Þjóðólfur - 28.05.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.05.1909, Blaðsíða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. maí 19 09. Jti 23. V erkíæravélar og1 smíðatól. Ferd. & A. Sdialil, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Fólksþingiskosningarnar þar fóru fram 25. þ. m., og er sent um þser svolátandi símskeyti frá Kaupm.höfn ds. 26. þ. m,, kl. 7 árd. Kosninga-úrslit: Neergaardsmenn 22 Christensen . . 30 Jafnaðarmenn . 2k Hœgrimenn . . 19 Gerhótamenn . 17. Trier fallinn og ráðgjafarnir Högsbro, Brun og Joh. Hansen. Kosningarnar snerust í þetta skipti að- allega um hervarnarmálið, er hafði vald- ið allmikilli tvistringu í þinginu, sem nú var leyst upp. Vildu hægrimenn fara þar lengst og tengu með sér nokkra af stjórnar- liðinu, er vildi yfirleitt fara nokkru skemmra, en klofnaði þó í tvennt í nokkrum veru- legum atriðum, fylgdi annar hlutinn Neer- gaard, en hinn Christensen, eða Anders Nielsen. Var ætlun manna, að Christen- I sen ætlaði sér að hlaða Neergaard við kosningar þessar til þess að komast apt- ur til valda sem torsætísráðhrerra, en vafa- samt að honum takist það. Enginn einn flokkur hefur nú meiri hluta í þinginu, og verður því einhver sambræðsla að eiga sér stað, líklega þó helzt á þann hátt, að Christensensliðar samlagi sig Neergaards- flokkinum, ef til vill með því skilyrði, að Christensen verði tekinn í ráðaneytið. En ekki verður það samt nóg, og verður að leita stuðnings hægrimanna til þess að skapa meiri hluta í þinginu, en þá verð- ur hann alls 71. Hægrimönnum hefur fjölgað um 6—9 við þessa kosningu og gerbótamönnum (»radikale«) um 7—8, en ekki er alveg að reiða sig á, að tölurn- ar í símskeytinu séu hárréttar um hvern flokk fyrir sig, einkum þá er flokkaskipt- ingin er svona reikul, og getur hlutfallið því orðið eitthvað öðruvfsi í reyndinni, en miklu munar það sjálfsagt ekki. Her- mann Trier, sem nú er fallinn við þessar kosningar, hefur setið á þingi síðan 1890 og var um hríð forseti fólksþingsins, frjálslyndur maður og einn af nafnkunn- ustu þingmönnum Dana. Þeir tveir ráð- gjafar, Brun og Joh. Hansen, sem einnig hafa fallið við kosningarnar, eru nýir í ráðgjafasæti, komust þangað eptir Al- berti-hneykslið, var Brun fjármálaráð- gjafi og enginn skörungur sagður, en Hansen verzlunarráðgjafi. Svend Högs- bro varð dómsmálaráðgjafi eptir Alberti, en hafði verið lengi áður samgöngamála- ráðgjafi. Eflaust festast ekki þessir þre- menningar í ráðgjafasætinu við þetta hryggbrot hjá þjóðinni, og verður að sjálfsögðu einhver veruleg breyting á ráðaneytinu, um það leyti, er aukaþingið kemur saman í sumar. Og þótt Christen- sen takist tæplega að verða ráðaneytis- forseti aptur í þetta skipti, þá ræður hann eflaust miklu um hina væntanlegu ráðaneytisbreytingu eða ráðaneytisum- steypu. í alþýðufræðslu- og kristindóms- málum á íslandi. Yfirlit. Fræðslulögin nýju gera ráð fyrir, að hver hreppur á landinu verði fræðsluhérað eða skólahérað, með minnst einum kennara hvert. Mörg verða með tveimur, og sum með fleirum, eptir því, hver kennsluaðferðin verður notuð sam- kvæmt fræðslulögunum í hverju einu hér- aði. Hreppar, eða tilvonandi fræðslu- liéruð á öllu landinu munu vera ogverða um 187. Alþýðukennarar verða því í allra fæsta lagi eitthvað töluvert yfir 200, lík- lega nær 300, eða, ef til vill, vel það, ef lýðfræðslan á að ná til allra að nokkru gagni. Fræðslulögin gera ennfremur ráð fyrir, að allir lýðkennarar verði bráðlega sem bezt lærðir og undirbúnir af góðum þriggja vetra kennaraskóla, og að þeir geri lýðfræðsluna að aðal lífsstarfi. Með menntunarkostnaði kennaranna og lífs- tíðarkennsluákvörðun þeirra, rísa eðlilega og réttlátlega kröfur frá þeim sjálfum og yfirmönnum þeirra, um hækkuð laun og viðunanleg lífskjör, svo að þeir geti unnið vel ætlunarverk þeirra, og þessar kröfur hljóta að takast til greina af þjóð og þingi, sem sjáandi sér, og heyrandi heyrir og skilur. Og árslaun hvers lýðkennara, sem ætlað er að gera lýðfræðslu að aðal- starfi lífs síns, má ekki ætla, og verða ekki, þegar til kemur, minni en 1000 kr. virði, og líklega fær margur meira, sem og eðlilegt væri og rétt. Alþýðukennaralaun landsins verða þá eitthvað á milli 2 og 3 hundruð þúsund krónur, eða ef til vill vel það. En ótal- inn er allur annar nauðsynlegur kostnað- ur við þessa stétt og ætlunarverk hennar, bæði í héruðunum heima fyrir og úr al- þjóðarsjóði. En við hliðina á kennarastéttinni er og verður líka önnur allfjölmenn embættis- stétt, prestastéttin. Þar hefur hver ein- stakur, eptir nýju prestalaunalögunum, minnst 1300 krónur f árslaun, margir 1500 og nokkrir 1700 kr., og ennfremur sumir að auki þetta 100—300 kr. erfiðleika- uppbót. Eptir prestakallalögunum nýju eiga prestar á öllu landinu að verða 107, og því margar prestakallasamsteypur að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.