Þjóðólfur - 06.08.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.08.1909, Blaðsíða 2
128 þj oðolfur; gllmur í tveim flokkum (eptir þyngd). Verðlaun hlutu þar: í i. flokki: 1. Sigurjón Pétursson, 2. Hallgrímur Benediktsson, 3. Pétur Gunnlaugsson. í. 2. flokki; 1. Kristinn Pétursson, 2. Guðbrandur Magnússon, 3. Guðm. Sigurjónsson. Loks fór fram bændaglíma og reipt og. Verðlaunum var útbýtt í tjaldi á tún- inu um kveldið, sakir óveðurs úti. Þau voru ekki í gjaldgengum peningum að vanda, heldur minnispeningar úr silfri með viðeigandi áletrun. Að sfðustu var d a n s. Veður var slæmt um daginn, og var skemmtunin því minni en ella; en þó sást það ekki á, er farið var að dansa þvf óveðrið virtist engin áhrif hafa á þátt- takendurna, Má víst vera allslæmt veður, ef engir fást til að fara uþp á danspall- inn. Þjóðhátíðarnefndin á þakkir skilið týrir að láta þjóðhátíðarhaldið eigi farast fyrir, og var allt frá hennar hendi vel og sköruglega af hendi leyst. Ræða dr. Jóns Porkelssonar á þjóðhátíð Reykyíkinga 2. ágúst 1909. Það hefur víst aldrei verið mælt svo eða ort fyrir minni Reykjavíkur hingað til, að ekki hafi verið minnst á að Ing- ólfur hafi fyrstur sett hér byggð. Og svo er enn gert í kvæði því, er syngja skal hér í dag, eptir eitt af skáldum vorum, sem er margprentað og margkunnugt. En f þessu kvæði er jafnframt gefin vin- samleg leiðbeining um það, að minningar liðinna alda ættu að gleymast og við þeim ætti ekki að hreifa. Ekki finn eg það þó skyldu mína að fylgja forskrift þessa skálds hér í dag. Eg finn einmitt ástæðu til þess að minnast í nokkrum aðal- atriðum á sögu þessa bæjar á fyrri öld- um, því að það veit eg ekki til, að hafi verið nokkru sinni gert til neins yfirlits. Ingólfur Arnarson, þessi mikli faðir þessa bæjar og þessa lands, var ekki af neinu úrkasts-fólki. Þeir frændar voru ættaðir af Þelamörk, og voru miklir fyrir sér. Bjönólfur afi hans flýði af Þelamörk fyrir vígasakir og staðfestist í Dalsfirði á Fjölum í Firðafylki. Langafi Ingólfs varHró- mundur Gripsson, sem miklar sagnir hafa gengið um í forneskju. Hrómundi er svo lýst í rímum þeim fornum, sem G r i p 1 u r heita : Óttast hvorki sviða né sár seggr í randaflugum, breiðr um herðarTTijartr á hár, blíðr og snarr í augum. Siálfur hafði Ingólfur legið í víkingu áður hann kom hingað til lands. Var hann enn fyrsta vetur í Ingólfshöfða og annan í Hjörleifshöfða. »Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli, tyrir vestan Ölfusá, þar sem sumir segja, hann sé heygður. Þau misseri fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan Heiði. — Ingólfur fór um vorið ofan um Heiði. Hann tók sér bústað þar, sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjarvlk. Þar eru enn öndvegissúlur þær í e 1 d h ú s i«. Þegar þetta var ritað (Landnáma), þá voru liðin 4—500 ár frá því, er Ingólfur reisti hér íyrst bæ, því aðjelztu bækur Land- námu eru skrifaðar seint á 13. ö!d og um 1300. Én hvað gamlar ætli elztu stoðirnar séu í eldhúsunum hérna í Reykja- vík núna? Hér finnst nú varla hús né nokkur spýta í húsi eldri en 100 ára. Ræktin við þær gömlu minningar hefur verið hér rfk á þessum stað til forna; hitt er eptir að vita, hvort hún verður það eins nú og í framtíðinni. Ingólfur er kallaður frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að auðu landi og bygði fyrst landið, og gerðu aðrir landnámsmenn eftir hans dæraum síðan. Niðjar Ingólfs urðu lengi tryggir síðan við ættleifð sína. Þeir sátu ekki einungis yfir hvers manns hlut um endilangt Kjalarnesþing um margar aldir og skipuðu fyrstir þing á íslandi áður al- þingi var sett, heldur voru þeir og hæstr- ar stéttar um goðorðs-nafnbætur. Alls- herjargoði var æ af ætt Ingólfs, allt þang- að til konungsvald komst yfir landið. Og þá var allsherjargoði á Islandi Þormóður Þorkelsson, þriðji maður frá Ingólfi, þegar kristni var lögtekin hér álandiárið 1000. Það er og eptirtakanlegt, að höfuðbólin mestu hér í grennd voru langt fram eptir öldum eign niðja Ingólfs. V i ð e y áttu niðjar hans, þar til hún var gefin til klausturs á öndverðri 13. öld. Hof á Kjalarnesi áttu þeir frændur fram á ofan- verða 13. öld. Bessastaði áttu þeir frændur fram á 13. öld, þar til Snorri Sturluson, sem var ágjarn til lausafjár og landa, náði eign á þeim. Þ i n g v ö 11 áttu þeir fram á 13. öld. Nes við Sel- tjörn var eitt af höfuðbólum þeirra frænda, og þar bjuggu þeir fram á 14. öld. Voru þeir síðastir er menn þekkja Hafurbjörn ríki Styrkársson í Nesi, sem lifði enn 1284, þá Gissur í Nesi, sonur hans, sem and- aðist 1305, og eftir hann Styrkárr Gissur- arson í Nesi, sem lézt 1341. Laugar- nes ogEngey virðast hafa verið eign þessara ættmanna allar götur fram á 16. öld. Og Brautarholt að vísu fram á 15. öld. Hverir bjuggu í Reykjavík á fyrri öldum er ekki fullljóst, en þar má ætla að niðjar Ingólfs hafi lengi ráðið heim- kynnum. A það bendir ræktin við menj- ar hans. I máldaga Víkurkirkju frá 1379, er Oddgeir biskup hefur sett Þorsteinsson, er svo komist að orði: »Þar skal vera heimilisprestur, e f b ó n d i v i 11 «. Þar ráða þá svo rlkir fyrir garði, að biskup- inn þorir ekki skilyrðislaust að segja, að þar s k u 1 i vera heimilisprestur. Það er ekki vilji biskupsins, sem þar hefur kirkju- valdið. Það er vilji bóndans í Vík. I máldaga Vilkins biskups frá 1397 er tekið svo til orða, að þar skuli vera graptarkirkja, og hefur því biskup enn ekki þorað að skipa, að þar skyldi vera heimilisprestur. Þá hafði um hríð búið í Reykjavík bóndi sá, er þorlákur hét. Að- alkirkja var þá í Nesi við Seltjörn, en kirkjur voru einnig í Engey og Laugar- nesi. Á 15. öld fara litlar sögur af Reykja- vík, og vitum vjer það fyrst af henni á þeim tímum, að þá eru 20 hndr. úr jörð- inni orðin eign Munkaþverárklausturs í Eyjafirði. Ekki vita menn, á hvern hátt það hefur mátt verða. En þenna hluta jarðaiinnar selur Einar ábóti Isleifsson hins beltislausa Árna bónda Höskuldssyni 1478. En dóttir Árna, er Ragna hét, og gift var Þorvarði syni Steinmóðar ábóta Bárðarsonar < Viðey, erfði þenna hluta jarðarinnar eptir föður sinn. 1487 selja þau Þorvarður og RagnaÓlafi Ásbjarnar- syni þessi 20 hndr. í jörðinni Vík fyrir hálft Búland í Skaftártungu. 1505 býr meðal annars sá bóndi í Reykjavík, er Ólafur hét Ólafsson, þá er Stefán biskup hafði þar kirkjuskoðun, og er Ólafur sá að líkindum einmitt sonur Ólafs Ásbjarnar- sonar. Hafa þeir frændur átt þenna part jarðarinnar og búið á honum fram til 1569. Þá kaupir Narfi Ormsson af Þórði og Jóni Ásbjarnarsonum, Jónssonar, ein- mitt 20 hndr. í jörðinni Reykjavík. Að öðru leyti bjó f Reykjavík (án efa á 30 hndr., því öll jörðin var 50 hndr. að dýrleika) um og eptir miðja 16. öld gild- ur maður, Ormur Jónsson sýslumaður í Árnessýslu, er lézt 1566. Það eru rök fyrir því, að hann hafi haft á sér fyrir- mannabrag og haldið sig ríkmannlega, því það er skjalfast, að hann hélt viki- vaka á jólanótt 1555, og hafði þá í boði sínu Pál Stígsson, höfuðsmann á Bessa- stöðum. Eptir Orm bjuggu í Reykjavík og áttu Reykjavlk niðjar hans, allt þar til konungur náði eign á jörðinni. Eptir að konungsvaldið tók að magnast hér f landi, eru deili til þess, að þeim hafi leikið sérstaklega augastaður á Reykja- vík. Því svo segja sagnaritarar, að Laur- itz Kruus höfuðsmaður hafi með ofríki og ólögum neytt Narfa Ormsson 1590 til þess að gefa upp eign og ábúð við konungsvaldið á nokkrum hluta jarðar- innar. En ekki náði þó konungsvaldið kaupum á Reykjavlk fyrr en 19. apríl 1616 í makaskiftum af Guðrúnu Magnús- dóttur ekkju Narfa Ormssonar og son- um hennar. Og voru þá goldnar fyrir jörðina í Reykjavík jarðirnar Bakki, Lauga- vatn í Laugardal og Kiðafell í Kjós. Ummerki eða landamerki jarðarinnar Reykjavíkur voru þesssi: »Milli Víkur og Erfæriseyjar frá Granda- höfði út í gegnum miðja hólma, frá Gianda- höfði og fram að Eiðsgarði hinum minna, þaðan og vestur í grjótgarð fyrir sunnan Eiðstjörn og ofan þar sem garðurinn gengur suður í sjó fyrir austan Lamba- staði, þaðan og austur með sjó allt að Hangahamri, þar sem varðan stendur, þaðan sjónhending upp á Hlíðina (Eski- hlíð) að þúfunni þeirri, er þar stendur. Þaðan sjónhending í otanverðan Fúla- tjarnarlæk, og sjónhending þaðan í móts við Rauðará vestur í síkið fyrir vestan Rauðarárgrafir. Þar ofan í grófina og fram í sjó«. Eptir að konungur var orðinn eigandi að Reykjavík, þá má sjá, að farið hefur að magnast kaupstaður sá, sem kallaður var í Hólmur, sem var í Örfirisey og hólm- unum í grenndinni. Víst er það, að kaup- staður er þar og sigling þangað 1627. Þegar »innréttingarnar« svo nefndar, eða verksmiðjur komust á hér á landi á 18. öld, þá lagði konungur 1752 Reykjavfk til »innréttinganna«. En »innréttingarnar« liðu undir lok seint á 18. öld, eins og kunnugt er. Þá var og tekið að brjóta mjög fyrir sjó kaupstaðarstæðið í Hólmi, svo að sýnt þótti, að það mundi ekki geta haldist við verzlun til frambúðar. Var því lagt land úr Reykjavfkurjörðu undir nýjan verzlunarstað. Fór útmæling sú fram árið 1786, og framkvæmdi það verk Vigfús Þórarinsson, sýslumaður 1 Kjalarnesþingi. Eg hef að vísu ekki fyrir mér útmælinguna nú sem stendur, en lóð sú, sem lögð var til verzlunar, var þar sem nú er kallaður Miðbærinn, frá Lækjar- mynni upp I I.ækjarbotn, þaðan vestur f Tjarnarbotn og síðan norður fyrir neðan Grjóta og niður I Giófina. Eptir ummerkjum Reykjavfkur að dæma, mundi hún annarstaðar á landinu vera kölluð landlítil og jafnvel kotjörð, þó að hún hér á þessum stað væri haldin 50 hndr., og þar við er enn að atbuga, að Arnarhóll virðist ekki vera talinn með í þessu mati. Því að 1535 og síðan hefur hann verið talinn sérstök jörð. Annars var Arnarhóli lagður til Tiptunarhússins 1764, en 1819 var llPP llr Tiptunarhús- inu gert Stiptamtmannahúsið (nú Stjórnar- ráðshúsið) og þá var Arnarhólsjörðin lögð stiptamtmönnum til ábýlis, ogslðanhefur hún jafnan veiið ætluð til afnota æðstu valdsmönnum þessa lands allt fram til 1904. Síðasta hluta 18. aldar og fram um 1800 urðu miklar breytingar hér á landi, sem allar hnigu að því, að valdstjórn öll og menntastofnanir drægist hingað suður á bóginn, og síðan hefur, eins og Sveinn biskup komst að erði um Skálholt, Reykja- vfk stöðugt »aukist og eflst með herra- dæmi«. Skálholt skyldi leggjast niður sem biskupssetur, og biskup eiga aðsetur fyrir neðan Heiði. Skálholtsskóli var fluttur til Reykjavíkur 1786, Hólaskóli slfkt hið sama 1802, þó að ekki yrði hér fast skólasetur fyr en 1846, eptirað Bessa- skóla var lokið. Reykjavík dró að sér alþingi frá Þingvöllum tveim árum áður en það var lagt niður. Klerkaþing var hætt að halda á Þingvöllum um sama leyti og tekið var að halda það í Reykja- vlk. Landsyfirréttur kom hér 1800. Einn- ig landfógeti hafði tekið hér aðsetu. Land- læknir hafði búið í Nesi við Seltjörn, en fluttist einnig hingað, þegar fram í sótti. Hér varð og biskupssetur allt fram til 1825, að biskupi var ætlað aðsetur f Laugarnesi, sem þó var lagt niður af litlum manndómi 1855. Stiptamtmenn tóku hér og aðsetur eptir 1806, að Ólaf- ur Stefánsson lét af embætti. Bæjarfógeti varðhér fyrst 1804. Síðan hefur að Reykja- vík hlaðist svo, sem kunnugt er, að þar eru nú allar helztu þjóðstofnanir landsins. Lengi vel þótti hún óþjóðleg og dönsk. Kaupmannastéttin og embættismannastétt- in voru þar aðalstéttirnar. Kaupmenn voru flestir danskir og sumir af embættis- mönnum lfka. Alþýðu manna gætti þar lítt. Danskan þótti sitja þar 1 fyrirrúmi, bæði um mál og háttalag. Hver maður, sem nokkurt mannsmót var að, mátti hafa það, að vera kallaður sen eða jafn- vel s e n s og fleira því um líkt, sem gamlir menn þeir, er uppaldir eru hér í þessum bæ og langt muna, mega kunna betri grein á en eg. Með árinu 1874 ætla eg, að hafi gerst algerð umskipti í þessum bæ, eins og raunar á öllu landinu. Þá tókum vér í rauninni við oss sjálfum og voru eigin forræði. Og nú ætla eg sé óhætt að fullyrða það, að engum detti í hug að kalla Reykjavík lengur óþjóðlega. Án efa er hún þjóðlegasti kaupstaður landsins. Og eg er ekki viss um, að það sé ofsagt, þó eg segði, að hún væri þjóðlegasti stað- urinn á landinu. Heldur margt til þess. Hér eru nú þjóðsöfn vor, tiltölulega auð- ug. Hér er og saman komið mannval úr öllum áttum landsins. Og hér er miðstöð allrar menntunar í landinu. Reykjavík er óþekkjanjeg nú frá þvf sem hún var fyrir 30—40 árum. Hér hafa verið miklar framkvæmdir á marga vegu. Gatnalagningar hafa hér stórum batnað frá því sem áður var, þó að margt þyki mönnum þar f misgert nú, því alltaf sjá menn betur á eptir en fyrirfram. Húsabyggingar hafa aukizt afarmikið og tekið afarmiklum framförum, bæði til fegurðar og hagræðis. Fyrir frekum mannsaldri síðan var allur þorri húsa hér svartur fyrir tjöru, og bærinn yfirlits ófagur. Þessu er nú snúið á annan og betra veg. En ekki er það svo að skilja, að eg geti að öllu hælt þeim byggingar- hætti, sem nú hefur verið rekinn svo hörðum höndum hér um mörgár, að margir menn hafa sjálfsagt »byggt óþægilega yfir sig«. Á eg við það, að hér hefur verið hróflað upp hverju timburhúsinu eptir eptir annað, en steinhús sjást varla. Byggt úr einum saman viði í landi, þar sem ekki vex ein hrísla raftlæg landshornanna milli, en við fótum troðum daglega hið bezta byggingarefni, sem við eigum sjálfir! Við höfum nú á hinum síðustu áratugum kastað svo miljónum króna skiptirút fyrir húsaefni frá útlöndum, sem við eigum betra og getum tekið hiá sjálfum oss,.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.