal-Union) og var því ekki neitað að svo væri. Fleira var ekki um það atriði rætt, og þótti sýnt, að ekki þótti það takandi í mál. En til þess að láta ekki við svo búið sitja og reyna að leita hófanna um, hvort engar breytingar til bóta væru fáanlegar á grundvelli Uppkastsins sjálfs, var »bláa bókin« tekin upp og einstakar greinar Upp- kastsins ræddar allltarlega, einkum það, hvort engin tök væru á að öll sameigin- legu málin væru uppsegjanleg eptir ákveð- inn tíma, hermálin strykuð út, og öðrum sameiginlegum málum fækkað, en nærri því var ekki komandi. Um ríkisráðs- Verkfæravólar og* smíðatól. 1, á i „_, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. %3il QÍnstaRlinga. AUskonar vefnaðarvöru, bæði tízk uefn og hversdagsefhi, bæði fínar og grófar vörur sendast eptir pöntun. Sýnishorn frankó frá »Messen« í Köbmagergade 44, Kaup- mannahöfn. »Messen« er ein af stærstu vefnaðarvöruverzlunum í Danmörku og hefur útbú í 62 dönskum bæjum. ákvæðið var allmikið rætt og lögð áherzla á, að Islendingar vildu fá þann hnút leyst- an fyrir hvern mun. En söm voru svörin þar. Og þá er vikið var að því, að vér gætum numið þetta ákvæði burtu úr stjórn- arskránni, kvaðst Neergaard ekki geta sagt um, hvernig danska stjórnin mundi taka því. Ekki gaf hann heldur neitt vil- yrði um, að sú breyting mundi fá nokk- urn byr, að ráðherrann íslenzki hefði rétt til að koma í ríkisráðið ef hann vildi, en enga skyldu til að sitja þar. Sagði N. að til umræðu hefði komið í nefndinni, að taka ríkisráðið (»Statsraadet«) upp í frumv., sem eitt hinna sameiginlegu mála, en þvf hefði verið sleppt, verið látið óumtalað í frumv., en gengið út frá því, að þar yrði status quo, og væri því ekki fyllilega rétt í ástæðum frumvarpsins, þar sem gef- ið væri í skyn, að ríkisráðsspurningin væri leyst með frumv. Eitthvert eptirlit hefðu Danir orðið að hafa eptir sem áð- ur o. s. frv. Um hermálin urðu töluverð- ar umræður og sýndist sitt hvorum^ Var auðsætt, að um samkomulag var alls ekki sð ræða, úr því að ekki væri gengið að frv. öldungis óbreyttu. N. vék að því aptur og aptur, að dönsku nefndarmenn- irnir hefðu farið svo langt, sem unnt hefði verið frá þeirra sjónarmiði, svo að þýð- ingarlaust væri að hrófla nokkuð við þessu. Ríkisþingið mundi standa við að samþykkja frv. öldungis óbreytt, og frekar ekki. Kvaðst N. mundi láta frumv. sofna j nefnd, þvf að það yrði ekki nema til illinda einna, að láta það koma til umræðu. Vildi hann fá að vita, hvernig alþingi fyrir sitt leyti mundi nú fara með málið. En um það kváðumst vér ekki geta neitt fullyrt né mega fullyrða. Meirihluta þingflokkurinn réði því. En málið yrði að minnsta kosti að afgreiðast leinhverri mynd frá neðri deild til efri deildar, því að efri deild hefði loforð meiri hlutans að fá það til umræðu. Samtal þetta við Neergaard, er stóð yfir i'/3 klukkustund, færði oss heim sanninn um það, sem vér reyndar áður

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.