Þjóðólfur - 06.08.1909, Síða 4
130
ÞJOÐ OLFUK.
feuÉrir í i|a-SjM
Svo lítur út, sem „frelsi og framfarir"
og líkar hugsjónir lendi lengur við orðin
tóm og „umþenkingar" í Norðurálfunni
en í yngri álfunum. Nú í maímánuði
hafði maður horfið heim til Englands frá
Nýja-Sjálandi við Australíu eptir 46 ára
embættisrekstur þar, ýmist sem yfirdóm-
ari eða ráðgjafi. Hann er 74 ára og heit-
ir sir Robert Stont, mikill sýnum, ern og
rösklegur, ættaður frá Hjaltlandi og af
Norðmönnum kominn. Hann sagði svo
frá (í ræðu einni í Lundúnum): „Seint
gengur klyfjabandið, piltar og stúlk-
ur, hér heima. Eg sé hér í borginni
meira af háttsemi heiðinna þjóða á einum
degi, en á heilu ári í úthverfum Nýja-Sjá-
lands. Ganga flestar umbætur þar mör^um
sinnum fljótara en hér. Skal eg nefna
fáein dæmi: Vér erum búnir að halda
þar öllum alþýðuskólum lokuðum fyrir
guðfræðisstappi í 34 ár. Sundurlyndi trú-
arflokkanna gerðu það óhjákvæmilegt, enda
mega börn njóta kennslu klerka og for-
eldra heima eptir vild. Þetta hefur gefizt
eptir óskum. Við það minnkar stórum
ekki einungis agg og rifrildi flokka, held-
ur og hatur og lestir, þegar börnin þrosk-
ast. Eða livað hugsa menn hér heima?
Menn heimta sín trúarfræði kend í opin-
berum ríkisskólum, en vilja þó afmá
biskupakirkjuna! Þá hóf eg fyrir rúmum
30 árum ófrið gegn ofdrykkju í landinu,
og hafði sú viðleitni töluverðan árangur,
en þó náðu engin sölubannslög staðfest-
ingu þar um hríð. En þá tók við annað
stríð, og það var um jafnrétti kvenna, og
óðara en þær höfðu náð kosningar- og
kjörrétti, komst bannið á þar í sveitum,
sem alþýða krafði. — Uppeldismál eru
vor mestu nauðsynja- og áhugamál; skulu
innfædd börn (af- maorí-kyni) vera jafn
rétthá 1 öliu sem börn Englendinga. Þetta
gerir menn löghlýðna og sættir alla“.
(N.-Sjáland er einhver efnilegasta ný-
lenda Englendinga og þótt saga hennar
sé ung, er hún bæði fögur og stórstlg.
Frumbyggjar landsins þrífast þar og furðu-
vel, og fækka miklu seinna, en frumbúar
130
nokkurra annara nýbyggða, enda eru menn
yfirleitt námfúsir og vel gefnir).
M. J.
Drukknun.
Frá Sauðárkrók er símað 4. þ. m.:
Aðfaranótt sunnudags 1. þ. m. drukn-
aði í vesturós Héraðsvatna H a 11 u r
J ó n s s o n, bóndi í Brekkukoti í Akra-
hreppi, 23 ára gamall, kvæntur, dugandi
maður og góður bóndi. Dragferja var
komin móti honum yfir fljótið, en þá reið
hann út í ósinn, þótt ferjum. kallaði til
hans að bíða, varð fráskila hestinum og
druknaði. Líkið hefur ekki fundist. —
Hann reyndist allmannskæður, ósinn sá.
Tveir menn druknuðu þar sfðast fyrir
tveim árum ('07).
Skipaferðir.
»Ceres« fór til útlanda 31. f. m. Með
henni fóru meðal annara : Sæm. Bjarn-
héðinsson spítalalæknir til Noregs á holds-
veikislæknafund þar, Pétur Gunnarsson
bókhaldari, JónFjeldsteð klæðskeri ogLár-
us Bjarnason kennari úr Hafnarfirði.
»Hólar« lögðu af stað s. d. austur og
norður um land.
»Prosperó« fór s. d. vestur og norður,
áleiðis til útlanda.
Sundskálinn
við Skerjafjörð er 18 álnir á lengd, og
auk þess eru 2 álmur io'/4 og 1 i3/4 álnar,
og breiddin er 3 áln. 14 klefar eru í
honum, og geta 40—50 manns rúmast
þar í senn, ef þörf gerist. Kostnaður við
bygginguna var 1500 kr., og auk þess
var bryggja byggð, er kostaði 300 kr. —
Lóðina undir skálann gáfu eigendur Skild-
inganess, og Þórarinn bóndi Arnórsson á
Þormóðsstöðum lét félaginu í té endur-
gjaldslaust, lóð undir veg, er liggur að
honum, gegnum túnið á Þormóðsstöðum.
Vegurinn er 90 faðmar á lengd, og lögðu
félagar Ungmennafélagsins hann og unnu
að því í frístundum sínum. Páll sund-
kennari Erlingsson er ráðinn umsjónar-
maður skálans. Aðgangur að skálanum
verður 10 au. í hvert sinn fyrir fullorðna,
en 5 aura fyrir börn.
Dálnn
er hér í bænum r. þ. m. Eiríkur
Eiríksson málari. Hann var rúmlega
40 ára að aldri (f. q. ágúst 1868), son
Eiríks bónda á Minnivöllum á Landi,
Eyjólfssonar s.st. Jónssonar. Móðir hans
var Ingveldur Eiríksdóttir 1 Haukholtum,
Jónssonar í Skipholti Jónssonar, en móðir
Ingveldar var Guðrún Helgadóttir, Eiríks-
sonar í Bolholti Jónssonar, og var Þor-
steinn faðir Jóhanns próf. í Stafholti og
frú Oddnýjar Smiths, bróðir Guðrúnar.
— Eiríkur var kvæntur Margréti Ólafs-
dóttur frá Selsundi á Rangárvöllum Jóns-
sonar, og eiga þau 4 börn á Iffi. Hann
var dugnaðarmaður og vel að sér.
Mannalát.
Hinn 27. júní andaðist í Eyvindar-
tungu í Laugardal Jón Kollín Þor-
steinsson, faðir Þorsteins bónda, er
þar býr. Hann var hálfníræður að aldri,
og hafði jafnan verið við góða heilsu
fram til þessa sfðasta árs, svo að hann
gekk jafnvel að heyvinnu í fyrra sumar.
Hann var fæddur í Vatnsdal í Rangár-
vallasýslu; þar bjó þá faðir hans Þor-
steinn Þorsteinsson, bróðursonur Bjarna
gamla konferenzráðs; fluttist hann síðan
18 vetra gamall með föður sínum að Ut-
hlíð í Biskupstungum, og byrjaði búskap
3 árum síðar í Hrauntúni, hjáleigu frá
Úthlíð, en er faðir hans fluttist frá Út-
hlíð nokkru síðar, tók hann þá jörð og
bjó þar rúm 40 ár. Hann var kvæntur
Kristínu Arnadóttur frá Naustum í Eyja-
firði; hún er nú dáin fyrir 19 árum; lifa
börn þeirra tvö, Þorsteinn, sem fyr er
nefndur, og Steinunn, ógipt hjá bróður
sínum. Jón sál. var búþegn góður, hóg-
vær í skapi og óhlutdeilinn; hann var
gestrisinn, hjálpsamur og vinsæll af öll-
um, er kynni höfðu af honum, og talinn
sveitarstoð meðan hann bjó. Börnnokk-
ur ól hann upp fleiri en sín, bæði skyld
og vandalaus. I öllu var hann sæmdar-
maður. J.
V eð urshýrsluágrip
frá 3h. jútí til 6. ág. 1909.
júlí ág- Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf.
24. + 8,0 + 7,o + 6,0 + 4+ + 2.4 + 6,9
25. + 9,4 4- 8,0 + 8,6 + 6,8 + 6,0 4" 8,2
26. + i°,3 + 9,3 4“ 8,0 + 7,8 + 6,8 + 7,5
27. + 11,0 +12,0 +10,7 + 10,7 + 9,4 + 7,0
28. +io,4 +10,4 +12,0 + 15,0 + 12,2 + 6,5
29. + 10,9 +10,6 +n,6 + 13,0 + 11,2 + 7,7
3°. + 11,0 +12,0 + 9,6 + 9.2 +ii,5 + 8,5
3i- + i:,o 00,0 +10,1 + 9,8 + 8,5 + 9,7
I. + 12,0 +12,0 +12,6 + L3,4 +13,5 +u,o
2. +n,5 +13+ +12,6 + 12,5 +12,6 +15,3
3. + n,8 -4-11,3 +12,1 + 12,0 +u,o + •2,7
4. + 10,1 + 8,7 +n,5 + 12,5 4~io,o + 14,5
5- + 9,4 +ii,5 + 9,6 + 13,0 +12,0 + 12,9
6. + 9,5 + 10,0 +u,o + 13,1 +14+ + •5,1
isiita II
Með því að aðalfundur í hluta-
félaginu Klœðaverksmiðjan Iðunnn,
sem auglýstur var 28. apríl þ. á„
varð eigi lögmætur, er hér með
boðað til aðalfundar aptur í nefndu
hlutaféJagi miðvikudaginn 11. ágúst
þ. á. kl. 8V2 síðd. í Iðnaðarmanna-
húsinu.
Á fundinum verða tekin fyrir
öll hin sömu mál, sem taka átti
fyrir á fyrnefndum aðaltundi 28.
apríl.
Reykjavík, 6. júlí 1909.
Félagsstjórnin.
Gull-
fallegt
TSý
komið.
Yerð: 3,00-3,80
Dömuklsedi
I AUSTURSTRÆTI I
Braud
allskonar, selur kafíxhúsið »Hekla«
að miklum mun ódýrari en ann-
arsstaðar.
Tapast Ixefur jarpur hestur 7 vetra
ójárnaður með síðutökum. Mark: biti fr.
hægra, biti aptan vinstra. Ættaður austan
úr Biskupstungum. Finnandi beðinn að
skila honum til Kristjáns Þorkelssonar í
Álfsnesi.
Rauðskjóttur hestur hefur tap-
ast frá Hlíðarenda í Ölfusi. Mark: tvístfft
fr. h. Með mikið fax, vakur vel, í meðal-
agi stór. Hver sem hitta kynni hest þenna
er beðinn að koma honum að Hlíðarenda í
Ölfusi gegn borgun.
15. júlí 1909. Jón Jónsson.
Eigandi og ábyrgðarm.:
Hannes Þorsteinsson.
»Eg hef altaf æfingu, sir. Eg erviða frá morgni til kvölds og drekk
lítið annað en vatn. Eg held varla, að æfingamennirnir komi meiru til leiðar
roeð öllum sfnum reglum og fyrirskipunum.
»Það verður viðureign milli æsku og reynslu. Eg fyrir mitt leyti vildi
ekki veðja einni gíneu1) um hvor ykkar yrði hlutskarpari. En eg get aldrei
fyrirgefið Jim, að hann skyldi bregðast mér, nema hann hafi þá verið neyddur
til þess«.
»Hann var neyddur til þess, sir Charles«.
»Þér hafið þá séð hann?«
»Nei, sir. Eg hef ekki séð hann«.
»En þér vitið hver hann er?«
»Eg má hvorki svara já eða nei. Eg get einungis sagt yður það, að
honum er ekki um að kenna. En þarna kemur þá lögreglumaðurinn aptur«.
Hinn hvimleiði gestur kom aptur þeysandi til okkar, en í þetta skipti var
erindi hans ekki eins ónotalegt.
»Lögsagnarumdæmi mitt nær ekki lengra en að þessum skurði, sir«, sagði
hann. »Eg get varla ímyndað mér, að þér fáið nokkursstaðar betri stað fyrir
hringinn, heldur en í brekkunni þarna niður frá. Eg er viss um, að þér verðið
ekki ónáðaðir þar«.
Kvíði hans fyrir, að ekkert kynni að verða úr hnefleikunum, kom svo
einkennilega fyrir sjónir, þegar þess var gætt, hvert kapp hann lagði á að reka
okkur í burtu, að frændi minn gat ekki stillt sig um að hafa orð á því.
»Það sæmir sér ekki fyrir yfirvald, að láta það viðgangast, að lögin séu
brotin, sir«, sagðir hann. »En ef að stéttarbróðir minn í Hampshire telur
engin tormerki á þvf, að hnefleikar fari fram f hans umdæmi, þá vildi eg sjálfur
gjarnan sjá viðureignina«, og síðan keyrði hann hest sinn sporum upp á leiti
í grenndinni, þar sem hanrf hugðist bezt mundi geta séð yfir hringinn.
Tom Oven og Tago höfðu brátt slegið upp hring, eins og tíðkanlegt var
á þeim tímum. Hvítir staurar, allir með langamarki hnefleikafélagsins, voru
reknir niður í jörðina og snúra strengd á milli þeirra, þannig, að 24 feta fer-
hyrningur varð fyrir innan. Utan um þennan hring var annar 8 fetum utar.
Innri hringurinn var ætlaður hnefleikamönnunum sjálfum og aðstoðarmönnum
þeirra, en sá ytri var fyrir leikdómarann, frænda minn, sir Lothian og fáeina
aðra útvalda, og var eg einn meðal þeirra. Um 20 alkunnir hnefleikamenn
stóðu í röð í ytri hringnum til þess að halda uppi reglu, og voru meðal þeirra
Prentsmiðjan Gutenberg.
=Ofnkol=
Hin viðurkendu ágætu
ofnkol eru nú komin með e s
„Isafold“ og- seljast mjög ó-
dýrt heimflutt frá
1) ensk peningaupphæð — 21 króna.
Talsími 39