Þjóðólfur - 18.06.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.06.1909, Blaðsíða 2
IOO ÞJOÐOLFUK. hinar kynlegustu ofsjónir, þýzka njósnara á hverju strái og loptið fullt af þýzkum loptförum njósnandi um varnir Breta. Reyndar hefur það komið í ljós, að sumt af þessum geigvænlegu loptförum, sem slegið hafa óhug á þúsundir manna, hafa verið loptbelgir með viðfestum reiðhjóla- luktum, sem enskir atvinnurekendur hafa sett á flug í auglýsingaskyni. En það hefur lítið dregið úr óðatárinu, því að æfinlega hefur þá verið nóg til af öðrum sögum um þýzka njósnara, sem ekkihafa orðið útskýrðar á þennan hátt. Jafhframt þessari vígbúnaðarhreyfingu og í sambandi við hana hefuröflug hreyf- ing risið, er stefnir að nánari samúð og samverknaði alls brezka rfkisins. Eng- lendingar eru farnir að sjá, að ef það á svo lengi að ganga, að vígbúnaðurinn vaxi æ meira með ári hverju, þá muni reka að þvf, að þeir geti ekki haldið uppi nægilegum flota, til þess að verja bæði heimalandið og allt hið víðlenda ríki sitt í öðrum heimsálfum. Fyrir því vilja þeir láta nýlendurnar fara að taka þátt í sjó- vörnunum, hverri heima hjá sér, svo að floti Englendinga sjálfra þurfi ekki að vera eins bundinn þar. Nýlendurnar hafa líka margar hverjar sýnt það, að þær eru fúsar til þessa. Þannig hafa t. d. Kanada og Astralía ákveðið að stofna flota hjá sér, og Nýja Sjáland hefur heitið að leggja til einn heljardreka. En það sem vand- ast er úr að ráða, er hvernig haga skuli stjórn flota þessara. Nýlendurnar vilja helzt ráða yfir þeim einar, en Englend- ingar halda því fram, að flotastjórn fyrir rfkið verði að vera ein, svo að allir hlutar rfkisins geti unnið saman og stutt hver annan. En ef til vill fá nýlendurn- ar með tímanum að taka einhvern þátt í flotastjórn rfkisins, t. d. með fulitrúum. Til þess að efla þessa alríkishreyfingu, hafa menn valið fæðingardag Viktoríu drottningar, 24. maí, sem almennan ríkis- minningardag. Var hans minnzt á marga lund, bæði í Lundúnum og víðsvegar Ut um landið. »Times« gat út sérstakt alríkisnúmer þann dag; var það 432 dálk- ar á stærð, og vóg næstum því 2 pund. Fjöldi barna var látinn ganga í skrúð- göngu með brezka fána og fána allra ný- lendanna (56) og þótti það fögur sjón og tilkomumikil. Það er sagt, að um 3^/4 miljónir barna hafi tekið þátt í þessum hátíðahöldum um allt England. Öllu þýðingarmeiri vottur um þessa hreyfingu er þó það, að 5. þ. m. kom saman í Lundúnum fjölmennt þing blaða- manna úr öllu brezka ríkinu og má geta því nærri, að þar muni alríkishugsjóninni hossað. Ennfremur kemur saman í sum- ar reglulegt alríkisþing, því að fulltrúar sjálfstjórnarnýlendanna eiga þá fund með brezku stjórninni í Lundúnum til þess að ræða um ástand og horfur ríkisins. Pólland. Ekki þykir Rússastjórn Pólland nægi- lega innlimað ennþá. 1. þ. m. bar hún upp frumvarp í þinginu (dúmunni) um, að nokkur hluti Austur-Póllands skuli lagður undir rússnesku héruðin næstu. Pólsku fulltrúarnir í dúmunni börðust gegn því af öllum mætti og vildu láta fella það þeg- ar í stað, en endirinn varð samt sá, að þvf var vísað til nefndar með öllum at- kvæðum, nema Pólverja og jafnaðar- manna. Hátt verð. 16,700 kr. voru greiddar á söluþingi í París um mánaðamótin síðustu^fyrir blátt 2-sentfma-frfmerki frá Hawaii síðan 1851 —1852, yfirstimplað með rauðu. Annað frímerki frá Hawaii seldist fyrir 3,600 kr. Gullpeningur frá stjórnartíð Balbínusar Rómverjakeisara (238 e. kr.), sem fundizt hafði í Alexandríu árið 1902 var keyptur fyrir 5,400 kr. Anðmaðurinn Carnegie hefur gefið Frakklandi nýlega 3,600,000 kr. til þess að styrkja menn og verðlauna fyrir friðsamleg hugrekkis-afrek, t. d. björgun manna úr lffsháska og þvíuml. Carnegie hefur áður stofnað samskonar styrktar- sjóði á Bretlandi, í Bandaríkjunum og 1 Kanada. Jlfiannd rápsveðrið í Norður-Ameríku um mánaða- mótin apríl—maí. I sambandi við smágrein Páls Bergs- sonar í síðasta blaði eptir bréfi frá Duluth, virðist þar ekki neitt ofhermt um ógna- veður það, er gekk yfir mikinn hluta Norður-Ameríku 29 apríl. I blaðinu »Heimskringlu« 6. f. m., er skýrt nánar frá þessu manndrápsveðri: Þar segir svo: »Voðalegur vind-, snjó- og haglstormur æddi yfir hluta af Bandaríkjunum þann 29. f. m., og gerði mikið manntjón og eigna. Þetta mikla óveður, sem tók yfir spilduna milli Kletta- og AlleghanyQall- anna, gerði skemmdir miklar í Michigan og þó sérstaklega í Tennessee ríkjunum. Þetta óveður er með þeim verstu, sem komið hafa, og gereyddi heilum héruð- um, drap um 200 manna oggerði tveggja miljón d o 11 a r a e i g n a- tjón. Hundrað manns er mælt að farizt hafi af völdum veðurs þessa í Michigan o'g Illinois- ríkjum. í Missouri og Kansas urðu og skemmdir miklar, og einnig í Oklahama, O- hio,IndianaogPennsylvaniaríkjunum. íChi- cago dóu 7 manns af völdum óveðursins. I M i s s i s s i p p i d a 1 n u m fórust 100 manns og margir meiddust, og segir ein frétt þá særðu vera yfir 2 þús. að tölu. Mest líftjón varð þó í Arkansas. í Caldobæ létust 18 manns og 6 í Alton. Bylurinn var svo harður, að rnörg hús fuku, allt lauslegt fauk og eyðilagðist, ogakrarbænda ónýtt- ust á stórum svæðum. Snjófall varð mikið f Texasríki -, á sumum stöðum varð haglfallið ioþumlungar á jafnsléttu.oghagl- kornin voru afskaplega stór. I Alabama- ríkinu var veðrið voðalegt, og margir létu þar lífið. Fjöldi hrossa og nautgripa fór- ust af því, að verða undir trjám, s«m veðrið sleit upp með rótum. — Snjór féll og mikill víð*, einkum í Norður-Dakota. Þó engar skemmdir að frétta þaðan. I Ontario og Quebecfylkjunum varð og mikið snjófall, og einnig sumstaðar í Manitoba og Vesturfylkjunum, með vetrar- hörkum, eins og væri hávetur*. Iilt mundi þykja á Islandi, ef hér kæmu slík voðaveður í 2. viku sumars. Það má óhætt segja, að frá náttúrunnar hendi hafi allt verið hér sem ákjósanlegast og tíðar- far óvanaiega gott, það sem af er 20. öldinni. Vegna hsrðinda og hotfellis á skepnum þurfa íslendingar sannarlega ekki að flytja vestur um haf. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 15. júní. Tjón af jarðskjálptum. Jarðskjálptar á Suður-Frakklandi og Spáni. Menn hafa jarizt hundr- uðum saman. Bæjarbrunl. Þriðjudagsnóttina 8. þ. m., kl. rúml. 3, varð bruni mikill á Flögu í Vatnsdal. Vöknuðu þeir fyrstu við eldbrestina og reykinn, sem orðinn var þá óþolandi í sumum svefnherbergjum uppi á loptinu, þar eð norðurendi loptsins, sem hafður var til að geyma í kornmat o. fl., stóð þá í björtu báli og eldurinn kominn í skilrúmin til næstu svefnhúsa. Var því ekki tími til að bjarga neinu af loptinu, en þeir, er þar sváfu, fóru niður á nær- klæðum einum. Engin tilraun var gerð til að slökkva í íveruhúsinu, sem var ó- hugsandi að væri hægt, en bjargað varð mestu af neðra gólfi og úr kjallaranum af fólki því, er fyrir var, enda var og stutt til þess, er næg mannhjálp kom frá næstu bæjum, og þar af leiðandi var hægt að slökkva í útihúsi skammt frá, sem f var kviknað, og sömuleiðis rífa niður timburskúr, er stóð upp við íveruhúsið, áður en hann brann mikið. Um s/4 klst. eptir að fólkið vaknaði, hafði loginn læst sig um allt húsið og algerlega var það faliið eftir hálfa aðra kl.st. Húsið var úr timbri, nema torfstafn fyrir norðri og torfþak á norðurenda þess. Hafði vind- staða daginn áður verið af suðri, og þykja það líklegastar orsakir til eldsins, að þá hafi fokið eldsneisti upp úr ofn- pfpu og slegið niður í þakið, án þess þó að valda reyk áður háttað var. Alt sem brann, hús cg munir, var óvátryggt, og skaðinn því mjög mikill fyrir eigandann, Magnús kaupmann Stefánsson á Blönduósi, er var þar heima í Flögu þá nótt, sem bruninn varð, og ætlaði suður til Reykja- vlkur daginn eptir. Fyrirlestrar um Thorvaldsen 0. fl. Með »Ceres« 23. þ. m. er væntanleg hingað til Reykjavíkur kennslukona frá Rönne á Borgundarhólmi, Hulda Hansen að nafni. Hefur hún tilkynnt blöðunum hér, að hún ætli að halda fyrirlestra um Albert Thorvaldsen, og ef til vill um C. B'. Tietgen og Georg Brandes. Gerir hún ráð fyrir, að halda fyrsta fyrirlestur- inn 24. þ. m. og selja aðganginn á 25 aura. Jungfrú þessi kvað vera alvön að halda fyrirlestra og hafa hlotið lof fyrir. Sterllng kom hingað frá útlöndum 14. þ. m. Með skipinu var fjöldi farþega, þar á meðal Halldór Jónsson bankagjaldkeri og frú hans, Carolína Jónassen amtmanns- ekkja, frk. Sigríður Björnsdóttir (ráðherra) frú Elizabet Þorkelsson, Magnús Hjaltested úrsmiður, stúdentarnir Guðmundur Olafs- so*, Hjörtur Hjartarson, Olafur Pétursson og Pétur Jó»sson. Ennfremur komu mjög margir útlendingar, danskir, þýzkir og enskir. Islenzk kona frá Kína kom hingað einnig með „Sterling", með manni sínum amerfskum lækni dr. Haye*. Hún heitir Steinunn Jóhannes- dóttit frá Eystra-Miðfelli á Hvalfjaiðar- strönd, Jónssonar f Hrfsakoti Þórðarsonar og Ellisifar Helgadóttur frá Stóra-Botni Erlingssonar Árnasonar Gestssonar prests á Kjalarnesi (f 1752) Árnasonar. Er fjöldi ættfólks hennar í Borgarfirði. Jón Þórðar- son í Hrísakoti afi hennar og Bjarni rektor Jónsson voru systkinasynir. Fór hún til Ameriku 1888 og var fyrst í Winni- peg, en síðan í Norður-Dakota, Chi- cago og Kalifoiníu, tók þar próf í læknisfræði, giptist svo þessum manni sínum og fór með honum fyrir 7 ár- um til Kína. Veitir dr. Hayes þar for- stöðu spítala f bænum Wuchouw um 300 mflur vestur frá höfuðborginni Herberg, og stendur sá spftali í sambandi við ame- rískt trúboð. Þau hjónin verða hér til 27. þ. m. og ieggja þá afstað til Ameriku en þaðan heim aptur til Kína. Heimspekispróf við háskólann hafa tekið Ólafur Pét- ursson (frá Hrólfsskála) með 1. einkunn og Hjörtur Hjartarson (trésmiðs úr Reykja- vík) með 2. einkunn. — Hebreskuprif hefur Ásmundur Guðmundsson guðfræðisnemi tekið með ágætiseinkunn. Dáinn er í Höfn í f. m. landi vor Sigurður Jóhanncsson stórkaupmaður. Hann var ættaður úr Hjaltastaðaþinghá og hafði farið á unga aldri til Kaupmannahafnar. Byrjaði þar nokkru síðar að verzla með svínakjöt og pylsur, og færði smátt og smátt svo út kvíarnar með dugnaði og atorku, að hann var nú orðinn stórauð- ugur maður, og verzlun hans orðin ein- hver hin stærsta í Danmörku í þessari giein. Hafði útibú víðsvegar og mikinn útflutning til Englands og Ameriku. Síð- ustu árin hafði hann allmikil afskipti af íslenzkri saltkjötsverzlun og kom þar sem annarstaðar fram með dugnaði og sam- vizkusemi. Var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar fyrir nokkru fyrir tilstilli Islandsráðherrans H. Hafstein. Sonur hans heldur verzluninni áfram. Heimspekispróf tóku á prestaskólanum 1 fyrra dag: 1. Árni Gíslason dáv. -=- 2. Árni Helgason dáv. -j- 3. Jakob Ó. Lárusson dáv. + 4. Jón Sigtryggsson dáv. 5. Sigurður Jóhannesson ág. -f- Einn (Sigurður Sigurðsson frá Vigur) lagðist í mislingum samdægurs og gat því ekki tekið prófið. 1. og 2. eru nemendur á læknaskólan- um, 3. og 5. á prestaskólanum og 4. á lagaskólanum. Afraælisdags Jóns Sigurðssonar var minnzt hér í gær með skrúðgöngu og ræðuhöldum. Stúdentafélagið, Ung- mennafélagið og Kennarafélagið gengust fyrir því. Var safnast saman í Báruhús- inu og þaðan gengið kl. 6 undir íslenzk- um fánum að alþingishúsinu. Þar uppi á svölunum hélt Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi ræðu um Jón Sigurðsson, allmjög ljóðum stráða, og sögðu kerlingarnar, að hún hefði verið „glóandi gull“. Hrópað var á eptir fjórfallt húrra fyrir minningu Jóns Sigurðssonar og sungin Eldgamla ísafold. Þvl næst var gengið í skrúð- göngu upp í kirkjugarð og lagður blóm- sveigur á leiði Jóns, en Þorsteinn Erlings- son hélt þar laglega ræðu. Sungið á ept- ir Eldgamla fsafold. Svo óheppilega vildi til, að rigning allmikil var framan at, en stytti þó upp á undan kirkjugarðsgöng- unni. Allmikill mannfjöldi var saman- kominn við hátíðabrigði þessi, en fátt sást þar samt stjórnarandstæðinga, enda at- höfnin eflaust ekki að þeirra skapi. Guðmundur Stefánsson vinnur Islandsbeltið. Á glímumótinu uin íslandsbeltið á Ak- ureyri í gær glímdu alls 13 menn, og felldi Guðmundur Stefánsson (múrara) úr Reykjavfk alla, vann 12 glímur og hlaut þannig íslandsbeltið. Næstur honum gekk hinnReykvfkingurinn,er norður fór, Sigur- jón Pétursson, vann 11 glínntr, þ. e. féll að eins fyrir Guðmundi. Sunnlendingar og Reykvfkingar sérstaklegageta veriðhreykn- ir yfir þessum glímumönnum tveimur, er glfmufélagið „Ármann" sendi norður, enda vissu menn fyrirfram, að þeir piltar mundu verða norðlenzku gllmumönnunum skeinu- hættir. íslandsbeltið er nú geymt hér í bænum og þarf ekki héðan að fara fyrst um sinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.