Þjóðólfur - 04.06.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.06.1909, Blaðsíða 2
92 ÞJ OÐOLFUR Próf 1 heimspekilegum forspjallsvísind um er öllum stúdentum heimilt að ganga undir eptir tveggja missera nám við há ’ skólann, en skylt að hafa lokið því að minnsta kosti tveim misserum áður en þeir ganga undir embættispróf. 21. gr. Þeir, sem ganga vilja undir em bættispróf, skulu hafa tilkynnt það ritara háskólans að minnsta kosti þrem vikum áður en próf byrjar. Um leið og þeir gefa sig fram, skulu þeir gjalda 20 krón- ur til háskólasjóðs og tekur ritari háskól- ans við fénu. Hætti stúdent við að taka próf eptir að hann hefur látið innrita sig til prófs, á hann heimtingu á, að fá prófgjaldið end- urgoldið, hafi hann gefið sig fram við rit- ara áður en prófið byrjar. En gangi stúdent frá embættisprófi, verður honum ekki endurgoldið próf- gjaldið. 22. gr. Stúdentar, sem byrjað hafa á embættisprófi, en gengið frá því, geta ekki gefið sig fram til prófs af nýju fyr en eptir ár, nema sérstakar ástæður mæli með því. Stúdent, sem stenzt ekki embættispróf, getur ekki fengið að ganga undir próf aptur fyr en að ári liðnu. Æski stúdent, sem staðizt hefur embætt- ispróf, að endurtaka prófið, til þess að öðlast hærri prófseinkunn, er honum það heimilt, en þó ekki fyr en að ári liðnu. Stúdent greiðir prófgjald svo opt, sem hann segir sig til prófs. 23. gr. Allir skrásettir stúdentar eru skyldir að gæta velsæmis 'bæði á háskól- anum og utan hans. Verði skrásettur stúdent sekur um e;n- hver afbrot gegn settum reglum háskól- ans, getur háskólaráð gert honum hegn- ingu. En hegningin er annaðhvort áminn- ing eða styrkmissir, brottrekstur um lengri eða skemmri tíma eða fyrir tullt og allt. 24. gr. Nú verður skrásettur stúdent sekur að lagadómi um verk, sem svívirði- legt er að almenningsáliti, og er hann þá rækur. Brottrekstur skal þegar í stað tilkynna stjórnarráðinu. 25. gr. Hver valdsmaður, sem stefnt hefur háskólastúdent fyrir glæp, skal til- kynna það þegar í stað rektor háskólans. Svo er og, þegar hafin er réttarrannsókn gegn stúdent fyrir glæp. 26. gr. Afskiptum háskólans af skrásett- um stúdentum er þá fyrst lokið, er stúdent hefur hætt námi að fullu og öllu og til- kynnt ritara háskólans það, eða hefur ekki sótt háskólann í fjögur kennslumisseri samfleytt. 27. gr. Háskólakennararnir standa fyrir öllum prófum, en hver deild ræður fyrir- komulagi prófanna hjá sér. Öll próf skulu haldin í heyranda hljóði. 28. gr. Við embættispróf og undirbún- ingspróf þau, er koma til greina við fulln- aðarpróf, skulu jafnan vera tveir prófdóm- arar, og skal annar þeirra ávallt vera ut- anháskólamaður. Stjórnarráðið skipar prófdómara þá, er ekki eru háskólakennarar, eptir tillögu háskóladeildar, og skulu þeir gegna dóm- arastarfinu í 6 ár. 29. gr. Að loknu embættisprófi skal gefa þeítri, sem staðízt hafa prófið, kandí- datsvottorð gegn 25 króna gjaldi, og renn- ur það 1 háskólasjóð. 30. gr. Háskóladeildirnar hafa hver um sig rétt }il að veita doktorsnafnbót, og er slfk nafnbótt veitt annaðhvort í heiðurs- skyni eða að undangengnu sérstöku prófi. Háskólaráð semur reglur um doktors- próf. 31. gr. Að jafnaði skal sá, er æskir doktorsnafnbótar, hafa lokið embættisprófi. Hann verður að láta umsókn sinni fylgja vísindalega ritgerð um eitthvert ákveðið efni. Skal umsóknin stíluð til háskólaráðs, en það selur ritgerðina í hendur hlutað- eigandi háskóladeild til álita og umsagnar. Nú er ritgerðin talin fullnægja þeim kröfum, sem gera ber til slikra vísinda- legra ritgerða, og skal þá umsækjandi láta prenta hana og síðan verja hana á háskól- anum í heyranda hljóði á þeim degi, sem deildin ákveður. Standist umsækjandi prófið, fær rektor og deildarforseti honum prófsvottorð. Fyrir prófsvottorð greiðir doktorínn 100 kr. og renna þser í háskólasjóð. 32. gr. Hver sá, er hlotið hefur dokt- orsnafnbót, hefur rétt til að halda fyrir- lestra í visindagrein sinni, en tilkynna verður hann það háskólaráði. Þyki einhver misbeita þessum rétti sín- um, getur háskólaráð svipt hann réttinum. 33. gr. Háskólinn tekur til starfa, þegar veitt er fé til hans í fjárlögunum, og ganga þá jafnframt þau lög og lagaákvæði, sem hér fara á eptir úr gildi: konungsúrkurður 21. maí 1847 um stofnun prestaskóla; lög nr. 5> 11. febr. 1876 um stofnun lækna- skóla, nema 4. gr.; lög nr. 31, 8. nóvbr. 1883, að undanteknu ákvæðinu um laun landlæknis í 1. gr.; 5. gr-. laga nr. 23, 9. desbr. 1889; lög nr. 3, 4. marz 1904 um stofnun lagaskóla og lög nr. 37, 16. nóv. 1907, sbr. lög nr. 38 frá sama degi, þó að áskildu aukaprófi fyrir menn, sem taka pióf f lögum við Kaupmannahafnarháskóla eptir 1. október 1911. Loks falla þá úr gildi öll önnur ákvæði, sem koma í bága við lög þessi. Laun háskólakenuara. 1. gr. Háskóli Islands skiptist í 4 deildir: Guðfræðisdeild, lagadeild, lækna- deild og heimspekisdeild. I guðfræðisdeildinni eru tveir prófess- orar og einn dósent. I lagadeildinni eru þrír prófessorar. í læknadeildinni ern 2 prófessorar og 6 aukakennarar. Aukakennarar eru: Hér- aðslæknirinn í Reykjavík, holdsveikra- læknirinn, geðveikralæknirinn, efnafræð- ingur landsins, augnlæknir sá og tann- læknir, er styrks njóta úr landsjóði. Auka- kennararnir eru skyldir til að kenna við háskólann með sömu kjörum og þeir kenndu við læknaskólann. Auk nefndrar kennslu má ráða lækni til þess að veita tilsögn í lækningum á sjúkdómum í eyr- um, nefi og hálsi, gegn 1000 kr. þóknun á ári. I heimspekisdeildinni eru 2 prófessorar og 1 dósent. Annar prófessorinn kennir heimspeki, en hinn íslenzka málfræði og menningarsögu. Dósentinn kennir ís- lenska sagnfræði að öðru leyti. 2. gr. Prófessorarnir hafa 3000 kr. árs- laun að byrjunarlaunum, en launin hækka á hverjum þriggja ára fresti um 200 kr. á ári, upp í 4800 kr. Dósentarnir hafa 2800 kr. árslaun. Þeir kennarar, sem höfðu hærri laun meðan þeir höfðu á hendi kennslu við embættaskóJana, skulu þó einskis í missa, en njóta hins vegar nýnefndrar launa- hækkunar með hækkandi embættisaldri. Laun kennaranna greiðast úr landsjóði. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar há- skólinn tekur til starfa. Hornsteinninn að þessu merkilega stór- hýsi var lagður á annan í hvítasunnu 31. f. m. í viðurvist fjölda fólks (um 3—4000), er komu víðsvegar að úr nágrenninu, en þó flest úr Reykjavík og Hafnarfirði. Veður var gott um daginn, glaða sólskin, en norðansvali nokkur. — Athöfnin hófst j kl. 4 síðdegis uppi á fánaskrýddum ræðu- palli við útsuðurhorn hleðslunnar. Var fyrst sungið kvæði það, er hér fer á eptir eptir Guðm. Guðmundsson: Vér heyrðum opt þá erfikenning, að enginn fresti dauðastund ! En oss er vaxið vit og menning og vofum slíkum lokuð sund. — Er heim oss sótti „svarti dauði“, hér sat að völdum þessi trú. En skelfir heimsitis, hvfti dauði þér hjálpar ekki kenning sú. Þeim fjölgar hratt þeim grænu gröfum, sem geyma lands vors æskuþrótt, og ljósum tárum leiðin höfum vér laugað bæði dag og nótt, og yfir dánum vonum vakað hjá vorum kærstu langa hríð og — getað okkur sjálfa sakað um sýking þeirra og dauðastríð. Hér sjást um vit og mannúð merki: að mýkja þjáning krossberans, og guð er með í góðu verki, að glæða Ijósin kærleikans. Hér skal sá helgi huliðskraptur oss hefja og bera Ijósi niót, og gefa dauða-dæmdum aptur hið dýra frelsi og meinabót. Hér streymir heilnæmt lopt um lindir, sem líða fram með hægum nið; á ljóssins öldum svanur syndir, af söngvum himinn kveður við; á kvöldin þýtur þröstur glaður með þýðum klið um víðihól; já, hér er góður griðastaður og gott er sjúkum lopt og sól. Guðs kraptur, ljós og líknarandi hér líði um hvern, er kemur inn, svo fækki tár og leiði í landi, en Ijúfar brosi framtíðin! Vér reisum þetta þjóðarvígi við þúsund vona geislaskraut, svo færri af landsins hetjum hnfgi í hvíta dauða kalda skaut. Þá sté Kl. Jónsson landritari í stólinn og hélt ræðu, en næst á eptir honum Guðm. Björnsson landlæknir, og birtist hér sá kafli úr ræðu hans, er snertir heilsuhælissjóðinn og fyrirkomulag hússins. Það eru ekki liðin full 3 ár síðan heilsuhælisfélagið var stofnað (13. nóv. 1906) og nú er þó svo langt komið, sem þið sjáið, að undirstaðan rétt er fundin. Félagið hefur dafnað, svo að eng- in dæmi eru til sliks; það á deildir úti um alt land; þær eru 114 að tölu; félagsmenn eru samtals 6154; árstillög þeirra nema samtals um 19 þús. kr., ef allir halda loforð sín; þar að auki hafa félaginu hlotnazt gjafir úr ýmsum áttum margar og miklar; það hefur líka orðið fyrir áheitum; gjafafé nemur samtals um 7 þús. kr; í sjóð félagsins hefur goldizt að samanlögðu 32,466 kr. Það hrekkur ekki langt, en þörfin er bráð. Þess vegna hefur alþingi heit- ið félaginu ábyrgð á 150 þús. kr. láni til að koma upp húsinu og þar að auki veitt 10 þús. kr. ársstyrk. Þetta hvorttveggja var samþykt á alþingi í einu hljóði; í nafni félags- ins færi jeg þingi og stjórn innilega þökk fyrir þessa höfðinglegu hjálp. Það er nú afráðið, að vanda hús- ið eptir ítrustu föngum. Þess vegna verður það dýrara en hugað var í fyrstu. Húsið verður alt úr steinsteypu, öll gólf líka steypt, hvergi tré nema í gluggum, hurðum og þaki. Það verður 64 álnir á lengd, 15 ál. á breidd; álmur ganga aptur úr báðum endum, 20 ál. á lengd, 16 á breidd; og þar að auki útskot á miðri bak- hlið, 9 ál. út og 15 ál. breitt; húsið verður þrílopta og kjallari undir því öllu; í honum verður eldhús, þvotta- hús, baðhús, vermivél og mörg forðabúr. I stofubyggðinni er gang- ur með norðurhlið 33/4 al. á breidd; þar verða móti suðri dagstofa handa sjúklingunum 9X143/4 alin, 2 borð- stofur handa sjúklingunum, [9XIOV2 alin hvor þeirra, þá matreiðsluher- bergi; í austurálmi stofubyggðarinnar er íbúð læknis, en í vesturálmu 2 sjúkrastofur, hver fyrir 6 sjúklinga, og herbergi handa hjúkrunarkonu. Á miðbyggðinni verða 10 einbýlis- stofur, fyrir 10 sjúklinga, og 6 sam- býlisstofur, sem rúma að samanlögðu 30 sjúklinga; á þessari byggð er íbúð fyrir 2 hjúkrunarkonur og rann- sóknastofa læknis. Á efstu bygð er starfsfólki ætl- uð íbúð; þar verður mikið rúm af- gangs, sem deila má í stofur síðar handa sjúklingum, og mun þá mega rúma þar um 20 sjúklinga, í viðbót við þá 52, sem ætlað er rúm íneðri byggðunum. Lopthæðir eru: íkjallara 4^/2 al., í stofubyggð og miðbyggð 5 lU, í efstu i Þyggð lakar 5 álnir. Þakið er portlaust. Þessi efsta byggð úr steini verður engu dýrari en brotið þak með portr og kvistum, en miklu notasælli tii frambúðar. Þetta mikla og vandaða hús mun, með öllum útbúnaði, kosta um eða | yfir 180 þús. kr. En hvernig fer nú um ársútgjöldin? Utgjöldin í holdsveikraspítalanum i eru um I kr. 60 aura á hvern sjúk- ! ling á dag, en í geðveikrahælinu um 1 kr. 45 aur. Hér hlýtur kostnaðurinn að verða meiri; heilsuhæli eru ávalt kostnað- ; arsöm; við þykjumst vita, að 2 kr. ; 32 au. á dag muni fara nærri sanni. | Það verða 42 þús. kr. á ári, ef 50 sjúk- | lingar eru a hælinu til uppjafnaðar. j Hér við bætast vextir og afborgun af 150 þús. kr. láni; það má gera 8—9 þús. kr. á ári. Öll útgjöldin verða þá um 50 þúsund kr. á ári. Þá eru tekjurnar. Sjúklingunum er ofætlun að greiða háa meðgjöf. Gerum, að þeir, sem fá einbýlisstofur, greiði 2 kr. á dag, en hinir 1 kr. 25 au., sem eru í sambýlisstofum ; það mundi jafna sig upp í 1 kr. 50 aura handa hælinu fyrir hvern sjúkling og verða sam- tals um 27 þús. kr. á ári. Úr land- sjóði er lofað 10 þús. kr.; þá eru komnar 37 þús. kr„ en vantar 13 þús. kr. Ef heilsuhælisféiagið get- ur haldið 13 þús. kr. tekjuni í árs- tillögum félagsmanna, þá er hælinu borgið og heiðri félagsins. Þá hélt Björn Jónsson ráðherra ræðu og fórust honum orð á þessa leið: »Hvað því veldur, að hér hef- ur dregizt saman afarmikill mann- íjöldi á fremur afskekktan stað. Það er, að hér er verið að stofna til mikils háttar mannvirk- is, sem er ætlað að verða höfuð- vigi landsins i hernaðinum við þess einn hinn skæðasta óvin, er vér höfum nú lieyrt af munni þess manns, er bezt getur um það borið, að tekinn er fyrir löngu að gera voðalegan usla hér á landi. Hann, hinn hvíti dauði, leggur að velli 7. hvern mann með nágrannaþjóðum vorum. Yér vitum ekki hvort jafnmikil brögð eru að mannfalli af hans völdum hér á landi að svo stöddu; en vér megum eiga það víst, að sé það ekki orðið, þá muni svo verða áðurlangtum líður, ef eigi er hafizt handa og skórin upp herör í móti honum. Oss á að vera því ljúfara að leggja í þann hernað, sem vér erum það betur staddir til þess en aðrar þjóðir, að vér erum alveg lausir við venjulegan algengan hernað. Stofnun þeirri, er hér er nefnd til, er ætlað tvennt að vinna: að likna þjáðum bræðrum vorum og systrum, er tekið liafa sótt þá, er hér um ræðir, og kenna þjóðinni allri að verjast henni, berjast sem vasklegast við þann hinn skæða óvin "og létta eigi fyr en hún hefur rekið liann af höndum sér, eins og hún sem aðrar þjóðir hefur gert fyrir löngu viðlíka skæð- an óvin samkynja alveg land- rækan — sem sé bólusóttina. Líknarhug liefur þessa þjóð elcki skort, þetta sem kallað er vanalega brjóstgæði. En hér eigum vér því að fagna, að vér

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.