Þjóðólfur - 14.05.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.05.1909, Blaðsíða 2
8o ÞJÓÐÓLFUR. íjarðarsýslu skal skipt í þessi tvö læknis- héruð: Þingeyrarhérað: Auðkúluhreppur, Þing- eyrarhreppur og Mýrahreppur, að undan- teknuro Ingjaldssandi. Læknissetur á Þingeyri. Flateyrarhérað : Inggjaldssandur í Mýra- hreppi, Mosvallahreppur og Suðureyrar- hreppur. Læknissetur á Flateyri. Breyting þessi gengur þá í gildi, er Flateyrarhérað verður veitt umsækjanda. 39. Um breyting á lögnm nr. 34, 16. nÓT. 1907 nm skipnn læknishéraða o. fl. Strandalæknishéraði skal skipt í þessi tvö læknishéruð: Reykjarfjarðarhérað: Arneshreppur og nyrðri hluti Kaldrananesshrepps að Bjarn- arnesi. Læknissetur á Reykjarfirði. Hólmavíkurhérað: Syðri hluti Kald- rananesshrepps frá Bjarnarnesi, Hrófbergs- hreppur, Kirkjubólshreppur, Fellshreppur og Óspakseyrarhreppur. Læknissetur í Hólmavík. Breyting þessi gengur í gildi, þegar Reykjarfjarðarhérað verður veitt umsækj- anda. íj'lti'ngii í Tjrklaidi. í síðasta blaði var skýrt frá þeim tíð- indum, er gerzt höfðu á Tyrklandi alt til 20. f. m., er her Ungtyrkja var kominn 1 nánd við Konstantínópel. Yfirforingi alls hersins var Mahumed Sjevket p a s j a frá Salonikí, en í fylgd með hon- um voru allir hershöfðingjar Ungtyrkja, þar á meðal Enver Bey, er mestan þáttinn átti í júlíbyltingunni í fyrra og Muktar pasja, foringi setuliðsins í Konstantínópel, er tókst að flýja úr hönd- um uppreisnarmanna. Fyrst reyndu Ung- tyrkir að fá uppreisnarmenn til að gefast upp með góðu, en er það tókst ekki, þá freistuðu þeir að ná borginni með valdi. Snemma morguns 22. apríl tók herinn að halda inn í borgina og var honum lítil mótspyrna veitt í fyrstu, svo að hann náði þegar á sitt vald nokkrum af út- hverfum borgarinnar. Þó leið ekki á löngu áður en uppreisnarmenn reyndu að hepta för hans inn í sjálfa háborgina. í nánd við útborgina P e r a höfðu þeir hlaðið strætavirki og bjuggust þar til varnar. Hófst nú hin harðasta orusta, er stóð frá kl. hálf sex um morguninn til kl. hálf ellefu. Hvað eptir annað drógu upp- reisnarmenn upp hvítan fána, eins og þeir vildu biðjast friðar, en það var ekki nema bragð til þess að fá áhlaupsmennina til þess að hætta stórskotahríðinni og koma fram á bersvæði, en þá létu þeir skotin dynja á þeim, svo að þeir féllu unnvörp- um. Loks urðu uppreisnarmenn þó alveg að gefast upp. f þessari orustu höfðu fallið af Ungtyrkjum um 300 manns, en töluvert meir af hinum. Komst herinn nú inn í sjálfa aðalborgina S t a m b ú 1 og umkringdu Y i I di s k i o s k, höll sol- dáns. Fréttaritari »Times« segir, að á- hlaupsherinn hafi haldið á aðdáanlegri reglu, svo að enginn ránskapur eða önn- ur ofbeldisverk hafi verið framin, en all- margir voru teknir til fanga, sem Ung- tyrkir sökuðu um hlutdeild í uppreisn- inni. Var talið, að 10 þúsund mannshafi verið teknir til fanga þennan dag og næstu tvo daga á eptir. Hinn 24. apríl gafst lífvörður soldáns í Yildis kiosk upp, en þó ekki lyr en Sjevket pasja hafði ekið fjölda af fall- byssum upp að höllinni og skipað her- liði við allar dyr hennar. Daginn eptir (25.) var Abdul Hamid vikið frá völdum. Þjóðþingið hélt fund íyrir luktum dyrum snemrtia um morgun- inn. Var þar lesið upp bréf undirritað af s j e i k - u 1 i s 1 a m, en svo nefnist æzti prestur Múhameðstrúarmanna. Þarf ekki að hugsa til að víkja soldáni frá völdum, nema hann gefi samþykki sitt til þess, sem fulltrúi trúarbragðanna. í bréfi þessu voru talin upp ýms hermdarverk, er sol- dán hefði framið á ríkisstjórnarárum sín- um og hann talinn óhæfur til ríkisstjórn- ar lengur. Loks var það lagt undir dóm spekinga ríkisins (þingmanna), hvort hon- um skyldi leyft að leggja sjálfur niður tignina eða honum yrði vikið úr völdun- um. Þingið samþykkti í einu hljóði að setja hann af. Þegar Abdul Hamid var skýrt frá þess- um tíðindum, tók hann því með stillingu. en spurði aðeins: »Fæ eg þá að lifa og börnin mín ?« »Þjóðin ábyrgist llf yðar«, svaraði for- maður sendinefndarinnar. »Þið segið það«, svaraði Abdul Ham- id, »en ætli hermennirnir muni þá llka þyrma lífi mfnu? Eg hef þó borið um- hyggju fyrir bróður mfnum og lofað hon- um að lifa 32 ár«. Daginn eptir (26.) var hann fluttur burt úr Konstantfnópel til Salóniki. Fékk hann að hafa með sér n af konum sín- um og nokkra þjóna. Sama daginn, sem Abdul Hamid fór frá Konstantínópel, var bróðir hans Mú- hameð Resjad Effendi, sem hann hafði haldið í varðhaldi 32 ár, tekinn til soldáns og nefndur Múhameð 5. Þennan dag var hátíðablær á bænum, er lýðurinn fagnaði nýja soldáninum. Múhameð 5. er nú 65 ára að aldri (f. 3. nóv. 1844); sat hann í ströngu varð- haldi frá því Abdul Hamid kom til ríkis 1876 og þangað til stjórnarbyltingin varð í fyrra og Ungtyrkir komust til valda. Voru hafðar svo strangar gætur á hon- um, að hann mátti engin mök eiga við nokkurn mann, nema fáeina þjóna, sem hann fékk að hafa hjá sér. Húsið, sem hann bjó í, var sífellt umkringt af njósn- urum og það var lífshætta fyrir nokkurn mann, að koma nálægt því. Þegar prins- inn fékk að aka eitthvað út fyrir húsið, fylgdu honum ávalt margir ríðandimenn, sem skyldir voru að skýra frá nafni hvers eins, sem mætti þeim á leiðinni. Allir forðuðust að verða á vegi fyrir þeim, en ef svo vildi svo illa til, þorði enginn að heilsa prinsinum. Næstum því jafnhrædd- ir voru menn við að vekja grun um, að þeir ættu nokkur mök við þjóna hans, enda gat það verið hættulegt. Það er sagt, að fyrir mörgum árum síðan hafi nokkrir herskólanemendur verið sendir í útlegð fyrir það, að þeir höfðu kveikt á vindlingi fyrir mann, sem sat hjá þeim í strætisvagni, en það kom seinna upp úr kafinu, að það hefði verið einn af þjón- um Resjads prins. Nýtt félag er stofnað hér í bænum til að hnekkja aðflutningsbannslögunum og sporna gegn allri kúgun og þvingun á persónulegu frelsi og almennum mannréttindum, er félag þetta telur nýju bannlögin vera. Var fjölmennur fundur bannandstæðinga haldinn í Bárubúð 11. þ. m., og var Hall- dór Daníelsson yfirdómari aðalræðumaður þar. Voru kosnir þar í stjórnarnefnd fé- lagsins: Einar Helgason garðyrkjufræðing- ur, Halldór yfirdómari, Júlíus Halldórs- son fyrv. læknir, Magnús Einarsson dýra- læknir, Matthías Einarsson spftalalæknir, Sigurður Briem póstmeistari og Sigurður Thoroddsen skólakennari. í félaginu eru menn af öllum stjórnmálaflokkum. Hefur þegar verið samið prentað skorinort ávarp til þjóðarinnar um að hefjast handa og Fermingar- Skófatnaður af ótal tegundum handa piltum og stúlkum, IPfT- langódýrastur, fallegastur og beztur lijá Lárisi C. LMssp Þingtioltstrœti 2. Kaupið fermingar-skófatnaðinn hjá honum, það mun vel gefast. hrinda af sér þessari kúgun. Mun ávarp þetta eiga að sendast til undirskripta í hvern hrepp á landinu. Alþlngismenn, er heima eiga í Norðurlandi, fóru margir 12. þ. m. með »Valnum«, er skrapp með þá vestur og norður um land. Með »Hólum« í gærmorgun fór Þorleifur alþm. í Hólum og Jón alþm. á Hvanná. Samsöng hélt Sigfús Einarsson og söngsveit hans í dómkirkjunni 8. þ. m., og var hann endurtekinn fyrir lægra verð f fyrra kveld. Létu menn almennt mjög vel yfir þessari skemmtun. Lundsbankavaxtnbréf fyrir 2 miljónir hefur E. Schou banka- stjóri selt í utanför sinni fyrir nokkru hærra verð, en vonazt var eptir. Liðkast nokkuð um peningahag Landsbankans við þá sölu. »Sterling« kom hingað 10. þ. m. frá útlöndum. Farþegar: Schou bankastjóri og frú hans, mr. Copeland og frú, Garðar Gíslason, frú og börn, frá Leith (alfluttur), Sveinn Sigfússon kaupm., Gunnar Gunnarsson kaupm.. Ólafur Ásbjörnsson, Pálljónsson málaflm., Egill W. Sandholt prentari, verzl- unarmenirnir Árni Zimsen, Haraldur Árna- son og Jónas Andrésson, Guðjón Samúels- son stúdent, ungfrúrnar Hedvig Bartels, Þyri Benediktsdóttir og Hansína Gunn- arsdóttir, ennfremur ýmsir útlendingar o. fl., alls um 40. Nýr bankastjóri. Fyrverandi ráðherra, Hannes Hafstein, kvað nú vera skipaður 3. bankastjóri við Islandsbanka eða hliðstæður Sighvati Bjarnasyni, en E. Schou verður yfir- bankastjóri. Þessu nýja bankastjóraem- bætti fylgja 2000 kr. laun með 250 kr. hækkun á ári auk gróðahlutdeildar. Skip- un þessi kvað hafa verið gerð frá 1. anrfl þá er H. H. sleppti raðherraembætt u, en verið haldið leyndri, þangað til þ ngi var slitið að minnsta kosti, ef til vill með þeirri hugsun, að bankanum gengi þá greiðara að ná ýmsum hlunnindum hjá þinginu, sem þó fórst fyrir í þetta sinn. Þess má geta, að H. Hafstein hefur haft einkennilega mikið ástfóstur á Islands- banka alla tíð, gagnstætt flestum flokks- mönnum sínum, er landsbankann vildu styðja. Var mörgum það fasta fylgi ráð- gáta þá. Látnir merkismenn erlendis eru Rudolf v. Gottschall, þýskt skáld og rithöfundur, er ritað hefur feikimikið í bundnu og óbundnu máli, á 86. aldursári (f. 1823) og W . U. Hamm- ershaimb, áður prestur í Færeyjum (1855—78) og prófastur, en síðan prestur í Lyderslev á Sjálandi (1878—1897), ní- ræður að aldri (f. 1819), nafnkunnur safnandi færeyskra þjóðkvæða- og þjóð- sagna á líkan hátt og Jón Árnason hjá oss. Má hann með réttu kallast faðir færeysk- unnar sem ritmáls, því að fyrir hans daga var svo að segja ekkert ritað á fær- eyska tungu, Hammershaimb leitaðist við að gera færeyska bókmálið sem lík- ast íslenzku (forn-norrænú), en varð f þeim efnum að haga sér eptir hinu lifandi máli, hvernig það lifði á vörum þjóðar- innar, Færeyiriga. Hammershaimb kunni mætavel íslenzku og talaði hana reiprenn- andi. Verzlunai'iskóla ísslands var sagt upp 1. þ. m.—í vetur hefur nemendatala verið 49 í tveim deildum skólans, efri og neðri deild, en auk þess hefur skólastjóri, með styrkr frá skólanum, veitt 22 nemendum kveldkennslu í bókhaldi og reikningi. 14 nemendur luku burtfararprófi: frá skólanum: Sig. Kristjánss, Ak., með vitnisb. 5,71 Hrefna Lárusdóttir............5,5° Lárus Hjaltested.............5,48 Arni Gíslason.................5,29 Gísli Magnússon..............4,95 Jóhanna Erlendsdóttir .... 4,88 Hermann Jónsson...............4.84 Hafsteinn Bergþórsson . . .4,81 Helgi Helgason...............4,73 Sigmundur Jónsson............4,64 Sig. Kristjánsson, Svalb.eyri . 4,60 Ketill Þórðarson..............4,50 Hannes Jónsson................4,46 Guðmundur Björnsson.... 4,04 Úr neðri deild skólans tóku 26 próf, og voru 22 af þeim fluttir upp í efri deild. Verðlaun til nemenda fyrir dugn- að og siðprýði höfðu, eins og að undanförnu, gefiðE. Schou bankastjóri, Thomsen ræðismaður o. fl. og hlutu verðlaunin: í efri deiid: Sigurður Kristjánsson frá Akureyri 20 kr., Hrefna Lárusdóttir 15 kr. og Lárus Hjaltested fékkbækur (Gullöld Islendinga og Austurlönd). I neðri deild: Torfi Þ. Guðmunds- son 15 kr., Björn P. Blöndal 15 kr. og Valdimar Valdimarsson 10 kr. í byggingarsjóð skólans 'nafa kaup- menn og verzlunarmenn um land allt gefið stærri og minni gjafir og verð- ur nafna þeirra getið í skólaskýrslu þeirri, er út verður gefin í sumar;. þó skal hér getið tveggja höfðing- legra gjafa: D. Thomsen ræðismað- ur gaf í vetur allan útgafukostnað á Verzlunarlöggjöf íslands, eptir Jón Ölafsson, sem samdi hana fyrir skól- ann, og mælti svo fyrir, að það, sem inn kæmi fyrir bók þessa, skyldi ganga í byggingarsjóð, og verður það töluvert fé. (Bók þessi, sem er nauðsynieg fyrir alla ís). verzlunar- menn, fæst hjá verzlunarstjóra Karli Nikulássyni 1 Thomsens Magasíni í Reykjavik), og aðra höfðinglega gjöf gaf Philipsen steinolíukaupmaður, 200 kr. í peningum, og auk þess hefur hann á ferðum sfnum kring um land. safnað töluverðu fé hjá kaupmönn- um í byggingarsjóð skólans. Skólinn hefur, eins og undanfarna vetur, verið mjög vel sóttur af nern- endunum. Með því að alþing hefur nú auk- ið fjárstyrk skólans á næsta fjár- hagstímabili úr 3000 kr. í 5000 kr.. hvort árið, rná búast við því, að á næsta skólaári verði kennslan aukin, meðal annars með því að fjölga deildum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.