Þjóðólfur - 02.07.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.07.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. munum varð bjargað að mestu. Bónd- inn þar, Jón Hjaltason, beið mikið tjón, því að allt var óvátryggt. Hátíðarhald allmikið var á Akureyri 17. f. m. (af- niælisdag Jóns Sigurðssonar). Bæjarfógeti (Givðl. 'Guðmundsson) settj hátíðina með ræðu. Stefán Stefánsson skólastjóri tal- aði um Jón Sigurðsson, Karl Finnboga- son fyrir Islandi og Steingrímur Matthí- asson læknir um Islendinga. »Norðurl.« finnur að því, að ræðumennirnir sumir hafi komizt út í pólitik og talað þar frá flokkssjónarmiði. Á hátíðarsvæðinu sást enginn íslenzkur fáni segir »Norðurl.«, og hafði þó Ungmennafélag Akureyrar gengizt fyrir þessu hátíðarhaldi, en blað- ið getur þess jafnframt til afsökunar, .að félagið hafi ekki séð sér annað fært, en útiloka íslenzka fánann, til þess að stjórn- arandstæðingar fengjust til að taka þátt í þessu hátíðarhaldi. Á samkomu þessari voru ýmsar íþrótt- ir sýndar: bændaglíma með verðlaunum í 5 flokkum, ýms stökk (hástökk, stang- arstökk og langstökk), hlaup, kappganga, sund (kappsund og björgunarsund) og knattleikar. Voru verðlaun veitt fyrir hvert um sig. Sama daginn var og glímt um íslandsbeltið, er Guðmundur Stefáns- son vann og áður er getið um. Næst þeim Guðmundi og Sigurjóni hafði Pét- ur Jónsson frá Gautlöndum (ekki Pétur Gauti!) 9 vinninga, Kári Arngrímsson frá I.jósavatni 8, Þorgeir Guðnason frá Grænavatni 8 og aðrir þaðan af minna. »Norðurl.« lýkur lofsorði á glímuna og hæiir hinum reykvízku glímumönnum. íþróttamót þetta 17. f. m. virðist hafa orðið Akureyringum til sóma og skáka þeir höfuðstaðnum, sem virðist ætla að leggja niður allt þjóðhátíðarhald 2. ágúst. Er það hálfvesaldarlegt og lítt frægilegt afspurnar. Væri ekki vinnandi vegur að dubba þjóðhátíðarhaldið hér í Reykjavík svo upp, að það gæti orðið árlegt, alls- herjar íþróttamót fyrir allt landið? Svo æ 11 i það að vera. Höfuðstaðurinn verð- ur að ganga á undan í þessu sem öðru. Það er ofmagurt, að láta Thomsens-veð- reiðarnar á Melunum fyrir þýzka ferða- menn, koma 1 stað þjóðhátíðar, vera helztu sumarskemmtun bæjarbúa. Það er höfuðstaðnum naumast vansalaust. Fyrri hluta lagaprófs við háskólann hefur tekið Sigfús M. Johnsen (frá Vestmanneyjum) meði.eink. Fyrri hluta læknaprófs við læknaskólann hér hafa tekið Magn- ús Júlfusson með 1. eink. (65 st.) og Hend- rik Erlendsson með 2. eink. (35 st.). Pról í íorsipjallsvísinduin tók 29. f. m. Sigurður Sigurðsson (frá Vigur) með einkunninni dável +. Hann var veikur af mislingum um það leyti, er prót þetta var haldíð áður, Og getið var um hér í blaðinu, en fékk leyfi til að ganga upp síðar. Nýjan vélarbát, er »Hvítá« nefnist, hefur félagið »St(g- andi« í Borgarnesi keypt og ætlar að hata hann til ferða frá Borgarnesi upp eptir Hvítá og Norðurá. Hann er 10 metrar á lengd, 2^/4 á breidd og i1/ IO á dýpt. Vélin er svonefnd Norrönavél, með 6 hesta afli. Báturinn ristir að eins 22 þml. djúpt, með 5 tonna þunga, er byggður úr eik og málmsleginn í botninn. Hefur kost- að 5,150 kr. Bátinn hefur O. Ellingsen skipasmiður við dráttarbrautina hér út- vegað frá Noregi. Hann kvað reynast vel þar upp frá, eptir því sem enn hefur frétzt. Verður mikið hagræði að honum fyrir bændur þar um slóðir. Heiðursmerki frá frakknesku stjórninni hafa fengið Mathías Einarsson læknir við frakkneska spftalann hér og Halldór Gunnlaugsson læknir í Vestmanneyjum. Þeir eru báð- ir orðnir sofficiers d’ academie«. Stúóentapróf. Útskrifaðir voru úr almenna mennta- skólanum 30. f. m.: Jónas Jónasson . . . I. ág.eink, 106 st. Sveinbj. Theódór Jakobsson I. 103 — Halldór Kristjánsson . . . I. 102 —- Kristján Ólafur Björnsson . I. 97 — Bjarni Snæbjörnsson . . . I. 93 — Þórður R. A. Þorgrímsson . I. 87- Halldór J. Þorsteinsson . . I. 87 — Halldór Kristinsson . . . II. 82 — Símon J. Þórðarson . II. 78- Eirlkur Einarsson . . . . II. 78- Vigfús I, Sigurðsson . . . II. 73 — Utanskólanemendur : Guðmundur Ásmundsson II. 79 — Jón Jóhannesson . . . . II. 77 — Marten A. Th. Bartels . . II. 72 — Jónas Stephensen . . . . III. 62 — Dánarminning. Hinn 11. f. m. öúní) lézt í fiskiróðri Krist- játi Helgason í Gíslabæ á Hellisvöllum á Snæfellsnesi, sonur þeirra hjóna Helga óð- alsbónda Árnasonar í Gíslabæ og Kristínar Grímsdóttur. Hafði hann róið einn á smá- bát kl. 4 árdegis og sat að fiskdrætti fram eptir morgni. Brandur bóndi Jóhannesson í Bárðarbúð, sem einnig var á sjó á sömu slóð, hafði tvívegis tal af honum. I síðara skiptið kvartaði Kristján sál. um lasleika og kvaðst mundi fara heim, og skildu þeir við það. Nokkru sfðar tók Brandur eptir því og sonur hans, er var á fjöl með honum, að bátur Kristjáns sál. var nokkuð síginn meira en áður. Fóru þeir þá til hans, og urðu þeir skjótt vísari, að Kristján var lát- inn, því hann var fallinn með höfuðið út af borðstokknum upp að mitti út í sjó. Er það álit þeirra feðga, að hann hafi orðið bráðkvaddur, en ekki látizt svo af slysi. Um dauðameinið verður þó ekki sagt með vissu, því að héraðslæknirinn í Olafsvík varð ekki kvaddurþar til álita, þar sem hann þá var á ferð í Reykjavík. En álit greindra manna og nærfærnra, er líkið sáu, var það, að dauðameinið mundi jafnvel hafa verið heilablóðfall. — Kristján sál., sem fullu nafni hét Kristján Sumarliði Jón, var fædd- ur í Gíslabæ 3. desember 1878, og var hann því 30 ára og 6 mánuðum betur, er hann lézt. Hann ólst upp hjá. foreldrum sínum í Gíslabæ og hafði aldrei heiman farið, og var nú fyrirvinna hjá þeim ásamt yngsta bróður sínum, Jóhannesi og systr- um þeirra tveimur. I æsku naut Kristján sál. þeirra fræðslu, sem tíðkast meðal al- mennings, undir hinni góðkunnu umhyggju og nákvæmni föður síns, enda bar hann í orði og verki ávalt með sér ávöxt góðs upp- eldis, því hann var einhver hinn grandvar- asti maður til orða og verka, reglusamur, starfrækinn, hagsýnn, afbrigða þrifinn, dygg- ur og staðfastur í öllu ráði sínu, góðviljað- ur og guðrækinn, svo sem foreldrar hans og systkini, sem enn eru 8 á lífi, 3 bræður og 5 systur. Kristján sál. var prýðisvel greindur, eins og hann á kyn til. Hagleiks- maður á tré og fleira var hann með af- brigðum, og einkum var hann svo skurð- hagur, að aðdáanlegt þótti, og hafa útskorn- ir munir eptir hann selst óvanalega háu verði víðsvegar. Er hinn mesti mannskaði að fráfalli Kristjáns sál. Einkum er vanda- mönnum hans harmur að hinu sviplega frá- falli hans. og þá ekki sízt foreldrum hans, sem bæði eru öldruð og heilsubiluð. Mun þeim það skarð nær óbætanlegt, þar sem báðir elztu synir þeirra, Jón og Árni, mestu myndarmenn, eru að heiman farnir. Krist- ján sál. vandist sjómennsku frá barndómi með föður sínum, sem hefur alla tíð verið gætinn og happasæll formaður, eins og hann ér einhver hinn framsýnasti og ráðdeildar- samasti maður í hvívetna, samfara reglusemi og dugnaði, enda hefur Kristín kona hans verið honum samhent í öllu, því hún hefur alltaf veitt heimili þeirra forstöðu með frá- bærri umhyggju og móðurlegri umönnun. Kristján sál. var hinn efnilegasti sjómaður, gætinn og aflasæll, og verður þar þvf til- finnanlega skarð fyrir skildi. — Minning Kristjáns sál. mun af vinum og vandamönn- um hans jafnan verða í heiðri höfð og seint gleymast þeim, sem bezt þekktu hann, og var hið prúða og glaðlega dagfar jafnframt samvizkusemi eitt nóg til þess, að afla hon- um vinsælda og trausts góðra manna. Krist- ján sál. var barnlaus og ógiptur. — Sá, sem þelta ritar, flytur að lyktum öllum þeim, sem sýndu hluttekning í fráfalli Kristjáns sál. hugheilar þakkir vina og vandamanna hans, og þá ekki sízt Brandi bónda í Bárð- arbúð og Kristjáni syni hans. E. Þ. „Sparkið^ í Lögréttu. Það er vitanlega hrein og bein frágangs- sök, að eltast við allan þvætting þann og álygar, sem minnihluta flokksblöðin — stjórn- "arandstæðingar — bera látlaust á mótstöðu- menn sína, enda hefur Þjóðólfur hingað til lítt skipt sér af slíku skrifi. En í síðustu „Lögréttu" (í fyrra dag) eru þó tvö atriði, tvennskonar álygar á Þjóðólf, er hann leyfir sér að lýsa hina virðulegu höfunda brotalausa ósannindamenn að. Annað atiiðið — að nokkru leyti tuggið upp eptir „Reykjavík" — er, að Tryggva Gunnarssyni hafi verið vikið frá bankastjórastöðunni með flokkssamþykkt meiri hlutans, og sagt jafnvel fullum fetum, að ritstjóri Þjóðólfs hafi sjálfsagt átt mikinn 109 þátt í því, hafi tekið að nokkru leytiitíJsi^ ábyrgðina á þessu með ráðherra o.i.'K 'ftv. Eru þeir, sem að blaðinti standa, st® vit-- grannir, að þeir haldi, að nokkur maður leggi trúnað á þessa heimsku? Það hefdr vitanlega ekki verið minnzt á frávikningu Tr. G. á nokkrum einasta flokksfundi eða flokksstjórnarfundi meiri hlutans. Það mál er stjórn flokksins algerlega óviðkomandi, og ritstjóra þessa blaðs getur hvorki verið eignuð sæmd eða vansæmd af þeirri ráð- stöfun. Hún er eingöngu stjórnarinnar verk, er minni hluta þingflokkurinn meðal annars hafði gefið henni undir fótinn að framkvæma, er hann var með meiri hlutan- um í þvf, að samþykkja breytingu á banka- lögunum og ákveða Tr. G. eptirlaun. Hann (minni hlutinn) má því glapskyggni sinni um kenna, hafi hann ekki rennt grun f, hvert stefndi með því frumvarpi. Olíkinda- læti eptir á eru þýðingarlaus. Annað atriðið, sem vér Ieyfum oss að lýsa Lögrétturitarann, hver sem hann er, beinan ósannindamann að, eru þær álygar, að Þjóð- ólfur hafi „sparkað í lfkkistu" Sigurðar á Fjöllum. Ekki er nú ósnyrtilega að orði komizt(l). I rauninni er illgirnisflónska þessi ekki svaraverð. En skjóta þorum við því undan dómi þessa Lögréttusnáða og undir dóm allra réttsýnna manna og óhlutdrægrn, hvort Þjóðólfur hafi „sparkað« í Sigurð dauðan með frásögninni um lát hans í síð'- asta blaði, þar sem einmitt var dregin fjöð- ur yfir sannindi þau, er sorglegust voru í sambandi við fráfall mannsins, og engu orði á hann hallað, alveg hlutlaus látinn. Sé það „spark í líkkistu", þá hefur „Lögrétta“ sannarlegs opt lagzt á náinn, enda mundi því heiðursmálgagni fremur vera við því hætt en Þjóðólfi. Það hefði t. d. verið nógu þokkalegt að sjá hana, hefði Sigurður heit. verið jafnmikill mótflokksmaður blaðs- ins, eins og hann var stækur flokksmaður þess. Þá hefði meiri hlutinn sannarlega fengið lesinn textann hjá „Lögr." í sam- bandi við fráfall hans, bankaskuldirnar o. fl. Það hefði vafalaust verið þá gefið í skyn, að meiri hluti þess fjár hefði ekki runnið í vasa hans eins o. s. frv. (sbr. aðdróttanir í síðasta tbl. „Lögr.“, að foringjar sjálfstæðis- flokksins raki saman fé handa sjálfum sér og hafi landsjóð að féþúfu). En slíkar að- 119 eptir heyrði eg, að ekið var hratt niður eptir veginum. F?g man, að eg furðaði mig á því, að nokkur sliyldi aka í burtu frá Crawley í kveld, þegar annað eins væri hér um að vera“. Móðurbróðir minn tók við skriðbyttunni af honum, og svo gengum við saman niður stíginn. Þegar við komum út að hliðveginum, skundaði móður- bróðir minn þangað, en staðnæmdist brátt, því að við glætuna úr skriðbyttunni kom hann auga á ófagra sjón, og Jim Belcher tók heldur en ekki upp í sig. Fram eptir rykugum veginum sást löng, rauð rák, og rétt hjá lá dálítið prik, líkt því, sem Warr haföi lýst um morguninn. XVI. Á m e 1 u 1111 m v i ð C r a w 1 e y . Alla nóttina vorum við að leita í nágrenninu ásamt Belcher, Berkeley Cra- ven og nálega tylft manna að auki, en engin ummerki gátum við fundið eptir Jim önnur en þau, sem við höfðum þegar fundið. Sólin var komin hátt á lopt, þegar við loks snerum aptur til Cravley þreyttir af ganginum og í þungu skapi. Við réðum ráðum okkar meðan við borðuðum morgunverðinn, og var Berkley Craven Kka boðið að borða með okkur, því að hann hafði mikla reynslu og þekkingu á öllum íþróttamálefnum. Belcher var hálfvegis utan við sig út af þessum skyndilegu endalokum á allri fyrirhöfn hans, og gerði ekkert annað en að bölva Berks og félögum hans niður fyrir allar hellur. Móðurbróðir minn sat alvarlegur á svipinn og neytti ekki matarins, og mér lá við að hylja andlitið í höndunum og gráta. Craven var sá eini, sem virtist hvorki hafa misst roatar- lystina né geðró sína. „Bíðum við, — átti hnefleikurinn ekki að byrja kl. 10 ?“ spurði hann. „Jú, svo var til ætlazt“. „Eg er líka viss um, að hann verður. Látið ekki hugfallast, Tregellis. Það eru eptir þrír tímar enn, og á þeim tíma getur skjólstæðingur yöar hæglega komið“. Móðurbróðir minn hristi höfuðið. „Eg er hræddur um, að fantarnir hafi rekið erindi sitt betur en svo“, sagði hann. „Jæja, en þeim hefur þó ekki getað gengið neitt til að drepa hann, eða ekki verður það ráðið af því sem Warr heyrði til þeirra. Þeir hafa víst ekki meir aðgert, en að veita honurn högg i höfuðið, og síðan hafa þeir ekið honum heim að einhverjum bóndabænum eða inn í eitthvert hesthús, og ætla sér að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.