Þjóðólfur - 06.08.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.08.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFU R B 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 6. ágúst 1909. M 33. Verzlun B- H- 3JA1^NA56N hefur bæjarins fjölskrúðugasta og bezta úrval af IYýlendu- og Niðursuöuvörum. Allt eru það nýjar vörur og hinar vönduðustu. Verðlagið hið lægsta, sem fáanlegt er í höfuðstaðnum. Menn sem skipta að staðaldri við verzlunina, geta íengið viðskipta- bækur, þar sem öll kaup eru innrituð jafnóðum. Slíkir viðskiptamenn fá þá i lok hvers mánaðar útborgað hœrra »rabat« en tíðkanlegt hefur verið hér i höfuðstaðnum af öllu því, sem keypt hefur verið mánuðinn þar á undan, og munu þannig löguð viðskipti reynazt langarðvænleg- ust íyrir kaupendur. Reynið, ogr þér munuð sannfærast. Kitsoiis-ljósið. Enginn hygginn maður mun glæpast á því, að kaupa dýrt, lítið og vont ljós, t. d. 70 kerta gasljós, fyrir 22/s a. um klukkustund, þegar kostur er á öðru eins ljósáhaldi og Ivií sons-lampsuiuin. sem framleiðir hollt og bjart ljós fyrir mörgum sinnum lægra verð, t. d. 500 kerta ljós fyrir 23/4 a. á kl.st. Þeir sem hafa i hyggju að afla sér þessa heimsfræga ljósáhalds, Kitsons-latnpans, fyrir í hönd farandi ljósatíma, eru beðnir að senda pantanir sinar sem allra fyrst til um- boðsmanns verksmiðjunnar: cÆ. c7£ <&jarnason. E»jóðhá11ð Rejkvfkinga hófst sunnudagmn i. ágústkl. 2 síðd. með mílu kapphlaupi frá Árbæ niður á Austurvöll, og tóku 14 manns þátt í þeim. Verðlaun hlutu: 1. Helgi Árnason (28 mín.). 2, Sigurjón Pétursson (28 mín. 5 s.). 3. Jóel Ingvarsson (28 mín. 10 s.). 4, Einar Pétursson (28 mín. 15. s.). Kl. 5 var sundskáli' sá er Ungmenna- félagið hefur gengist fyrir byggingu á, suður við Skerjafjörð, vígður og flutti Hannes Hafstein bankastjóri vígslu- ræðuna. Kvæði það sem hér fer á eptir og ort hafði Guðmundur Magnússon var sungið. Nú er hæli vort byggt, nú hreystinni tryggt yfir höfuð sér þak gegnum æskunnar strið. Það ber gullaldarbrag sem vér gerum í dag, og vér gefum þér ávöxtinn, komandi tíð. Það bar feðranna orð yfir stórhöf Og storð, hversu strauminn þeir léku og brimfalls- ins rót. Sérhver konungleg þraut lagði blóm þeim á braut, jafnvel björnum á sundi þeir lögðust á mót'. Nú skal fræðaröld ný renna skini um ský, nú skal skuggunum hnekt voru dáðleysi frá. Hér skal djarflega teflt, hér skal atgervið eflt, hér skal ættlera-svipurinn skolast af brá. Sjá, hér býður hann hönd, leggur band inn í strönd, þessi blikandi leikvöllur, kvikandi, tær. Dröfn, þitt vinfengi' er vallt, fang þitt karlmennsku-kalt, en þín kesknis-bros laða, svo eggjandi skær. Þar sem fólkið er hraust, er það hugar- vílslaust, þar á heimurinn gnægð, þar er hvarvetna byr. Því er búð þessi reist, þetta bandalag treyst, að sú blessunaröld megi koma því fyr. Heill þér framgjarna sveitl Krýni frægð þennan reit, þar sem frumherja-vígið þú reisir á strönd. Marga hamingjuspá er í hylling að sjá, eins og heiðbjartan jökul við sædjúpsins rönd. Að því loknu var þreytt kappsund í þrem flokkum (eptir aldri) 100 metra og hlutu verðlaun. I 1. flokki: 1. Sigtryggur Eiríksson, stud. art., 2. Stefán Ólafsson, 3. Benedikt Guðjónsson. I 2. flokki: Einar Guðjónsson. I 3. flokki: Tómas Hallgrímsson. Fyrsti flokkur þreytti og 500 metra sund, og fengu sömu menn verðlaun og | fyrir 100 metra sundið. Kl. 7 var knattleikur á Meluuum. Kl. 9 árdegis 2. ágúst hófust veð- reiðar á Melunum og fengu verðlaun: Fyrir stökkhesta. 1. Guðm. Jónsson (21 sek.). 2. Beinteinn Thorlacius (21^ s.). 3. Guðm. Gíslason (22 s.). Fyrir skeiðhesta. 1. Beinteinn Torlacius (20V2 s). 2. Bogi Þórðarson á Lágafelli (24 s.). 3. Benóný Benónýsson (26 s.). Fyrir töltara. 1. Helgi Jónsson (46V2 s.). 2. Th. Thorsteinsson (48 s.). Óánægju nokkra hafði það vakið, að hestur Boga Þórðarsonar var reyndur einn sér, því margir töldu hann fljótast- an, og hafði hann er hann var reyndur síðar við hest þann er fékk 1. verðlaun verið fljótari. K.1. 10 árd. hófust 100 metra kapp- hlaup á Melunum, þar unnu verðlaun: 1. Helgi Jónasson, verzlm. (21V2 s.). 2. Sigurjón Pétursson (13V4 *•)• 3. Guðm. Sigurjónsson (14 s.). Fyrir kapphíaup 1000 metra fengu verðlaun: 1. Sigurjón Pétursson (3 mín. 3 s.). 2. Guðm. Sigurjónsson (3 mín. 8 s.). 3. Magnús Tómasson (3 mín. 10 s.). Kappganga, var og líka, en þar fengu engir verðlaun, þvímennirnir »hlupu upp«, að því er formaður hátíðanefndar- innar komst að orði. Kl. 12*/» var gengið til hátíðasvæðis- ins á Landakotstúni og setti formaður nefndarinnar Bjarni Jónsson alþm. hátíðina. Síðan flutti Kristján Jóns- son háyfirdómari, minni konungs. — Indriði Einarsson skrifstofustjóri mælti fyrir minni íslands og var þar á eptir sungið kvæði það, er hér fer á eptir, og Hannes S. Blöndal bankarit- ari hafði ort: Þú móðir kær, í minnisbókum þinum svo mörg og ítur ljóma frægðar nöfn, að stærri þjóðir ei í sögum sínum þau sýna mega fleiri, né þeim jöfn. Því enn þá heldur ægishjálmi Snorri, og enginn betur Lilju-skáldi kvað; hið skæra ljós frá söng og sagnlist vorri, nein síngjörn hönd ei getur slokkið það. Enn er þín sama bjarta, heiða bráin, sem bláu lyptist himinskauti mót. Enn er hin sama sona þinna þráin æ þig að hefja, mæra jökulsnót. Enn áttu, móðir, fræga' og frjálsa niðja, sem frama stærstan jafnan telja það, til nýrra heilla' og hags þér brautir ryðja, en hopa ei, né bíða' í sama stað. Hún móðir vor þarf margt að láta vinna, við margan óvin heyja þarf hún stríð. Með hryggð hún lítur sundrung niðja sinna, — hið sama böl, er spillti fyrri tíð. — Hver þjóð er sjúk, sem skortir andans eining, hið innra stríð er hennar refsi-hrís. Nær spillir öllum sáttum sundúrgreining um sérhvert mál, — já, þá er glötun vís. Ei fyr en sáttir saman getum barizt, vér Snælands-niðjar, miða fer úr stað. Þá lyrst er um það von að geta varizt gegn voða hverjum, sem ber höndum að. Því strengjum heit á móður minnis-degi þann metnað sýna'að standa hlið við hlið, og þoka hverjum vanda' úr hennar vegi, og veita' ei hverjir öðrum sár, — en lið. Fyrir minni íslendinga erlendis mælti Hjalti Sigurðsson verzlunar- stjóri, og á eptir var þetta kvæði sungið eptir Guðm. Magnússon: Nú líður yfir lond og haf vort Ijóð um heimsins bungu alla, og leitar handan hafs og fjalla að bræðrum þeim, sem guð oss gaf. Vér þekkjum augun, ef vér sjáum þar endurskin af fjöllum bláum, með fossa glit og fanna fjóm. Það hlustar sérhvert hjarta við. — Þvi hvaða mál, sem tungan reynir, sér íslenzk hugsun undir leynir og heldur innsta eldi við. Þar felast vorar frægu sögur, þar finnast vorar léttu bögur, þar ómar gígjan: »Guð vors land«. Þið gestir út um allan heim, við ykkar nálægð jafnan finnum, og yfir vorum mætu minnum þið eruð með — þið unnuð þeim. Og þegar ísland yfir höfin við elding lætur skína tröfin, þá svipast geislinn ykkur að. Guð fylgi ykkur strönd af strönd. Vér stráum kveðjum yfir sæinn og leggjum íslenzk ljóð í blæinn, sem ber þau yfir ykkar lönd. Og íslands heill og íslands gengi sé ykkar fylgja vel og lengi, og vísi ykkur veginn heim. Að því búnu hófust hástökk og langstökk og fengu verðlaun: Fyrír hástökk: 1. Kristinn Pétursson, 2. Jón Halldorsson, 3. Hallgrímur Benediktsson. Fyrir langstökk: 1. Kristinn Pétursson, 2. Theodór Árnason, 3. Guðbrandur Magnússon. Kl. 4 flutti dr. JónÞorkelsson minni ReykjaVíkur, og var sungið kvæði það, er hér fer á eptir og Guðm. Magnússon hafði ort: Hér stóð upphaf okkar sögu Ingólfs höfuðból; fáar hendur fyrst hér reistu frónskan veldisstól. Einn hann tók, við engan deildi, allt var landið hans. Gjöful hönd með gestum skipti gæðum þessa lands. Allt það hvarf — og ei skal rekja alda myrkra spor. Þá var opt sem ætti að gleymast æðsta minning vor. Loks var eins og einhver vera, ókennd, vizkurík, benti vorum blindu völdum beint á Reykjavík, Vöxtur hennar, heill og gengi, hefir morgun-brag. Þá er eins og Island búist undir betri dag. Hér slær aptur hjarta landsins, hér er lagt þess ráð; helgi forna höfuðbólsins heimtar nýja dáð. Drottna skal hún — fjöllum föðmuð, fögrum eyjum girt, standa vörðinn, sterk og (tur stór og mikilsvirt, vera landsins háreist höfuð, hreinlynd, rausnarfull, meðan signir sólarlagið sundsins kvika-gull. Þá fóru fram á eptir íslenzkar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.