Þjóðólfur - 11.06.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.06.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 97 að húsmóðurstörfum. Námsskeiðin í þeirri deild verða 2 á ári hverju — frá i. okt. til 30. jan. og frá 1. febr. til 1. júní ár hvert. Mánaðargjald fyrir hverja stúlku er 25 kr., er borgist fyrirfram. Gjaldið lægra í þessari deild sökum þess, að stúlkurnar vinna að innanhússtörfum. — Þeir nemendur sæki einnig skrif- lega, ög hver námsmær leggi sér til, auk þess sem áður er talið, hvítar og mislitar svuntur. Bekkirnir verða framvegis 4, eins og verið hefur undanfarin ár; þó verður sú breyting á, að kennslan í 4. bekk getur ekki verið ókeypis að sinni, sakir hins þrönga efnahags skólans og mikils aukins kostnaðar við rekstur hans. Inntökuskilyrði í hvern bekk er, að stúíkurnar séu fermdar og sið- prúðar. Til 1. bekkjar útheimtist einungis góð kunnátta í því, er unglingar eiga að hafa numið til fermingar. Inntökuskilyrði til 2. bekkjar eru, að stúlkurnar hafi numið undirstöðu- atriði íslenzkrar tungu, nokkuð í dönsku og reikningi, lært höfuðgreinar í heil- um tölum og brotum; ennfremur dá- lítið í Islandssögu og landafræði. Inntökuskilyrði til 3. bekkjar eru, að stúlkurnar hafi numið nokkru meira í öllum þeim greinum, en heimtaðar eru til 2. bekkjar, og auk þess lært að minnsta kosti 50 tíma í enskunámsbók G. T. Zoéga. í 4. bekk verður svo áframhalds- kennsla í öllum munnlegum greinum, sem kenndar eru í skólanum; en auk þess geta nemendurnir átt kost á góðri kennslu í ýmsum öðrum greinum, tungu- málum, hannyrðum o. fl. fyrir væga borgun. Námsmeyjar þær, er síðastl. vetur voru í 3. b. skólans, njóta þó ókeypis kennslu í 4. bekk næstaskólaár, þar eð þær vissu ekki um þetta ákvæði, er þær gengu í 3.bekk, og bjuggust við að halda áfram í 4. bekk. Ailar umsóknir séu komnar til undirritaðrar forstöðukonu skólans fyr- ir lok ágústmánaðar. Inntökupróf fyrir nýjar námsmeyj- ar, sem haldið er 2. og 3. okt. ár hvert, sker úr því, í hvaða bekk nem- andinn getur sezt. Reykjavík 5. júní 1909. Ingibjörg H. Bjcirnason. (Til viðtals kl. 4—5 e, h. hvern dag). Hvítárbakkaskólinn. Síðastliðið skólaár voru 32 nemendur í_ lýðháskólanum í Borgarfirði: 24 piltar og 8 stúlkur. Flestir nemendur voru um tví- tugt; sá elzti 32 ára. — Skólaárið ftá fyrsta degi vetrar til fyrsta sumardags. — Hver piltur gefur með sér 130 kr. (þar í þjónustu), en stúlkur 100 kr. Þessir voru nemendur í skólanum : í eldrideild: 1. Bjarni Gíslason, Sjávarborg, Skagafirði. 2. Ellert Jóhannesson, Saurbæ, Skagafirði. 3. Halldór Jónsson, Kalastaðakoti, Borgf. 4. Helgi Jónsson, Laugalandi, Reykjavík. 3. Ingjaldur Ingjaldsson, Akranesi, Borgf. 6. Jóhannes Hannesson, Daufá, Skagaf. 7. Kristín Ingimundard., Fossatúni, Borgf. 8. Kristján Sigurðss., Sauðárkrók, Skagaf. 9. Kristján Sigurðsson, Bakkakoti, Mýras. 10. Sigmar Jóhannesson, Saurbæ, Skagaf. 11. Sigurður Sveinsson, Blönduós, Húnav.s. 12. Steinunn Þorsteinsd., Húsaf., Borgarf. 13. Sæm. Klemenss., Minni-Vogum,Gullbrs. 14. Sæm. Runólfss., Selsundi, Rangárvs. 15. Vilborg Jónsdóttir, Hlemmisk., Arness. 16. Þorbjörg Vigfúsdóttir, Strillu Árness. 17. Þorsteinn Jakobsson, Húsaf., Borgarf. í yngrideild: 1. Benidikt Jónsson, Brekkuk., Húnavs. 2. Bergþór Jónsson, Fljótstungu, Mýras. 3. Gunnar Sigurðss,, Hausthús., Snæf.ness. 4. Hannes Ólafss., Austvaðsholti, Rangv.s. 5. Ingvar Árnason, Skarði, Rangv.sýslu. 6. Ingvarjónss., Flagbjarnarholti, Rangv.s. 7. Karlotta Albertsdóttir, Páfast., Skagaf. 8. Kristfn Pálsdóttir, Bjarnast., Mýras. 9. Kristján Jónsson, Hjarðarholti, Mýras. 10. Lúðvík Davíðsson, Hvítárb., Borgarf. 11. Lúðvík Jónsson, Suðureyri, ísafjarðars. 12. Magnús Þórðarson, Hvammi, Kjósars, 13. Margrét Blöndal Brúsast., Húnav.s. 14. Oddur Ólafsson, Hraunsási, Borgarf. 15. Sigríður Daníelsd., Steinsst., Skagaf. Óviðurkvæmileg árás, er mælzt hefur mjög illa fyrir, er árás „Lögréttu" á Ara ritstjórajónsson, og Land- varnarmenn yfirleitt í sambandi við Guðna- málið. Eru slíkar aðdróttanir og dylgjur í garð alsaklausra manna, hverju heið- virðu blaði ósamboðnar, þótt pólitiskir mótstöðumenn eigi í hlut. Virðulegra, að vega að þeim með öðrum vopnum. Ann- ars hefur nú Ari með grein sinni hér í blaðinu, hrundið þessu illgirnisþvaðri „Lög- réttu" svo rækilega, að ritstjórnin getur engri vörn af viti fyrir sig komið. Dáinn er í næstl. aprllmánuði Ólafur Waage licentiatus theologiæ og prófastur í Her- lufmagle á Sjálandi, 75 ára gamall (f. 11. marz 1834) íslenzkur í föðurætt. Faðir hans var Georg Holger Waage dr. theol. prófessor og forstjóri Sóreyjarskóla (-j-1842) sonur Ólafs Gíslasonar Waage kaupmanns á Akureyri (J- 1797), en sá Ólafur var launson Gísla Árnasonar vinnumanns í Kirkjuvogi í Höfnum og Margrétar Guðna- dóttur sýslumanns Sigurðssonar (sbr. Sýslu- m.æfir IV, 164). Átti Margrét slðan Run- ólf Runólfsson í Sandgerði og var ein dóttir þeirra Guðrún á Þingeyrum föður- móðir dr. B. M. Ólsen prófessors. Var hann og Ólafur prófastur Waage í Her- lufmagle því þremenningar að frændsemi. Ólafur prófastur var lærður maður og mikils metinn. Sonur hans, Erik Holm Waage, dó 1899, þrítugur að aldri, úr sykursýki. Var hann skáldmæltur og hefur skrifað eitt leikrit »Evige Mure«. Stórstúkuþiny Gódtemplara hófst 7. júní, og mættu þar 73 fulltrú- ar. Yfirstjórn reglunnar skípa nu: st.t. Þórður J. Thoroddsen bankagjaldkeri, st,- kanzk Halldór Jónsson bankagjaldkeri, st.v.t. frú Ánna Thoroddsen, st.g. u.t. Jón Árnason prentari, st.g. kosn. PéturZóphón- íasson ritstjóri, st.r. Jón Pálsson organisti, st.kap. Haraldur Nfelsson prestur og f. st.t. Indriði Einarsson skrifstofustjóri. — Guðm. Björnsson landlæknir kosinn fulltrúi á al- þjóðaþing Góðtemplara, sem haldið vero- ur í Hamborg 1910. Jón Árnason prentari er umboðsmaður Hástúkunnar. Glíman um IslandsbeltiO á að fara fram á Akureyri 17. þ. m. Jóhannes Jósepsson vann beltið síðast, en hann er nú erlendis og tekur ekki þátt í glímunni, svo að hann missir það nú. Til að taka þátt í þessari Íslandsglímu sendi »Glímufélagið Ármannc hér í bæn- um tvo kappa sína norður, þá Sigurjón Pétursson og Guðmund Stefánsson. Lögðu þeir af stað héðan landveg í fyrra dag. Að líkindum verða þeir einhverjum skeinu- hættir norður þar. Hallgrímur Benedikts- son gat því miður ekki farið á þetta allsherjarglímumót. V erðlaunaglímu héldu unglingar á Akureyri 16. f. m. Var þar glímt um tvo heiðurspeninga, er fþróttafélagið »Grettir« hefur gera látið, en fé til verðlaunanna, 50 kr., hafði J. C. Poestion rithöfundur í Vfnarborg gef- ið, er hann var hér á ferð 1907 og ákvað hann, að fé þessu skyldi varið til efling- ar glímum meðal unglinga í Akureyrar- bæ, innan 18 ára. Glímt var í tvennu lagi; í öðrum flokknum voru drengir 12 til 15 ára, 8 að tölu, og hlaut sá, er sigr- aði (Haraldur Guðnason) heiðurspen- ing úr silfri, en í hinum flokknum voru unglingar 15—18 ára, 11 að tölu, og fékk sigurvegarinn í þeim hóp (Jón E. Sigurðsson) heiðurspening úr gulli. Embœttisppóf i lögum við háskólann tók 7. þ. m. Jón Krist- jánsson (háyfirdómara) með 1. einkunn. [Eptir símskeyti]. Skipstj órapr óf við sjómannaskólann í Rönne á Borg- undarhólmi tók í f. m. Guðbrandur Jóna- tansson af Snæfellsnesi. „Bifreiðin“ er samheiti á 3 útlendum smásögum, er Guðm. Guðmundsson skáld, ritstjóri »Dagsins« hefur snúið á íslenzku og lát- ið prenta á Isafirði. Kver þetta er 3 arkir að stærð og sögurnar eru: 1. Ekkj- an í Alquezar. Eptir Juan R. de Menandez, spanskan rithöfund. 2. U r klípunni. Eptir Anton Tchekhoff, rússneskan höfund og 3. P a b 1 o D o m- enech hinn geðríki. Eptir Car- men Sylva (Elizabetu Rúmeníudrotningu). Smásögur þessar eru heppilega valdar og þýðingin góð. „Skíilholt“ kom 6. þ. m. úr strandferð með all- marga farþega, þar á meðal nokkra full- trúa á stórstúkuþing templara. Ennfrem- ur komu með skipinu séra Sigfús Jónsson á Mælifelli og séra Jóhannes L. L. Jó- hannsson á Kvennabrekku. „V <‘ii(lsyss('I“, aukaskip frá sameinaða gufuskipafélag- inu, kom 6. þ. m. Smáleika tvo eru helztu leikendurnir úr Leikfélagi Reykjavfkur byrjaðir að leika í Iðnó. Voru þeir leiknir á sunnudaginn var fyrir troðfullu húsi, og þótti góð skemmtun. Fyrri leikurinn »Fagra malarakonan í Marly«, eptir frakkneska höfunda, er og vel leikinn, og þótt efnið sé léttvægt, þá ber minna á því, með því að leikurinn er Qörugur Og skoplegur. Þar léku Arni Eiríksson, Jens Waage, Guðrún Ind- riðadóttir og Stefanía. Síðari leikurinn »Lygasvipir«, eptir Stellan Rye, danskan höfund, er alvarlegs efnis, og vekur þvf ekki hlátur eins ög hinn. Leikir þessir eru góðir hvor með öðrum og má vel vera, að þeir dragi að sér áhorfendur nokkra sunnudaga enn. „Laura" fór héðan til ísafjarðar 4. þ. m. Með henni fór póstmeistari í eptirlitsferð, enn- fremur Eggert Briem skrifstofustjóri snöggva ferð. Meðal tarþega, er komu fráútlönd- um með »Lauru« 27. f. m. gleymdist í síðasta blaði að geta Guðmundar Hjaltasonar, er kom hingað frá Noregi með konu og barni, og er seztur að í Hafnarfirði. Hefur hann átt heima 1 Noregi næstl. 2—3 ár. íslenzkar sagnir. Þáttur af Kristínu Pálsdóttur úr Borgarfirði vestra. 9. kapítuli. Kristin lcerbrotnar 0. fl. Árið 1835 fór Kristín vistferlum út á Akranes og varð ráðskona hjá Ólafi Ólafs- syni í Nýjabæ á Innnesi; var hún hjá hon- um að eg ætla 4 ár, en hið síðasta vor, er hún var þar, fór hún með öðrum sjó- leið suður í Reykjavík. En er þeir, er hún var með, fóru til baka, lentu þeir snöggvast í Engey, og fóru þar á land. Kristín fór og í land, en er hún var að ganga upp fjöruna, datt hún og lær- brotnaði; var hún þá borin heim til bæj- ar I Engey, og læknir fenginn; lukkaðist illa að binda um beinbrotið, og lá hún allt sumarið og fram á vetur; brigslaðist þó beinið saman um síðir, varð fóturinn styttri, og gekk hún jafnan hölt síðan, og gekk við staf, sterkan úr birki, jafnan síðan, er hún kallaði »Brendil«. Eptir það áfall varð hún að láta flytjast á sveit sína, Hálsahrepp í Borgarfjarðarsýslu; fór hún eptir það að flakka á sumrum um Borgarfjörð og Mýrar, og stundum norð- ur í land; hafði hún ofan af fyrir sér með því í mörg ár. Það var og stundum, að ýmsir bænd- ur fengu hana til að fara með fullorðin naut landveg suður í Reykjavík, og eitt sinn fór hún með tvö naut, og kom þeim suður með heilu og höldnu. Þótti það allvel gert af haltri kerlingu. 10. kapítuli. Það var einu eða tveimur árum eptir að hún var flutt á sveit sfna, að hún tók sér ferð á hendur norður í land. Hafði hún áður fyr haft kynni afséra Sigvalda, er þá var prestur í Grímstungu, og var ferðinni einkum heitið þangað. Kristín var ríðandi, og reið í söðli látúnsbúnum mjög; reið hún jafnan í honum á ferð- um sínum síðan er hún lærbrotnaði, sent áður er sagt. Hún hafði og hest í taumi með reiðingi á, og hugði hún að bera á honum gjafir þær er hún fengi; fékk hún einhverja samferð norður; segir ekkert af ferð hennar fyr en hún lagði upp frá Grímstungu til suðurferðar; hafði hún þá bagga á hesti þeim, er hún teymdi; voru það gjafir, er hún hafði fengið ; var og með henni fylgdarmaður, er séra Sigvaldi léði henni suður á heiði. Segir ekki af ferð þeirra fyr en þau koma að Búðará hjá Arnarvatni; það er á Arnarvatnsbeiði; áðu þau þar um hríð. Skildi fylgdar- maður þar við Kristínu, eptir að hann hafði búið upp á hross hennar, og reið norður aptur. Kristín hélt nú áfram suð- ur heiði, sem leið liggur til Kalmanns- tungu. En er hún hefur farið um hríð,. sér hún mann einn, er stefnir þvert í veg fyrir hana ; hann var gangandi, Mað- ur þessi var á skinnúlpu og sneri loðnan út, sauðgrá að lit; hann var og í skinn- brókarhaldi, með mikla skó á fótum, er voru þó líkari skjóðum, og náðu upp fyr- ir ökla; hann hafði grámórauðan hatt- kúf á höfði og broddstaf roikinn í hendi, eður atgeirsstaf. Kristfnu þótti maður þessi grunsamlegur og undarlega búinn ; tók hún þá upp lítinn vasapela, er hún hafði með brennivíni á, og saup af; og er maður þessi hittir hana, varð ekki af kveðjum; hann mælti: »Hvert ætlar þú að fara ?« Kristín mælti: »Hvað er þér annt um að vita það ?« Hann mælti: »Eg vil að þú leggir af við mig það er þú fer með, og svo hrossin, ella muntu ekki fara lengra«. Kristín hóf þá staf sinn »Brendil«, er hún hafði jafnan, og áður er getið — og laust í höfuð hon- um ; maðurinn féll við höggið og lá sem dauður; en Kristín sló upp á hross sín og hélt nú áfram það er hún mátti, þar til hún kom á Fugleyrar; lagðist þá hross það er hún reið og varð hún því að á þarum hríð; eptir það hélt hún áfram og komst að Kalmansstungu snemma dags; sagði hún þar sögu sína og var það eitt til marks, að blóð sást á staf hennar. Vildu sumir rengja þessa sögu hennar, og töldu að ósatt mundi, er hræ mannsins sást ekki, er menn fóru þar um tveimur dögum sfðar. En ei þurfti þetta ósatt að vera, því vel gat skeð, að mað- urinn raknaði úr roti aptur og drægist á burtu, þó örkumlaður væri, eður hann ætti félaga, er hirti hræ hans. (Meira).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.