Þjóðólfur - 18.06.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.06.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. IOI 1 Erfiðismenn! Kaupið yður erfiðisföt að eins í Brauns verzlun „Hamburg111. Par hafið þér mestu úr að velja og lægsta verð í bænum. Málarajakkar 1,90. Molskinnsjakkar bláir og brúnir frá 3,00. Molskinnsbuxur bláar og brúnar 3,00—6,00. Molskinnsbux- ur röndóttar 2,80—5,00. Erfiðisblúsur bláar og rönd. frá 1,60. Milliskyrtur dökkar og ljósar, Oxford og flonel 1,30 —2,50. Erfiðispeysur bláar frá 1,50. Handa unglingum fást einnig allskonar Erfiðisföt. MiBrlingar fyrir 50-60 án. Smápisltlar eptir M. J. V. Uppgjafafólk og undanvillingar. Svo finnst mér sem helzt megi nefna hinn gamla förulýð og annað flæk- ingsfólk, sem mjög er nú á förum, eins og betur fer, en fyrir 60—70 árum gekk ljósum logum um byggðir og héruð og snýkti sér til viðurværis. Var það afar- skrftinn lýður og forneskjulegur, því ýms- ir þessa fólks voru eins konar apturgöng- ur eða eptirlegumenn liðinna tfma •, fylgdu þeim og mörgum frábreyttir hættir og háttalag, sem ýmist vakti gaman eða var lakari tegundar og vakti hneyksli. Al- kunnastir flakkarar í bernsku minni voru þeir Gvendur goddi, Jóhann stríðsmaður, Sören með hundana, Lúsa-Jósep og Krist- ín purka. Þá komu og ýmsir flækingar utan undan Jökli, en lentu flestir í Dala- sýslu, þótt orðstír þeirra næði lengra vestur. Til eyjanna komust þeir sjaldan, því menn vildu ekki flytja þá. Frægast- ur þótti okkur Jóhann stríðsmaður. Hann hafði verið í lífverði Jörundar konungs og talaði jafnt dönsku sem íslenzku. Stendur mér hannn tyrir barns minni þar sem hann sat og las Njálu upp úr sér orðrétt fyrirfólkið og gleymdi oft að kemba, en las að okkur sýndist á kambana, og sneri þeim fyrir sér eins og blöðum í bók. Hann var stórleitur og sköllótturog sat með fráhnepptan bol og skyrtu, en vangar c% bringa loðið og hvltt af hær- um. Fannst okkur börnunum ekki lítið til þess stríðsmanns koma. Til hinna miklu minna. Ekki var okkur leyft að draga minnsta dár að því fólki. Eg var optlega smeikur við suma af þeim, eink- um Hunda-Sören. Hann fór með tvo stóra útfenda hunda, heimti fóður fyrir þá og lét sofa hjá sér. Man eg eina nótt, að eg vakti og heyrði karlinn vera að siða hunda sína og segja: »Eg þoli þig ekki, — þoli þig ekki, — ofan þá eða fram fyrir!« Fyrir kom, að þeir skrökv- uðu fréttasögum, þó sjaldan, nema mein- lausum eða hlægilegum. Sumir voru hræðilegir ræflar. Mæðgur komu utan frá sjó (Jökli), og settust upp á pall. Við heyrðum stelpuna segja: »Hverndjöf. . ertu að góna, móðir mín ?< »Máegekki horfa«, svaraði kerling. Þegar við fórum að signa okkur um kvöldið, var kerlíng spurð, hvort Imba hennar — hún var e tthvað 16 ára — kynni ekki neitt gott. Kerling svaraði: »Hvern skrattann á hún Imba að gera með gott!« »Hvert ferðu, þegar þú deyr?« spurði kaupamaður, sem stelpan var að þvælast fyrir í slægj- unni og brúkaði ljótan munn: »Hvert heldurðu að eg fari, nema til h......«, svaraði Imba. Þa var enn djúpt á barna- skólum kring um Snæfellsjökul. í Döl- unum, þegar eg dvaldi þar (um 1850) voru og ýmsir skringilegir flækingar á ferð. Einn vetur voru þeir þrlr á yfirför sömu dagana. Þá kvað Einar gamli á Harastöðum : »Vergang þróa fer um frón frænings móa raptur Hannes mjói hróðrarflón, Héla og Jóhann kjaptur«. Eyjamenn leyfðu engum flakk á landi, enda var þar sjaldan sultarkreppa. En hvergi hef eg séð glöggara sýnishorn en í Flatey á meðferð ríkishúsbænda á upp- gjafafólki sínu, er ekki var sagt til sveit- ar. Undir Hólsbúð (prófastssetrið, sem þá var) lágu ýmsar þurrabúðir; ein þeirra hét Norskabúð. Það var dimmt kot og fornt og illkleift upp á pallskörina. Þar bjuggu 6 kerlingar, eins og innstæðukú- gildi í búi hinna ríku hjóna; sú helzta þeirra hét Sigríður Þórólfsdóttir. Hún var einskonar príorissa eða abbadís yfir hinum. Ekki var klaustrið látið bresta, nema hvað hitann snertir; ískalt var opt hjá gömlu skepnunum, og hvað hreinlæti snertir þarf eg lítinn lofsöng að syngja. * Islenzkar sagnir. I*áttur af Kristínu Pálsdóttur úr Borgarfirði vestra. 11. kapítuli. Kristin fór í krók. Síðustu ár æfi sinnar var Kr. á fátækra- framfæri í Hálsahreppi 1 Borgarfjarðar- sýslu; hún var þá í Hraunsási, er hér seg- ir frá, og var þá komin hátt á áttræðis- aldur. Þá var það eitt sinn, að þangað kom Þorsteinn Jakobsson Snorrasonar, er þá var á Húsafelli; hann var þá á bezta skeiði aldur síns, var hann talinn einna knástur og sterkastur maður í Borgar- firði og jafnvel hér sunnanlands; hefur það og lengi haldizt í ætt séra Snorra. Þorsteinn gaf sig á tal við Kristínu, og spurði hana, hvort hún væti eigi orðin mjög farin að kröptum. Kristín glotti við og gegndi engu, en rétti fram hendina og bauð honum í krók. Þorsteinn tók á móti og toguðust þau á um hríð, og fékk hann eigi dregið upp krók hennar, en þó varð það um sfðir, og mátti þó áður alls til kosta. Þannig hefur frá sagt kona óljúgfróð, er lifir enn, og horfði hún á, er Þorsteinn fór í krók við Kristínu. Má af þessu marka, að Kristfn hafi haft alimikið afl í krttml- um sínum, er hún var á bezta skeiði ald- urs síns. (Meira). iniigor Reykjavikur, fvrir 1898, liggur al- menningi til sýnis á bæjarþingstof- unni næstu 14 daga. Borgarstjóri Reykjavíkur, 18. júní 1909. Páll Einarsson. Kennarapróf við kennnaraskólann tóku 29 nemendur 8.—12. f. m. Kennslan samskonar og áður hafði verið í kennaradeild Flensborgarskólans. Prófdómendur, skipaðir at stjórnarráðinu, voru Guðmundur prófastur Helgason og Jóhannes kennari Sigfússon. Þessir tóku prófið: _. , , í bóklegu í verkl. 1. Brynleifur Tobfasson frá Geldingaholti í Skagafirði........5,67 5,67 2. Kristján Sigurðsson frá Dagverðarnesi við Eyjafjörð........5,67 5,67 3. Svava Þórhallsdóttir úr Reykjavík.........................5,67 5,67 4. Þorsteinn M. Jónsson frá Utnyrðingsstöðum í Vallahreppi . . 5,67 5,67 5. Guðrún Guðmundsdóttir úr Reykjavík........................5,50 5,67 6. Magnús Stefánsson frá Þorvaldsstöðum í Norður-Múlasýslu . . 5,50 5,33 7. Valdimar Sigmundsson frá Nesi 1 Norðfirði..................5,50 5,67 8. Jörundur Brynjólfsson frá Hólum 1 Hornafirði...............5,33 5,33 9. Sigdór Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði................5,33 5,50 10. Sigurgeir Friðriksson frá Skógarseli í Suður-Þingeyjarsýslu . . 5,33 5,33 11. Elías Bjarnason frá Prestsbakkakoti á Síðu..................5,17 5,67 12. Guðmundur Benediktsson frá Svíra í Hörgárdal...............5,17 5,67 13. Ingibjörg R. Jóhannsdóttir frá Árnesi við Eyjafjörð........5,17 5,00 14. Jóhanna Eiríksdóttir frá Fossnesi í Gnúpverjahreppi .... 5,17 5.33 15. Jónína St. Sigurðardóttir frá Lækjamóti í Víðidal..........5,17 5,33 16. Sveinn Gunnlaugsson frá Flatey á Breiðafirði...............5,17 5,17 17. Arnfríður Einarsdóttir frá Búðum í Fáskrúðsfirði...........5,00 5,33 18. Guðjón Rögnvaldsson úr Reykjavík...........................5,00 5,33 19. Sigfús Bergmann frá Flatey á Breiðafirði..................5,00 5,33 20. Þóra Pétursdóttir frá Hrólfskála á Seltjarnarnesi..........5,00 5,67 21. Gísli Guðmundsson frá Efraseli í Hrunamannahreppi .... 4,83 4,83 22. Jónas Stefánsson frá Kaldbak í Suður-Þingeyjarsýslu .... 4,83 4,83 23. María Jónsdóttir frá Hríshóli 1 Barðastrandarsýslu..........4,83 4,83 24. Marselína Pálsdóttir frá Húsavík..........................4,83 5,00 25. Rannveig Hansdóttir frá Hrólfsstöðum í Skagafirði..........4,83 5,00 26. Þorbjörg Jónsdóttir frá Isafirði...........................4,83 5,33 27. Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík...........................4,67 5,00. 28. Einar Loptsson frá Vatnsnesi í Grímsnesi...................4,5° 5,00 29. Kristmundur Jónsson frá Miðeyjarhólmi í Landeyjum .... 4,00 4,00 Aðstoðarprestur í Álaborg er landi vor Haukur Gísla- son háskólakandidat í guðfræði orðinn og hefur tekið prestsvígslu í Danmörku. Laura Fór héðan til Hafnar 12. þ. m. Far- þegar meðal annara Magnús Torfason bæjarfógeti á ísafirði, Sigfús H. Bjarnarson koruúll og bróðir hans Pétur M. Bjarnar- son verksmiðjueigandi á Isafirði. Ferðamenn úr fjarlægum héruðum hafa verið hér allmargir að undanförnu, auk fulltrúa þeirra, er sóttu Stórstúkuþing Goodtempl- ara, og flestir eru farnir heim aptur. Meðal þessara ferðamanna hafa verið: Gfsli Ó. Pétursson héraðslæknir á Húsa- vík, Magnús Einarsson organleikari á Akureyri, Jón Daníelsson verzlunarm. á Sauðárkrók, Magnús Stefánsson kaupm. á Blönduósi og Konráð kand. bróðir hans séra Þorvaldur Jakobsson í Sauðlauksdal, Pétur Ólafsson kaupm. á Patreksfirði o. fl. Nokkrir þessara manna föru heimleiðis til sín með „Flóru" norsku skipi í fyrra- dag, en aðrir landveg. Með skipinu fór og Benedikt Sveinsson ritstjóri og alþm. norður í Þingeyjarsýslu til viðtals við kjós- endur sína þar. ii7 „Eg hef ekki orðið var við neitt þessháttar, herra. Það hefir engi*n komið hér nærri honum eða talað við hann nema systursonur yðar og eg." „Joe Berks ásamt rauða Ike, Yussef og Chris Mc Carthy eru á eptir. Þeir lögðu á stað tveim tímum á undan okkur". „Nú, það var dálaglegur hópurl En drengurin* er í engri hættu, herra. það væri samt máske réttast, að einhver okkar væri hjá honum." „Það er synd að vekja hann" „Hann getur vaxla sofið hvort sem er, þegar annað eins gengur á hérna í húsinu. Þessa leið, herra, niður í gegnum göngin hérna." Við gengum í gegnum lág göng og komum út að bakhlið hússins. „Hérna er herbergið mitt, herra," sagði Belcher og benti á dyr til hægri handar, „en þetta hérna vinstra meginn er herbergið hans.“ Hann opnaði dyrn- ar og sagði um leið: „Herra Charles Tregellis er kominn að heimsækja yður, Jim I — En, drott- inn minn! Hvernig stendur á þessu?" Það lagði næga birtu út um allt herbergið af messingslampa, sem stóð á borðinu. Rúmið var óumbúið og sokkur, sem lá f því virtist benda á, að ein- hver hefði legið þar. Annar glugginn stóð opinn og klæðishúfa, sem lá á borð- inu, var einasta vegsummerkið eptir íbúa herbergisins. Móðurbróðir minn leit í kring um sig og hristi höfuðið. „Það virðist svo sem við komum um seinan", sagði hann. „Þetta er húfan hans, herra," sagði Belcher. „Hvert hefir hann getað farið svona berhöfðaður? Jim, Jim!" kallaði hann, „Hann hefir sjálfsagt farið út um gluggann", sagði móðurbróðir minn. „Þess- ir fantar hafa tælt hann út til sín með einhverju djöfullegu bragði. Haltu á lampanum, systursonur! Tá, fór ekki eins og mig grunaði! Það sjást spor ept- ir hann á blómbeðinu hérna fyrir utan.„ Veitingamaðurinn og nokkrir menn úr veitingastofunni fóru nú með okkur út á bak við húsið, þar sem matjurtagarðurinn var. „Hérna eru sporin hans!“ sagði Belcher og benti á garðinn, sem var ný- pældur upp. „Hann var á skóm í kvöld og hérna sézt marka fyrir saumunum; en hvað er þetta? Það hefir verið hérna annar maður til.“ „Kvennmaður!" sagði eg. „Sem eg er lifandi, þá hefir þú rétt að mæla, Rodney," sagði móðurbróðir minn. Belcher hreytti úr sér blótsyrði. „Hann hefir aldrei talað við neina af stúlkunum hérna í þorpinu. Eg hef

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.