Þjóðólfur - 02.07.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.07.1909, Blaðsíða 2
io8 ÞJOÐOLFUR. árinnar lma, hafa hvað tninnst not af henni. Með því að byggja brú yfir ána, og veg þann, sem að henni liggur hvoru meginn, losast sýslubúar við að özla og klöngrast vegleysur, en undir eins er leið um sveitina stytt að miklum mun. En það finnst nú ef til vill óþarft, að greiða samgöngur um Skaptafellssýslurnar — mestur óþarfi þar á einhverju erfiðasta svæði Iandsins til yfirferðar? Ef til vill finnst réttmætt, að vér séum olnbogabörn sett hjá öllum þægindum, en eigum erfið- leikana skilið — eigum það skilið, að berjast við djöful og dauða? En svo fer nú betur, að Lögrétta nær ekki að hella yfir oss því óláni. Einu sinni áttum við ekki að fá að neyta réttar vors á full- trúaþingi þjóðarinnar. Vér erum fáir og smáir. Fátt er líka gert til þess að efla oss, En sem betur fór komust þeir menn á þing, sem sáu, að öll þjóðin átti hlut- fallslega jafnan rétt til vaxtanna af fé því, sem hún hefur öll eptir hlutföllum goldið. Það þing var í Vetur, sem Lögréttu er svo meinilla við. Vér A.-Skaptfellingar höfum mátt sætta okkur við, að danska eimskipafélagið, sem annast strandferðirnar, rjúfi samning þann, sem það hafði gert, um að korna á þær hafnir, sem á áætlunarskránni standa, þar á meðal Hornafjörð. En þar koma »Hól- ar« nú sjaldan orðið. Fyrstu ferð þeirra austur um land f vor, fóru þeir fram hjá Hotnafirði. Þá var hér um bil logn, veð- ur bjart og sjór stilltur. Þá var svo ástatt á Hornafirði, að vöruskortur var þar mik- ill, svo að fólk brast ýmsar nauðsynjar. En ekki horfði til vandræða þó, af því að fiskiafli var með betra móti. En þrátt fyrir það, þegar svona var ástatt heima fyrir, hefðu menn þegið vörur, og ýmsir áttu þær með »Hólum«, sem þeir höfðu útvegað sér frá Rvík. En í þetta skipti fór það á annan veg. »Hólar« fóru fram hjá, og búin verða smátt og smátt snauð- ari. Þegar »Hólar« komu að norðan, fóru þeir einnig fram hjá Hornafirði. Loksins eptir miðjan maí kom hvorttveggja, »Hólar« frá Rvík og »Reyður« frá Kaupm.- höfn með vörur til kaupm. Þórb. Daníels- sonar, og mun þá flestum hafa þótt mál komið. Ef vér viljum komast með skipi fram með ströndum landsins, þurfum vér með ærnum kostnaði að fara landveg til Djúpa- vogs, tveggja til þriggja daga ferð eptir atvikum. Þetta eru nú þau samgöngukjör, sem vér eigum við að búa. Og þykir þá órétt- látt, þótt landvegir vorir séu gerðir greið- ari yfirferðar? Virðist það misrétti, þegar tekið er tillit til þess, að símareru lagðir annarstaðar um landið á kostnað allra landsbúa. En allir vita, að síma höfum við ekki fengið enn. Og Lögrétta verður rangeygð af því, að fé skuli vera veitt til að byggja einn ofurlítinn brúarspotta hjá oss Hornfirðingum. Styrkurinn til strandferðanna er frá oss, eins og öðrum, og vér höfum að eins úr býtum borið vonbrigði og önnur óþæg- indi. Því stæði Hornafjörður ekki á áætl- un strandferðaskipsins, byggjumst við aldrei við komu þess, og þá færu menn fremur til Djúpavogs en ella, og yrðu þá síður að hætta við ferðalög sín. Svo er nú þetta, en það þarf að lagast, vonin að Austíjarðabáturinn bæti úr því, dálítið. Lögrétta bænir sig með þessum orðum: »Sögumaður Lögréttu er greindur og á- reiðanlegur, svo að engin dstæða er til að rengja orð hans«. Eg ætla mér heldur ekki að segja um orð þeirra annað en þetta. En betur þætti mér Lögr. farast, ef hun vildi gera þá bón mína, að gefa upp sögumanninn að þessu. Kannske sá maður hafi frætt blaðið um staðhætti í Hornafirði, sem lagði veginn þar svo snilldarlega í fyrra- sumar, að Hornfirðingum þótti slíku gulli illa varið, að láta það troðið fótum manna og dýra? Einhver er það greindur og ábyggilegur. En varlegt er það Lögréttu, að »hyggja sér alla vera viðhlæjendur vini«, því það tel eg ekki vinfengi, að skrökva að öðrum og koma honum til að mæla sér ógótt. Og finna mun Lögrétta það, að hún á formælendur fáa í Á.- Skaptafellssýslu, þegar hún flytur þann boðskap, að Þorleifur hafi undir nafni sýslunnar fengið fé úr landsjóði sér til handa. Skyldi hún vilja standa við fram- burðinn ? Hún sýnir vonandi að hún þori það. p. t. Reykjavík 21. júní 1909. Hornfirðingur. líl 'ær tijálp. Hinn 24. júní 1909 verður talinn stór- merkur í sögu þessa lands, þegar aldir líða, því þann dag skeði sá atburður, að blaðið Ingólfur steig fyrst upp úr brenni- vínsdjúpinu, svo hollur og hressandi, eptir að hafa í vínsins hollu laug skolað af sér margra ára óhreinindi. Félag það, sem sent hefur þetta hljómfagra óskabarn sitt út á meðal almennings, er, að eg hygg, réttast nefnt: brennivínsfélagið. Þetta hlýt- ur að skoðast sem virðingarnatn, þar sem stofnendur þess hafa með eldmóði og sannfæringarkrapti svarið Bakkusi gamla æfinlega tryggð og hollustu. Þeir vilja nú styðja lftilmagnann í nauðum, og hef- ur það aldrei þótt lastvert, enda hefur gamli Bakkus nú tapað hylli hjá íslenzku þjóðinni, og mátti því ekki seinna vera, að uppvektust góðir og þjóðhollir menn, til að setja stoðir við hans fúnu fætur. Það sýnist líka, að þessi hjálpsemi sé meira en nafnið tómt, þar sem fremstir í velgerða- félagi þessu standa sumir af okkar ágæt- ustu og djúphyggnustu embættismönnum, sem rasa aldrei fyrir ráð fram í neinu, enda bera heill okkar smælingjanna dyggi- lega fyrir brjóstí. Það er að vísu ótrúlegt, en þó satt, að heyrzt hafa raddir í þá átt, að brenni- vínsfélagið væri óheilbrigt að hugsunar- hætti, og að enginn góður drengur gæti svívirt sig með neinu frekara, en að lána þvl fylgi sitt. Við þekkjum vel, að sjaldan stendur á sleggjudómunum, þegar nýr félagsskapur er myndaður. Félagsmenn segja sjálfir — menn ættu sízt að leyfa sér að rengja það — að markmiðið sé meðal annars, að vernda menn gegn öll- um lögum, sem innibinda hina minnstu mannréttindaskerðingu ; persónulegt frelsi er því þeirra æzta markmið. Þetta er víst af alvöru mælt ? Er t. d. ekki mun- ur, ef eg, eða aðrir, kynni vegna vanstill- ingar að verða helzt til stórorðir í garð brennivínsfélagsins eða einhvers meðlims þess, þá er engin hætta á, að þeir, sem hlut ættu að máli af þessum frelsishetjum, færu að gera veður út af því. Nú má ekki bera illsakir á mann að ósekju, varla segja hreinan sannleika, án þess að eiga á hættu að verða hýddur með vendi lag- anna; og svo er strangleikinn mikill nú, að eg má ekki taka blessaðan æðarfugl- inn og borða hann, þótt hann finnist í mínu eigin neti og þótt hungursneyð kreppi að. Enginn má eiga nema eina konu. Eg má ekki ríða mínum eigin hesti um göturnar eptirjvild. Enginn má hafa hund, nema greiða af honum háan skatt. Ekki má senda hross til útlanda, nema dýralæknirinn hafi rennt sínum tindr- andi augum yfir hópinn, fyrir borgun. Eða þá sóttvarnarlagaómyndin ! Eptir þeim má enginn gera sér hægra íyrir,' og hrækja á sitt eigið gólf. Þetta nægir, þótt fátt sé af mörgu, til að sýna fram á ágæti þess mikla félags, sem ætlar með mildi, en alvöru, að reka öll þau ákvæði úr lögunum, sem á ein- hvern hátt hepta persónulegt frelsi manna. Svo er eins að gæta, sem eptirtektaverð- ast er, eins og áður er tekið fram: Hverjar eru hetjur þær, sem lagt hafa ótilkvaddir út í þessa baráttu? Er það íslenzka alþýðan, sem að vísu má nota þegar til kosninga kemur, en sem ber hins vegar, sem vonlegt er, jafn óupp- lýst, lítið skyn á stórmálin, t. d. fyrirsjá- anlega bölvun aðflutningsbannsins. Nei, leiðtogarnir tilheyra ekki þeim flokki. Það eru okkar elskulegu og vitru embætt- ismenn, sumir hverjir, sem þjóðin að vísu fæðir og klæðir, en fær þekkingu þeirra og ráðsnilli í staðinn, og er ltklega ekki vangoldið. Alþýðan heldur því nú fram, að hún í heilan aldarfjórðung hafi starfað sleitulaust í þarfir bindindismálsins og komist að þeirri niðurstöðu, að vínið væri þjóðarböi. Hún hefur því með snjöllum rómi skipað fulltrúum sínum að taka rödd sfna til greina, og svo vanhyggnir hafa þeir verið, að gera það. Þessu svara hinir vísu brennivínsfélagsmeðlimir þann- ig, að þeir hafi fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um þetta mál hjá Magnúsi sínum dýralækni og einhverju nýstofnuðu félagi í Noregi. Þeir hrópa því á móti þjóð og þingi, og segja: Bannlögin verða til niðurdreps þjóðinni; vér viljum nema þau strax úr gildi, áður en þau vinna fyrirsjáanlegt tjón. Þessu ættu allir að hlýða, þegar svona menn skipa. Þeir eru okkar leiðtogar og hafa þar á ofan margra ára reynslu fyrir ágæti vfnsins. Sumir þeirra hafa drukkið mestan hluta æfi sinnar, og sjaldan orðið meint af. Þeir hafa séð blessuð börnin sín svo spil- andi fjörug og kát, fjörguð af vínsins á- gætu áhrifum. Þeir þekkja hversu mikil prýði er að blómlegum hlut, svipuðum eplishelming, sem er á miðju andliti sumra manna; þeir þekkja fjarverandi vini og vandamenn, sem láta vínið lífga anda sinn og lypta honum ofar jarðnesku moldarryki. Margt, margt þekkja þeir, sem styður ágæti vínsins. Er þá furða, þótt þeir vilji grfpa til sinna ráða, þegar verið er að reka þessa blessuðu björg úr landinu? Þeir vilja enga ofdtykkju, enda taka það ótvfrætt fram, að menn eigi að drekka í hófl. Þeir ætla með sínum öfl- uga og göfuglynda félagsskap, að fyrir- byggja öll slys á sjó og landi, sem of- drykkjan gæti valdið, þeir ábyrgjast öll- um konum, að þær aldrei verði ekkj- ur, eða þurfi að slfta sér út á gráti og kveinstöfum, af því maðurinn þeirra hafi dáið sem ofdrykkjumaður. Þeir vernda öll börn frá þvf óttalega hlutskipti, að standa hungruð og klæðlaus vegna drykkju- skaparóreglu á heimilinu. Maður sér það á honum Ingólfi endurborna, að freisis- hetjur þessar, sem svo lítið hefur undan- farið borið á í þessu máli, ætla að sjá um hóflega brúkun vínsins, og þó er eins og menn efist um, að þeir geti uppfylt þetta stóra starf — embættismennirnir sjálfir —. Ungu slóðar þessa lands! Þið megið nú bera kinnroða, þegar þið sjáið háaldr- aða menn, sem um fjölda æfiára hafa borið heill þjóðarinnar fyrir brjósti, fara á stað út í baráttu í því máli, sem vit- anlegt er, að mikið stríð kostar, þegar það skal háð móti venþekkingu og ofsa alþýðunnar. — Þeir eru nú aptur ungir í annað sinn. Þeir deyja fyr en þeirgef- ast upp, þegar heill fósturjarðarinnar er í veði. Börn og æskumenn ! í ykkur býr frarn- tíðin. Konur og foreldrar, sem sendið drengina ykkar á] menntaskólann! þetta heittclskaða og virta forðabúr allra vís- 1 inda og menningar. Kvíðið engu ; rektor skólans og góðskáldið, ásamt sumum kennurunum, er í brennivínsfélaginu. Ekki er því hætt við, að synir ykkar þurfi að verða þurbrjósta. Kvíðið engu. Þið fá- ið ekki syni yðar heim að vorinu sem auma drykkjuræfla. Kennararnir gæta hófsins; hjá þeim er skjól að finna fyrir öllum vindum. Það þekkja þeir, sem inn um menntaskóladyrnar hafa farið. Eg vonast nú til, að menn og konur virði svo mikils þessi orð mín, að hylli brennivínsfélagsins eflist og margfaldist ekki síður en undanfarna daga, sfðan það var stofnað, enda langar mig til að bæta nokkru við sfðar um félag þetta, og þá mun eg benda á drykkjumenn — eg ætlaði að segja hófsmenn á þeirra vísu, sem nú standa herklæddir, hafandi Ing- ólf fyrir skjöld. — Fagurt er útsýnið frá beitilandi brennivínsfélagsins. Söfnum okkur þar saman. Reykjavík 1. júlf 1909. Jóh. Jóhannesson. •;■■ * * Aths. ritstj.: Þjóðólfur er ekki að öllu leyti sam- þykkur anda eða orðalagi greinarinnar, en þykir hún að ýmsu leyti svo rösklega rituð, að hann hefur ekki viljað synja henni rúms. Fornmenjarannsóknir. Eins og getið var um í síðasta blaði ætla þeir félagar Finnur Jónsson prófessor og Daníel Bruun kapteinn að rannsaka í sumar hoftópt í Ljárskógum í Dölum. í fyrra sumar rannsökuðu þeir meðal annars gamalt hof á Hofstöðum við Mývatn, og hefur Þjóðólfi verið send svolátandi skýrsla um þá rannsókn: Hofið snír írá norðri til suðurs, og skipt- ist, eins og flest hof, í tvent, afhús og veizluskála. Afhúsið var um 7 metra á lengd, skálinn rúmlega 36 metrar, lengd alls hofsins 45 metrar. Dyrnar á afhús- inu voru á vesturhlið, en á skálanum á austurhlið, nálægt þverbálkinum, sem greindi skálann frá afhúsinu. í skálanum fundust greinilegar leifar af langeldum, og fram með langveggjunum upphækkaðir pallar til að sitja á. Nokkuð frá veggjun- um, langsetis eptir húsinu, fundust merkt til að staðið hefðu tvær súlnaraðir, sín hvoru megin, er hefðu haldið uppi þak- inu. Auk leifanna eftir langeldana fund- ust gryfjur, sem virtist hafa verið eldað í, á 2 stöðum inni í skálanum. 1 rústunum fundust ekki margar, en þó nokkrar fornleifar og eru þessar hinar helztu: Bein af húsdýrum, einkum nautum, kind- um og geitum, og líka af hestum og svín- um og ýsubein, og hafa þessi bein verið ákveðin af herra Herluf Winge, umsjónar- manni við Dýragripasafnið í Kaupmanna- höfn. Mörg brýni. 2 sökkur (eða steinkylfur?). Ýmisleg járnbrot; þar á meðal af 2 skærum, járnnaglar o. fl. Einkennilegt verkfæri úr beini. Allt, sem fanst, er afhent Fornmenja- safni íslands. Að lokinni rannsókn var rústin færð f samt lag aptur, svo að engum steini er. haggað úr sæti, og þakið yfir. Bæjarbruni. Hinn 6. f. m. brann bærinn að Kálfa- vík f Skötufirði vestra. Varð eldsins fyrst vart tim kl, 10 árdegis- og brunnu bæj - hús öll á rúmri. klukkustund. Lausafjár-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.